Morgunblaðið - 16.04.1989, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.04.1989, Blaðsíða 14
G8GÍ JÍflSA .91 3U0AQUVÍHU8 ÖIQAjaVIUOHOM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. APRIL 1989 „Dagurmn í dag er læri- sveinn fortíðarinnar“ ÞESSI tilvitnun i orð Benjamíns Franklín — rúmlega tveggja alda gömul — eru jafhsönn í dag og þegar þessi frumheiji nýja heimsins léti þau falla. Hver samtíð á þann kost einan að draga lærdóm af reynslu fortíðarinnar — reynslu sem stundum er dýrkeypt. Þau sann- indi eru vissulega enn í fullu gildi. Föstudagurinn 7. apríl sl. rann upp hér á landi, eins og flest- ir aðrir án stórtíðinda, nema hvað samningar tókust um hádegis- bil með BSRB og samninganefnd ríkisins. Fáa grunaði á þeim augnablik- um, að rétt í þann mund háðu sov- éskir sjóiiðar vonlausa baráttu við eld á kjamorkukafbáti um 100 sjómílur suðvestur af Bjarnarey. Eftir rúmlega fimm klukkustunda baráttu urðu þeir að lúta í lægra haldi er kafbáturinn seig í djúpið. Þegar þetta er skrifað liggur ekki ljóst fyrir hversu margir menn biðu þana í þessu slysi — en þó er víst að tugir manna fórust. Eitt voldug- asta ríki heims varð að játa sig sigr- aða af einni af höfuðskepnunum og eflaust eiga mjög margir um sárt að binda Engu er á þessu stigi máls hægt að spá um afleiðingar þessa slyss, hvað hugsanlega geislamengun varðar. í fyrstu jrfirlýsingu af sov- éskri hálfu er hún þó talin hverf- andi og á sömu lund álykta Norð- menn eftir fyrstu mælingar af sjáv- aryfirborði á slysstað og í andrúms- lofti á svæðinu. Hitt er þó því mið- ur líklegt að verði hún raunin eiga þau áhrif greiða leið með haf- straumum á íslensk hafsvæði — þó að um langan veg sé. En vitaskuld hefði enn verr getað farið en nú horfir í þessu efni. Hver getur ábyrgst afleiðingar af álíka slysum í umferð kjarnorkukaf- báta um heimshöfin? Það er aug- ljóslega á einskis manns færi. Jafnljóst er að ábyrgð kjamorku- veldanna er meiri í þessu efni en jafnvel þau, þó að voldug séu, geta risið undir. Þess vegna er fátt nauð- synlegra, a.m.k. þeim sem allt sitt eiga undir sjávarafla af ómeng- uðum hafsvæðum, en tafarlausar aðgerðir til úrbóta á þessum svið- um. Mér varð hugsað til varnarorða Ama Gunnarssonar alþingismanns sem ég heyrði tvívegis flutt á Al- þingi einmitt um hættuna af að- gerðarleysi gagnvart kjarnorku- veldunum á þesum vettvangi. Enn fremur tillöguflutning hans og um- ræður í vest-norræna þingmanna- ráðinu sumarið 1987 í Þórshöfn í Færeyjum og aftur í BKtBKKKi Illulissat á Vestur- Grænlandi sumarið 1988. Allt voru það orð í tíma töluð, sem nú hafa fengið enn þyngra vægi í mínu hugskoti a.m.k. Ráðstefna allra þjóða við N-Atlants- haf um þessa bráðu hættu er meira en tímabær og þar þyrftu fulltrúar kjarnorku- veldanna að koma til samráðs og samstarfs — því á þeirra valdi einna er að bægja þessum vágesti frá. Björgunarmál Veturinn, sem senn kveður, hefur verið óvenju harður — snjóþungur — og mörgum erfið- ur. Þannig hafa ýmsir lent í villum og örðugleikum af þessum sökum og þurft á aðstoð að halda. Björgun- arsveitir ýmiss konar hafa því oft verið kallaðar út og unnið ómetan- leg störf og orðið mörgum til bjarg- ar. Allt það starf hefur verið unnið í sjálfboðastarfi og af mikilli ósér- plægni og fórnfýsi — enda seint fullþakkað. Vafalaust er að þessi störf njóta mikils skilnings með þjóðinni, enda margir sem standa í þakkarskuld í gegnum tíðina. Hins vegar gegnir nokkurri furðu að ekki hefur verið gerð gangskör að því að tengja þessa starfsemi betur skólastarfi þjóðarinnar en raun ber vitni. A.m.k. einu sinni á ári ætti að fara fram markviss fræðsla og kynning á starfsemi þessara aðila í öllum skólum landsins bæði á grunnskólastigi sem og á framhaldsskóla- stigi. Þessi fræðsla ætti vitaskuld að vera í samvinnu við sveit- irnar sjálfar og raunar að verulegu leyti borin uppi af þeim, vegna þess að innan sveit- anna eru þeir, sem gerst til þekkja — bæði hvað varðar búnað, tæki og annað í þessu sambandi. Kostnaður af þessari kennslu ætti að greið- HUGSAD UPPHÁTT / dag skrifar Óli Þ. Gudbjartsson,formaóur Þingflokks Borgaraflokksins Teikning/Pétur Halldórsson ast sem hluti kennslukostnaðar í viðkomandi skólastofnunum. Margt ynnist með slíkri markvissri, árlegri kynningarstarfsemi. Þýðingarmest væru þó eflaust áhrifin sem þetta hefði á hvern einstakling sem nyti slíkrar fræðslu árlega alla sína skólagöngu, í samræmi við aldur og þroska. Slíkt markvisst uppeldi í því að fara með gát og af fyrir- hyggju — hvert sem leið manna liggur — myndi án efa skila sér sem árangursrík slysavörn öllum til heilla. „Framtíðin er þeirrar þjóðar, sem best á skólana," er haft eftir járnkanslaranum Otto von Bis- marck og mun hann ekki einn stjómarherra, sem gert hafa sér grein fyrir mikilvægi góðra skóla fyrir framtíð þjóðanna. Á hans tíð, og raunar lengi síðan, var hlutverk skólanna fyrst og fremst að mennta fólk fyrir fremur einfalt og fábreytt þjóðfélag — þar sem störf lærðra og skólagenginna manna voru einn- ig fábreytt, þannig að störf þeirra Villiblóm og vorkliður Myndlist Bragi Ásgeirson Það verður ekki annað sagt, en að Matthea Jónsdóttir horfi með augum kúbistans í olíumálverkum sínum og sé hér trölltrygg liststefn- unni. Allt frá því að hún kom fyrst fram, hefur hún haft hneigð til hugnæmra myndefna i kúbistískri útfærslu og litasýn hennar er jafnan söm. Hún hefur þannig ekki freist- ast til að kafa í litrófið né kanna hrein blæbrigði litanna t.d. í hvítu, gráu og svörtu eða efnismiklum og hvellum litahljómum, heldur valið sér um flest einhæfa millileið frekar daufra litatóna. Þetta hefur alltaf verið það, sem helst hefur truflað mig í olíumál- verki listakonunnar, því að hinir upprunalegu kúbistar voru að þessu TILBOÐ ÓSKAST i Ford Bronco 4x15 XLT 4x4, árgerð ’86 (ekinn 35 þús. mílur), Nissan Pulsar NX, árgerð '85 (ekinn 34 þús. mílur), ásamt öðrum þifreiðum er verða sýndar á Grensásvegi 9, þriðjudaginn 18. apríl kl. 12-15. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16. SALA VARN ARLIÐSEIGN A Matthea Jónsdóttir leyti mjög jarðbundnir og safaríkir. Öllu betur kann ég við vatnslita- myndir listakonunnar af villiblóm- um og hér er auðséð, að hún kemst í beina snertingu við viðfangsefnið — hefur hjarta og æðar til þess og það er einmitt fyrir öllu í myndlist- inni. Þó eru slíkar myndir ákaflega misjafnar, en ég vil hér vísa til nokkurra, er ég helst staðnæmdist við máli mínu til áréttingar, sem eru „Villiblóm" (5), „Fjólublá ský“ (6), „Blóm“ (7), „Oskasteinn“ (8), „Snæklukkur" (22) og „Anemónur" (23). Allar þessar myndir og í raun fleiri í þeim dúr hafa þann jarð- tengda, upprunalega safa í litnum, I sem mér finnst skorta á í olíumál- verkunum. Framanskráð á við sýningu Matt- heu Jónsdóttur í FÍM-salnum á horni Garðastrætis og Ránargötu, sem lýkur 25. apríl. Biblíulestrar í Br eiðholtskirkj u Er Biblían þér framandi bók? Langar þig að kynnast efni hennar nánar? Ef svo er vil ég fá að benda þér á að fyrirhugað er að hafa nokkra biblíulestra í Breiðholts- kirkju í Mjóddinni nú í vor og verð- ur hinn fyrsti nk. þriðjudagskvöld kl. 20.30. Mun sr. Jónas Gíslason, prófessor við guðfræðideild Há- skóla íslands, annast þessa lestra og eru allir velkomnir til þátttöku, sem áhuga hafa á því að kynnast ritningunni betur og athuga hvaða boðskap hún flytur okkur mönnun- um. sr. Gísli Jónasson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.