Morgunblaðið - 16.04.1989, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.04.1989, Blaðsíða 12
42 MORGUNBLAÐffl. SUNNUQAGUR jfi. ,ApRÍL 1989 GOTTFRIED WAGNER, AFKOMANDIWAGNERS OG LISZTS, FER SÍNAR EIGIN LEIÐIR EN GLEYMIR ÞÓ EKKIARFLEIEÐSINNI eftir Kristínu Marju Baldursdóttur GOTTFRIED HELFERICH WAGNER var alinn upp á heimili langafa síns Richards Wagners í villunni Wahnfried í Bayreuth í Þýskalandi. Andi tónskáldsins mikla sveif yfir vötnum, tónlist hans hljómaði um ganga og sali og hinn ungi Wagner var aðeins Qögurra ára gamall þegar hann hlustaði á óperur langafa síns. Og Franz Liszt var langalangafí hans, Cosima dóttir Liszts var seinni kona Wagners, og því má nærri geta að tónlist hans hafi einnig heyrst í húsinu. Þótt stórkostlegt væri að alast upp í slíku andrúmslofti þá var það um leið kreflandi og erfitt fyrir ungan og sjálfstæðan mann. Hann var því ekki hár í loftinu þegar hann setti Mozart á fóninn til að sýna að hann hefði annan smekk og vilja. g varð sjálfur að opna dyrnar til sjálfstæðis,“ segir þessi afkom- andi snillinganna og kreistir snöggt sítrónu út í teið sitt sem hann síðan gefur sér engan tíma til að drekka. Hreyfingar hans eru hraðar, hann hugsar hratt, og meðan á samtali okkar stendur margbiður hann afsökunar á því hvað hann tali hratt. Lofar alltaf að tala hægar en gleymir jafn- skjótt ásetningi sínum því áhug- inn og eldmóðurinn er hluti af skapgerð hans. Dr. Gottfried Wagner sem er tónlistarfræðingur og heimspek- ingur var staddur hér á vegum Goethe-stofnunarinnar og hélt fyrirlestur um samband Wagners og Nietzsches og sýndi mynd sína Videoclip Ring ’88, sem er Nifl- ungahringur Wagners styttur úr 840 mínútum í 914. Fyrir þá mynd hlaut hann fyrstu verðlaun á Biar- ritz Film Festival 1988. Leiksvæðið Hann er rúmlega fertugur og hefur búið á Italíu síðustu sex árin. „Konan mín er ítölsk, það er nú aðalástæðan fyrir því að ég bý þar,“ segir hann. „En einnig er það þetta létta, glaðværa stjómleysi sem heillar mig, ekkert land í heiminum er jafn lifandi og Ítalía. Þar geta menn fylgst með öllu sem er að gerast í stjórnmálum, engu er hald- ið leyndu fyrir almenningi. Þingið getur orðið eins og vígvöllur, stund- um hlær maður svo mikið þegar sjónvarpsútsendingar eru þaðan, að maður nær sér ekki allt kvöldið. Og svo em þeir þessir miklu smekk- menn-á öllum sviðum, ég nýt þess að borða ítalskan mat, klæðast ítölskum fötum, eiga svona fallega ítalska skyrtu!“ segir hann og kipp- ir í flibbann. „ítalir segja oft að mennimir séu bæði englar og djöflar, og það get- ur nú stundum verið ágætt að vera sambland af þessu tvennu!" Svo hlær hann djúpum stríðnis- hlátri sem maður getur vel ímyndað sér að hann hafi érft frá þekktum manni með sama nafni. — Hvemig er það að vera af- kornandi Wagners og Liszts? „Eg varð að sjálfsögðu fyrir mikl- um menningarlegum áhrifum strax sem bam. Leiksvæði mitt var Hátíð- arleikhúsið í Bayreuth sem var bæði óvenjulegt og fallegt umhverfi til að alast upp í. Ég fylgdist náið með vinnu frænda míns Wielands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.