Morgunblaðið - 16.04.1989, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.04.1989, Blaðsíða 8
.8 MORGUNBLAÐIÐ, DAGBOK SUNNUDAGUR ,16. APRÍL 1989 T Tl A P er sunnudagnr 16. apríl. 3. sunnudagur eftir 1 l-'Alj páska. Magnúsarmessa hin fyrri. 106. dagur ársins 1989. Ardegisflóð í Reykjavík kl. 3.43 og síðdegisflóð kl. 16.20. Sólarupprás í Rvík kl. 5.52 og sólarlag kl. 21.05. Myrkur kl. 22.01. Sólin er í hádegisstað kl. 13.27 og tunglið í suðri kl. 22.38. (Almanak Háskóla íslands.) Hann mun sjá blóðið á dyratrénu og báðum dyrastöfun- um og mun þá Drottinn ganga framhjá dyrunum og ekki láta eyðandann koma í hús yðar til að ljósta yður. (2. Móseb. 12,23.) ÁRNAÐ HEILLA ára afinæli. í dag, 16. apríl, er 75 ára Jón Franklín útgerðarmaður, Keldulandi 21, hér i Reykjavík. Hann tekur á móti gestum á Smiðjuvegi 18 í Kópavogi kl. 16-18 í dag, afmælisdaginn. ára afinæli. Á morg- un, máhudaginn 17. þ.m., er fímmtugur Jónas Guðmundsson bifreiðar- stjóri, Stekkjarseli 3 í Breið- holtshverfí. Hann ætlar að taka á móti gestum á heimili sínu eftir kl. 19 á afmælis- daginn._______________ SKIPIN REYKJAVÍKURHÖFN: í gær kom togarinn Jón Bald- vinsson inn til löndunar og Viðey var væntanleg úr sölu- ferð. í dag, sunnudag, er leiguskipið Tintó væntanlegt að utan. Á morgun, mánudag, eru væntanlegir að utan Bakkafoss og Skógafoss. H AFN ARF J ARÐ ARHÖFN: í dag fer togarinn Ýmir til veiða. Á morgun er Lagar- foss væntanlegur að utan. Einnig er Valur væntanlegur. ára afinæli. Á morg- un, mánudaginn 17. þ.m. er fimmtugur Hallberg Kristinsson verslunarmað- ur Stórholti 31, hér í bænum. Hann tekur á móti gestum á heimili sínu eftir kl. 15 á af- mælisdaginn. FRÉTTIR________________ í DAG er Magnúsarmessa hin fyrri, 16. apríl. „Messa til minningar um Magnús jarl Erlendsson á Orkneyjum. Hin fyrri, sú í dag, er á dánar- dægri hans 1115. Hin síðari er 13. desember. „Þann dag voru upp tekin bein hans,“ segir í Stjömufræði/Rím- fræði. í HUÓMSKÓLAGARÐIN- UM voru starfsmenn garð- yrkjustjóra Reykjavíkurborg- ar í síðustu viku að störfum suður í Hljómskálagarði við að grisjatrjágróðurinn. Hefur þeim sýnilega orðið vel ágengt. Á víð og dreif um allt garðsvæðið var felldum tijám og stórum og smáum tijágreinum safnað í hrúgur og sumar allstórar. Það var crðið æði aökallandi að taka til hendi við þessar lagfæring- ar sem mun verða prýði að. LAUSN frá lektorsstöðu-. í tilk. frá menntamálaráðu- neytinu í Lögbirtingi segir að Soffia Þórarinsdóttir lektor í handlistum (hannyrðum) hafí fengi lausn frá lektors- starfí sínu í Kennaraháskó- lanum, að eigin ósk, frá 1. september nk. að telja. KROSSGÁTAN LÁRÉTT: — 1 snauð, 5 LÓÐRÉTT: — 2 fiskur, 3 frek, 8 staða, 9 lítil ausa, 11 ráðagerð, 14 sé, 15 hæsta, 16 ótti, 17 rödd, 19 kjaft, 21 skott, 22 nærri, 25 sefi, 26 keyra, 27 slæm. hlass, 4 þættir, 5 mjög góð- um, 6 op, 7 spils, 9 þorpari, 10 eimyijunni, 12 laghentari, 13 svíðingur, 18 ómöguleg, 20 handsama, 21 hvað, 23 tónn, 24 skóli. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: LÁRÉTT: — 1 váleg, 5 pækil, 8 iljar, 9 marra, 11 rakar, 14 Týr, 15 totta, 16 ullin, 17 rok, 19 unun, 21 lina, 22 nærbrók^ 25 ana, 26 óir, 27 sói. LÓÐRETT: — 2 áma, 3 eir, 4 glatar, 5 parruk, 6 æra, 7 iða, 9 máttuga, 10 rottuna, 12 kaleiks, 13 rangali, 18 obbi, 20 næ, 21 ló, 23 ró, 24 nv Ég vil heldur fara í sirkustjaldið, Þorsteinn minn ... A FLATEYRI. Þá tilk. heil- brigðis- og tryggingamála- ráðuneytið að Páli Níels Þor- steinssyni heilsugæslulækni á Flateyri hafí verið veitt lausn frá störfum þar frá 1. júní nk. að telja. I GÆR voru sumarmál. „Síðustu dagar vetrar að ísl. tímatali, frá laugardegi til miðvikudags'í 26. viku vetr- ar. Orðið var áður haft um sumarbyijun, en ónákvæm tímatakmörk þeirrar merk- ingar eru óviss,“ segir um sumarmál í Stjömu- fræði/Rímfræði. MORGUNBLAÐIÐ FYRIR 50 ÁRUM Frá fréttaritara vorum í K-höfii. Utanríkisráðherra Pól- veija, Beck, neitaði að fara til Berlín til fundar við Adolf Hitler til að ræða við hann um innlim- um Danzig, lagningu bílabrautarinnar um pólska hliðið m.m. Hann er fyrsti stjómmálamað- urinn sem neitar heim- boði frá Hitler. Herma fregnir að hann hafí haft i huga heimsóknir af sama tagi þeirra: Schussnings, Austurrík- isforseta, Hacka Tékkó- slóvakíuforseta. ÞETTA GERDIST l(j. APRIL ERLENDIS: 1512: Marteinn Lúther kemur til Worms-þingsins til að svara gagnrýni rómversk-kaþólsku kirkjunnar. 1746: Orrusta Jakobíta við Breta við Culloden (síðasta orrust- an háð í Bretlandi.) 1804: Ófriður hefst milli Breska Austur-Asíufélagsins og Bolkar af Indore á Indlandi. 1855: Parísaryfirlýsingin undirrituð. 1862: Napóleon III. segir Juraez Mexíkóleiðtoga stríð á hend- ur. 1883: Pauk Kruger verður forseti í Transvaal. 1912: Kona flýgur í fyrsta sinn yfír Ermarsund (Harriet Quimby). „Breska stórblaðið „Daily Herald“ hefur göngu sína í London. 1913: Tyrkir semja vopnahlé við Búlgara. 1917: Lenín snýr afturtil Rússlands eftir margra ára útlegð. 1938: Bretar viðurkenna yfírráð ítala í Eþíópíu með samn- ingi og ítalir lofa að flytja herlið sitt frá Spáni. 1942: Indveijar hafna tillögum Breta um sjálfsstjórn. 1947: Rúmlega 500 fórust í eldsvoða og sprengingu í Texas- borg í Texasfylki eftir nítrat-sprengingu. 1948: Efnahags- og framfarastofnun Evrópu OECD stofnuð. 1964: Joshua Nkomo fangelsaður í S-Rhódesíu. 1970: í Frakklandi féll skriða á bamaheimili og 72 biðu bana. 1972: Geimförunum í Appollo 16 skotið til tunglsins. 1976: Ný áætlun um takmörkun barneigna kunngerð á Ind- landi. 1979: Arabískir hryðjuverkamenn gera árás á flugstöðina í Briissel. HÉRLENDIS: 1889: Hallgrímur Sveinsson skipaður biskup íslands. 1875: Jón Sigurðsson kosinn á þing í ísafjarðarsýslu í síðasta sinn. 1915: Gullfoss fyrsta skip Eimskipafélagsins kemur til Reykjavíkur. 1940Hætt að útvarpa veðurfregnum. 1954: AA-samtökin stofnuð. Afinælisdagar: Leikarinn og leikstjórinn Charles Chaplin (1889-1977), Margrét Danadrottning, árið 1940. Hérlendir menn: 1887 Guðjón Samúelsson húsameistari. Dánardagur: 1116 Magnús Eyjajarl. Magnús Kjaran árið 1962. MANNAMÓT STYRKUR. Félag krabba- meinssjúklinga og aðstand- enda þeirra heldur fund í Skógahlíð 8 annað kvöld, mánudag, kl. 20.30. Þar flyt- ur erindi gestur fundarins, Dögg Pálsdóttir, deildar- stjóri í heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytinu. SAMVERKAMENN móður Theresu halda mánað- arlegan fund sinn annað kvöld, mánudag, kl. 20.30 í safnaðarheimilinu á Hávalla- götu 6. KVENNADEILD Styrktarfél. lamaðra og fatlaðra heldur fund annað kvöld, mánudag, á Háaleitis- braut 11, kl. 20.30. Á fundinn kemur framkvæmdastjóri fé- lagsins, Páll Svavarsson. FÉL. eldri borgara. í dag, sunnudag, er opið hús í Goð- heimum kl. 14. Þá er fijáls spilamennska og tafl. Dansað verður kl. 20. Á morgun, mánudag, verður opið hús í Tónabæ íd. 13.30 og verður þá spiluð félagsvist. BREIÐFIRÐIN GAFEL. heldur árlegan vorfagnað sinn nk. miðvikudagskvöld í Víkingasal Hótel Loftleiða og hefst hann kl. 20.30. KÖKU- og flóamarkaður verður í dag, sunnudag, á vegum Kattavinafélagsins á Hallveigarsstöðum. Hefst hann kl. 14 og stendur til kl. 17. Þeir sem vilja leggja af mörkum kökur eða flóamark- aðsvaming komi eftir kl. 11 í dag á Hallveigarstaði. Þar er tekið á móti slíku framlagi. ÁRNESINGAKÓRINN í Reykjavík, sem telur 40 manns, ætlar að efna til kaffi- hlaðborðs og söngskemmtun- ■ ar í Drangey, Síðumúla 35 í dag, sunnudag, kl. 14.30. Söngstjóri kórsins er Sigurð- ur Bragason og undirleikari Úlrik Olason. HLUTAVELTA. JC-Vík heldur hlutaveltu í dag, sunnudag, í Tívolí í Hvera- gerði kl. 14. ORÐABÓKIN Að þórodda í orðabók Blöndals er so. að þórodda = stela, hnupla e-u. Þaðan er þetta sagnorð komið í OM. Samkv. Bl.'er það komið frá Birni M. Ól- sen og merkt Húnavatns- sýslu. Hefur Ólsen trúlega þekkt orðið úr átthögum sínum norður þar. En fyrir rúmlega fjórum áratugum fékk ég dæmi um það úr Hrunamannahreppi í Ámes- sýslu. Þar settu menn það í samband við Þórodd nokk- urn, sem átti að hafa verið vinnumaður á bæ, sem reistur var í svonefndu Mið- fellsþýfi, en hélzt einungis fá ár í byggð síðast á 17. öld. Þar eystra hefur saga um þennan Þórodd lifað fram á þennan dag. Húsbóndi hans átti að hafa stolið lambi frá nábúa sínum, og fannst það lifandi hjá honum. Játaði hann á sig stuldinn. Þá á Þóroddur að hafa sagt: „Það hefði verið betra að fara að þessu eins og ég vildi.“ Þá á sýslumaður að hafa spurt: „Hvað vildir þú gera, Þór- oddur karl?“ Þóroddur svar- aði: „Ég vildi láta skera lambið." Þannig á so. að þórodda að vera til komin. Hins vegar nefur hún þar í sveitum merkt bæði að stela og svo að kunna að fela þýfið. Dæmi er um önnur sagnorð, sem leidd eru af mannanöfnum og þeim verknaði, sem þeir frömdu. - JAJ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.