Morgunblaðið - 23.04.1989, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.04.1989, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR/YFIRLIT MORGUNBLAÐia. SUNNUDAGUR 23. AF'RÍL 1933 ERLENT INNLENT Jóhanna hótar afsögn Jóhanna Sig- urðardóttir fé- lagsmálaráð- herra segist munu segja af sér, verði hús- bréfafrumvarp- inu vísað aftur til ríkisstjómar- innar og af- greiðslu þess fre- stað, eins og meirihiuti félagsmálanefndar neðri deildar hefur lagt til. Engin samræmd próf Vegna verkfalls kennara í HÍK verða samræmd próf ekki lögð fyrir nemendur í 9. bekk grunn- skóla í vor. Menntamálaráðherra hefur þó leyft að verkefnin, sem þegar hafa verið samin, verði not- uð sem skólapróf. Wincie Jó- hannsdóttir, formaður HÍK, segir þetta ólöglegt og illa farið með almannafé að nota ekki prófin, þegar verkfalli lýkur. Slæmt ástand á Landspítala Vegna verkfalls háskólamennt- aðra sjúkrahússtarfsmanna er mjög slæmt ástand á Landspíta- lanum, og að sögn Davíðs Á. Gunnarssonar, forstjóra Ríkisspítala, má lítið út af bregða til þess að hættuástand skapist. Mannbjörg í slysum Þrir menn björguðust er Þverfell ÓF sökk út af Gróttu. Tveir menn sluppu einnig ómeiddir er flugvél þeirra brotlenti á Mosfellsheiði. Fiskifræðingar illir út í ráðuneytið Fiskifræðingar telja ákvörðun sjávarútvegsráðuneytisins um að loka veiðihólfum verkfallsbrot, og var jafnvel talið að hún gæti stað- ið í vegi fyrir samningafundi BHMR og ríkisins. BSRB samþykkti Mikill meirihluti samþykkti samn- inga BSRB og ríkisins í atkvæða- greiðslu aðildarfélaga bandalags- ins. Gróði á Járnblendinu íslenzka járnblendifélagið skilaði 500 milljón króna gróða á síðasta ári og greiddi hluthöfum arð í fyrsta sinn frá stofnun. ASÍ aflar verkfallsheimilda Kjaradeilu ASÍ og VSÍ hefur ver- ið vísað til ríkissáttasemjara. Al- þýðusambandið hefur beint þeim tilmælum til félaga sinna að þau afli sér verkfallsheimildar. Kjartan til Genf Kjartan Jóhannsson, þingmaður Alþýðuflokksins, verður fastafull- trúi íslands hjá alþjóðastofnunum í Genf. Hann er þriðji þingmaður- inn, sem lætur af störfum á kjörtímabilinu til þess að sinna öðrum embættum. ERLENT Eiturefiium beitt í Georgiu? Heilbrigðisyfirvöld í Sovétlýðveld- inu Georgíu héldu því fram á fimmtudag að eiturefnum hefði verið beitt er sovéskir hermenn brutu á bak aftur mótmæli þjóð- emissinna í lýðveldinu fyrr í mán- uðinum með þeim afleiðingum að 20 manns létust og um 200 særð- ust. Nefnd sovéskra lækna komst, að sögn sovéskra fjölmiðla, að sömu niðurstöðu. Talsmaður sov- éska utanríkisráðuneytisins bar fréttir þessar til baka og kvað hersveitimar hafa beitt táragasi eða sambærilegu efni. Samstaða lögleidd „Sjö ára langri baráttu er lokið með sigri okk- ar,“ sagði Lech Walesa, leiðtogi Samstöðu, er starfsemi óháðu verkalýðsfélag- anna var lýst lögleg í Varsjá á mánudag. Lögleiðing Samstöðu er liður í samkomulagi stjórnar og stjómarandstöðu í Póllandi um víðtækar umbætur á sviði efna- hags- og stjómmála. Bandaríkja- stjórn hefur heitið Pólveijum efnahagsaðstoð til að greiða fyrir frekari lýðræðisumbótum í landinu. Fjölmenn mótmæli í Kína Kínverskir námsmenn efndu til íjöl- mennra mót- mæla í Peking ogvíðarívikunni til að leggja áherslu á kröfur sínar um lýðræði og frelsi í landinu. Mótmælin hófust um síðustu helgi er Hu Yaobang, fyirum flokksleiðtogi, safnaðist til feðra sinna. Hu var settur af árið 1987 eftir fjölmenn mótmæli námsmanna en hann þótti frjáls- lyndur í embættistíð sinni. Kröfu- göngur námsmanna em hinar fjöl- mennustu í Kína allt frá lokadög- um menningarbyltingarinnar árið 1976. Breytinga krafist á breskum leikvöngum Breska ríkisstjómin hefur krafist þess að gerðar verði breytingar á breskum knattspymuleikvöngum í kjölfar harmleiksins á Hills- borough-leikvanginum í Sheffíeld um síðustu helgi. Fjölmörg félög hafa þegar afráðið að koma fyrir sætum þar sem áður hafa verið stæði en aðbúnaður á breskum knattspymuvöllum hefur verið harðlega gagnrýndur í fjölmiðlum þar í landi. Nýjum afvopnunarviðræðum hafiiað V arnarmálaráð- herra Banda- ríkjanna, Dick Cheney, hafnaði á miðvikudag þeirri tillÖgu Varsjárbanda- lagsríkjanna að hafnar yrðu viðræður um útrým- ingu skammdrægra kjarnorku- vopna í Evrópu. Þessi afstaða ráðherrrans var ítrekuð á tveggja daga fundi Kjarnorkuáætlana- nefndar NATO se_m hófst í Bruss- el á miðvikudag. A'fundinum vora fyrri samþykktir um endurnýjun skammdrægra kjamorkueld- flauga í V-Evrópu ítrekaðar en engin tímamörk nefnd í því sam- bandi. Formennska íslendinga í EFTA: Leiða viðræður starfshópa Reuter a Oeirðir í Jórdaníu Skólum í bænum Mahas skammt frá Amman, höfuðborg Jórd- aníu, var lokað í gær í kjölfar óeirða sem brutust út víða í landinu á þriðjudag vegna verðhækkana. Að sögn opinbers embættis- manns í Jórdaníu var Hussein Jórdaníukonungur, sem staddur var í opinberri heimsókn i Bandaríkjunum, væntanlegur til lands- ins í dag, en hann frestaði för sinni til Bretlands sem hefiast átti í gær. A myndinni ræðst óeirðarlögregla til atlögu gegn mótmæ- lendum í borginni Salt, um 29 km austan við Amman. Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. ÍSLENDINGUM er m.a. ætlað að leiða viðræður í hluta af fjórum til sex starfshópum sem Qalla eiga um innihald hins sameiginlega evrópska efnahagssvæðis Fríverslunarbandalags Evrópu (EFTA) og Evrópubandalagsins (EB) er þeir taka við formennsku I EFTA í júlímánuði. Þetta kom fram á sameiginlegum fúndi full- trúa íslands með embættismönn- um EB sem haldinn var í Brussel á fímmtudag en gert er ráð fyrir því að fyrsti samráðsfundurinn fiari fram í Brussel 3. júlí. var í gildi fyrir 1985 þ.e. tollfrelsi á íslenskum saltfiski, yrði tekið upp aftur. Líkur eru á því að um tolla á saltfiski verði fjallað í væntanlegum viðræðum EB og íslendinga um sam- skipti á sviði sjávarútvegs sem verða undirbúnar í Brussel á næstunni. Jón Baldvin sagði að það væri ljóst að hraðinn í samningaviðræðum EFTA og EB yrði mun meiri með haustinu en búist hefði verið við. Fundir af þessu tagi eru haldnir tvisvar á ári og er ætlað að fyalla um framkvæmd fríverslunar- samnings íslands og EB. Á þennan fund mætti Jón Baldvin Hannibals- son fyrstur íslenskra utanríkisráð- herra en sú venja hefur verið viðhöfð um árabil í öðrum EFTA-ríkjum að ráðherra sitji á hveiju ári.annan þess- ara funda. Jón Baldvin Hannibalsson sagði að á fundinum hefði verið fjallað um þau efni sem helst brenna á íslend- ingum í þessu samstarfí. Hann sagð- ist hafa rætt tregðu háskóla í ríkjum EB til að veita íslenskum stúdentum inngöngu og hafa lagt áherslu á mikilvægi þess að íslendingar hefðu greiðan aðgang að menntastofnun- um erlendis. Jafnframt vakti ráð- herrann athygli á óviðunandi fyrir- komulagi tollamála á íslenskum salt- físki sem fluttur er til EB-landanna. Jón Baldvin sagðist hafa bent á að íslendingar væra ekki að fara fram á annað en að það fyrirkomulag sem Evrópubandalagið legði áherslu á að viðræðumar yrðu á milli háttsettra embættismanna til að flýta hugsan- legum árangri. Það má því fullyrða að mjög reyni á íslendinga á seinna misseri þessa árs. Evrópumenn munu fylgjast grannt með viðræðum EB og EFTA enda er líklegt að framtíð fríverslunarsambandsins ráðist á þessum haustdögum. Bandaríkjaþing samþykkir aðstoð við contra-skæruliða BÁÐAR deildir Bandaríkjaþings lögðu blessun sína yfír beiðni George Bush Bandaríkjaforseta um fiárstuðning við sveitir gagn- byltingarmanna, svonefíida contra-skæruliða (contrarevolucinari- os) í Nicaragua. Samkomulag þings og forseta er sögulegt fyrir þær sakir að með því hefur verið bundinn endi á þann trúnaðar- brest sem skapaðist milli löggjafarvaldsins og framkvæmdavalds- ins í íran-Contra-hneykslinu er stjórn Reagans forseta ákvað að beita hugvitsamlegum en jafhframt óleyfílegum aðferðum til að tryggja áframhaldandi hernaðaraðstoð við contra-sveitirnar. Samkomulagið kveður á um 50 milljóna dollara aðstoð ( um 2.600 miljónir ísl. kr.) við skæruliða en skýrt er kveðið á um að fjármun- um þessum megi ekki veija til vopnakaupa. Með þessu hyggst ríkisstjórn Bandaríkjanna reyna á friðarvilja sandinista í Nic- aragua og Sovétmanna en hernaðaraðstoð þeirra við stjórnvöld í Nicaragua er talin nema 500 milljónum dollara (um 26.000 millj- ónum ísl. kr.) á ári hveiju. Ronald Reagan var einstak- lega farsæll forseti en á vett- vangi utanríkismála beið hann tvívegis ósigur. Hryðjuverkamenn hröktu Bandaríkjamenn frá Líbanon og hemaðaraðstoð við contra-sveitimar var þráfaldlega hafnað á þingi eftir að demó- kratar náðu þar völdum. Embætt- ismenn, einkum þeir William heit- inn Casey, fyrrum yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar (CIA), John Poindexter öryggis- málaráðgjafi og Oliver North að- stoðarmaður hans, gripu til ör- þrifaráða til að tryggja áfram- haldandi aðstoð við skæruiiða, að öllum líkindum með vitund og vilja forsetans og annarra ráðherra í ríkisstjórninni. Enn er verið að draga ýmislegt misjafnt fram í dagsljósið í Iran-contra-hneyksl- inu en þetta mál er ágætt dæmi um hve völd forsetans eru í raun takmörkuð og hvernig þinginu er, samkvæmt stjórnarskrá Banda- ríkjanna, ætlað veita aðhald og halda uppi eftirliti með fram- kvæmdavaldinu. James Baker utanríkisráðherra og bandarískir þingmenn hafa sagt samkomulagið um fjárstuðn- inginn við contra-sveitimar ákaf- lega mikilvægt því þar með sé trúnaðarbresturinn milli löggjaf- arvaidsins og framkvæmdavalds- ins úr sögunni. Tilgangurinn með því að veita gagnbyltingar- mönnum „mann- úðaraðstoð" er ef til vill einíum þríþættur. Sandinistar hafa boðað til lýðræðislegra kosninga í Nic- aragua í febrúar á næsta ári og heitið þeim skæraliðum sem heim vilja snúa uppgjöf saka. Nú er Einn höfuðpauranna í íran- contra-málinu; Casey, fyrrum yfirmaður CIA. tryggt að contra-sveitimar verða a.m.k. ekki ieystar upp áður en til kosninganna kemur sem skap- ar þrýsting á stjómvöld í Mana- gua um að beita ekki bellibrögðum eða kúgunum í viðskiptum sínum stjórnarandstöðuna. Fari kosning- arnar ekki löglega fram og hundsi sandinstar kröfur stjórnarand- stöðunnar um fyrirkomulag þeirra er sá möguleiki því enn fyrir hendi að ríkisstjórn Bush fari fram á beina hernaðaraðstoð á sömu for- sendum og Reagan áður en með betri rökum. Loks er það yfirlýst markmið ríkisstjómarinnar að reyna með þessu á margyfirlýstan friðarvilja Sovétstjómarinnar í þessum heims- hluta. Sovét- menn hafa veitt bæði Nicaragua og Kúbu ríku- lega efnahags- og hernaðarað- stoð svo ríkulega raunar að hún er talin jafngilda 50.000 milljón- um Bandaríkjadala á undanföm- um tíu áram. Ríkisstjórn George Bush telur að sandinistar í Nicaragua séu handbendi Sovétmanna og að markmið þeirra sé að stuðla að byltingu í öðrum ríkjum Mið- Ameríku. Ein helsta röksemdin hi fur verið hernaðaraðstoð sandmista við vinstrisinnaða skæruliða í E1 Salvador og var henni óspart beitt er Reagan for- seti reyndi að fá þingmenn til að horfast í augu við hættur þær sem leyndust í þessum heimshluta. Bush hyggst skapa þrýsting með öðram o g hefðbundnari aðferðum. Sandinistar og Sovétmenn eiga næsta leik og spurningin er því sú hvort þeir eru reiðubúnir til að hætta að nota ríki Mið- Ameríku sem öskuhaug fyrir gömul vopn og úrelta hugmynda- fræði en á þennan veg hafa bæði Baker utanríkisráðherra og Qua- yle varaforseti lýst útþensiustefnu Sovétmanna í þessum heimshiuta. BflKSVIÐ eftir Asgeir Sverrisson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.