Morgunblaðið - 23.04.1989, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 23.04.1989, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FOLK r FRETTUM SUNNUDAGUR 23. APRÍL 1989 31 fjörugur en hvort mikið fjör hafi verið í lærdómnum læt ég ósagt. Ég fór út í atvinnu, hef verið í verslunarstörfum og átt góða vinnufélaga. Ég veit ekki hvort mig langar í framhaldsmenntun en ég hef verið á húsmæðraskóla í eitt ár. Það var góð viðbót. Um aðra menntun hef ég ekki hugsað í dag en kannski tekur öldunga- deildin við,“ segir Sigríður. „Ég varð snemma spenntur fyrir atvinnulífinu, það var fiskur- inn sem maður sá mikil auðæfi í. Samt var ég eiginlega aldrei til sjós. Eftir barnaskólann tók fisk- vinnslan við og nú vinn ég hér við útgerðarfýrirtæki undir stjórn föður míns, Bærings Guðmunds- sonar. Það er mikið líf þar, góður andi og góðir vinnufélagar. Ég er orðinn matsmaður, sótti nám- skeið suður sem gáfu mér rétt- indi,“ segir Guðmundur. „Við hittumst fyrst svona alvar- lega á balli fyrir tveim árum. Og það var ekki að spyija að því, við urðum hrifin hvort af öðru og þróunin var hröð. Þetta hefur allt gengið vel, við eigum núna mynd- arlegan dreng, Bæring, sem sam- einar okkur ennþá betur. Auðvitað er ég að hugsa um heimilið, það er svo dýrmætt. Jú, það er mikil ábyrgð, það fínn ég,“ segir hús- móðirin á heimilinu. En hvað segir húsbóndinn? „Ég tek undir allt sem Sigga segir. Hún dró mig að sér og öfugt. Við erum hamingjusöm og horfum örugg til framtíðarinnar. Við leigj- um nú sem stendur en erum sam- mála um að koma okkur upp eig- in húsnæði. Það sem af er hefur tilhugalífið verið svo bjart og það gefur okkur kjark og dug til að koma upp góðu heimili. Það er draumurinn,“ segir Guðmundur að lokum. Þau giftu sig ■ Guðmundur Ó. Bærings- son og Sigríður Dröfn Björg- vinsdóttir, Stykkishólmi Hér með er óskað eftir innsendum nöfnum fólks sem gengið hefur í hjóna- band nýverið. Vinsamlegast hringið í síma 691162 á skrifstofutíma eða sendið uppiýsingar um nöfn brúð- hjóna, brúðkaupsdag og símanúmer, í lokuðu umslagi merkt Morgunblaðið „Fólk í fréttum" Pósthólf 1551, 121 Reykjavík. wm Islensk sýningarstúlka, Jón- heiður Steindórsdóttir, létt útfærsla á kokteilgreiðslu. ekkert að vera avant-garde. Við höfðum viðhorfíð sögulegt og sýnd- um tískuna hvernig hún hefur verið allt. frá byijun sautjándu aidar,“ seg- ir Torfi Geirmundsson. — En hvað með þessa nýju tækni í hárgræðingu? I staðinn fyrir gervihár er alvöru hár komið í auknum mæli á markað- inn. Það er hægt að gera stutt hár sítt og þunnt hár þykkt. Viðbótar- hárið er límt á með litlum byssum og límið dugar í um tvo mánuði. Það er hægt að lita hárið, setja í það permanent og gera allar kúnstir eft- ir það. Jú, þetta er frekar dýrt og ljóst hár er dýrara en dökkt. Nei, við vorum ekki með neinar svoleiðis aðgerðir á sýningunni, ég er um þijá tíma að þessu." En á sýningunni var þó óvænt uppákoma. Kona ein síðhærð, ein- hvers staðar úr Buffalo-héraði, sagð- ist vilja láta klippa á sér hárið og selja. Hún væri hundleið á að vera hippi. Konan sú var máluð og puntuð og fyrir framan fjölda manns klippti Torfi af henni sítt taglið. Hún fékk fyrir það 350 dollara, um átján þús- und íslenskar krónur, auk fimmtíu dollara fyrir að vera módel og gekk hún hæstánægð á braut. Það fréttist þó að hún hefði auðveldlega getað fengið 500 dollara fyrir taglið. Það er í auknum mæli sem alvöru hár er notað og mun Torfi sjálfur hefja útflutning á íslensku hári sem er í háum gæðaflokki. Hann hefur fengið tilboð um að halda svipaða sýningu í Atlanta í ágúst næstkomandi. Þá hefur honum þar að auki verið boðið að halda námskeið í skóla CPC í Chicago um •framkvæmd sýninga af því tagi sem „The Icelandic Team“ sá um fyrir Mastey-fyrirtækið. HARGREIÐSLA íslenskir hárgreiðslu- meistarar í Bandaríkjunum Hársnyrtimeistaramir Dóróthea Magnúsdóttir og Torfi Geir- mundsson héldu fyrir skömmu hársn- yrtisýningar fyrir fyrirtækið Mastey í Bandaríkjunum. Sýning þessi var haldin samhliða alþjóðlegri vörusýn- ingu og komu tæplega 100.000 manns á sýninguna. Hlaut hún mjög góðar viðtökur í fjölmiðlum þar vestra. Mastey-fyrirtækið framleiðir hársnyrtivörur og komst Torfí Geir- mundsson fyrst í kynni við eigand- ann, Henry Mastey, er sá var með sýningarbás í Svíþjóð fyrir tveimur árum. Torfi var ásamt fleiri að virða fyrir sér básinn og bað maðurinn hann álits. Torfi sagði hreinskilnÞ3- ingslega að sér þætti hann ljótur og kunni herra Mastey það vel að meta. Bað hann Torfa að sjá uin næstu sýningu. Er þetta annað árið sem Torfi fer utan fyrir Mastey og í fyrsta sinn sem hann sér alfarið um sýninguna. Sér til aðstoðar fékk hann Heiðar Jónsson, snyrti, og fímm ís- lendinga aðra. „Þessi „díll“ er sá stærsti sem íslenskt hárgreiðslufólk hefur fengið. Að geta markaðssett sig sem „sjó- Kristbjörg Björnsdóttir, klassísk viðhafnargreiðsla fyrir keppni. Torfi Geirmundsson, hársn- yrtimeistari, og eigandi Mastey ásamt hópi af sýningarstúlkum. fólk“ sýnir í hve mikilli framför íslenskt hársnyrtifólk er. Það voru margir erlendir aðilar sem dauð- öfunduðu okkur af því að ráða fram- kvæmd sýningarinnar. Við fengum góða dóma og þá einnig fyrir kjól- ana, sem Jórunn Karlsdottir saum- aði, og fyrir galann. Við reyndum Brúðhjónin Guðmundur Ó. Bæringsson og Sigríður Dröfn Björgvinsdóttir. Hér sést þegar Torfi klippir iiárið af konunni sem leiddist að vera hippi. BRÚÐHJÓN VIKUNNAR Horfiim örugg til framtíðarinnar Brúðhjón vikunnar eru ungt fólk úr Stykkishólmi, Sigríð- ur Dröfn Björgvinsdóttir og Guð- mundur Ó. Bæringsson. Þau voru gefin saman í Stykkishólmskirkju þann 25. mars síðastliðinn. Prest- ur var séra Gísli Kolbeins. Þau Sigríður og Guðmundur eru bæði fædd og uppalin í Hólm- inum og hafa vitað hvort af öðru síðan í barnæsku. Þau hafa þó aldrei setið saman í bekk enda er Sigríður þremur árum eldri en eiginmaðurinn. „Eins og gerist og gengur gekk ég í barna- og ungl- ingaskóla. Bekkurinn minn var KARLAR Með „gráan “ fiðring Þeir eru dásamlegir mennirnir með fiðringinn. Við sjáum þá yngjast upp og líta helst út fyrir að þeir hafi fengið blóðgjöf. Þeir vakna snemma á morgnanar blása á sér hárið, bera á sig Boss- ilmvatn, troða sér í þröngar gallabuxur, klæðast síðan stífstraujaðri skyrtu, ítölskum mokkasíum og rúskinnsjakka. Hoppa síðan sól- brúnir og í fínu formi inn í nýja sportbílinn. Þeir hafa nefnilega komist að því að lífinu lýkur ekki um fimmtugt og ánægjan verður ekki fengin með kristalsvösum eða parketgólfum. Tilbreytingalítið heimilislíf, sínöldrandi kerling og sam- keppnin við grannann hefur nú runnið sitt skeið á enda og við tekur rómantískur kafli með stúlku sem enn hefur ekki mynd- að sér skoðanir á öllum hlutum og er ekki á þeim buxunum að segja ' neinum fyrir verkum. Stúlku sem er eiginlega hvorki barn né fullorðin. „Blái" fiðring- urinn er taumlaus stundargleði, og hvað með það, það fer hver að verða síðastur. Eftir situr fjölskyldan i sárum heima. Unglingurinn hann pabbi, gekk aðeins of langt og aumingjá* mamma — hún fær aldrei neinn fiðring í sig eða hvað? Eiga mömmur ekki drauma? Þrá mömmur ekki að kyssa í París eða Róm? Vilja mömmur ekki vera í góðu formi og fá at- hygli og ást. Jú, jú, en mömmur setja uppeldið oftast á oddinn og þá, því miður, vill annað gleym- ast. Það er dálítið trist að komast að því í amstri barnauppeldisins að ástin hefur gleymst og eigin- maðurinn ekki fengið þörfum sínum fullnægt. Hann er nú flog- inn, börnin einnig og eftir situr „fröken beisk“ og hugsar um til- hugalífið og rómatíkina sem ríkti hér á árum áður. Það þarf engan sérfræðing til^ þess að sjá að auðvelt er að gleyma sér á vaktinni og van- rækja þann sem skiptir mestu máli í lífinu, þann sem við elsk- um mest. Hjón þurfa að fá fiðringinn saman, láta ekki þreytta for- tíðina eyðileggja gleðina, hug- myndaflugið, draumana og erótíkina. Að rifja upp tilhugalíf- ið; þegar hver snerting fékk hár- in til þess að rísa, þegar kossarn- ir ætluðu aldrei að enda, þegar grátið var af gleði og vakað var allar nætur, elskast og spjallað. Hvernig væri að þú, karl minn, á hvaða aldri sem er, með hvaða fiðring sem er, gæfir nú konunni þinni tækifæri á að vera með í fiðringnum. Þvi það er eitt á hreinu — hún á líka drauma og þá suma villtari en þig hefur nokkru sinni órað fyrir. Væri ekki spaugilegt ef þú legðist upp í rúm í kvöld og segð- ir við konuna þína: „Viltu kyssa mig í 10 mínútur“, eða: „viltu lesa með mér kínversk ástarljóð í nótt.“ Stilltir siðan vekjaraklukk- una hálftíma fyrr og eyddir með konunni smá stund í rúminu þegar þú vaknar á morgun, í stað þess að rísa eins og vélmenni upp og hverfa af heimilinu eins og þjófur að nóttu. Hver veit karl minn nema að einmitt þennan morgun kæmistu að því að Rolls- inn er við hliðina á þér og búinn að vera þar i mörg ár. Hann er þarna bak við svuntuna, með ryksuguna, við pottana og nú undir sænginni. Rollsinn þinn og þó hann sé talsvert ekinn, þá hefur hann aldrei verið eins „heitur" og nú. Mömmur kunna. líka að meta gallabuxur, Boss- ilmvatn, sportbíla og. . . eða hvað stelpur? eftir Jóninu Benediktsdóttur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.