Morgunblaðið - 23.04.1989, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.04.1989, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. APRÍL 1989 H ENDURUNNINN PAPPIR ERUMDEILANLEGUR Á skrifstofum og í stofnunum eru ósköpin öll af pappír notuð í margskonar skjöl. En í framtíðinni á hluti þessara skjala eftir að verða heimildir — meira segja frumheimildir um nútíðina. Gott málefiii En það er sennilega rétt sem sumir hafa á orði að pappírinn flæði út yfir alla bakka. Mest af þessum pappír lendir fyrr en seinna í ruslakörfunni. Mörgum málsmetandi mönnum og konum finnst að vonum sárt að horfa upp á þessa eyðslu og hvetja til endur- nýtingar. Landgræðslu- og náttúru- verndarsamtökin Landvernd höfðu á síðastliðnu sumri frum- kvæði að því að hefja innflutning og sölu á endurunnum pappír til ljósritunar og prentunar „til þess að gefa íslendingum kost á að nota slíkan pappír sem fram að því hafði verið ófáanlegur hér- lendis“. Pappír þessi mun vera framleiddur af þýska endur- vinnslufyrirtækinu Steibeis. Ýmsir hafa orðið til að veita þessu máli liðsinni, t.d. Guðrún Agnarsdóttir þingkona Kvenna- listans, nú síðast í blaðagrein í DV7. mars. Guðrún segir m.a. frá fyrirspum sem hún lagði fyrir forsætisráðherra, Steingrím Her- mannsson, 16. febrúar, um hvort Alþingi eða stjómarráðið hefðu að einhverju leyti tekið upp notk- un endurunnins pappírs og ef svo væri hvort hann væri notaður sem bréfsefni, ljósritunarblöð eða riss- blöð. Ennfremur hvort ríkisstjórn- in hygðist hvetja ríkisstofnanir almennt til að hefja notkun endur- unnins pappírs. I grein Guðrúnar kemur m.a. fram: „Verðlag þess pappírs, sem Landvernd selurtil fjáröflunar starfsemi sinnar er mjög sam- bærilegt við verð pappírs af miðl- ungsgæðum sem ekki er endur- unninn." Einnig segir: „Meðan enn er ekki hafin endurvinnsla pappírs hérlendis hlýtur það að vera kærkomið tækifæri fyrir stjórnvöld að styrkja náttúrvernd m.þ.a. nota endurunninn pappír Landverndar þótt erlendur sé.“ Guðrún Agnarsdóttir greindi lesendum frá þeim svörum forsæt- isráðherra, að fullur vilji væri til að kanna þessi mál og enginn sofandaháttur ríkti í þessum efn- um. Lakari? Það kom ekki fram í blaðagrein Guðrúnar Agnarsdóttur að for- sætisráðherra lét þess getið í umræðum að honum hefði verið tjáð að hinn endurunni pappír væri töluvert lakari en fram kæmi í máli hæstvirts þingmanns, þ.e.a.s. Guðrúnar. Guðrún brýndi fýrir forsætisráðherra að fá „bet- ur skilgreint í sín eyru hvað „lak- ari“ þýðir“. Landverndarpappírinn hefur verið boðinn ríkistofnunum og sveitarfélögum til kaups. í um- sögn Gunnars Eydals, skrifstofu- stjóra Reykjavíkurborgar, til borgarráðs, dagsettu 4. nóv. 1988 segir m.a: „Af hálfu borgarskjala- varðar er eindregið mælt gegn því að notaður verði endurunninn pappír í bréfsefni eða almenn ljós- rit vegna ónógs geymsluþols, en 12 ára reynsla er á notkun endur- unnins pappírs og framleiðendur telja að hann geti enst í um 30 ár að lágmarki. Ástand þessa pappírs gæti því leitt til þess að grípa yrði til kostnaðarsamra að- gerða við ljósmyndun skjala, þeg- ar ending pappírs er á þrotum. Samkvæmt upplýsingum prent- stofu er umræddur pappír ekki nothæfur til prentunar í þeim vélakosti, sem fyrir hendi er, og er of viðkvæmur fyrir raka. Þá kemur fram að verulegur verðmunur er á endurunnum pappír, eða 0,60 kr. pr. blað, en sá pappír, sem prentstofan fyrst og fremst notar, kostar 0,36 og 0,48 kr. pr. blað, hvorttveggja án magnafsláttar." Rétt er að geta þess að viðgerð- arstofa Þjóðskjalasafns var beðin um að greina sýrustig umrædds pappírs og reyndist það vera ph. 4,6 til 4,8 en það er of súrt. Að sögn kunnugra er æskilegast að pappír sé sem hlutlausastur þ.e.a.s. um ph. 7. Prófanir benda einnigtil að lignininnihald, þ.e.a.s. magn trénis, sé of hátt. Það er því ljóst að það eru ýmis álitamál þegar pappírsnotk- un er annars vegar. Áslaug Jónsdóttir, forstöðu- maður viðgerðarstofu Þjóðskjala- safns. Er hér eitthvað súrt? Morgunblaðið/Sverrir Félagsfundur verður mánudaginn 24. apríl 1989 kl. 13.00 í Bíóborg (áður Austurbæjarbíó). Dagskrá: Heimild til verkfallsboðunar Dagsbrúnarmenn, komið beint úr vinnu, aðeins þetta eina mál er á dagskrá og til afgreiðslu. Það er áríðandi að Dagsbrúnarmenn fjölmenni og hafi þetta öflugan og stuttan fund. Stjórn Dagsbrúnar. Munið að fundurinn er kl. 13.00. 4 VERSLUNARRAÐ ÍSLANDS Morgunverðarfundur í Átthagasal Hótel Sögu, miðvikudaginn 26. apríl 1989 kl. 08.00-09.30 VERSLUNIN OG EB SAMNINGAUMBOÐ DREIFINGARUMBOÐ ÚTFLUTNINGUR KERFISMÚRAR, TOLLMÚRAR 08.15-08.25 Fyrirmæli EB um umboðssöluviðskipti. Björn Friðfinnsson, ráðuneytisstjóri. 08.25-08.35 Reglugerð EB um dreifingarsamninga. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri VÍ. 08.35-08.45 Leiðbeiningar Alþjóða verslunarráðsins (ICC) um dreifingarsamninga. Haukur Þór Hauksson, framkvæmdastjóri Borgarljósa. 08.45-09.05 Verslunin sem útflutningsgrein og kerfisrnúrarnir. Árni Þór Árnason, framkvæmdastjóri Austurbakka hf. Bogi Sigurðsson, markaðsstjóri hjá Útflutningsráði. 09-05-09.30 Umræður. Fundurinn er opinn en þátttaka tilkynnist Verslunarráðinu í síma 83088 fyrir kl. 16.00 þriðjudaginn 25. febrúar. Þátttökugjald er kr. 400 (morgunverður innifalinn). Spennandi námskeið í AROMATHERAPY (þrýstinuddi með náttúrulegum olíum). Leiðbeinandi verður dr. Anna Edström, lífefna- fræðingur, sem haldið hefur fjölda slíkra námskeiða erlendis. Námskeið þetta stendur yfir í næstu 8 mán- uði (1 helgi á mán.) og öðlast nemendur áritað prófskírteini í lok námskeiðsins sem viðurkenningu í þessari fræðigrein. Haldin verða tvö námskeið, upp- selt var á bæði námskeiðin en vegna forfalla eru nokk- ur laus pláss á seinna námskeiðið sem byrjar 30. apríl. Allar frekari uppl. veittar i síma 680630 milli kl. 9.00-17.00 á daginn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.