Morgunblaðið - 16.04.1989, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.04.1989, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR/YFIRLIT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. APRÍL 1989 ERLEIMT INNLENT Viðræður í strand Kjaraviðræður ríkisins og BHMR hafa engan árangur borið og ber tugi prósenta enn í milli. Enginn samningafundur hefur verið boðaður eftir helgina, og tólf félög bandalagsins eru því enn í verkfalli. Indriði H. Þorláks- son, formaður samninganefndar ríkisins hefur kallað kröfugerð BHMR „eitt stórt undrunarefni" og Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra kallaði hana „vitfirru“. Borgaraflokkurínn klofnar Tveir af þingmönnum Borgara- flokksins, þeir Ingi Björn Al- bertsson og Hreggviður Jóns- son hafa sagt sig úr þingflokki Borgaraflokksins og stofnað flokk frjálslyndra hægrimanna. Forsæt- isráðherra vill fá afganginn af Borgaraflokknum inn í ríkis- stjórnina. Ekki útlit fyrir hvalveiðar 1990 Halldór Ásgrímsson, sjávar- útvegsráðherra, er í opinberri heimsókn í Þýzkalandi og sagði þar meðal annars að allt útlit væri fyrir að bíða þyrfti út árið 1990 ákvörðunar Alþjóða hval- veiðiráðsins um það, hvort hval- veiðar i atvinnuskyni yrðu leyfðar á ný. Á meðan myndu íslendingar ekki veiða hval. Vaxtalækkun Bankar og sparísjóðir hafa lækkað vexti að meðaltali um 0,5%. Heræfíngarnar fára fram í skýrslu Jóns Baldvins Hannibalssonar, utanríkisráð- herra, sem hann hefur lagt fram á Alþingi, kemur fram að fyrir- hugaðar heræfingar 1.000 manna varaliðs hér á landi verða haldn- ar, þrátt fyrir deilur á Alþingi og í ríkisstjóm. Alþingi vill kaupa Borgina Guðrún Helgadóttir, forseti samein aðs Alþingis, vill kaupa Hótel Borg fyrir rekstur þingsins, og munu margir þingmenn vera sama sinnis. Borgarráð og einstakir þing- menn hafa hins vegar mótmælt þessum áform- um. Flugleiðir hætta við málshöfðun Flugleiðir hafa hætt við máls- höfðun á hendur Verzlunar- mannafélagi Suðumesja vegna verkfallsvörzlu félagsins í verzl- unarmannaverkfalli í fyrra. í stað- inn samþykkja fimm aðildarfélög ASÍ að hugsanlegt verkfall þeirra muni ekki bitna á Flugleiðum fyrr en í fyrsta lagi fjórum sólarhring- um eftir að það hefst. Flugleiðir hafa nú á ný hafið samningavið- ræður við launþegasamtök um orlofsferðir í sumar. Andstaða við húsbréfakerfið Fimm af tíu stjómarmönnum í Húsnæðismálastjóm hafa lýst sig andvíga fmmvarpi félagsmála- ráðherra um húsbréfakerfi. Þeir vilja að endurbætur verði gerðar á núverandi húsnæðiskerfí. Háskólakennarar boða verkfall Háskólakennarar hafa sam- þykkt að boða verkfall 28. apríl, ef ekki semst um kaup og kjör áður. Ef af yrði, myndu prófum seinka í Háskólanum. ERLENT Georgíumenn kreQast sjálf- stæðis Míkhaíl S. Gorbatsjov Sovétleið- togi sagði á miðvikudag að kröfur Georgíumanna um fullt sjálfstæði yrðu ekki liðnar en um síðustu helgi brutust út átök í Tíflis, höf- uðborg Georgíu, milli um 4.000 þjóðemissinna og sovéskra her- manna. Talið er að 19 menn hafí týnt lífi en þjóðemissinnar kveða tölu látinna hærri. Hemaðar- ástand ríkti í Tíflis fram eftir vik- unni, hermenn voru á verði á göt- um úti og herþyrlur sveimuðu yfir borginni. Leiðtogi kommúni- staflokksins í Georgíu sagði af sér á föstudag en í stað hans var skipaður fyrrum yfirmaður sov- ésku öryggislögreglunnar, KGB, í lýðveldinu. Kohl breytir stjórn sinni Helmut Kohl, kanslari V- Þýskalands, skýrði á fímmtu- dag frá mestu breytingum sem hann hefur gert á stjórn sinni frá því hann hófst til valda árið 1982. Mesta athygli vakti að vamar- málaráðherrann, Rupert Schoiz, var látinn víkja en við stöðu hans tók Gerhard Stoltenberg, sem áður hafði gegnt embætti fjár- málaráðherra. Kohl boðaði einnig allsheijar endurskoðun á stefnu stjórnarinnar en vinsældir hennar hafa farið ört dvínandi að undanf- ömu. ísraelar fordæmdir ísraelskir lög- reglumenn skutu sex Palestínu- menn til bana og særðu 15 á fímmtudag og era þetta ein mannskæðustu átökin sem brot- ist hafa út á hemámssvæðunum frá því upp- reisn Palestínumanna hófst. Perez de Cuellar, framkvæmda- stjóri SÞ, fordæmdi morðin og yfírstjóm Rauða krossins sagði hamslausa valdbeitingu ísraela mikið áhyggjuefni. Fjöldamorð í Austurríki Fjórar austurrískar hjúkranar- konur hafa játað að hafa myrt 49 aldraða sjúklinga frá árinu 1983. Hjúkranarkonurnar kváð- ust í fyrstu hafa deytt sjúklingana til að lina þjáningar þeirra en síðar viðurkenndu þær að hafa einnig myrt sjúklinga sem þóttu erfíðir í umgengni. Þetta munu vera umfangsmestu óhæfuverk sem vitað er til að unnin hafi verið á evrópsku sjúkrahúsi en Franz Vranitsky kanslari segir morðin grimmilegustu glæpaverk í sögu Austurríkis. Holst gagnrýndur Vamarmálaráðherra Noregs, Johan Jörgen Holst sætti gagn- rýni á norska Stórþinginu í vik- unni er í Ijós kom að hemaðaryfir- völd í Noregi höfðu haldið kaf- bátaslysinu við Bjamarey leyndu fyrir norskum ráðamönnum og alþýðu manna þar. Holst sagði málið. hafa verið viðkvæmt í her- fræðiiegu tilliti en tók jafnframt á sig alla ábyrgð. Kannanir nor- skra vísindamanna hafa leitt í ljós að óeðlilega geislavirkni er ekki að finna í námunda við slysstað- inn. ., ,3 .... Er samband á milli oflítill- Læknamir birtu niðurstöður sínar í nýjasta hefti Brezka lækna- blaðsins, British Medical Journal. Niðurstaða læknanna er: „Við ályktum að þær ráðleggingar, sem almenningi hafa verið gefnar um að minnkuð neyzla mettaðrar fitu leiði nauðsynlega til færri dauðs- falla, kunni að hafa verið mistök“. Heilbrigðisyfirvöld og hjarta- Grænlend- ingar fá flugfélag Kaupmannahöfn. Frá N.J Bruun, frétta- rítara Morgunblaðsins. Grænlendingar hafa nú fengið sitt fyrsta flugfélag í einkaeigu. Heitir það Nuna Air og ætlar að einbeita sér að vaxandi Ieiguflugs- markaðinum, á stuttum og löngum leiðum, innanlands sem utan. Félagið, sem hefur aðsetur í Nu- uk, er með þijár flugvélar. Cessnu Conquest 2, Cessnu 206 og Cessnu 172. Til að byija með verður boðið upp á leiguferðir frá Nuuk til Syðri-Straumfjarðar, Jakobshafnar, Narssarssuaks og Kulusuks en auk þess ætlar félagið að stunda sjúkra- og flutningaflug. Cessna 206-vélin er búin til að lenda á sjó. Eigendur félagsins era stórhótel- eigendumir í Grænlandi, fjármála- maðurinn Poul Brandt og Per Björk, forstjóri ferðaskrifstofunnar Vejle Rejser. 100 ár frá fæðingu Chaplins EIN öld er í dag liðin frá því að kvikmyndaleikarinn og Ieikstjór- inn Charlie Chaplin fæddist . Þessa er minnst um heim allan og er mikið um dýrðir af þessu tilefni í London, fæðingarborg hans. Myndin var tekin f Kamabæjarstræti í London í gær þar sem fram fór samkeppni um það hver bezt gæti hermt eftir hinu fræga göngulagi Chaplins. Sjá einnig grein um Chaplin á bls. 16. ar blóðfitu og krabbameins? St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðarí Frímannssyni, fréttaritara Morgnnblaðsins. í viðamikilli rannsókn, sem læknar við Westem Infirmary and Ruchill-sjúkrahúsið gerðu, kemur fram að því minni sem blóðfitan er, því minni líkur em á hjarta- sjúkdómum. En lág blóðfita eykur líkumar á krabbameini að því er kemur fram í rannsókninni. verndarfélög hafa bragðist hart við þessari grein. Þau leggja áherzlu á að ráðleggingar um að draga úr neyzlu mettaðrar fítu dragi úr líkum á sjúkdómum af öllu tæi. Ánthony Lever, einn af læknun- um, sagði um helgina að taka yrði þessum niðurstöðum með varúð. Hann bætti því við að það væri „hroðaleg hneigð í læknastétt að leggja til breytingar á mataræði á veikum rökum“. Umbætur í Sovétríkjun- um og sérstaða Finnlands FINNSKIR sérfræðingar eru á einu máli um að umbótastefiia Mfkhaíls S. Gorbatsjovs Sovétleiðtoga komi til með að hafa áhrif utan landamæra Sovétríkjanna og þá ekki síst í Finnlandi. Líklegt þykir að svigrúm Finna á sviði utanríkismála muni aukast og horfa menn í því sambandi m.a. til samskipta Finnlands og aðild- arríkja Evrópubandalagsins. Þá þykir einnig sýnt að stefiia Gor- batsjovs hafi áhrif á viðskipti ríkjanna og sérstöðu Finna á þeim vettvangi. Allt frá lokum síðari heims- styijaldarinnar hafa sam- skipti Finnlands og Sovétríkjanna verið einstök. Á Vesturlöndum hafa menn gjarnan litið til sam- skipta ríkjanna með tortryggni. Við lok áttunda áratugarins og í byijun þess níunda töldu hægri menn, m.a. í Vestur- Þýskalandi, samband ríkjanna víti til vamaðar og töldu það dæmi um hvemig Sovétmenn gætu aukið áhrif sín í Evrópu. Við lok síðari heims- styijaldarinnar endurskoðuðu Finnar utanríkisstefnu sína með tilliti til hagsmuna Sovétmanna í Norður-Evrópu. Ríkin gerðu með sér víðtækan sáttmála um vináttu, samvinnu og gagnkvæma aðstoð. Þótt erkióvinurinn væri með þessu ekki tekinn í tölu góðvina þá var alltjent litið svo á að Sovétmenn væru grannar sem unnt væri að eiga samskipti við. Finnar nutu einkum góðs af samningi þessum á viðskiptasvið- inu og gátu í krafti hans fengið einstakan aðgang að mörkuðum í austri. Viðskipti ríkjanna vora að flestu leyti óháð efnahags- ástandinu á hveijum tíma og í viðskiptasamningum var oftar en ekki kveðið á um langan af- greiðslufrest. Finnar flytja olíu inn frá Sovétríkjunum en finnsk fyrirtæki í bygg- ingar- og mál- miðnaði hafa verið öragg um verkefni í Sov- étríkjunum. Á undanfomum áram hafa hins vegar komið upp ýmsir örðugleikar í viðskiptum ríkjanna. Olía hefur fallið í verði og Sovétmenn hafa kvartað undan ójöfnuði þar eð Finnar hafa verið tregir til að auka innflutning á sovéskri framleiðslu. Finnar líta svo á að umbóta- stefna Gorbatsjovs feli í sér að endi verði bundinn á sérstöðu þeirra í viðskiptum við Sovétríkin þar eð perestrojka kveði á um grandvallarbreytingu á utanríki- sviðskiptum Sovétríkjanna. Horf- ið verði frá þeirri miðstýringu sem ríkt hafi á þessum vettvangi og valdið í auknum mæli fært í aukn- um mæli í hendur einstakra fyrir- tækja. Tauno Tiusanen, einn helsti sérfræðingur Finna á sviði Harri Holkeri, forsætisráð- herra Finnlands, fer fyrir samninganefiid Finna i Finnsk-sovéska verslunarráð- inu. Sovét-viðskipta, telur að sá grein- armunur sem gerður hafi verið á milli viðskipta við ríki Vesturlanda og við ríki austurblokkarinnar standist ekki lengur. Aukið sjálf- ræði sovéskra fyrirtækja geri það að verkum að samkeppni muni einkenna viðskipti á þeim vett- vangi sem öðram. Sovétmenn líti svo á að sömu grundvallarreglur eigi að gilda í öllum utanríkis- viðskiptum þannig að sérsamn- ingar við Finna eða önnur ríki verði úr sögunni. BAKSVIÐ eftir Tom Kankkonen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.