Morgunblaðið - 16.04.1989, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.04.1989, Blaðsíða 16
46 MORGUNBLAÐIÐ SUNNyDAGUR 16. APRÍL 1939 A ALDARAFMÆLI CHARLES CHAPLIA tliiireniiiiig- luinn í okkur FYRIR HARTNÆR Qórum áratugum vappaði lítill snáði ásamt foreldrum sínum inní danssal félagsheimilis sveitarinnar, sem auk þess hafði ýmsum öðrum hlutverkum að gegna, var fimleikasalur á vetrum en hafði nú verið dubbaður uppí kvikmyndahús. Bændakonur höfðu tekið með sér sparilök og værðarvoðir ýmiskonar til að byrgja glugga og loka úti ásælna, skínandi hásumarssólina. Eftirvænting ríkti í salnum. Ekki síst hjá þeim lágvaxna brókarlalla sem þetta skrifar. Hann, líkt og annað ungviði sveitarinnar, hafði nefiiilega ákaflega óljósa hugmynd hvað biði hans. Og svo var um fleiri. Það vandaða eriðisfólk sem byggði sveitina mína hafði örugglega allt öðrum hnöppum að hneppa þá sjaldan það “fór suður“, en eyða tímanum í bíóferðir. Útifyrir tók að drynja í ljósavél sem sýningarmennirnir, sem reyndar voru erindrekar á vegum Slysavamarfélags Islands, höfðu með sér í pússi sínu á þessari fræðslu- og skemmtiferð um lítt rafvætt dreifbýli landsins. Og nú tók sýningarvélin að mala. Fyrst vom sýndar löngu gleymdar fræðslu- og heimildarmyndir og loksins kom að aðaltrompi Slysavamarfélagsmanna, Björgunarafrekinu við Látrabjarg. En þessi sögulega og stórmerka mynd Óskars Gíslasonar féll þó óvænt í skuggann af síðustu mynd dagskrárinnar. Skyndilega birtist fúrðufúgl á tjaldinu. I alltof litlum jakka en of stómm buxum, með gönguprik í hendi, harðkúluhatt á höfði, á afdönkuðum skóm, með sínu ólýsanlega látæði og forkostulegum fótaburði fékk hann samkomuhúsgesti, frá börnum uppí gamalmenni, til að veina úr hlátri. Pabbi var enn að þurrka augun á Ieiðinni heim, og þó karl nyti þess að synda á móti straumnum, áræddi ég að spyija hvort honum hefði ekki þótt gaman. Og eins lítið og hann var nú annars fyrir að hæla þeim sem aðrir hófú til skýja, svaraði hann þó, “Kúnstugur karl, Sjappilín“, og brosti. Meistari Chaplin var búinn að vinna land undir Jökli. Idag er rétt öld liðin frá því að Charles Chaplin kom í heiminn, eitt barna Hönnu og Charles Spencer Chaplin. Faðirinn þekktur sviðsleikari og revíusöngvari af gyðingaættum, en landeyða. Móðirin lék og söng en átti við andlegt heilsuleysi að stríða. Þannig var umhverfið, leik- hús og söngleikjahallir, enda var Chaplin yngri ekki hár í loftinu er hann kynntist leikhúsinu og fimm ára kom hann fyrst fram á sviði. Þaðan var ekki aftur snúið. Um þetta leyti gekk mikið á í einkalífi foreldranna. Þau skildu, Hannah eignaðist bam með öðr- um, Chaplin eldri lagðist í drykkjuskap. Bemskuárin ein- kenndust af basli í hinum grá- muskulegu fátækrahverfum Lon- don á Viktoríutímabilinu. Sulti og seyru, lífi á snöpum, góðgerðar- starfsemi, hálfgerðu niðursetn- ingslífi. Faðirinn oftast týndur og móðirin meira og minna lokuð inni á taugahælum. Þeir Chaplin og hálfbróðir hans, Sidney, sem var fjórum árum eldri, voru oftast viðloðandi fátækrahæli. Þessi lífsreynsla átti þó eftir að reynast honum ómetanleg, andleg upp- spretta. Hann skoðaði þetta tíma- bil á rómantískan hátt og sá líf lítilmagnans í gamansömu ljósi, ekki síst í tugum smámynda Sen- netttímabilsins. Á þessum nið- urníddu götum fæddist fyrir víst hugmyndin að litla flækingnum. Chaplin hóf að leika fyrir alvöru innan við fermingu og tróð meðal annars uppí leikhúsum West End áður en hann gekk í lið með Sid- ney hjá gamanleikflokk Fred Karnos. Nú fóru hjólin að snúast MANWSIVIYNP eftir Sabjöm Valdimarsson og stefnan tekin á Ameríku með flokknum, hann var á barmi frægðarinnar en launin innan við 10 pund á viku. Á þessum tíma var Mack Sennett kunnasti og vinsælasti kvikmyndaframleið- andi Bandaríkjanna og Keystone kvikmyndaver hans það stærsta í álfunni. Og árið 1913, eftir nokkra reynslu af kvikmyndaleik, gekk hann til liðs við Sennett og fram- haldið er skráð á spjöld kvik- myndasögunnar. Fyrr en varði var Chaplin orðinn vinsælasti leikari kvikmyndaversins, skyggði á sjálfar Keystone-löggurnar, Bað- stúlkurnar fögru, Ben Turpin og fleiri gamanleikara þess tíma, enda var frægasti trúður kvik- myndasögunnar fæddur. Litli flækingurinn, sem nánast hvert mannsbarn þekkir enn þann dag í dag, og sjálfsagt um ókomin ár, tók þarna smásaman sína þekktu mynd. Gervið var tjáningarform hinna einstöku látbragðsleikhæfi- leika Chaplins, sem lumaði á fleiri trompum uppií erminni, því fljót- lega fékk hann í gegn að leikstýra og skrifa handrit mynda sinna og reyndist ekki síður hæfileikamað- ur á þeim sviðum. Frá Sennett lá Ieiðin til nokk- urra kvikmyndavera og 1918 gerði hann samning við First National, sem veitti honum nánast takmarkalausa, listræna stjórn Hann var ekki hár I loftinu er hann kynntist leikhúsinu og fimm ára kom hann fyrst fram á sviði Gervið var tjáningarform hinna einstöku látbragðsleikhæfileika Chaplins, sem lumaði á fleiri trompum uppi í erminni Bernskuárin einkenndust af basli í hinum grámuskulegu fátækrahverfum London á Viktoríutímabilinu verka sinna og fúlgu í vasann. Og nú fór gamanið að fá hinn kunna, alvarlega undirtón og ádeilubrodd. A Dog’s Life, (1918), sýndi einlæga, félagslega um- hyggju þrátt fyrir tilfinningasemi. Og 1920 var varpað á tjaldið Stráknum - The Kid, fyrstri langra mynda Chaplins sem leikstjóra, handritshöfundar og aðalleikara. Myndin var þrungin tilfinningum og færði Jackie Coogan, hinum unga meðleikara meistarans, heimsfrægð. 1923 var hann laus samninga við First National og gat nú snúið sér af fullum krafti að eigin fyrir- tæki, United Artists, sem hann stofnaði árið 1919 ásamt tveimur öðrum stórstjörnum síns tíma, hjónunum Mary Pickford og t)ou- glas Fairbanks, eldri, og leikstjór- anum D.W. Griffith. Nú upphófst glæsilegasta tímabil Iitla flæk- ingsins. Eftir Sirkusinn, (The Circus), 1918, kemur meistara- verkið Gullæðið, (The Gold Rush), sem inniheldur nokkur, eftir- minnilegustu atriði kvikmynd- anna. Þá Borgarljós, (City Lights), 1931, og enn hélt Chapl- in sig við þögnina, þó flestar kvik- myndir væru nú með tali. Loks opnaði Chaplin munninn, það var í Nútímanum, (Modern Times), 1936, og olli það ekki minni eftirtekt en hjá Garbo, sex árum áður. En snillingurinn var þó ekki enn búinn að samþykkja talið fullkomlega því Nútíminn, þessi kynngimagnaða, mein- fyndna ádeila á vélvæðinguna og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.