Morgunblaðið - 16.04.1989, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.04.1989, Blaðsíða 6
6 FRETTIR/INNLEIMT p.í t jih'ia ííi auDACiimvnig GiaA.ianuoaoM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. APRIL 1989 Morgunblaðið/Þorkell Brynjólfur Sandholt dýralæknir og Gráni frá Gauksmýri. Grána heilsast vel eftir holskurðaðgerð FULLKOMIN svæfingatæki sem Brynjólfur Sandholt héraðsdýra- læknir i Reykjavík hefur nýlega fengið i Hestaspítala sinn í Víðidal gerðu honum kleift að bjarga hesti með holskurðaðgerð á laugardag- inn i siðustu viku. Er þetta i fyrsta skipti sem slík aðgerð er gerð á hesti hér á landi. Snúningur var á víðgimi í hestinum og ef ekki hefði verið hægt að skera hann upp hefði þurft að fella hann. Brynj- ólfi til aðstoðar voru Gunnar Öm Guðmundsson héraðsdýralæknir á Hvanneyri og Þorvaldur Þórðarson dýralæknir í Reykjavík. Að- gerðin tókst mjög vel og heilsast sjúklingnum, Grána, vel. Hann dveiur þó enn í gjörgæslu á spítalanum hjá Bryiyólfi. Brynjólfur sagði að hesturinn hefði verið veikur í vikutíma áður en ákveðið var að skera hann upp. Sjúkdómseinkennin lýstu sér eins og hrossasótt. Hesturinn át hvorki né drakk og virtist finna til, en þó var ekki um algera meltingarstíflu að ræða. Kom í ljós að snúið var upp á víðgimið. „Eftir að hingað komu fullkomjn svæfingatæki er mögulegt að gera meiri háttar skurðagerðir á hrossum og því var ekki um annað að ræða en að hella sér út í þetta," sagði Brynjólfur. Aðgerðin fólst í því að skorinn var 40 sentimetra langur skurður á kviðinn og snúningurinn lagfærð- ur. Síðan var skurðurinn saumaður saman. „Þetta gekk ótrúlega vel og við vorum spenntir að vita hvem- ig hestinum reiddi af. Við erum bjartsýnir því hann hefur nú lifað í viku eftir aðgerðina og heilsast mjög vel. Auðvitað er ekki alltaf hægt að bjarga hestum með skurð- aðgerð, en þetta gekk vel í fyrsta skipti og sýnir að nú er hægt að gera slíkar aðgerðir hér á landi,“ sagði Brynjólfur. Pétur Kjartansson eigandi Grána sagði að hann væri búinn að vera í sinni eigu á annað ár og miklar vonir væm bundnar við hann. Hann er sjö vetra gamall ættaður frá Gauksmýri í Austur-Húnavatns- sýslu. „Gráni er ákaflega ljúfur hestur og börnin okkar halda mikið upp á hann. Gráni er léttviljugur en þrátt fyrir það fara börnin á bak honum, þó ekki á eigin spýtur. Eins og all- ir aðstandendur sjúklinga treysti ég lækninum. Eftir að reynt hafði verið árangurslaust að lækna hest- inn með lyfjum og ýmsum ráðum í vikutíma vár ekki nema um tvennt að velja, að fella hestinn eða skera hann upp. Olafiir Olafsson landlæknir: Stendur fast við sínar skoð- anir þrátt fyrir gagnrýni ÓLAFUR Ólafsson landlæknir sagði i tilefhi reyklausa dagsins í vikunni að reykingar væru eitt mesta heilbrigðisvandamál sem þjóðin stæði frammi fyrir. Að draga úr reykingum manna er ekki eina áhugamál Olafs, hann hefiir á undanförnum árum meðal annars beitt sér fyrir bættum aðbúnaði aldraðra, vörnum gegn slysum, notkun bfibelta og var frá upphafi ötull stuðnings- maður SÁÁ, þrátt fyrir mótstöðu geðlækna. Hann er sagður mikill baráttumaður og einbeita sér að þeim málum, sem hann tekur fyrir hverju sinni og kemst ekkert annað að á meðan. Baráttunni linnir ekki fyrr en árangur næst nema þá helst þegar hann rekst á vegg. Þá gefst hann upp og snýr sér að öðrum málum sem á honum brenna og virðist sem af nógu sé að taka. Olafur fæddist í Reykjavík árið 1928, sonur hjónanna Ólafs Bjamasonar bónda í Braut- arholti á Kjalarnesi og Astu Ólafs- dóttur. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1948 og lauk síðan námi í læknisfræði frá Háskóla íslands. Ólafur var um tíma við nám í Danmörku og seinna í Svíþjóð þar sem hann lauk sérfræðinámi í hjartasjúk- dómum. Eftir að heim kom vann hann sem hjartasérfræðingur á lyflækningadeild Landspítalans allt þar til hann var ráðinn fyrsti forstöðumaður Hjartavemdar. Gegndi hann því starfi til ársins 1972 er hann tók við embætti landlæknis. Ólafur er sagður bókasafnari og lesa mikið bæði bækur og fræðirit, eftir innlenda og erlenda höfunda. Helsta áhugasvið hans eru þau rit sem fjalla um þjóð- hætti fyrri alda á íslandi og í Svíþjóð. Það má því segja að áhugamál hans tengist starfínu. Á menntaskólaámm sínum stund- aði hann nokkuð íþróttir og lék með liði Víkings í handbolta. íþróttaáhuginn loðir enn við í fjöl- skyldunni því sonur hans, Páll Ólafsson, leikur með KR í 1. deild, bæði í hand- og fótbolta. Konu sinni, Ingu Ólafsson, kynntist Ólafur í Svíþjóð og eiga þau fimm böm en Ólafur á einnig tvo upp- komna syni. Inga starfar sem hjúkrunarfræðingur í Hagaskóla. Gamall skólafélagi Ólafs segir hann mikinn baráttu- og gleði- mann, og að hann njóti sín vel í fjölmenni. „Honum er mjög umhugað um að bæta kjör þeirra sem verst em settir í þjóð- félaginu og þá oft um leið þeirra sem búa við verstu aðstæður og heilsu," sagði Guðjón Magnússon aðstoðarlandlæknir en þeir hafa unnið saman í tæp níu ár. Ólafur hefur verið óragur við að feta nýjar slóðir og benda á ýmislegt sem betur mætti fara, þrátt fyrir harða gagnrýni úr ýmsum áttum. Það vom til dæmis ekki allir jafn hrifnir þegar hann á sínum tíma mælti gegn „steinsteypustefn- unni“ svokölluðu í öldmnarmálum og þá áherslu sem lögð var á að byggja stofnanir fyrir aldraða í stað þess að auka öldmnarþjón- ustu og heimahjúkmn og gera þannig öldmðum kleift að búa sem lengst heima. Ólafur er þeirr- ar skoðunar að stofnanir séu slæmar fyrir aldraða, dragi úr lífslöngun og valdi leiða. „Þessi skoðun hans naut ekki mikillar hylli í fyrstu en nú em menn á einu máli um að fólk eigi að hafa tækifæri til að dvelja sem lengst á eigin heimilum,“ sagði Guðjón. Ólafur beitti sé fyrir að sett vom lög um notkun bílbelta en Morgunblaðið/Sverrir Ólafur Ólafsson landlæknir slysavamir hafa alla tíð verið eitt af áhugamálum hans. Á sínum tíma var hann mjög upptekinn af áfengisvamarmálum og tók af- stöðu með SAA, gegn geðlækn- um. Vakti sú skoðun hans litla hrifningu í fyrstu og mönnum þótti fráleitt að einhveijir aðrir en sérfræðingar stunduðu áfeng- issjúklinga. Undanfarin ár hefur hann bar- ist harðri baráttu fyrir stofnun sjúkratryggingasjóðs, sem tryggja á sjúklinga gegn mistök- um lækna og tryggja að þeir fái bætur sem ekki eiga rétt á þeim annars staðar. Hann hefður iðu- lega bent á að lifnaðarhættir fólks hafa áhrif á heilsuna og á tíma- bili var hann mjög upptekinn af streitu og áhrifum hennar á manninn. Ólafur hefur einnig mikinn áhuga á að bæta aðstöðu geðsjúkrá fanga, en málefnum þeirra hefur hann kynnst með setu sinni í skilorðsnefnd er fjallar um náðunarbeiðni fanga. Svipmynd eftir Kristínu Gunnarsdóttur Viðskiptaráðuneytið 50 ára Viðskiptaráðuneytið var stofiiað 17. apríl 1939 og á því 50 ára af- mæli um þessar mundir. Var það fyrsta Qölgun ráðuneyta, sem höfðu verið þrjú, allt frá því að Stjóraarráð íslands hóf störf 1904. Akreppuárum fjórða áratugarins höfðu afskipti stjómvalda af viðskipta- og gjaldeyrismálum hér eins og í öðrum löndum farið mjög vaxandi. Við þetta bættist svo yfir- vofandi stríðshætta sem knúði á um aðgerðir til að tryggja nauðsynlega aðdrætti til landsins. Þegar svo þar að auki var mynduð þriggja flokka ríkisstjóm, sem kölluð var þjóð- stjórn, vorið 1939 með fjölgun ráð- herra úr þrem í fimm voru komin öll skilyrði fyrir stofnun nýs ráðu- neytis. Eysteinn Jónsson, sem verið hafði fjármálaráðherra í 5 ár, var fyrsti viðskiptaráðherrann. Á þessum 50 árum hafa 15 menn gegnt störfum viðskiptaráðherra. Venjulega hafa þeir jafnframt gegnt störfum í öðm ráðuneyti nema á ámnum 1978-1985. Lengst hefur Gylfi Þ. Gíslason starfað sem við- skiptaráðherra, í 13 ár, en Björn Ólafsson og Lúðvík Jósepsson vora tvisvar sinnum viðskiptaráðherrar. Nýlega vora allir núlifandi viðskipta- ráðherrar samankomnir í boði, sem Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra hélt, í tilefni af því að Þórhallur Ásgeirsson lét af ráðuneytisstjóra- störfum. Var þá tekin ljósmynd sem hér birtist með nöfnum þeirra og þau ártöl er þeir gegndu viðskipta- ráðherraembættinu. Látnir era Magnús Jónsson (1942), Björn Ólafsson (1942-1944 og 1949-1953), Pétur Magnússon (1944-47), Emil Jónsson (1947- 1949), Ingólfur Jónsson (1953- 1956) og Ólafur Jóhannesson (1974-1978). Málefni þau sem lögð vora undir hið nýja ráðuneyti vora viðskipta- mál, bankamál og gjaldeyrismál og hafa þau verið helstu málaflokkar ráðuneytisins síðan. En á 50 ára ferli hafa orðið miklar breytingar á þessum sviðum sem ekki er hægt að rekja í stuttu máli. Saga ráðu- neytisins er um leið viðskiptasaga landsins. Verkefni ráðuneytisins hafa tekið miklum breytingum vegna efnahagsástands innanlands og erlendis og mismunandi stjóm- mála- og efnahagsstefna sem ráð- andi hafa verið á þessu tímabili. Vel mætti hugsa sér að skipta sögu ráðu- neytisins í eftirfarandi kafla: 1939-48 Stríðs- og haftaár 1948-53 Marshall-aðstoðin 1953-60 Jafnkeypisár 1960-70 Viðreisn 1970- Fríverslun Um slíka kaflaskiptingu má alltaf deila og það er að sjálfsögðu per- sónulegt og pólitískt mat á hvaða þætti í sögu ráðuneytisins skuli lögð mest áhersla á hveijum tíma. En með þessari upptalningu er aðeins vakin athygli á því þýðingarmikla hlutverki sem viðskiptaráðuneytið hefur gegnt í hagsögu landsins síðustu 50 árin. (Fréttatilkynning frá viðskipta- ráðuneytinu.) Sitjandi: Lúðvík Jósepsson, 1956-58 og 1971-74, Eysteinn Jónsson, 1939-42, Þór- hallur Ásgeirsson ráðuneytisstjóri, 1948-89, Gylfi Þ. Gíslason, 1958-71 og Kjartan Jóhannsson, 1979-80. Standandi: Svavar Gestsson, 1978-79, Matthías Bjamason, 1985-87, Jón Sigurðsson frá 1987, Tómas Ámason, 1980-83 og Matthías Á. Mathiesen, 1983-85. [. Guðmundsson. Á kajökum á Vogavík Kajökum var siglt á Vogavík nýlega í fyrsta skipti á þessu ári. Sjóferðin minnti á sumarið sem nálgast með hveijum deginum. Einsetinn grunnskóli 1995: Árlegur kostnaðarauki talinn 50 til KOSTNAÐUR við lengingu skóla- dagsins og einsetinn skóla er verulegur og eru stærstu liðimir þar húsnæðismál og launakostn- aður. Til þess að ná markmiðinu um einsetinn grunnskóla árið 1995 er gert ráð fyrir að árlega 1990-1994 þurfi að leggja fram um 50-80 milljónir til viðbótar við þá upphæð sem nú fer í byggingu kennslurýmis, eða um 12-21% aukningu frá því sem nú er. etta kemur fram í greinargerð, sem menntamálaráðherra lagði fram í ríkisstjóm í síðustu viku. Þar kemur og fram, að til að ná mark- miðinu um einsetinn grunnskóla árið 80 milljónir 1995 þurfi að taka í notkun rúmlega eitt hundrað nýjar kennslustofur árlega, frá næsta ári að telja. Gert er ráð fyrir að fjöldi kennslustunda 6 til 12 ára barna á viku aukist smám saman á þessu árabili upp í 35 stundir á viku 1994 og verði kostnaðarauki þess vegna frá um 200 milljónum 1990 upp í rúmlega 600 milljónir árið 1994. Eftir það lækki viðbótarkostnaðurinn fram til ársins 2000 niður í 166 milljónir vegna fækkunar nemenda. Samkvæmt ljárlögum 1989 er heildarkostnaður við grunnskólann, þ.e. rekstur, byggingar og náms- efni, um 4,8 milljarðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.