Morgunblaðið - 16.04.1989, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.04.1989, Blaðsíða 1
96 SIÐUR B/C 86AhL_77:Jírg1_________ SUNNUDAGUR 16. APRÍL 1989_______________________________________________________________________PrentsmiðjaMorgunblaðsins VORDAGUR A FAXAFLÓA Morgunblaðið/Ámi Sæberg Recruit-hneykslið 1 Japan; Milljónatugir höfiiuðu í vasa fyrrum utanríkisráðherra Hu Yaobang látinn í Kína Peking. Reuter. HU YAOBANG, fyrrum flokksleið- togi í Kína, lézt í gær af völdum hjartaslags. Hann var á 74. aldursári. Hu var kjörinn að- alritari kínverska kommúnistaflokks- ins 1980 en harðlínumenn neyddu hann til að segja af sér eftir stúdentaóeirðir 1987. Hann gekk ungur til liðs við skæruliðasveit- ir Maós Tsetungs og tók þátt í Göngunni miklu árið 1934. Komst hann til áhrifa en féll í ónáð á tímum menn- ingarbyltingarinnar og aftur 1976 er ekkja Maós reyndi að treysta völd fjór- menningaklíkunnar svonefhdu. Reykjavík ekki á óskalistanum Helsinki. Frá Tom Kankkonen, fréttaritara Morgunblaðsins. I FINNSKA utanríkisráðuneytinu eru menn komnir í klípu með skipan nýs sendiherra Finnlands á íslandi. Stjórn- arerindrekar, sem uppfylla skilyrði fyrir því að verða sendiherrar, hafa neitað boði um að taka við af núver- andi sendiherra. Að sögn fínnskra blaða eru nú uppi ráðagerðir um að reyna að fá mann úr viðskiptalífínu til að taka við sendiherrastarfínu í Reykjavík. Græniand: Deilur um smá- bari á hótelum Kaupmannahöfr. Frá N.J. Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. í Grænlandi hef- ur því verið skot- ið til dómstólanna hvort leyfilegt er að selja áfengi úr svokölluðum smá börum á hótelher- * bergjum á þeim tíma dagsins, sem áfengissala er annars bönnuð. Græn- lenska lögreglan vill nú fá úr því skor- ið hvort sömu reglur eigi ekki að gilda um smábarina. Samband hótel- og veit- ingahúsaeigenda hefur klofnað í þessu máli. Hefiur veitingahúsaeigandinn Svend Junge sagt skilið við það og segir hann í viðtali við grænlenska útvarpið, að mörg dæmi séu um, að fólk leigi sér herbergi aðeins til að hafa aðgang að smábarnum. Tókýó. Reutcr. SHINTARO Abe, fyrrum utanríkisráð- herra Japans, viðurkenndi í gær að hann hefði tekið við greiðslum ft-á Recruit- fyrirtækinu. Á föstudag skýrði Abe frétta- mönnum frá því að kona sín hefði um þriggja ára skeið fengið mánaðarlegar greiðslur frá fyrirtækinu. Þykir þetta mikið áfall fyrir Noboru Takeshita forsæt- isráðherra og ríkissljórn hans en Qöl- margir embættismenn hafa verið hand- teknir í tengslum við Recruit-hneykslið og þrír ráðherrar hafa neyðst til að segja af sér. Japönsk dagblöð kváðust hafa heimildir fyrir því að Abe, sem er framkvæmda- stjóri Frjálslynda lýðræðisflokksins, flokks Takeshita forsætisráðherra, hefði fengið tæp- ar 100 milljónir jena (tæpar 40 milljónir ísi. kr.) á undanfömum tíu árum frá forráða- mönnum Recruit. Abe lét ekki uppi um hversu miklar fjárhæðir væri að ræða en gaf til kynna að greiðslurnar hefðu runnið í kosningasjóð hans. Kvaðst hann ekki hafa brotið lög en japönskum stjórnmálamönnum er heimilt að þiggja greiðslur til að fjármagna kosningabar- áttu sína þó svo almenningur telji slíkt merki um siðblindu. Á föstudag skýrði dagblaðið Mainichi Shimbun frá því að eiginkona Abe hefði þeg- ið greiðslur frá Recruit. Abe viðurkenndi að fyrirtækið hefði greitt samtals 9,3 millj. jena (3,5 millj. ísl. kr.) inn á bankareikning konu sinnar. Sagði hann þó, að hvorugt þeirra hefði vitað um þessar greiðslur. Abe hefur verið talinn líklegur sem næsti forsætisráð- herra. Noboru Takeshita, forsætisráðherra, hefur einnig játað að hafa tekið við framlögum frá Recruit og telja margir fréttaskýrendur að mál þetta kunni að verða honum að falli. Tígrisdýr- um flölgar London. Daily Telegraph. Tígrisdýrastofninn hefur um það bil tvö- faldast í heiminum á síðustu 15 árum vegna friðlýsingar og verndunar í þjóðgörðum. Talið er að um 7.500 tígrisdýr séu á fæti. Við útrýmingu þeirra lá í Indlandi vegna stjórnlausrar veiðimennsku. Árið 1970 var bannað að fella þau og er talið að ind- verski stofninn telji nú um 1.800 dýr. SVÍFLR VIIRISHWI SÓTMEVGAÐ SKÝ/íO ____ LOFTMENGUN NÁLGAST VIÐMIÐ UNARMÖRK Dr. Gottfried Wagner/ ~í A

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.