Morgunblaðið - 16.04.1989, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.04.1989, Blaðsíða 10
 MMiBgSi -31 H'JOAU'JVt/fliií U1UA1H/:UOH0iv: MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. APRIL 1989 SVTFIK VTTR ESJIWI SÓmGAD m ■ Vaxand! loftmenguii í Reyiqaiík helsl í Hcndiu1 vló mlkla fjölgun blfrelóa ■ Mengunarvamir Hollustuvemdar ríkisins gera tillögur um hreinsibúnað á bíla ■ Rcykjaiikurborg hyggst ráóa scrslakan starfsmann tll umfaitgsmíkilla mengunarmælinga ..........................■■■•-,■■■ : ■ ■ :: :-■-■ ili '. ■Aw-iU ‘Jm'íWí' ',**J»?-*v*4í£i*/. írV/rt»>^w<i V'f’jti’í* jí*\jííJí«w sWm.Sííw i! ■fiS BS§|||l8|ilillSSI^W8 •!3>? -1 • - * 1 ánkam&m jgj|gzlp|p| eftir Svein Guðjónsson REYKVÍKINGUM ÞYKIR vænt um Esjuna og þegar rómantíkin grípur um sig í hjörtum borgarbúa er gjarnan vitnað til lýsinga hagyrðinga á fegurð vorkvöldanna í höfúðborginni, þar sem sólroðin ský svífa yfir fjallinu góða. Á síðustu árum hafa menn þó talið sig merkja uggvænlegar breytingar á þessu hugljúfa ástandi og í stað heiðríkjunnar og sólroðans hefiir orðið vart við gulbrúna þoku yfir Sundunum og Esjunni. Sótmenguð ský eru farin að svífa yfir þegar síst skyldi, á stilltum og sólbjörtum dögum, og þykir sérfróðum mönnum nú tími til kominn að grípa til viðeigandi ráðstafana. ælingar, sem gerðar hafa verið á vegum Mengunarvama Holl- ustuvemdar ríkisins, hafa leitt í ljós að loftmengun yfir höfuðborginni hefur farið vaxandi á undanfömum þremur ámm og virðist það haldast í hendur við mikla ijölgun bifreiða á þessu tíma- bili. Sérfræðingar hafa varað við þessari þróun, þeirra á meðal Ólaf- ur Pétursson, efnaverkfræðingur og forstöðumaður Mengunarvama, en þar hefur nú verið gengið frá tillögum að nýrri reglugerð, sem nær til allrar mengunar ytra um- hverfís. í tillögunum er meðal ann- ars gert ráð fyrir að í framtíðinni verði bifreiðir búnar sérstökum hreinsitækjum til að draga úr mengun af völdum útblásturs. Það ákvæði er í samræmi við nýju norr- ænu umhverfismálaáætlunina, sem Islendingar hafa undirritað. Borgaryfírvöld hafa látið málið til sín taka og í fjárhagsáætlun Reykjavíkur fyrir árið 1989 er gert ráð fyrir 7 milljóna króna íjárveit- ingu til kaupa á færanlegum vagni með tækjabúnaði til mælinga á ýmsum mengunarvaldandi efna- samböndum í andrúmsloftinu, svo sem köfnunarefnisoxíðum og kol- sýrlingi. Um þessar mundir er verið að auglýsa eftir tilboðum sam- kvæmt útboðslýsingu í slík tæki og ennfremur verður auglýst eftir starfsmanni, væntanlega efnafræð- ingi, til að annast þessar mælingar. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hef- ur unnið að undirbúningi þessa máls í um það bil tvö ár eða frá því að fyrstu niðurstöður mælinga Mengunarvarna ríkisins voru kunn- gerðar. Davíð Oddsson borgarstjóri sagði í samtali við Morgunblaðið vegna þessa máls að hann væri að vísu sannfærður um að mun minni mengun væri í Reykjavík en í flest- um öðrum borgum. „Á hinn bóginn blasir við, einkum vegna stórauk- innar bílaumferðar, að mengun hér hefur farið vaxandi og vissulega ástæða til að gefa þessu máli gaum. Þess vegna hafa borgaryfirvöld ákveðið að fara af stað með um- fangsmeiri mengunarmælingar en hér hafa verið framkvæmdar áður, sem sýnir að við erum mjög vak- andi fyrir þessu vandamáli," sagði borgarstjóri. Samkvæmt orðanna hljóðan hafa Mengunarvamir Hollustuverndar ríkisins eftirlit með hvers konar mengun hér á landi, svo sem loft- mengun, vatnsmengun, úrgangs- mengun og hávaðamengun svo nokkuð sé nefnt, og þar eru gerðar áætlanir um hvemig stemma megi stigu við menguninni. Hvað loft- mengun varðar beinist eftirlitið annars vegar að stórum fyrirtækj- um og verksmiðjum, sem em starfs- leyfisskyld, en mengunarvamir gera starfsleyfístillögur fyrir slík fyrirtæki. í þeim koma fram kröfur um mengunarvamarbúnað og við- miðunarmörk þess magns af úr- gangsefnum sem viðkomandi verk- smiðjur mega sleppa út í umhverf- ið. Undir þessi ákvæði falla Sem- entsverksmiðjan, Áburðarverk- smiðjan, Steinullarverksmiðjan, fiskimjölsverksmiðjur og fískeld- isfyrirtæki, svo dæmi séu nefnd. Á hinn bóginn fylgjast mengun- arvarnir einnig með smærri meng- unaruppsprettum, sem valda lítilli loftmengun hver fyrir sig, en safn- ast þegar saman kemur eins og orðtakið segir. Bifreiðir em gott dæmi um þetta og þar eram við komin að viðfangi þessarar greinar, það er uppsprettu sótmenguðu skýj- anna yfir Esjunni. Rykmengun nálgast viðmiðunarmörk Ólafur Pétursson staðfesti í sam- tali við Morgunblaðið að gulbrúnu skýin yfir Reykjavík mynduðust úr samböndum köfnunarefnisoxíða, sem koma aðallega úr útblæstri bifreiða, og væri þetta sama loftteg- undin sem áður fyrr var áberandi úr reykháfi Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi. Mælingar hefðu hins vegar sýnt fram á að loftmengun yfír höfuðborginni hefði aukist í réttu hlutfalli við mikla fjölgun bif- reiða á undanförnum þremur áram. „Við hófum mælingar í mars 1986 og skömmu síðar fóru niðurstöður þeirra að sýna greinilega aukningu á loftmengun, sem var nokkurn vegin samstiga aukningu bílaflot- ans,“ sagði Olafur. Hann sagði að mælingamar hefðu til þessa einungis náð til fallryks og svifryks. Mengunar- varnir miðuðu þar, sem og í öðrum mengunartilfellum, við ákveðin áhyggjumörk, það er þau mörk sem talin eru skaðiaus öllum umhverfis- þáttum. „Á meðan við erum vel undir þessum viðmiðunarmörkum er ekki ástæða til að grípa til rót- tækra aðgerða. Hins vegar hafa mælingar sýnt að hér í Reykjavík erum við farin að nálgast þessi mörk þannig að full ástæða er til að fara að huga að einhveijum að- gerðum. Næst höfum við komist í 93% af þessum mörkum, sem sýnir að aðgerða er þörf áður en ástand- ið verður enn verra. Þar sem við vitum að meginparturinn af þessari loftmengun kemur frá bílunum liggur beinast við að gera kröfur til þeirra um hreinsibúnað, sem síar úr köfnunarefnisoxíðin, kolmónoxíð og kolvetni, svo sem bensíngufur og annað slíkt. Um leið eram við í rauninni að gera kröfur um blý- laust bensín því að til þess að hægt sé að nota . þennan hreinsibúnað má ekki vera blý í bensíninu. Það hefur reyndar legið fyrir síðan ís- lendingar undirrituðu norrænu um- hverfismálaáætlunina, þar sem meðal annars er kveðið á um hreinsibúnað í bíla, að gripið yrði til slíkra aðgerða hér á landi burt- séð frá niðurstöðum mælinganna. Þær undirstrika hins vegar enn frekar nauðsyn þess að hefjast þeg- ar handa í þessum efnum,“ sagði Ólafur. Eins og áður segir ná mælingar Mengunarvarna eingöngu til svif- ryks og fallryks, en að sögn Ólafs er full þörf á víðtækari mælingum. „Við mælum eingöngu rykið í and- rúmsloftinu og gerum efnagrein- ingar á því, en ef vel ætti að vera þyrftum við einnig að mæla loftteg- undir, sem koma frá útblæstri bif-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.