Morgunblaðið - 16.04.1989, Qupperneq 26
26
MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 16. APRÍL 1989
RAÐAUGÍ YSINGAR
FUNDIR - MANNFA GNAÐIR
Aðalfundur Vals
Aðalfundur knattspyrnufélagsins Vals verður
haldinn í félagsheimilinu Hlíðarenda, mánu-
daginn 17. apríl nk. og hefst kl. 20.30 stund-
víslega.
Dagskrá skv. 7. grein félagssamþykkta.
Stjórnin.
Árgangur1963
frá Langholtsskóla
10 ára útskriftarfagnaður verður haldinn þann
27. maí kl. 19.30 í Risinu, Hverfisgötu 105.
Vinsamlegast hafið samband við Önnu K. í
síma 12534 milli 9 og 17, 21883 eftir kl. 17,
Svenna Dal í síma 687070 milli 9 og 17,
Svanhvíti í síma 24876 eftir kl. 17.
Aðalfundur
Landssambands íslenskra fiskeldisfræðinga
verður haldinn í félagsheimili JC, Hafnarfirði
í Dalshrauni 5, laugardaginn 22. apríl kl.
14.00.
Dagskrá:
1. Skýrsla stjórnar.
2. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til
afgreiðslu.
3. Kosning stjórnar, varastjórnar og trúnað-
armannaráðs.
4. Kosning tveggja endurskoðenda og eins
til vara.
5. Lagabreytingar.
6. Ákvörðun félagsgjalda.
7. Önnur mál.
Félagar fjölmennið. Kaffiveitingar.
Stjórnin.
Fiskiskip til sölu
V/s Einir GK 475, endurbyggður 1985, 236
lestir, aðalvél Callesen 1000 hö. 1978.
V/s Pétur BA 44, 21 lest, eik, byggður í
Reykjavík 1977, vél Cummins 230 hö. 1977.
Óveiddur þorskkvóti 200 tonn, sóknarmark.
Fiskiskip, sími 22475,
Hafnarhvoli v/Tryggvagötu, 3. hæð.
Sölum. Skarphéðinn Bjarnason,
Gunnar I. Hafsteinsson hdl.
KENNSLA
Framhaldsdeild
Heyrnleysingjaskólans
Umsóknir um skólavist
Umsóknir um skólavist í framhaldsdeild
Heyrnleysingjaskólans (skólatúlkun fyrir
nemendur í skólum á framhaldsskólastigi)
fyrir skólaárið 1989-1990 verða að hafa bor-
ist skrifstofu skólans fyrir 1. maí nk.
Skólastjóri.
Frá Sjúkraliðaskóla
íslands
Umsóknareyðublöð um skólavist fyrir haust-
ið 1989 liggja frammi á skrifstofu skólans á
Suðurlandsbraut 6, 4. hæð, frá kl. 10-12 til
loka umsóknarfrests 8. júní nk.
Athygli skal vakin á því, að vegna fyrir-
hugaðra breytinga á starfsemi skólans, er
þetta e.t.v. í síðasta sinn sem teknir verða
inn nemar í sjúkraliðanám.
Skólastjóri.
HÚSNÆÐIÓSKAST
íslensk myndlist
- gamlir meistarar
Höfum verið beðin um að útvega kaupendur
að eftirtöldum verkum:
Ásgrímur Jónsson:
„Húsafell". Vatnslitur, 55 x 69 sm.
„Rútstaðahjáleiga í Flóa" 1902.
Vatnslitur, 24 x 46 sm.
„Úr Gálgahrauni". Olía á striga,
105 x 145 sm.
„Hrafnabjörg". Olía á striga,
80 x 110 sm.
„Fjöll". Olia á striga, 45 x 60 sm.
„Frá Vestmannaeyjum, Eiðið". Olía
á krossvið, 24 x 25 sm.
„Arnarfeil". Olía á striga, 85x124
sm.
„Austan af héraði". Olíukrít, 70 x 52
sm.
„Þingvellir". Vatnslitur, 53 x 73 sm.
„Bláfell". Olia á striga, 30 x 36 sm.
„Frá Þingvöllum". Olía á striga,
30 x 40 sm.
„Uppstilling". Olía á striga, 40 x 50
sm.
Tvaer vatnslitamyndir.
„[ Kelduhverfi". Ólía á striga, 69 x 96
sm.
„Dettifoss". Olía á striga, 85 x 103
sm.
Þrjár vatnslitamyndir, gamlar.
„Abstraktion" 1970. Olía á striga,
87 x 130 sm.
„Sólstafir" 1980. Olía á striga,
110 x 80 sm.
„Abstraktion" 1967-1968. Olía á
striga, 75 x 100 sm.
„Trúðurinn" 1975. Olía á striga,
127 x 76 sm.
Opið daglega frá kl. 10-18 og um helgar í
Pósthússtræti 9 frá 14-18, en þar í „kjallar-
anum“ eru upphengd verk gömlu meistar-
anna.
Að auki minnum við á, að í sýningarsal okkar
í Austurstræti 10 (Pennanum) er mikið úrval
af verkum okkar bestu starfandi listamanna,
m.a. nýjar myndir eftir Jóhannes Geir, Hring
Jóhannesson, Magnús Kjartansson, Þor-
björgu Höskuldsdóttur, Leif Breiðfjörð,
Ágúst Petersen og nokkur eldri verk eftir
Gunnar Örn.
í salnum í Pósthússtræti 9 sýnir Sigrid Valt-
ingojer grafik og teikningar. Þeirri sýningu
lýkur á þriðjudag.
J.S. Kjarval:
Guðmundur Thorsteinsson
(Muggur):
Gunnlaugur Blöndal:
Jón Engilberts:
Jón Þorleifsson:
Sveinn Þórarinsson:
Þorvaldur Skúlason:
Erro:
Sögufélag
Aðalfundur Sögufélags verður haldinn laug-
ardaginn 29. apríl 1989 í veitingahúsinu
Duus við Fischersund og hefst kl. 14.00.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Sigfús Haukur Andrésson flytur erindi:
Áhrif frönsku stjórnarbyltingarinnar á
íslandi.
Stjórnin.
Iðnaðarhúsnæði
Óska eftir iðnaðarhúsnæði ca 100 fm, loft-
hæð 3-4 metrar.
Upplýsingar í síma 27393 og 36210.
íbúð óskast til leigu
Móðir með tvo syni sína utan af landi, sem
eru að fara í framhaldsnám, óskar eftir íbúð
á Reykjavíkursvæðinu frá 15. ágúst, helst í
2 ár. Til greina kemur að leigja einungis yfir
vetrarmánuðina.
Tilboð óskast send á auglýsingadeild Mbl.
merkt: „GG - 3693“ fyrir mánaðamót.
ÝMISLEGT
SÖGUFELAG
1902
BÁTAR-SKIP
Kvóti
Er einhver sem á þorskkvóta, sem hann vill
selja eða láta fiska fyrir sig? Einnig kemur
til greina skipti á ýsukvóta gegn þorskkvóta.
Upplýsingar í síma 985-22262 eða 91-
628703.
, Humar
Humarbátar óskast í viðskipti. Á sl. ári
greiddum við hæsta verðið fyrir humarinn.
Utvegum veiðarfæri.
Upplýsingar í síma 91-656412.
Brynjólfur hf.
Njarðvík.
Auglýsing á
deiliskipulagstillögu
Við vísan í skipulagsreglugerð frá 1. sept.
1985, gr. 4.4., er hér með auglýst deiliskipu-
lag að nýju íbúðasvæði, sem afmarkast af
Erlurima að vestan, Fosssheiði að norðan
og bæjarmörkum Selfosskaupstaðar og
Sandvíkurhrepps að sunnan. Uppdráttur,
ásamt skilmálum, er til sýnis á bæjarskrif-
stofum Selfoss (fundarsal) frá 14. apríl 1989
til 12. maí 1989 á skrifstofutíma.
Þeir, sem þess óska, geta kynnt sér deili-
skipuiagið og gert skriflegar athugasemdir,
sem þurfa að berast tæknideild Selfoss, eigi
síðar en 19. maí 1989.
Selfossi 12. apríl 1989.
Tæknideild Selfoss,
Austurvegi 10,
800 Selfossi.
BOEG
Pósthússtræti 9 og Austurstræti 10 • Sími 24211
Söluturn
til leigu. Mjög góð staðsetning. Allar innrétt-
ingar nýjar og mörg bílastæði. Mikil velta.
Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 20.
þ.m. merkt: „Góð velta - 2684“.
Vöruflutningar
- afgreiðsla
Hafinn er undirbúningur að stofnun nýrrar vöru-
flutningamiðstöðvar í Reykjavík til að annast
afgreiðslu á vörum til hinna ýmsu staða á lands-
byggðinni. Óskað er eftir aðilum, sem áhuga
hafa á að annast flutninga til flestra þéttbýlis-
staða á landinu, svo sem Akureyri, Húsavík,
Selfoss, ísafjörð og fleiri staða.
Áhugaaðilar leggi inn nafn og símanúmer á
auglýsingadeild Mbl. merkt: „Vöruflutningar
- 9771“ fyrir 20. apríl 1989.
Sumarbústaðir
Tökum að okkur að smíða sumarbústaði eft-
ir ykkar óskum. Gerum föst verðtilboð. Góð
vinna.
Upplýsingar í síma 50223 Júlfus og 46224
Guðjón eftir kl. 18 alla daga.
Viltu selja fyrirtæki?
Traustur aðili vill kaupa fyrirtæki á fram-
leiðslusviði eða meirihluta hlutafjár í fyrir-
tæki sem hefur svigrúm til aukinna umsvifa.
Áhugasamir leggi upplýsingar inn á auglýs-
ingadeild Mbl. merktar: „V - 8474“.