Morgunblaðið - 16.04.1989, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 16.04.1989, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMÁ, SuMíUÖAGUÍl'lé.1 AI*RÍli ’1'989 os2l ATVINNMMAI IC^I Y^IKIC^AR ÆML m mr ■ %#/AL/vJ7L / O// N/vJ^/\/\ Fulbrightstofnunin óskar að ráða framkvæmdastjóra frá og með júnímánuði nk. Góð enskukunnátta, þekking á og reynsla af bandarísku fræðslukerfi nauð- synleg. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og starfsreynslu þurfa að berast stofnuninni á Laugaveg 59, pósthólf 752, 121 Reykjavík fyrir 25. apríl 1989. Vel rekin fasteignasala óskar eftir traustum lögmanni sem meðeiganda. Lítið fjárframlag. Fast- eignasalan hefur áratugareynslu að baki og góða starfsaðstöðu. Vaxandi algeng mál- flutningsstörf fyrir viðskiptamenn. Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 19. þm. merkt: „A - 8049“. Saumakonur óskast! Vanar saumakonur óskast nú þegar við buxnasaum. Vinnutími frá kl. 8-16.30. Ennfremur óskum við eftir saumakonum í kvöldvinnu. Vinnutími frá kl. 17-22. Allar nánari upplýsingar gefur Tómas verk- stjóri í símum 24230 (á daginn) og 681192 (á kvöldin). Íslensk-Föt hf., Hverfisgötu 52, sími 24230. Bandaríska sendiráðið óskar að ráða bílstjóra. Viðkomandi mun einnig vinna tilfallandi skrifstofustörf. Góð enskukunnátta nauðsynleg. Umsóknareyðublöð fást í Bandaríska sendi- ráðinu, Laufásvegi 21, Reykjavík. Umsóknarfrestur er til og með 21. apríl. Járniðnaðarmenn - vélvirkjar - vélstjórar óskast til starfa, sem fyrst. Aðeins vanur mað- ur kemur til greina. Starfið felst í niðurefnun, álsuðu og fjölbreyttri smíði úr áli. Vinnustaður er bjartur og þrifalegur á Ártúnshöfða. Upplýsingar í síma 672090. Skrifstofustarf Okkur vantar starfsmann hálfan daginn til að sjá um vikulega launaútreikninga, útskrift reikninga, vélritun o.fl. Æskilegt er að viðkomandi hafi fallega rit- hönd, góða kunnáttu í íslensku ásamt ensku og dönsku. Góð vinnuaðstaða. Þarf að geta hafið störf 15. maí nk. Skriflegar umsóknir sendist undirrituðum fyr- ir 20. apríl. Umsóknum ekki svarað í síma. Rafverhf., Skeifunni 3E. ^Sunmihlíð Barnaheimili Starfsmaður óskast í 60% starf á barnaheimili fyrir 10-12 börn. Vinnutími frá kl. 11.45-16.15. Einnig vantar starfsmann í afleysingar. Ekki er um sumarströf að ræða. Umsóknir sendist Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð, Kópavogsbraut 1, 200 Kópavogi, fyrir 20. apríl merktar: „Barnaheimili“. Iðnráðgjafi Vesturlands Starf iðnráðgjafa á Vesturlandi er laust til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 30. apríl. Nánari upplýsingar í síma 93-71318. Samtök sveitarfélaga í Vesturlandskjördæmi, pósthólf32, 310 Borgarnesi. Hjúkrunarfræðingar Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslu- stöðina á Egilsstöðum er laus til umsóknar frá 1. maí nk. Einnig óskast hjúkrunarfræðingar til sumar- afleysinga á Heilsugæslustöðina og á Heilsu- gæslustöðina í Borgarfirði eystri. Launakjör samningsatriði. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri og yfir- læknir í síma 97-11400 og framkvæmda- stjóri í síma 97-11073. Prentstofa G. Benediktssonar__________ NÝBÝLAVEGUP 30 200 KÓPAVOGUR PÓSIhÖlF 250 - SIMI 9IB4U9S TELEFAX 9IUU9B Prentsmiður Við viljum ráða setjara - umbrotsmann í ört vaxandi fyrirtæki okkar. Einungis starfskraft- ur með reynslu kemur til greina. Nánari upplýsingar hjá prentsmiðjustjóra. Lager og viðhald Viljum ráða nú þegar starfsmann til að hafa umsjón með innréttingalager HAGKAUPS (við Eiðistorg) og sjá um ýmiskonar viðhald. Um er að ræða heilsdagsstarf. Umsækjendur þurfa að vera eldri en 25 ára og að geta hafið störf fljótlega. Nánari upplýsingar veitir verslunarstjóri í verslun HAGKAUPS við Eiðistorg á Seltjarn- arnesi. HAGKAUP Hljómplötuverslun Hljómplötuverslun óskar að ráða nú þegar í eftirtalin störf: Verslunarstjóra: Skilyrði er að viðkomandi hafi víðtæka þekkingu á allri tegund tónlist- ar, dægurtónlist jafnt sem klassískri. Reynsla af verslunarstörfum æskileg. Afgreiðslustörf: Heils- og hálfsdagsstörf. Þekking á tónlist skilyrði. Umsókir, merktar „Hljómplötur - 7035“, sendist til auglýsingadeildar Mbl. fyrir 20. apríl nk. ST. JÓSEFSSPÍTALI, LANDAKOTI Hjúkrunarfræðingar Hjúkrunarfræðinga vantar á barnadeild. Deildin er hand- og lyflækningadeild með 26 legurými og bráðaþjónustu. Skipulögð starfs- aðlögun er í 3-6 mánuði. Upplýsingar gefur Katrín Pálsdóttir, hjúkr- unarframkvæmdastjóri, í síma 19600/202. Reykjavík,16. apríl 1989. Sölumenn athugið Óskum eftir dugmiklum sölumönnum á skrá hjá ungu fyrirtæki á uppleið. Umsækjendur verða að hafa reynslu, góða framkomu, gott vald á íslensku máli og verða að hafa góðan bíl til umráða. Starfið felst í: 1. Söluferðum út á land. 2. Söluferðum á höfuðborgarsvæðinu. Umsækjendur skulu senda umsóknir til auglýs- ingadeildar Mbl. merktar: „Sölumenn -100%“. Hafnarfjörður Starfsfólk óskast í lyfjaverksmiðju okkar í Hafnarfirði. Um er að ræða störf í pökkun og við ræstingu. Vinnutími frá kl. 8-16. Skriflegar umsóknir sendist fyrirtækinu fyrir 25. apríl nk. Delta hf., Reykjavíkurvegi 78, 220 Hafnarfirði. Skeifunni 15- starfsmannahald. SVÆÐISSTJÓRN MÁLEFNA FATLAÐRA REYKJAVlK Sambýli íBreiðholti Staða þroskaþjálfa við sambýlið í Stuðlaseli 2 er laus frá 1. maí nk. (eða eftir nánara samkomulagi). Um er að ræða 70% starf. Vaktavinna. Upplýsingar gefur Kristín í síma 79978. Hrafnista, Hafnarfirði Hjúkrunarfræðingar óskast nú þegar á kvöld- og helgarvaktir. Ennfremur vantar hjúkrunar- fræðinga til sumarafleysinga. Nánari upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 54288. Framkvæmdastjóri Skipstjórnarfélag með aðsetur í Reykjavík óskar að ráða framkvæmdastjóra. Æskilegt er að viðkomandi geti unnið sjálf- stætt. Skrifstofustörf og tölvuþekking æski- leg. Þarf að hafa góða framkomu. Farið verð- ur með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Umsóknir, með upplýsingum um fyrri störf og menntun, óskast sendar auglýsingadeild Mbl., merktar: „Framtíðarstarf - 7036“. Leirmunagerð Óskum að ráða reglusamt fólk til leirmuna- gerðar. Stundvísi, handlægni og hraði nauð- synlegur. Umsóknir skulu handritaðar með upplýsing- um um aldur, menntun og fyrri störf, sendist í seinasta lagi 20. apríl. Um framtíðarstarf er að ræða og sumarvinna kemur ekki til greina. Engar upplýsingar gefnar í síma. Höfðabakka 9, 112 Reykjavík. mmm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.