Morgunblaðið - 16.04.1989, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.04.1989, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ ATVIMBIA/RA|>/,$MÁ.s,towagije 16. APRIL 1989 Kennara vantar við grunnskólann í Sand- gerði veturinn 1989-1990. Kennslugreinar: Mynd- og handmennt, tón- mennt, almenn kennsla. Húsnæðisfyrirgreiðsla. Aðstoð við útvegun húsnæðis. Upplýsingar veita Guðjón Þ. Kristjánsson, skólastjóri (kvöldsími 92-37436) og Ásgeir Beinteinsson, yfirkennari (kvöldsími 92-37801). Símar skólans eru 92-37439 og 92-37610. Skólanefnd. Bæjartækni- fræðingur Vestmannaeyjabær auglýsir stöðu bæjar- tæknifræðings lausa til umsóknar. Leitað er eftir byggingartæknifræðingi. Bæjartæknifræðingur er yfirmaður tækni- deildar bæjarins. Skilyrði er að umsækjendur hafi reynslu af stjórnun, gerð framkvæmda- og greiðslu- áætlunar og verkeftirliti. Umsóknarfrestur er til 19. apríl. Umsóknir skal senda bæjarstjóra Vest- mannaeyja, Ráðhúsinu, 900 Vestmannaeyj- um. Upplýsingar um starfið gefa bæjarstjóri og bæjartæknifræðingur í síma 98-11088. Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum. Auglýsingamaður óskast Nokkrir aðilar, sem eru að endurskipuleggja sín auglýsingamál, eru að leita að auglýsinga- manni til að taka yfir og sjá um sín auglýs- ingamál. Við leitum að manni með þekkingu og reynslu á þessu sviði, í fullt starf, sem uppfyllir eftir- farandi skilyrði: - Getur unnið sjálfstætt. - Hanna og stjórna framleiðslu á öllum aug- lýsingum, í útvarpi, blöðum og sjónvarpi. - Sjá um birtingar á öllum auglýsingum. Við bjóðum honum skemmtileg verkefni, góða vinnuaðstöðu og góð laun. Farið verður með allar umsóknir sem trúnað- armál. Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl., merkt: „Gulur - 2680“, fyrir 24. apríl nk. Skrifstofustjóri Óskum að ráða skrifstofustjóra til að hafa yfirumsjón með skrifstofu félagsins. Bók- haldskunnátta algjört skilyrði. Þarf að geta hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar fást hjá Maggý, sími 17868. Skriflegar umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist skrifstofu fé- lagsins fyrir 24. apríl nk. Sjálfsbjörg - landssamband fatlaðra Hátúni 12 - Sími 29133 - Pósthólf 5147 - 105 Reykjavík - tsland AUGLYSINGAR Bókari - morgunstarf Heildverslun sem þjónustar sérverslanir um allt land óskar eftir að ráða vanan bókara hálfan daginn fyrir hádegi. Fullkomið tölvukerfi. 10 vinnufélagar og góð- ur starfsandi. Umsækjendur leggi nafn og upplýsingar um starfsreynslu á auglýsingadeild Mbl. fyrir lok- un miðvikudaginn 19. apríl merkt: „T - 2682“. HLAÐVARPINN Starfskraftur óskast til að skipuleggja og hafa umsjón með úti- og innimarkaði í porti Hlaðvarpans, Vesturgötu 3. Seldir verða handunnir og heimagerðir munir. Umsækjandi þarf að geta unnið sjálfstætt. Skriflegar umsóknir sendist Hlaðvarpanum, pósthólf 1280,121 Reykjavík, fyrir 23. apríl. Veitingahúsið við Tjörnina óskar eftir að ráða aðstoðarfólk í sal. Einungis vant fólk kemur til greina. Upplýsingar í síma 18666 þriðjudaginn 18. apríl milli kl. 14-18. (Helga). LANDSPITALINN Aðstoðarlæknar Reyndur aðstoðarlæknir óskast á svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítalans. Starfið er laust frá miðjun júní nk. til eins árs. Umsóknarfrestur er til 16. maí nk. Upplýsingar gefur Þórarinn Ólafsson, yfir- læknir í síma 91-601380. Reykjavík, 16. apríl 1989. RÍKISSPÍTALAR Sölumaður Heildverslun í Reykjavík óskar að ráða sölu- mann til starfa sem fyrst. Starfið felst einkum í sölu á hársnyrtivörum og leiðbeiningum í notkun þeirra. Við leitum að manni með menntun í hár- greiðslu/hárskurði, sem hefur góða fag- þekkingu, á gott með að umgangast fólk og getur skilað góðum árangri sem sölumaður. í boði er gott framtíðarstarf hjá traustu fyrirtæki. Nánari upplýsingarveitir Katrín S. Óladóttir. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til ráðningarþjónustu Hagvangs hf., á eyðu- blöðum sem liggja frammi á skrifstofu okk- ar, merktar: „Sölumaður 140". Hagvangur hf Grensásvegi 13 Reykjavík Sími 83666 Ráðningarþjónusta Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir Lögfræðingar - laganemar Opinber stofnun óskar eftir lögfræðingi til innheimtu- og lögfræðistarfa. Starfið er fjöl- þætt og áhugavert. Laun samkvæmt kjara- samningi ríkisstarfsmanna, en að auki er bílastyrkur í boði. Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknum sé skilað til auglýsingadeildar Mbl. fyrir 20. apríl nk. merktar: „Lögfræði - 9764“. Fólk með metnað Sérhæfð skrifstofustörf Vegna aukinnar eftirspurnar á skrifstofu okkar eftir reynslumiklu og/eða menntuðu starfsfólki þá viljum við komast í samband við þá aðila sem eru í atvinnuleit eða vilja breyta um starf. Ath.: „Þeir fiska sem róa.“ Ekkert gerist af sjálfu sér. Um er að ræða störf m.a. við launabókhald, fjárhagsbókhald og ýmis önnur sérhæfð skrifstofustörf. Leitað er að starfsfólki með viðskiptafræði- menntun, stúdentspróf af viðskiptasviði, einnig fólki með mikla reynslu í bókhalds- og /eða sérhæfðum skrifstofustörfum. Viðkomandi þarf að hafa frumkvæði, geta unnið sjálfstætt og skipulega. í boði eru fjölbreytt og krefjandi störf, ágæt laun og góð vinnuaðstaða. Umsóknir liggja frammi á skrifstofu okkar í Hafnarstræti 20, 4. hæð. Teitur Lárusson STARFSMANNA ráðningarþjónusta, launaútreikningar, ÞJÓNUSTA NÁMSKEIÐAHALD, RÁÐGJÖF. hf. HAFNARSTRÆTI 20. VIÐ LÆKJARTORG, 101 REYKJAVÍK. SÍMl 624550. DAGVIST BARNIA 9 Fóstrur, þroska- þjálfar eða annað uppeldismenntað starfsfólk! Dagvist barna, Reykjavík, óskar eftir starfs- fólki í gefandi störf á góðum vinnustöðum. Til greina koma hlutastörf bæði fyrir og eftir hádegi. Upplýsingar veita forstöðumenn eftirtalinna dagvistarheimila og skrifstofa Dagvistar barna, sími 27277: Austurbær Lækjarborg Múlaborg Nóaborg v/Leirulæk v/Ármúla Stangarholti 11 s. 686351 S. 685154 s. 29595 Hlíðarendi Laugarnes Laugarásvegi77 s. 37911 Iðuborg Leikfell Breiðholt Iðufelli 16 Æsufelli4 s. 76989 s. 73080 Rofaborg Árbær Skólabæ 2 s. 672290 Foldaborg Grafarvogur Frostafold 33 S. 673138

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.