Morgunblaðið - 16.04.1989, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 16.04.1989, Blaðsíða 17
MORGUiVbLAÐÍÐ1 SUNNUDAGUR 16. APRÍL 1989 GIC avniDH krankleika þjóðfélagsins, var þög- ul utan makalauss söngatriðs. En nú taldi Chaplin tíma kom- inn til að kveðja flækinginn og þöglu myndirnar. Einræðisher- rann, (The Great Dictator), var háðsádeila á fasisma og krón- prinsa hans, Mussolini, þó einkum Hitler, sem Chaplin lék sjálfur og einnig tvífara hans, rakara af gyðingaættum. Margir vilja meina að nú fari að halla undan fæti. Monsieur Verdoux, (1947), er geysi um- deild, “svört“ gamanmynd, byggð á sögninni um Svartskegg með friðarboðskaps ívafí. Áhorfendur um allan heim syrgðu flækinginn litla, hans einföldu en göfugu hugmyndafræði og barnalegu til- finningasemi. Næstu mynd gerir Chaplin, þá landlaus maður, í London. Limelight er ljúfsár upp- rifjun á sönghallatímabili bernsku hans, einnig prýdd leik þess manns sem einn kemur nálægt Chaplin í kómedískri túlkun þöglu myndanna, sjálfs Buster Keaton. Síðustu tvær myndir Chaplins, sem hann gerði á Englandi, búa aðeins yfir nokkrum blossum hverfandi snilligáfu. Kóngur í New York, 1957, var háðsk ádeila á McCarthyismann og Banda- rískar lífsvenjur, séðar með aug- um landflótta konungs. í Greifynj- unni frá Hong Kong, (1966), vék Chaplin úr röðum aðalleikara, lét sér nægja að leikstýra þeim Brando og Loren, skrifa handrit og semja tónlist, en þetta dugði ekki til; að flestra dómi er þessi síðasta mynd hans sú slakasta á rösklega hálfrar aldar ferli. Og óneitanlega skyggðu þær á glæst- an feril. Það var árið 1953 sem frægðar- sól snillingsins fór að lækka. Hann lenti í útistöðum við Ó-Amerísku nefndina, hafði löngum verið orð- aður við kommúnisma og einkalíf- ið hafði verið stormasamt og hneykslunarhella góðborgaranna. Kvensemin reið víst ekki við ein- teyming og átti Chaplin í fjöl- mörgum, umtöluðum og hávaða- sömum ástarsamböndum, gjarnan við þekktar leikkonur og sam- verkamenn einsog Ednu Purvian- ce, Polu Negri og hjónaböndin urðu fjögur. Þriðja eiginkona hans var Paulette Goddard en fjórða hjónabandið, með Oonu O’Neal, (dóttur leikritaskáldsins Eugene), færði honum hamingju og ástúð til dauðadags og fjölda barna. Allt þetta varð til þess að Chaplin hraktist í útlegð til Evrópu 1953 og eftir það náði hann aldrei fyrra flugi. Hann hlaut þó að lokum náð fyrir augum bandarísku kvik- myndaakademíunnar 1971, er hún veitti hinum 82 ára snillingi heiðurs- Oscarsverðlaun fyrir ómetanlegt innlegg sitt í sögu kvikmyndanna. Bretar létu ekki sitt eftir liggja og slógu öldunginn til riddara 1975. Þó svo að þessi mesti gaman- leikari og trúður kvikmyndanna, höfundur nokkurra bestu verka kvikmyndasögunnar, hafi fallið frá fyrir 12 árum fínnum við æ fyrir nálægð hans í gegnum hin mörgu og sígildu verk hans sem sí og æ eru að skjóta upp kollinum á kvikmyndahátíðum, myndbönd- um, í sjónvarpi. Við þurfum ekki annað en að sjá nafnið Chaplin þá detta okkur í hug töfrar. Heimildir: Chaplin, e. David Robinson. The International Encyclopedia Of Film. My Autobiography, e. Charles Chaplin. The Parade Is Gone By, e. Kevin Brownlow. Til þess að kynnast landi og þjóð er nauðsynlegt að leita út fyrir borgirnar. Á bílaleigubíl, með lestum eða rútum, siglandi eftir skurðum og síkjum eða jafnvel gangandi. Norður-England og þjóðgarðarnir Lake District, North York Moors, Yorkshire Dales og Peak District búa yfir heillandi ósnortinni náttúrufegurð ásamt fjölskrúðugu jurta- og dýraríki sem löngum hafa heillað göngugarpa og náttúruunnendur. Cornwall. Að aka milli litlu fiskiþorpanna á Cornwallskaganum er eins og að skjótast aftur í aldir. Myndræn fegurð t.d. Clovelly, Lynton og Lynmouth er ógleymanleg og Jamaica-kráin á Bodmin Moor er jafn i dulúðug og í samnefndri sögu Daphne de Maurier. Suður-England hefur sannarlega margt að bjóða þeim sem njóta vilja sólar og skemmtunar. Einkar milt loftslag, ljós strandlengja, pálmatré og annar suðrænn gróður hafa gert suðurströndina að einum vinsælasta sumarbaðstað í norðanverðri Evrópu. Wales. Óvíða er að fmna jafnmarga sögufræga kastala og kastalarústir og , í Wales. I grasi grónum hlíðunum, innan um sauðfé á beit eða sitjandi við \ lítið vatn með stöng, gætirðu haldið að þú værir eina manneskjan í \ heiminum. Skotland. Skosku hálöndin hafa árum saman dregið að ferðamenn, með hinu dularfulla Loch Ness, undurfagra Loch Lomond og hinu sérstæða Great Glen, ekki síður en hinir heimsþekktu skosku golfvellir. Leitaðu ekki langt yfir skammt. Fáðu nánari upplýsingar hjá söluskrifstofum Flugleiða, Lækjargötu 2, Hótel Esju og Kringlunni, eða hjá ferðaskrifstofum og umboðsmönnum um land allt. FLUGLEIÐIR BRESKA FERÐAMÁLARÁÐIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.