Morgunblaðið - 23.04.1989, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 23.04.1989, Blaðsíða 29
'ö't? MORttÚfcBl.AÐro ATVINNA/RAÐ/SMÁ QMAm 23. APRlL 1989 29 ouglýsingor ¥ EIAGSUF I.O.O.F. 3 = 1704248 = M.R. I.O.O.F. 10 = 1704248'/2=M.R. □ Gimli 59892447 - Lokaf. Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Almenn samkoma í kvöld kl. 20.00. Krossinn Auöbrekku 2. 200 Kópavogur Almenn samkoma í dag kl. 14.00. Ath. breyttan samkomutima. Trú og líf Sirtlðjuvcgl 1 . Kópavogl Sunnudagun Samkoma kl. 15.00. Miðvikudagur: Unglingasam- koma kl. 20.00. Utivist, Sunnudferð 23. apr. kl. 13.00 Eldvörp - útilegumannakofamir. Ekið að einni mestu gigaröð á Reykjanesskaga og gengið það- an að útilegumannakofunum, merkum fornminjum norðvestan Grindavíkur og aö Flúsatóttum. Létt ganga. Verð 1000,- kr. frítt fyrir börn m/fullorðnum. Brottför frá BSÍ, bensínsölu. Helgarferðir 29. apr. til 1. maí Brottför laugardag kl. 8.00. A. Pórsmörk að vori. B. Þórsmörk - Mýrdalsjökull. Gist í Útivistarskálunum, Básum. Uppl. og farm. á skrifst., Gróf- inni 1, símar: 14606 og 23732. Ath. að i dagsferðir þarf ekki að panta. Útivist. AGLOW - Kristileg samtök kvenna Fundur verður haldinn í menn- ingarmiðstöðinni i Gerðubergi mánudagskvöldið 24. apríl kl. 20.00 til 22.00. Gestur fundar- ins, Shirley Bradley, talar. Kaffiveitingar kr. 250,-. Allar konur velkomnar. Frá Indlandsvina- félaginu Aðalfundur félagsins verður haldinn á Frikirkjuvegi 11, mánu- dagskvöldið 24. apríl kl. 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Þóra Einarsdóttir segir frá hjálpar- starfi. Veitingar. Stjórnin. Frá Sálarrannsókna- félagi íslands Gladys Fieldhouse heldur skyggnilýsingafund manudaginn 24. apríl kl. 20.30 á Hótel Lind, Rauðarárstíg 18. Aðalfundur fé- lagsins verður haldinn á Hótel Lind fimmtudaginn 11. mai kl. 20-30- Stjórnin. FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR11798 og 19533. Dagsferðir sunnudag- inn 23. apríl Kl. 10.30 Stapafell - Sand- fellshæð - Staðarhverfi Ekið að Stapafelli, gengið þaðan að Sandfelli og Sandfellshæð i Staðarhverfi vestan Grindavikur. Verð kr. 1.000.-. Kl. 13.00 Reykjanes - Háleyjarbunga Ekið að Reykjanesvita og gengið um svæðið. Gengið á Háleyjar- bungu sem er hraundyngja aust- an við Krossavikurberg. Verð kr. 1.000,-. Létt gönguferð. Brottför frá Umferðarmiðstöð- inni, austanmegin. Farmiðar við bíl. Frítt fyrir börn. 28. apríl -1. mai: Þórsmörk - Fimmvörðuháls Gist í Skagfjörðsskála/Langadal. Gengið á skíðum yfir Fimm- vörðuháls. Fararstjóri: Jónas Guðmunds- son. Farmiðasala og upplýsingar á skrifstofu F.Í., Oldugötu 3. Ferðafélag íslands. Hvítasunnukirkjan Völvufelli Sunnudagaskóll kl. 11.00. Siðasti sunnudagaskóli vetrar- ins. Verðlaunaafhending. Allir krakkar velkomnir. Almenn samkoma kl. 16.30. Gídeonfélagar kynna starfsemi sina. Barnagæsla. Allir hjartanlega velkomnir. VEGURINN ^4 V Kristið samfélag Þarabakka 3 Kynningarsamkoma Vegarins verður í dag, sunnudag kl. 11.00. Sérstök söng-, barna- og ungl- ingadagskrá. Lifandi og frjáls lofgjörð. Prédikun: Björn Ingi Stefánsson. Fyrirbænir. Það verður leikrit fyrir börnin á með- an á prédikun stendur. Kvöld- samkoma i kvöld kl. 20.30. Per- sónulegir vitnisburðir. Lofgjörð. Starfið kynnt. Kaffiveitingar i lok samkomu. Verið velkomin. Vegurinn. í dag kl. 16 er almenn samkoma LÞríbúðum, Hverfisgötu 42. Mikill almennur söngur. Barna- gæsla. Ræðumenn: Hulda Sig- urbjörnsdóttir og Jóhann Páls- son. Allir velkomnir. Samhjálp. KfUM&KFUK 1B99-196S 90 ár fytir æshu Islands KFUMog KFUK Almenn samkoma í kvöld kl. 20.30 á Amtmannsstig 2b. Ný sköpun í Kristi - 2.Kor. 5,14-21. Ræðumaður: Margrét Hróbjartsdóttir. Allir velkomnir. VEGURINN v Kristið samfélag Samkoma í dag kl. 14.00. Mike Bradley talar. Allir velkomnir. Ungt fölk með hlutiserk TýífFJ YWAM - ísland Samfélagssamvera Við minnum á samveruna í Grensáskirkju í dag kl. 17.00. Fréttir, fræösla, lofgjörð og þjón- usta. Sérstök stund fyrir börnin. Verið velkomin. Hjálpræðis- herinn Kirkjustræti 2 I dag kl. 14.00: Sunnudagaskóli. Kl. 16.30 Hjálpræðissamkoma í umsjá flokksforingjanna. Mánudag kl. 16.00: Heimila- samband fyrir konur. Miðvikudag kl. 20.30: Hjálpar- flokksfundur. Verið velkomin. ICENNSLA Vélritunarkennsla Vélritunarskólinn, s: 28040 AUGL YSINGAR KENNSLA Frá Fósturskóla íslands Innritun fyrir næsta skólaár er hafin. Umsóknir um skólavist þurfa að berast skó- lanum fyrir ö.júní nk. Nánari upplýsingar og eyðublöð fást á skrif- stofu skólans. Skólastjóri. Háskóli íslands Arleg skráning allra nemenda Háskóla íslands fer fram dag- ana 27., 28. og 29. apríl 1989 í nemenda- skrá frá kl. 9-18. Háskóli íslands. iEDISFLOKKURINN FÉLAGSSTARF Sjálfstæðisfólk á Sauðárkróki Fundur í bæjarmálaráði verður í Sæborg mánudaginn 24. apríl kl. 21.00. Frummælendur: Steinunn Hjartardóttir, umhverfismál, og Páll Ragnarsson, iþrótta- og æskulýðsmál. Einnig ræöa bæjarfulltrú- arnir það sem hæst ber þessa vordaga. Sjálfstæðisfólk fjölmennið. Stjórnin. Stjórnmálaskóli Sjálfstæðisfiokksins Kvöld- og helgarskóli Fjölmiðlanámskeið Staður: Valhöll, Háaleitisbraut 1. Tími: Laugardaginn 29. apríl 1989. Kl. 09.30 Nýting PC tölvutækni við útgáfu flokksblaða: Jón Hákon Magnússon, framkvæmdastjóri. Útlitshönnun - SAM-útgáfan: Þórarinn Jón Magnússon, ritstjóri. Kl. 11.00 Auglýsingar - áskrjftir - önnur fjármögnun: Baldvin Jónsson, auglýsingastjóri. Kl. 12.00 Hádegisverður. Fjölmiðlaþróun og blaðaútgáfa: Styrmir Gunnarsson, ritstjóri. Kl. 13.30 Leiðarar og pólitískar greinar: Stefán Friðbjarnarson. Kl. 14.30 Myndband: Hvernig frétt verður til. Kl. 15.00 Skoðunarferð ****•? Innritun er hafin á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins i síma 82900 (Þórdís). Seltjarnarnes, Mosfells- bær, Kjalarnes, Kjós Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi boðar til fundar með stjórnarmönnum i sjálfstæðisfélögum og fulltrúaráðum, í Sjálfstæðishúsinu i Mosfellsbæ, Urðarholti 4, þriðjudaginn 25. april kl. 20.30. Dagskrá: Kynntar hugmyndir um styrktarmannakerfi, tvö önnur mál. Stjórnin. Vestmannaeyjar Sjálfstæðiskvennafélagið Eygló heldur al- mennan fund miðvikudaginn 26. apríl kl. 20.30 í Hótel Þórshamri, (Vestmannabraut 28) uppi. Gestur fundarins verður Árni Johnsen. Mætið vel og hafið með ykkur gesti. Stjórnin. Hafnarfjörður, Garða- bær, Bessastaðahreppur Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi boðar til fundar með stjórnarmönnum í sjálfstæðisfélögum og fulltrúaráðum, í Sjálfstæðishúsinu í Hafnarfirði, mánudaginn 24. april kl. 20.30. Dagskrá: Kynntar hugmyndir um styrktarmannakerfi, tvö önnur mál. Stjórnin. Iðnaðurinn og efnahagsumhverfið Iðnaðarnefnd Sjálfstæðisflokksins efnir til opins fundar í Valhöll þrlðjudaginn 25. apríl nk. kl. 17.00 um ofangreint efni. Ólafur Davíðsson, fram- kvæmdastjóri Félags íslenskra iðnrekenda, verður gestur fundarins. Iðnaðurinn hefur verið i miklum mótbyr á undanförnum árum. Markaðshlutdeild hefur stöðugt minnkað, framleiðni hefur vaxið of hægt og afkoma og eiginfjárstaða versnað. Hvernig stendur á þessu? * Er það vegna þess að iðnfyrirtækjunum sé illa stjórnað þ.e. verr en áður? Er það vegna þess að starfsskilyrði iðnaðarins hafa versnað? Er sambúðin við sjávarútveginn iðnaðinum ofviða? Eru sveifiurnar i islensku efnahagslifi iðnaöinum óbærilegar? Skilja stjórnvöld iðnaðinn eftir þegar vandi undirstöðuatvinnuveg- anna er leystur? Fundurinn er öllum opinn Við hvetjum allt áhugafólk um iðnað og atvinnumál eindregið til að mæta. tónaðarnefnd Sjálfstæðisflokksins. Akranes Bæjarmálefni Fundur um bæjar- málefni verður hald- inn í Sjálfstæðis- húsinu í Heiðar- gerði, sunnudaginn 23. april kl. 10.30. Bæjarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins mæta á fundinn. Sjálfstæðisfélögin á Akranesi. Lyfiatækiskóli íslands: Átta nýir ly^atæknar ATTA nýir lyijatæknar útskrif- uðust sl. haust að loknu 14. starfsári Lyfjatæknaskóla ís- lands. Alls hafa þá 166 ly^atækn- ar útskrifast frá skólanum. Hlutverk Lyfjtatæknaskóla Ís- lands er að tæknimennta aðstoðar- fólk við lyfjaafgreiðslu og lyfjagerð. Námstíminn er 3 ár. Bóklegt nám samtals í 17 mánuði og verklegt nám samtals í 19 mánuði að með- töldu lögbundnu orlofi. Starfssvið lyfjatækna er störf við lyfjaaf- greiðslu og lyfjagerð undir hand- leiðslu og á ábyrgð lyfjafræðings. Skólastjóraskipti urðu við skólann í ágúst 1987 er Sigrún Valdimarsdóttir lyfjafræðingur tók við starfinu af Ólafi Ólafssyni lyfja- fræðingi. Á meðfylgjandi mynd eru standandi frá vinstri: Aðalbjörg Karlsdóttir, Birna Hreiðarsdóttir, Björg Kjart- ansdóttir, María Kristjánsdóttir, Kristín I. Hinriksdóttir og Guðrún Egilsdóttir. Sitjandi frá vinstri: Steinunn Geirmundsdóttir, Sigrún Valdimarsdóttir, skólastjóri og Sigríður Anna Þorgrímsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.