Morgunblaðið - 16.04.1989, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 16.04.1989, Blaðsíða 36
&ÆFÆÆA/ÆJ Aukin þægindi ofar skýjum FUJGLEIÐIR £ WF MORGUNBLAÐIÐ, ÁDALSTRÆTl 6. 101 REYKJAVlK TELEX 2121, PÚSTFAX 681811, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTl S5 SUNNUDAGUR 16. APRÍL 1989 VERÐ í LAUSASÖLU 80 KR. Nýja þot- an kemur heim 6. maí FYRSTA nýja Boeing 737-400 þota Flugleiða kemur til Isiands 6. maí. Hefur hún nú verið máluð í litum félagsins. Jón R. Steindórs- son, þjálfúnarflugstjóri Flugleiða, mun fljúga henni heim. Hann verður fyrstur Flugieiðamanna til að fljúga þotunni er hann stjómar henni i síðasta tilraunafluginu, 26. apríl nk. en þotan verður afhent Flugleiðum við athöfn á Boeing- fíeld í Seattle 28. apríl. Að sögn Jóns R. Steindórssonar verður nýju Boeing 737-400 þotunni flogið af stað til íslands 5. maí næstkomandi. Höfð verður stutt viðkoma á heimleiðinni á flugvellin- um í Montreal í Kanada þar sem eldsneyti verður tekið til seinni hiuta ferðarinnar. Að sögn Margrétar Hauksdóttur í kynningardeild Flug- leiða kemur þotan heim 6. maí og hnitar hringi yfir Reykjavík áður en lent verður á Keflavíkurflugvelli, líklega nálægt hádegi. Þar verður tekið á móti henni með viðhöfn. Strax að athöfn lokinni hefst þjálfun flug- freyja og áhafna. Þotan fer síðan í fyrstu áætlunarferðina sunnudaginn 7. maí. Handritin eru komin til Ítalíu Tórínó, frá Brynju Tomer fréttaritara Morgimbladsins HANDRITIN fimm, sem flutt voru til Tórínó á Italíu vegna Islands- sýningar í stærsta fjallasafni heims, komu til Tórínó á föstu- dagskvöld. Morgunblaðiö/Þórhallur Bjamason Bíllinn sem valt í Norðurárdal, Þriár stúlkur slasast Bílvelta í Norðurárdal: ÞRJÁR stúlkur slösuðust en ökumaður slapp lítið meiddur er bíll þeirra valt á þjóðveginum skammt fyrir ofan Grábrók í Norð- urárdal í Borgarfirði um klukkan 6 í gærmorgun. Tvær þeirra voru taldar alvarlega slasaðar og flutti þyrla Landhelgisgæslunn- ar þær til Reykjavíkur, þar sem þær voru lagðar inn á Borg- arspítalann. Sú þriðja var flutt með sjúkrabíl á sjúkrahúsið á Akranesi. Fólkið var á suðurleið er bíllinn, sem er af gerðinni Mazda 323, valt í beygju sem er á vegin- um við afleggjarann að bænum Glitstöðilm. Lögreglumenn úr Borgamesi komu á slysstað. I gærmorgun vom tildrög slyssins ekki að fullu ljós, að sögn lög- reglu. Talið er að ökumaðurinn hafi misst bílinn út í vegkantinn og að bíllinn hafi farið heilan hring utan í kantinum. Hann hafnaði á hjólunum á veginum og er talinn ónýtur. Stúlkurnar sem slösuðust mest vom í aftursæti bílsins. Þær hlutu slæm höfuðmeiðsl. Ökumaðurinn var einn með bílbeltin spennt. Þyrlan kom á slysstað klukkan rúmlega hálf átta og lenti við Borgarspítalann í Reykjavík um klukkan hálf níu. Jöklar hærri en f'ram kem- ur á kortum VIÐ jöklamæl- ingar, sem fram hafa farið á síðustu árum, hefúr komið fram að jöklar eru víða allmiklu hærri en kemur fram á kortum Landmælinga, sem allur almenningur hefúr notað um áratugaskeið. Til dæm- is er Hofsjökull sagður 1.765 metrar á kortum, en komið hefúr í ljós að hann er um 1.800 metr- ar á hæð. Svæðið milli Grímsvatna og Bárðarbungu á Vatnajökli er heilum 100 metrum hærra en segir á kortum. Helgi Bjömsson, jarðeðlisfræð- ingur hjá Raunvísindastofnun Háskólans, segir að ástæðan fyrir þessum nýju sannindum sé ekki sú að bætzt hafi ofan á jöklana frá því að kortin voru teiknuð; því sé frekar á hinn veginn farið. Danskir mælingamenn, sem hafi byijað að kortleggja landið árið 1904 og lokið því 1938, hafí ekki mælt nákvæm- lega nema helztu tinda á jöklum en annars miðað við skámyndir, sem teknar voru úr lofti. Frægustu toppar og bungur á Vatnajökli halda þó sínu, hæðin á Öræfajökli var alltént rétt mæld að sögn Helga. Undanfarinn áratug hafa farið fram jöklamælingar á vegum Raunvísindastofnunar og Lands- virkjunar og er nú hafin útgáfa á nýjum kortum af jöklum landsins. „Þessi nýju kort eru fýrstu ná- kvæmu kortin af jöklum íslands. Kortin, sem hægt er að fá hjá Land- mælingum, eru með vitlausum hæð- artölum,“ sagði Helgi. Búíst er við hækkandi verði á olíu og bensíni hérlendis Heimsmarkaðsverð enn hátt og litlar líkur á lækkun Auk handritanna kom eitt eintak af Guðbrandsbiblíu til Tórínó. Tveir sendimenn fluttu handritin ut- an í tveiinur flugferðum og var fyllsta öryggis gætt við flutninginn. Tollafgreiðsla gekk fljótt og vel fyrir sig ög nú eru handritin í fjallasafn- inu, þar sem þeirra verður gætt dag og nótt af sérstökum vörðum meðan á sýningunni stendur. „Mér líst afar vel á sýninguna og allar aðstæður hér,“ sagði Jonas Kristjánsson forstöðumaður Stofn- unar Áma Magnússonar, en hann er annar sendimannanna. „Safnið er á einstaklega fallegum stað í borg- inni, og býr yfir merkilegri sögu, en það var fyrrum verustaður Cappucc- ini-munka.“ Iskýrslu Jóns Baldvins Hannibals- sonar utanríkisráðherra sem lögð var fram á Alþingi á föstudag er á það bent, að árið 1988 hafi verið fyrsta heila árið sem flugstöð Leifs Eiríkssonar er í rekstri. Þeir ann- markar sem fram komu á síðasta vetri vegna dragsúgs og kulda hafi minnkað mikið við lagfæringar á hitakerfi. Á þessu ári Ieysi varaleng hitaveitulögn bráðabirgðalögn af OLÍUVERÐ á heimsmarkaði er enn hátt, þótt það hafi lækkað lítils- háttar síðan í byijun mánaðar- ins. I marsmán- uði hafði það hækkað um nær- fellt 50%. Ekki er búist við að olíuverðið Iækki frekar, sérstak- lega eftir að Saudi-arabar til- hólmi. Vandræði vegna of fárra bílastæða hafi verið enn meiri sumarið 1988 en áður. Er gert ráð fyrir að úr þessu verði bætt í ár. Allt húsnæði er nú leigt út í flug- stöðinni nema um 150 fermetra geymslurými í kjallara. í fjárlögum fyrir árið 1989 er gert ráð fyrii' að flugstöðin standi undir rekstrarkostnaði þar með töldum fjármagnskostnaði. kynntu niðurskurð á sölu til Jap- ans, Evrópu og Bandaríkjanna á fimmtudag. Nýir farmar af bensíni og gasolíu koma til lands- ins á næstu dögum og má búast við að verð á þessum vörum hækki í framhaldi af því. Venjulegt blýlaust bensín kostar nú 244,50 dollara tonnið á Rotterdammarkaði, en fór hæst í 248,50 í byijun mánaðarins. Bensínverð hér á landi er miðað við 171,42 dollara fob, samkvæmt upp- lýsingum Verðlagsstofnunar. 98 oktana bensín kostar í Rotterdam 267 dollara og hefur verð þess þró- ast í hlutfalli við venjulega ben- sínið. Lítri af blýlausu bensíni kost- ar 43,80 krónur. Gasolíutonnið kostar um 160 dollara tonnið og hefur lækkað lítil- lega síðustu daga, náði hámarki í tæpum 165 dollurum í byijun mán- aðarins. Gasolíuverð hér á landi er miðað við 150,61 dollara. Gasolíu- lítrinn kostar 10,90 krónur. Svartolíuverð fór upp í rúma 107 dollara tonnið í lok mars, en hefur lækkað lítillega síðan. Verðið hér á landi er miðað við 86,90 dollara og kostar tonnið 8.000 krónur. Bjarni Snæbjörn Jónsson hjá Skeljungi segir litlar vonir vera um að verðið lækki aftur í bráð, þar sem ennþá sé meiri áhugi á kaupum en sölu á olíumarkaði. Þá hefur ákvörðun Saudi-araba um að minnka olíusölu til Japans, Evrópu og Bandaríkjanna áhrif til hækkun- ar á heimsmarkaði. Saudi-arabar tilkynntu á fimmtu- dag að þeir hygðust minnka olíu- sölu til Japana um 40% í maí, til til Bandaríkjanna. Hráolíuverð hækkaði umsvifalaust um 25 sent á tunnu við þessar fréttir. Það var um 19,99 dollarar tunnan til Jap- ans. Hjá Verðlagsstofnun er búist við hækkunarbeiðni olíufélaganna um mánaðamót þegar nýir farmar hafa bæst við þær birgðir, sem fyrir eru í landinu, og núverandi verð er miðað við. Fyrstu farmarnir eru væntanlegir þann 18. þessa mánað- ar og eru á svipuðu verði og nú er Hagnaður af Leifsstöð AFKOMA af rekstri flugstöðvar Leifs Eiríkssonar var þannig á síðasta ári, að hægt hefúr verið að standa við allar skuldbindingar um greiðslu áfallinna vaxta og afborgana. Rekstrartekjur reyndust vera um 233 milljónir króna, rekstrargjöld um 205 millj. kr. og hagnaður um 28 milljónir. rópu um 30% og um 15% til 23% í Rotterdam. Auknar mengrmarmælingar Reykjavíkurborg hyggst ráða sérstakan starfsmann til að annast mælingar á loftmengun í borginni. Samkvæmt mælingum á svifryki og fallryki, sem gerðar hafa verið á vegum Mengunarvarna Hollustu- verndar ríkisins undanfarin þrjú ár, er Ioflmengun í borginni nú farin að nálgast viðmiðunarmörk Og virðist vaxandi mengun haldast í hendur við mikla fiölgun bifreiða. Idrögum að nýrri reglugerð, sem fyrir liggur hjá Mengunarvöm- um Hollustuvemdar ríkisins, er meðal annars gert ráð fyrir að á fyrri hluta næsta áratugar verði allir nýir bílar búnir sérstökum hreinsibúnaði til að draga úr út- blæstri mengunarvaldandi efna. í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 1989 er gert ráð fyrir 7 milljóna króna fjárveitingu til kaupa á færanlegum vagni með tækjabún- aði til mælinga á ýmsum mengunar- valdandi efnum og jafnframt hyggst borgin ráða sérstakan starfsmann til að annast slíkar mælingar. Sjá grein bls. 10.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.