Morgunblaðið - 16.04.1989, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.04.1989, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. APRÍL 1989 reiða, sérstaklega köfnunarefn- isoxíð, en einnig kolmónoxíð og bensíngufur og ef til vill brenni- steinsoxíð. Við höfum hins vegar ekki fengið fjárveitingu til mælinga og rykmælingarnar gemm við fyrir hluta af rekstrarfé. Eg tel hins veg- ar verulega þörf á því nú að fá fjár- magn til víðtækari mælinga í and- rúmsloftinu, til að geta síðar gert samanburð á ástandinu núna og eftir að hreinsibúnaður verður kom- inn á bifreiðir, þannig að hægt verði að meta raunverulegan árangur af slíkum búnaði." Borgarbúar kvarta Loftmengun er alþjóðlegt vanda- mál og í samanburði við marga aðra staði á jörðinni eru Reyk- víkingar tiltölulega vel settir þrátt fyrir ofangreindar staðreyndir. Víða í stórborgum, þar sem yfirþyrmandi umferð, sterkt sólskin og kæfandi hitasvækja liggja eins og mara yfir öllu, er mengunin komin langt yfir hættumörk og áhrifa þess þegar farið að gæta í ríkum mæli. Til dæmis má nefna, að mikil umferð hefur í för með sér að mikið af köfnunarefnisoxíðum fer út í and- rúmsloftið og þegar þau verða fyrir sterku sólarljósi klofna þau í svo- nefnda radikala, sem aftur geta myndað óson. Þó ósonlagið verndi lífið á jörðinni fyrir útfjólubláum geislum frá sólinni þegar það er uppi í heiðhvolfinu, er það eitrað og hættulegt þegar það er nærri lífverum og að auki tekur það auð- veldlega þátt í efnahvörfum og hvarfast við bensíngufur og fleiri efni sem eru í andrúmsloftinu. Þannig myndast ýmis efnasam- bönd, svo sem aldehýð og fleira sem geta verið mjög ertandi. Þegar mik- ið af þessum efnum safnast fyrir í andrúmsloftinu myndast mistur, svokaliað „smog“, sem er samsett úr ensku orðunum „smoke“ (reyk- ur) og „fog“ (þoka). Þetta mistur er að vísu ekki nýtt fyrirbrigði en er dæmigert fyrir mengunarástand í mörgum stórborgum, einkum þar sem sólríkt er og stillt veður, og i !:;'• t - - T*^ •. -V: • Morgunblaðið/Bjarni 40 35 30 25 20 15 10 ug/m3 __ s vifry i í Re ykjai ík, ái "smei • ialtöl 1986 -89 H vert gil di er rru söaltal næstu 12 már iuöaá jndan. '87 A M J JÁSOND*88FMAMJ JÁSON D'89 Alþjóðlegt vandamál LOFTMENGUN er alþjóðlegt vandamál og hvað varðar áhrif slíkrar mengunar á líf manna eru það einkum Qórir þættir sem skipta sköpum að sögii Olafs Péturssonar, forstöðumanns Mengunarvama. Þessir þættir em súra regnið, gróðurhúsaáhrifin, gatið á óson-laginu og eyðing regnskóganna. Auk þess kæmu vissulega til fleiri þættir svo sem köfhunarefnisoxíð, þungmálmar og lífræn klórsambönd. Ólafiir sagði að einnig væri algengt að mengun sem kæmi fram í öðmm umhverfisþáttum, svo sem sjó og ferskvatni, væri til komin vegna loftmengunar að stómm hluta. ISúra regnið stafar einkum • af útblæstri brennisteins- díoxíðs, (að% hlutum að því er talið er), en það kemur aðallega frá orkuverum og verksmiðjum af ýmsu tagi. Enfremur má rekja súrt regn til útblásturs köfnunar- efnisoxíða frá bifreiðum. Súra regnið hefur víða eytt lífi í vötnum og einnig valdið miklum sköðum á gróðri og mannvirkjum. Um- hverfisáhrifin eru annars ótrúlega víðtæk og stafa m.a. af því að súrt regn leysir mun betur upp ýmis eiturefni en regn. Listaverk sem staðið hafa óskemmd öldum saman eru nú allt í einu farin að skemmast af völdum þessa fyrir- brigðis, sem er skilgetið afkvæmi nútíma tæknivæðingar. Hér á landi hefur súrt regn mælst af og til en ekki í þeim mæli að til vandræða horfi. 2Gróðurhúsaáhrif eru að • mestu leyti talin stafa af síauknu magni koldíoxíða í and- rúmsloftinu. Þessi áhrif stafa af því að koldíoxíðefnin hleypa auð- veldlega í gegnum sig sólarljósinu en aftur á móti treglega innrauð- um hitageislum, sem kæla jörðina. Þessir geislar endurvarpast svo að jörðin nær ekki að kæla sig í sama mæli og áður. Eins og nafn- ið bendir til er þetta það sama og á sér stað í gróðurhúsum. Talið er að um 50% gróðurhúsaáhrifa megi rekja til þess gífurlega magns af koldíoxíðum, sem hleypt er út í andrúmsloftið við bruna eldsneytis. Ennfremur er talið að um 20% gróðurhúsaáhrifa stafi frá freon-efnum, þ.e. sömu efnum og valda óson-eyðingunni, og auk þess af völdum metanefna og köfnunarefnisoxíða í andrúms- loftinu. Hér er um alþjóðlegt vandamál að ræða og skiptir því okkur íslendingajafn miklu máli og aðra þótt vissulega megi til sanns vegar færa að minna af eldsneytisútblæstri komi frá okk- ur en milljónaþjóðum. Óskhyggja margra íslendinga um hlýnandi veðurfar af völdum gróðurhúsa- áhrifa er afskaplega hæpin. Veður færi vissulega hlýnandi hér á landi en um leið myndi einnig hlýna við pólana með þeim afleiðingum að jöklar færu að bráðna. Reiknað hefur verið út að ef meðalhitastig vex um 4,5 gráður á Celcíus muni yfirborð sjávar vaxa um allt að einum og hálfum metra og stór landssvæði viðs vegar um heim færu í kaf, auk þess sem aðrir veðurfarsþættir tækju ófyrirsjá- anlegum þreytingum. 3Eyðing óson-Iagsins stafar • fyrst og fremst af freon- efnum og halon-efnum, sem ber- ast upp í heiðhvolfið, en einnig, í minna mæli þó, af völdum köfnun- arefnisoxíða. Mikil umræða hefur orðið um eyðingu óson-lagsins að undanförnu og er litlu þar við að bæta. Þó má minna á að sífellt fleíri þjóðir hafa gengið að al- þjóðlegum samþykktum, sem miða að því að draga úr notkun þessara hættulegu efna. 4Eyðing regnskóga hefur • mikil áhrif á það magn koldíoxíða sem er í andrúmsloft- inu því að í skógunum er bundið gífurlegt magn af kolefnum og ef skógu'num er eytt losnar þetta kolefni og fer út í andrúmsloftið sem koldíoxíð. Það hefur svo aftur þau áhrif að gróðuhúsaáhrifin aukast með þeim afleiðingum sem áður er getið. Auk þess hefur eyðing regnskóganna áhrif á veð- urfar og fleira sem ekki er ástæða til að fara nánar út í hér. En allt er þetta samtvinnað og þó að við íslendingar séum eyþjóð langt frá þeim þéttbyggðu iðnaðarsvæðum, sem fyrst verða fyrir barðinu á eyðingu af völdum mengunar, ber okkur skylda til, eins og öðrum jarðarbúum, að bregðast við á viðeigandi hátt og leggja okkar að mörkum til að sporna við þess- ari þróun. ug/m3 60 — i 50 Svifryk í Reykjavík | apríl 1986 til jan. 1989 40 - 30 20 - 10 - Meðaltal hvers mánaðar 1 I I ! ti 1 1 i l i 1 IBt Ut 1 1 li 11 lt Morgunblaðið/ GÓI I 1986 M J J Á S O N D1987 F MAMJJÁSON D1988 F MAMJJÁSON D1989 íHIiikimiifHSiiiifTiTT! 41 hefur Los Angeles oft verið nefnd í þessu sambandi. Vegna legu ís- lands og veðurfarsaðstæðna er lítil hætta á að slíkt mengunarástand verði vandamál hér á landi í náinni framtíð. Þrátt fyrir það er staðreyndin sú, að margir höfuðborgarbúar telja sig hafa orðið fyrir óþægindum af völd- um loftmengunar og kvartanir hafa borist til Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur og Hollustúverndar ríkisins vegna þessa. Að sögn Tryggva Þórðarsonar deildarstjóra umhverfiseftirlitsdeildar Heilbrigð- iseftirlits Reykjavíkur hafa borist fyrirspurnir frá fólki vegna meng- unar og óskir um mælingar vegna grunsemda fólksins um að hún sé komin á óeðlilega hátt stig. Þá hafa heilbrigðisyfirvöldum borist kvart- anir frá fólki sem telur sig hafa orðið fyrir óþægindum í öndunar- færum vegna mengunarinnar. íbú- ar og vegfarendur í gamla mið- bænum, sem Morgunblaðið hafði tal af, töldu sig flestir hafa orðið vara við mengunina á einn eða annan hátt og íbúar miðbæjarins höfðu meðal annars á orði að varasamt gæti verið að hafa glugga opna við viss veðurskilyrði vegna hættu á að sót bærist inn í íbúðirnar frá umferðinni. Ólafur Pétursson stað- festi einnig að Hollustuvernd ríkis- ins hefðu borist slíkar kvartanir. • Viðmiðunarmörkin Viðmiðunarmörk þau sem Meng- unarvarnir hafa stuðst við eru sam- kvæmt erlendum stöðlum og fyrir áhugamenn má nefna að við mæl- ingar á svifryki hefur hámarkið verið miðað við 40 milljónustu hluta úr grammi í einum rúmmetra af lofti miðað við meðaltal yfir heilt ár. Þegar Mengunarvarnir hófu rykmælingar fyrir þremur árum sýndu niðurstöður þeirra að loft- mengunin var komin í 67% af þess- um mörkum. Siðan varð stöðug aukning á menguninni og fór hæst í 93% af viðmiðunarmörkum eins og áður segir, en hefur farið heldur lækkandi nú í vetur. Að sögn Ólafs Péturssonar telja menn að það stafi fremur af veðurfarsaðstæðum en því, að minna magn af þessu ryki berist nú út í andrúmsloftið. Þeg^r veður er stillt og hitahvörf í lofti liggur mengunin niðri við jörðu. Færri slíkir dagar hefðu verið í vetur en í fyrra og í því lægi líklega skýringin. Loftmengun hér á landi mælist minni á sumrin en á veturna. Ólaf- ur sagði að það stafaði af veðurfars- þáttum og áhrifum gróðurs, en gróður dregur talsvert úr styrk mengunarefna í loftinu. Á veturna situr kaldur loftmassi oft niðri við landið og safnar í sig mengunarefn- um, sem koma fram í mælingum. Þetta kalda loft blandast ekki heit- ara og léttara lofti sem er fyrir ofan, eins og á sér stað á sumrin þegar landið hitnar. Rykmælingar mengunarvarna benda til að tiltölulega lítil loftm- engun sé á landinu í heild, utan höfuðborgarsvæðisins, og í sjálfu sér kemur það ekki á óvart. Aðalat- riðið er að menn hafa nú gert sér grein fyrir ástandinu og tillögur að reglugerð um mengunarvarnir liggja fyrir. Hvað varðar hreinsun á útblæstri bíla er tekið mið að bandarísku kröfunum, eins og gert er á hinum Norðurlöndunum. Þar er gert ráð fyrir að bílar megi mest gefa frá sér 2,1 grömm af kol- monoxíð á hvern ekinn kílómetra, 0,25 grömm af kolvetni (bensínguf- um) á kíolómetra, 0,62 grömm af köfnunarefnisoxíði og 0,12 grömm af ryki á ekinn kílómetra. Þá er gert ráð fyrir að nýir bílar gangi í gegnum ákveðið próf þar sem upp- gufun á bensíni má mest nema 2,0 grömmum á meðan á prófinu stend- ur. Tillögurnar gera ráð fyrir að frá og með ákveðnum tímamótum á fyrri hluta næsta áratugs, verði verði allir nýir bílar útbúnir hreinsi- búnaði. Með tímanum detta síðan eldri bílar úr umferð þar til allir verða með slíkum búnaði. Segja má að samþykkt þessarar reglu- gerðar sé pólitísk ákvörðun og framhald málsins er nú í höndum stjórnvalda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.