Morgunblaðið - 16.04.1989, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 16.04.1989, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM SUNNUDAGUR 16. APRÍL 1989 Glæsileg herraföt nýkomin ásami úrvali af alls konar fatnaöi b O G A R T AUSTURSTRÆTI 22-SÍMI 22925 Errileg kona í Breiðholti Um daginn flaug yfir hjá mér smyrill og stefndi í suðaustur, upp á Rjúpnahæð. Mig grunar að smyrillinn hafi látið gabbast af örnefninu og haldið að þar væru ijúpur en líklega hefði verið betra fyrir fuglinn að halda sig við snjó- tittlingana. Þar hefði verið á vísan að róa. En nú spyijið þið víst, lesendur góðir, hvað er maðurinn að þvæla um smyrla, snjótittlinga og ijúpur, i dálki sem á að vera um konur. Ykkur finnst sjálfsagt, og ekki að ófyrirsynju, að nú hafi endanlega slegið út í fyrir þessúm pistlahöf- undi. En bíðið hæg! Þessi smyrill var nefnilega kvenfugl. Ég þóttist sjá það á vængjatökunum hvers kyns fuglinn var. Sjálfsagt reynir einhver spekingurinn að sýna fram á, að kyn fugla verði ekki ráðið af vængjatökum og fluglagi. Ég þykist hins vegar viss í minni sök, og minni á til samanburðar, hve sumar konur dilla mjöðmum fagurlega og hafa þokkafulian limaburð. Ég trúi að þetta sé eðlis- lægt og held, að konur ættu að leggja rækt við þessa kvenlegu eðlisþætti, með sama hætti ogþær eru stoltar af kvenleika sínum og kynbundinni reynslu. Þær eiga ekki láta þá sem ekki kunna að meta eigindi kvenna komast upp með að bæla þetta niður og troða konum í sniðlaust mót karlasam- félagsins. Og ef þetta er rétt til getið hjá mér finnst mér Iiklegt að þessa kvenlega þokka gæti líka hjá öðr- um dýrategundum en manninum. En af því að kvennarannsóknir hafa hingað til einkum beinst að bókmenntum, samfélagsfræði og þess háttar, gat ég hvergi leitað stuðnings við þessa tilgátu. Ég á þó von á þvi, þegar sú sjálfsagða krafa hefur verið tekin til greina að stofna lektorsembætti í kvenn- arannsóknum í dýrafræði við liffræðaskor Háskóla íslands muni verða færðar sönnur á þessa tilgátu mína. En mitt í þessum hugleiðingum mundi ég eftir einum stað á bók þar sem fjallað er um flug fugla. Ég greip Kristnihaldið og fletti upp. Þar segir meðal annars: „Ein- kennilegt að allir fuglar skuli ekki íljúga eins. Loftið er þó samt og Jamt á sama stað og sama tíma. Ég hef heyrt að vængir á flugvélum hlíti allir sömu formúlu þar sem fuglar hlíta allir sinn hverri form- úlu. Það hefur óneitanlega þurft meira en lítið ímyndunarafl til að útbúa svo marga fugla sinn með hverri forinúlu og ekki verið horft í tilkostnað." Ég gæti haldið áfram með þessa tilvitnun en þar sem hún styður ekki tilgátu mína af- dráttarlaust læt ég það vera. Þessi texti Laxness er heldur ekki beinlínis andsnúinn kenning- unni, jafnvel fremur til stuðnings, það sem er. En ég sá annáð þegar ég var að fletta Kristnihaldinu. Þessi stórkostlega sama sem nú hefur verið kvikmynduð er nefni- lega bæði um fugla og konur. Og þær eru sagðar errilegar konurnar sem komnar voru af „frumkonu héraðsins ogdulkonu“, Þórgunnu, eða þá Úrsúlu hinni ensku. Lifleg- ar og fríðar. Eins og segir í bók- inni: „Ævinlega hreinar. Hrein- astar konur undir jökli. Sjást aldr- ei borða samt feitar. Enginn séð þær sofa en til í alt jafnvel klukk- an þijú að nóttu . . . Skrýtnast af öllu þó, að þær eldast ekki. Þær hverfa einn góðan veðurdag eins- og fuglar en hrörna ekki; einlægt jafn errilegar og Þórgunna.“ Það var lóðið. Errilegar konur. Eins og fuglar. Og þá varð mér aftur hugsað til smyrilsins sem flaug í suðaustur. Þessi fugl sem mér fannst svo sérdeilis kvenlegur í vængjaslætti var semsagt að koma úr norðvestri. Kannski var þar á ferð errileg kona undan Jökli að hverfa á braut. En enn stendur það upp á vænt- anlegan lektor í kvennarannsókn- um í dýrafræði að rannsaka kyn- bundinn limaburð dýra, sér í lagi vængjatök fugla. ffftir Sigurð G. Tómasson Brúðhjónin Helgi Már Pálsson og Eygló Gunnþórsdóttir. Ljósmyndarinn/Mjódd Hélt að svona rómantík væri ekki til Brúðhjón vikunnar eru að þessu sinni Helgi Már Pálsson og Eygló Gunnþórsdóttir. Þau voru gefin saman í Lága- fellskirkju þann 1. apríl og var það séra Birgir Ásgeirsson sem gaf þau saman. Þau voru heimsótt einn góðviðrismorg- unn fyrr í vikunni. ið sáumst fyrst á Reykjavík- urflugvelli og það var ást við fyrstu sýn. En við töluðum ekki einu sinni saman. Seinna hittumst við svo óvænt á Café Óperu og var það upphafið. Ég féll strax fyrir honum þegar ég sá hann í fyrsta sinn og hugsaði ekki um annað í marga daga. Þegar ég sá hann aftur hugsaði ég með mér að ég ætlaði ekki að sleppa hon- um“ segir Eygló. Og Helgi Már FRÚ HEIMUR Kvikmyndastj ömur í þrjár vikur í síðasta mánuði fór liram í Las Vegas í Bandaríkjunum keppnin „Frú heimur“. Þar varð í fyrsta sæti 23 ára kona frá Perú. í öðru sæti varð tælensk stúlka og þriðja sætið hlaut stúlka frá Bandaríkjunum. Full- trúi íslands, María Björk Sverris- dóttir sem er 25 ára, er ekki Hér er María Björk ásamt mr. Baron Hilton. Hún færði honum íslenskt ullarteppi að gjöf sem hann sést hér halda á. óvön að taka þátt í fegurðar- samkeppni en árið 1982 tók hún þátt í keppninni um „Miss World“ sem haldin var í London. Hún er fyrir skömmu komin heim eftir að hafa ferðast um Banda- ríkin að keppni lokinni. etta var mikil vinna. Við vorum að æfa dans og sýna meira og minna allan tímann. Stelpan frá Spáni var kosin vinsælust og falleg- asti þjóðbúningurinn var frá Tæ- landi. Stelpumar voru allar með einhvern með sér sem aðstoðaði þær á allan hátt að koma sér á fram- færi. Við vorum með okkar eigin dansþjálfara og sýndum jafnvel á götum úti. Eitt sinn stöðvuðum við alla umferð á hluta aðalgötunnar í Las Vegas meðan verið var að kvik- mynda okkur. Hluti lokasýningar- innar fór fram á myndbandi en einn- ig dönsuðum við á sviði. Þetta var svona „sjó“ eins og þau gerast í Las Vegas og það var ofsalega gaman, maður var kvikmynda- stjama í þijár vikur,“ segir María um keppnina. María var eina stúlkan af íjöru- tíu og einni sem kom ein síns liðs og sagði hún að það hefði verið mjög erfitt og þar fyrir utan ekki verið um fjárstuðning að ræða. Þá Utl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.