Morgunblaðið - 23.04.1989, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.04.1989, Blaðsíða 16
eftir Jóhönnu Kristjónsdóttur ÉG VAR að rölta um Rabat síðasta daginn sem ég var í Marokkó og fór að minnismerki Múhammeðs V. konungs þar sem kista hans er. Sá ágæti maður er faðir Hassans II núverandi Marokkókóngs. Ekki er þó leyfilegt að fara að steinkistunni, en maður getur horft niður af eins konar svölum niður á marmaragólfíð þar sem hún stendur. Ég sá að við kistuna sat eldri maður í kufli og með hettu dregna fram á andlit svo að rétt sá í nefbroddinn á honum. Hann var niðursokkinn að lesa í bænabók og virtist tuldra bænirnar í hálfum hljóðum; ég hugsaði með mér að þetta væri einhver merkis guðsmaður. Eftir nokkra stund stóð sá kufíklæddi upp hneigði sig fyrir kistunni og gekk síðan virðulega á braut. Og hver var þarna kominn nema sá mikið elskaði Hassan kóngur í eigin persónu. Við vorum fá þessar mínúturnar þarna á svölunum, en ég heyrði á tal manna og þeir tóku andköf af fögnuði, það er talið boða lán og lukku þeim sem koma þarna á þeim fáu mínútum sem Hassan situr við kistu foður síns. Það gerir hann dag hvern ef hann er í Iandinu. Hann lætur fíjúga með sig til Rabat til að uppfylla þessa ljúfú skyldu, ef hann er á ferðalagi innanlands. Það er ekki að spyrja að ræktarsemi Hassans við hann pápa sinn. Frá Tryllta torginu í Marrakesh, krydd og eðlur til sölu. Danskonan á Mamonia hafði nógu að dilla. Æföir marokkanskirþjóðdansar; ferð yfir Atlasjjöll ogkomið við í spilavíti ogátrylltu torgi Hassan konungur er hvert sem litið er. Ég hef ekki í öðru arabalandi séð jafn fjölbreytf úrval ljós- mynda á almannafæri jafnt sem á skrifstofum af leiðtoganum og þyk- ist þó ekki kalla allt ömmu mína eftir að hafa verið í írak, hvar Sadd- am Hussein forseti horfir á mann með kærleiksríku brosi hvert sem maður snýr sér. Þessar myndir voru óvenju marg- ar um þær mundir sem ég var í Marokkó vegna þess að Hassan og þjóðin voru að halda upp á það með pomp og prakt að tuttugu og átta ár hefur hann ríkt í landinu. I sum- ar verður konungurinn svo sextug- ur og þá verður væntanlega enn meira um dýrðir. Fyrri vikuna mína í Marokkó var ég í boði flugfélags landsins, Royal Air Maroc. Við byijuðum ferðina í Ouarzazate, litlum bæ sunnan Atl- asfjalla. Þar í grennd eru fomir Berbakastalar. Til þess að komast í einn elsta kastalann þurftum við að fara á arabískum hestum yfir fljót, þar sem veginn hafði tekið sundur í rigningum nokkru áður. Á hinum bakkanum tóku nokkrir kátir Berbakrakkar á móti okkur og telp- an Isna greip í hönd mér og vildi ganga mér í dótturstað. Hún hafði líka áhuga á að ég borgaði henni nokkra dirhama fyrir dótturum- hyggjuna þegar við kvöddumst nokkru síðar. Um kvöldið fór hópurinn undir forystu herra Regragui, forstjóra RAM á Norðurlöndum, í kvöldverð og þjóðdansasýningu á smástað sem ég gleymdi því miður hvað hét. Þjóðdansarnir á þessu svæði eru gerólíkir dönsum norðar í landinu. Það eru aðeins konur sem sýna, en hópur karla leikur undir á strengja og áslátturshljóðfæri. Dansarnir eru hægir, taktfastir og söngurinn mónótónn og dálítið skrækur. Klæðnaður danskvenna er sérstaklega litríkur og mikið í hann borið af skrauti og skarti. Við Ivana brasilíska vorum sóttar til að taka þátt í dansinum og urðum báðar mjög ánægðar með að fá tækifæri til að láta ljós okkar skína. Forystudanskonurnar leiddu okkur fram í búningsherbergi og þar vor- um við klæddar í litskrúðuga kjóla og settur á okkur höfuðbúnaður eins og þær báru og síðan dönsuð- um við Ivana með þeim af hjartans lyst og kannski ívið meiri sveiflum næsta hálftímann og töldum okkur nokkuð færar í þjóðdönsunum að þeirri sýningu lokinni. Ferðin frá Ouarzazate yfir Atlas- §öllin til Marrakesh daginn eftir varð mér einn minnisstæðasti dagur Marokkódvalarinnar. Vegurinn bugðast upp á við, snjóhúfur á efstu tindum tilkomumikilla fjalla, og hrikalegt útsýnið yfir berangursleg- an fjallgarðinn upp í þijú þúsund metra hæð og niðri í dölunum grillti í gróður. Út úr fjöllunum spruttu fram kynjaverur, hvert sem litið var. Ég sá vangamyndir af mörgum gömlum skáldum okkar, skorin út '.’■■ Hér er slöngutemjari að leika listir sínar á torginu ... í marokkönsk fjöll, víða höfðu tröll orðið að steini í Ijallshlíðunum, að paufast til hella siipia og áttu sums staðar skamma leið eftir ófama er dagsbirtan sló þau. Litbrigðin í fjöll- unum voru fjölbreytileg, þótt þau væru að mestu gróðurlaus upp á tinda, þar sem snjóhúfumar tóku við. Sums staðar var engu líkara en glóði á gull í fjöllunum. Fjallafeg- urð verður kannski aldrei lýst til fullnustu. Hún er eins og ástin. Við verðum að lifa hana. í Marrakesh er frægasta hótel Afríku og það telst meðal tuttug- ustu dýrlegustu hótela í heimi. Það er Mamonia og þangað steðjaði hópurinn seinna kvöldið. Hótelið er veglegt og með ótvíræðum marokk- önskum einkennum. Maturinn var ekkert til að falla í stafi yfir, en allt var tilkomumikið og magadans- mærin sem sýndi listir sínar með kertabakka á hausnum fór á kost- um og vakti fögnuð. Það á hið sama við í Marokkó og mörgum öðmm löndum þar sem slíkir dansar eru í hávegum hafðir, að danskonumar eru þrýstnar utan um sig. Það er til að þær hafi einhveiju að dilla og hrista, það væri lítið varið í að einhver beinasleggja reyndi að sýna þessa list. Á eftir var ákveðið að fara í spilavítið og freista gæfunnar. Ég vildi ekki vera meiri félagsskítur en nauðsynlegt væri og slóst í för- ina og fylgdist með því þegar fólk var að tapa og vinna á víxl. Flestir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.