Morgunblaðið - 16.04.1989, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.04.1989, Blaðsíða 20
20 M0RGUNBLAÐIÐ ATVIININA/RAÐ/SMA SUKNUDAGUK 16; APRÍL 1989 ATVINN MMAUGL YSINGAR Siglufjörður Blaðbera vantar frá 1. maí í Suðurgötu, Hvanneyrarbraut og Fossveg. Upplýsingar í síma 97-71489. IltangraiIribiMfe Hárgreiðslufólk Aðstaða til leigu á hárgreiðslustofu hálfan eða allan daginn. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. merktar: „H - 2683“. Uppeldisfulltrúi óskast við sérdeild einhverfra barna, Dal- brautarskóla frá 1. maí-15. júlí nk. Upplýsingar í síma 82528. Menntamálaráðuneytið. Vélvirkjar Vélvirkjar óskast til starfa. Upplýsingar í síma 92-14088. Skipasmíðastöð Njarðvíkur hf. Hafnarfjörður Skrifstofustarf (heilsdagsstarf) í Hafnarfirði er laust til umsóknar. Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist í pósthólf 206, 222 Hafnarfirði, fyrir þriðjudagskvöld 18. apríl. Sölumaður á fasteignasölu Vanur sölumaður óskast á fasteignasölu. Góð vinnuaðstaða. Nafn og símanúmer leggist inn á auglýsinga- deild Mbl. merkt: „S - 616“. Fóstra Dagheimilið Litlakot við Landakotsspítala óskar efitr áhugasamri og sjálfstæðri fóstru í 100% starf eða hlutastarf. Litlakot er skemmtilegur vinnustaður þar sem hugmyndir fóstrunnar fá að njóta sín. Upplýsingar hjá Dagrúnu í síma 19600 / 297 fyrir hádegi. FJÓROUNGSSJÚKRAHÚSIÐ A AKUREVRI Hjúkrunarfræðingar Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri óskar að ráða hjúkrunarfræðinga í sumarafleysingar og/eða fastar stöður á eftirtaldar deildir: Handlækningadeild Slysadeild Bæklunardeild Skurð- og svæfingadeild Gjörgæsludeild Kvensjúkdómadeild Lyflækningadeild Sel (hjúkrunardeild) Barnadeild Geðdeild Til greina kemur að ráða á fastar vaktir. Umsóknarfrestur er til 1. maí 1939. Nánari upplýsingar gefa Sonja Sveinsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri, og Ólína Torfa- dóttir, hjúkrunarforstjóri, í síma 96-22100. Auglýsingateiknari Auglýsingadeild Morgunblaðsins óskar að ráða auglýsingateiknara. Viðkomandi þarf að geta unnið hratt en vera jafnframt hug- myndaríkur og duglegur. Umsóknir með upplýsingum um fyrri störf °g annað, er máli skiptir, sendist til auglýs- ingadeildarinnar fyrir 21. apríl nk. merktar: „Auglýsingateiknari". Golfklúbburinn Keilir óskar eftir þremur starfsmönnum í eldhús og afgreiðslu. Vaktavinna. Upplýsingar í síma 53360. Sölu- og markaðsmál Útgáfufyrirtæki óskar að ráða starfskraft til að vinna að sölu- og markaðsmálum. Þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknir er tilgreini reynslu og fyrri störf sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 30. apríl merktar: „Sala - 618“. Hjúkrunarfræðingur óskast í afleysingar í sumar. Nánari upplýsingarveitir Dóra Hansen, hjúkr- unarfræðingur í Læknahúsinu, Síðumúla 29, Reykjavík, sími 685788 frá kl. 13-18. Skrifstofustarf Fasteignasala í miðborginni óskar að ráða stúlku til skrifstofu- og sölustarfa. Vinnutími frá kl. 13.00-18.00 og annan hvern sunnu- dag frá kl. 12.00-15.00. Umsóknir er greini aldur menntun og fyrri störf leggist inn á auglýsingadeild Mbl. merkt: „ F - 617“. Framkvæmdastjóri Selfossveitna Laus er til umsóknar staða framkvæmda- stjóra Selfossveitna, sem er fyrirtæki í eigu Selfosskaupstaðar, og annast á orkuveitu- svæði sínu öflun, dreifingu og sölu á raf- og hitaorku og aðra starfsemi sem því tengist. Einnig annast fyrirtækið rekstur Vatnsveitu Selfoss. Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á daglegum rekstri fyrirtækisins og starfar samkvæmt 7. og 8. grein reglugerðar fyrir Selfossveitur frá 9. febrúar 1989. Umsækjendur skulu hafa tæknimenntun og þekkingu eða reynslu varðandi rekstur veitu- fyrirtækja. Nánari upplýsingar um starfið veitir undirrit- aður í síma 98-21977 og Brynleifur H. Steingrímsson, formaður stjórnar Selfoss- veitna, í síma 98-21140. Umsóknum skal skila á skrifstofu Selfoss- kaupstaðar, Austurvegi 10, fyrir 1. maí nk. Bæjarstjprinn á Selfossi. Atvinna óskast Handlaginn og samviskusamur starfskraftur sem fengist hefur við húsa- og húsgagna- smíði óskar eftir framtíðarstarfi sem fyrst. Margt kemur til greina. Upplýsingar í síma 71703. Bátar - rækja Rækjuvinnsluna hf., Skagaströnd, vantar báta í viðskipti í sumar sem stunda djúp- rækjuveiðar. Upplýsingar gefur Lárus Ægir í síma 95-4747 og 95-4618. Rækjuvinnslan hf. Skrúðgarðyrkja Getum bætt við okkur skrúðgarðyrkjumönn- um - nemum. Mikil vinna framundan. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. merktar: „S - 8665“. Björn og Guðni sf., skrúðgarðyrkjumeistarar. Þjónn óskast Vantar vanan þjón strax. Aðeins faglært fólk kemur til greina. Umsóknir leggist inn á auglýsingadeild Mbl. merkt: „F - 2678“. Sælkerinn, Austurstræti 22. Salatborð Viljum ráða nú þegar starfsmann til að hafa umsjón með salatborði í matvöruverslun okkar í Kringlunni. Um er að ræða heils- dagsstarf. Æskilegt er að umsækjendur uppfylli eftirfar- andi skilyrði: ★ Séu á aldrinum 22 til 45 ára. ★ Hafi góða og örugga framkomu og eigi auðvelt með að veita góða þjónustu. ★ Geti hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar veitir verslunarstjóri á staðnum. HAGKAUP Starfsmannahald. Ritari hálfan daginn Fyrirtækið er traust og virt þjónustufyrirtæki í Reykjavík. Starfið felst í almennum ritarastörfum, þó aðallega ritvinnslu. Hæfniskröfur eru að umsækjendur hafi reynslu af ritarastörfum og gott vald á ensku. Skilyrði er að viðkomandi hafi unnið við rit- vinnslu. Áhersla er lögð á snyrtimennsku og þægilega framkomu. Góð laun eru í boði fyrir réttan aðila og mjög góð vinnuaðstaða í nýju húsi á besta stað í bænum. Vinnutími er frá kl. 12.30-17.00. Ráðning verður frá og með 1. júní nk. Umsóknarfrestur ertil og með 21. apríl nk. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrifstofunni frá kl. 9.00-15.00. Skólavörðustig la - 101 Re'/kjavik - Simi 621355

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.