Morgunblaðið - 23.04.1989, Page 10

Morgunblaðið - 23.04.1989, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Sl.'XNKDAGUK 23. APRÍL 1989 BÆKUR OG SKJÖL r eftkPál Lúðvík Einarsson BÓKLESTUR OG GRÚSK í gömlum pappírum er stundum sögð vera íslendingins æðsta sæla, nautn og yndi. — En hafa menn tekið eftir því þegar flett er gamalli skruddu að ekki er allt sem skyldi? Pappírinn oft gulnaður, sér í lagi til kantanna — og það sem verra er, hann er orðinn stökkur. Það getur jaftivel hent að hann brotni ef blaðsíðum er flett af of miklum ákafa. Og af skjalasöfiiunum er líka sömu sögu að segja. Þar þora menn varla að anda á suma pappíra. vað er að gerast? Öðru hvoru hafa heyrst voða- sögur um „innbyggðan dauða“ bóka og skjala, „súra pappírinn". Fyrr á öldum var pappír gerður úr hör og bómull en 1840-50 var tekið til við að framleiða hann úr trjámassa og ýmsum aukaefnum. Fram á síðustu ár eða ára- tugi hefur verið framleiddur pappír sem er alltof súr með þeim afleiðingum að hann er nú að molna niður. Frá útlöndum hefur frést af söfnum þar sem hiuti safnkostsins sé orðinn ónothæfur; útlán og notk- un takmörkuð. Reyndar þarf ekki að fara til útlanda til að finna dæmi um þetta. Á Landsbókasafni hefur orðið að takmarka mjög ljósritun viðkvæmra gagna. Bækur og skjöl, heimildir og menning iðnaðarsamfélagsins eru sem sagt á „vondum pappír“. Skárra hér? Margir kvarta sáran undan „pappírsfargani“, en það hlýtur að vera hinni íslensku þjóð sem ann bókum og fornum sögum verulegt áhyggjuefni að „þjóðararfurinn" molni í höndunum á henni. Við getum kannað ástandið í okkar eig- in bókaskápum. En hvernig er það á bókasöfnunum? Að sögn Stefaníu Júlíusdóttur, lektors í bókasafns- og upplýsinga- fræðum, hafa þessi mál lítt verið | könnuð vísindalega. En nokkrir I bókaverðir funduðu um varðveislu- mál í Norræna húsinu 31. október síðastliðinn. Við fyrstu sýn er ástandið ekki svo voðaiegt. Á al- menningssöfnunum er yfirleitt búið að „lesa bækurnar upp“ áður en „súru áhrifin" fara að segja til sín. j Háskólabókavörður telur ástandið I hér vera skárra en víða erlendis þar | sem 15% eða meira af bókakostin- j um eru illa farin. Dagblöð og sum tímarit væru aftur á móti farin að láta á sjá. Finnbogi Guðmundsson Lands- bókavörður sagði í samtali við Morgunblaðið að bókaskemmdir vegna súrs pappírs hefðu ekki verið rannsakaðar nákvæmlega en það færi ekki hjá því að pappírinn væri Sumar bækur þola ekki hnjask, j hvað þá hnerra. lélegur í mörgum bókum eftir miðja nítjándu öldina og fram á vora daga. Ástandið væri samt skárra en víða erlendis, trúlega vegna hag- I stæðs loftslags. Reyndar væri full ! þurrt á þeim í Landsbókasafninu j en það stæði til bóta; í væntanlegri j Þjóðarbókhlöðu verður hægt að | ákvarða raka- og hitastig. Sýru- | skemmdirnar væru mestar á blöð- unum og það væri brýnt að filma þau. Það verk hefði gengið full hægt en nú væri kominn meiri kraftur þar á. Menn að vakna? Erum við að endurtaka syndir fortíðarinnar? Hvernig er háttað með bækurnar sem landsmenn kaupa og gefa? Hjá prentsmiðjunni Odda varð Hilmar Baldursson fyrir svörum. Þeir í prentsmiðjunni I reyndu að fá viðskiptavinina til að J velja pappír af betri sortinni. Hann I sagði að menn væru fyrst nú á síðari árum að vakna til meðvitund- ar um þetta vandamál. Aðspurður sagði hann að sér virtist bókaútgef- endur vera vandfýsir á pappír þegar um „vandaðar og eigulegar bækur“ væri að ræða. Eyjólfur Sigurðsson, formaður Félags ísienskra bókaútgefenda, I sagði að nú fengju bókaútgefendur stöðugar upplýsingar um pappírs- gæðin þ. á m. sýrustigið. „Við ■ '. •’WSk wjmmmm reynum að vanda til þegar við fram- leiðum prentgripi sem eiga að end- ast.“ Rúmlega ein öld slæm Viðgerðarstofa Þjóðskjaiasafns- ins gerir við skjöl og bækur Þjóð- skjalasafns og Landsbókasafns. Áslaug Jónsdóttir, forstöðumaður þar á bæ, varaði við of mikilli bjart- sýni um pappírsástandið. Áslaug benti á að á íslandi væri notaður samskonar pappír og ann- ars staðar. Loftmengun væri miklu meiri erlendis og það flýtti mjög fyrir sýruskemmdum, hér á landi væri loftslag líka kaldara; hugsan- lega væru okkar pappírsgögn bara „á eftir tímanum". Það hefðu kom- ið í hennar hendur skjöl sem væru mjög stökk og brothætt. Það væri hægt að afsýra bækur og pappír en það væri dýrt. Skynsamlegast væri auðvitað að ráðast að rótum vandans og nota almennilegan pappír. En það væri nú ekki alltaf gert. „Og pappírinn hjá ykkur á blöðunum er sá allra versti." Skeytingarleysi Áslaug sagði íslendinga hafa verið ákaflega skeytingarlausa um hvernig pappír þeir notuðu. Núna nýlega hefði hún fengið til rann- sóknar endurunninn pappír sem nú væri boðinn ríkistofnunum til kaups. Þessi pappír væri alltof súr. (Ph 4,6 og ph 4,8. Ph er mæli- kvarði fyrir sýrustig. Skalinn er frá 0 til 14. Gildin 0-7 eru súr en þar fyrir ofan basísk. Kvarðinn er loga- ritmiskur, þar af leiðir t.d. að breyt- ing frá 5 til 4 táknar tíföldun sýru- styrkleika. Innsk. blm.) Jafnvel þótt þessi pappír væri aðeins hugsaður fyrir vinnuplögg en ekki tii varð- veislu væri hann varhugaverður. Menn nota þann pappír sem er hendi næst og ekki víst að menn athugi hvort það sé gæðapappír í prentara eða ljósritara þegar varð- veisluskjöl eru gerð. „Það er oft útilokað að sjá fyrir hvaða mál, skjöl og bréf verða merkileg og hafa varðveislugildi. Þegar ritari á stofnun eða í fyrirtæki fær í hendur bréf, aðsent erindi, er það flokkað eftir efni og geymt með öðrum skjölum í sama málaflokki. — Og menn verða að athuga að súr pappír mengar út frá sér; hann brýtur nið- ur þau blöð sem næst eru. — Nú þegar sýrufrír pappír er fáanlegur er fáránlegt að nota hann ekki. Það er nógu ólánlegt að rúmlega ein öld íslandssögunnar sé skjalfest á slæmum pappír.“ Áslaug sagði að pappírsval hins opinbera væri nú í athugun á Þjóðskjalasafninu eins og fleira í skjalamálum ríkisins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.