Morgunblaðið - 23.04.1989, Blaðsíða 14
14
MORGjJNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 23. APRIL 1989
„Það er engin þörf
að kvarta þegar
blessuð sólin skín“
ÞEGAR tveir þingmenn Borgaraflokksins stofhuðu nýjan þingflokk
fyrr í þessum mánuði, kröfðust þeir hluta þess fjármagns, sem Al-
þingi veitti á Qárlögum til sérfræðiaðstoðar við þingflokka. Af þessu
tileftii spunnust nokkrar umræður um skiptingu þess fjár, en ýmsum
þótti sem smærri þingflokkum væri hyglað á kostnað þeirra stærri.
Opinberir styrkir til
stjórnmálaflokka
essar umræður leiða hugann
að fjárhagslegum grundvelli
stjómmálastarfseminnar í
landinu. Vitað er, að forystumenn
sumra stjómmálaflokka á vinstri
væng stjómmálanna telja eðlilegt
og æskilegt að stjórnmálaflokkamir
njóti framlaga úr ríkissjóði til starf-
semi sinnar. Þeir telja það lýðræðis-
lega skyldu ríkisins að sjá til þess
að stjómmálaflokkar, a.m.k. þeir,
sem hlotið hafa þingsæti í kosning-
um, njóti fyrirgreiðslu ríkisins til
að geta haldið úti starfsemi sinni.
Sá, sem hér hugsar upphátt, styður
ekki þessi sjónarmið. Það er að vísu
rétt, að stjómmálaflokkar og starf-
semi þeirra er forsenda lýðræðis í
þeirri mynd, sem það hefur þróast
í gegnum tíðina þar sem lýðræðið
og mannréttindi eru i hávegum
höfð. Það er hins vegar skoðun
mín, að flokkarnir eigi ekki að
byggja tilveru sína á fjármunum
skattborgaranna heldur á framlagi
flokksmanna og
stuðningsmanna. Op-
inberir styrkir til
stjómmálaflokka,
umfram sérfræðiað-
stoð til þingflokka,
gera þá háða ríkis-
valdinu og veita þeim
forgang fram yfir nýj-
ar stjómmálahreyf-
ingar. Að mínu viti
eiga stjórnmálaflokk-
ar að vera fjölda-
hreyfingar fólks með
svipuð viðhorf til þjóð-
mála, fólks, sem er
tilbúið að leggja fram
vinnu og ijármagn
fyrir málstaðinn, en
ekki steingeldar
stofnanir, sem nærast
á opinberu fé. Ef fólk
hefur hvorki skilning né áhuga á
starfsemi stjórnmálaflokkanna
verða þeir að svara kalli tímans og
laga sig að þörfum fólksins. Gerist
það ekki losnar um rætur lýðræðis-
Skuldir
stjórnmálaflokkanna
Flestir stjórnmálaflokkar skulda
vemlegar upphæðir
um þessar mundir.
Ástæðurnar em án
efa margvíslegar.
Sumir flokkar gefa út
dagblöð, sem fólk er
ekki tilbúið til að
kaupa. í því sambandi
má minna á NT, sem
Framsóknarflokkur-
inn gaf út, og Þjóðvilj-
ann, sem nú á við
veralegan ijárhags-
vanda að stríða.
Stjómmálaflokkamir
gjalda þess eins og
svo mörg önnur fé-
lagasamtök, að hefð-
bundin happdrætti
eiga erfitt uppdráttar
í samkeppni við skaf-
miða, lottó og get-
HVGSAÐ
UPPHÁTT
í dagskrifarFridrik
Sophusson
varaformabur
Sjálfstœdisflokksins
raunir. Þeir, sem njóta afraksturs
þessara nýju íjáröflunarleiða, eiga
það fyllilega skilið, en um leið verða
stjórnmálaflokkarnir að finna aðrar
fjáröflunarleiðir. Kosningabaráttan
fyrir síðustu Alþingiskosnigar varð
flestum stjórnmálaflokkum mjög
dýr. Ástæðan var sú, að sjónvarps-
auglýsingar í stómm stíl héldu inn-
reið sína, og þær hleyptu kostnaðin-
um við kosningabaráttuna upp úr
öllu valdi.
Sjálfstæðisflokkurinn, sem verð-
Teikning/Pétur Halldórsson
ur sextugur í næsta mánuði, á hús-
eignir í Reykjavík og á nokkrum
stöðum öðmm. Með íjársöfnun,
vinnuframlagi og dugnaði flokks-
manna hefur tekist að halda hús-
næðismálum flokksins í sæmilegu
lagi. Flokkurinn gefur ekki út dag-
blað og tapar því ekki umtalsverð-
um fjárhæðum á útgáfu blaða, sem
enginn hefur áhuga á að lesa. Þrátt
fyrir þetta skortir flokkinn rekstr-
arfé til að sinna nauðsynlegri starf-
semi. Þess vegna hefur miðstjórn
<v ,V
HÁSKÓLIÍSLAIMDS
Endurmenntunarnefnd og Reiknistofnun
TÖLVUNÁMSKEIÐ
SUMARIÐ 1989
TölVBBOtkin lyrir PC-lölvar (42 klst.)
Lýsing: Þetta er eitt af vinsælustu
námskeiðum okkar þar sem byrjend-
um eru kennd undirstöðuatriði í tölvu-
notkun. Námskeið sem standa í
nokkrar vikur hafa reynst mjög vel
því þau gefa fólki kost á að prófa sig
áfram samhliða námsefninu. Farið
verður í ritvinnslu (Word Perfect),
töflureikni (Plan Perfect) og gagna-
grunn (dBase III+). Einnig verða kynnt
stýrikerfi MS-DOS, skipulagning á
undirsöfnum og afritun.
Leiðbeinendur: Bergþór Skúlason,
tölvunarfræðingur og Karl Roth, tölv-
unarfræðingur.
Tími og verð: Námskeiöið hefst 22.
maí og stendur í sex vikur, þrjú kvöld
í viku, kl. 20.00-22.30, samtals 45
klst. Þátttökugjald 22.000 kr.
Orðsnilld (Word Perlect fyrir PC-tölvor)
Lýsing: Þetta er mjög fullkomið rit-
vinnslukerfi með fjölbreytta mögu-
leika á uppsetningu texta. Word
Perfect er hentugt fyrir þá sem skrifa
mikið, s.s. bækur eða langar greinar.
Einnig má benda á að f vaxandi
mæli geta prentsmiðjur tekið við texta
á Word Perfect formi.
Leiðbeinandi: Hildigunnur Halldórs-
dóttir, framhaldsskólakennarí.
Tími og verð: 29. maí-1. júní kl. 8.30-
12.30. Verð 9.000,- kr.
Skríirvlnnsla í ðtase III+ (lyrir PC-tilvar)
Lýsing: dBase er einn af þekktustu
og útbreiddustu gagnagrunnum sem
eru í notkun í dag. Hann er mjög vel
fallinn til skráarvinnslu og forritunar
á PC-tölvum. Krafist er nokkurrar
reynslu af tölvunotkun, bæði rit-
vinnslu og töflureikni.
Leiðbeinandi: Halldóra Magnúsdótt-
ir, tölvunarfræðingur.
Tími og verð: 15.-18. maí kl. 8.30-
12.30. Verð 9.000,- kr.
Forritin í dBase III+ (fyrir PC-tölvir)
Lýsing: Þetta er beint framhald af
námskeiðinu um skráarvinnslu í
dBase III+.
Leiðbeinandi: Halldóra Magnúsdótt-
ir, tölvunarfræðingur.
Tími og verð: 12.-15. júní kl. 8.30-
12.30. Verð 9.000,- kr.
Plai Perfect töflirelknir (fyrir PC-tölvir)
Lýsing: Plan Perfect er töflureiknir
sem búið er aö íslenska og er ætlað-
ur til alhliða útreikninga, gagnavinnslu
og línuritagerðar. Plan Perfect hefur
sama skipanasett og ritvinnslukerfið
Word Perfect og eru mjög góðir tengi-
möguleikar þar á milli.
Leiðbeinandi: Karl Roth, tölvunar-
fræðingur.
Tími og verð: 24.-26. maí kl. 8.30-
12.30. Verð 9.000,- kr.
TEX 06 UTEX litvlnnsla
Lýsing: Kennd veröa grunnatriði í
notkun Tex og LaTex. Ritvinnslukerfið
Tex var orðið frægt löngu áður en
það kom á markað og er sérstaklega
annálað fyrir frammistöðu sína við
setningu stærðfræðitexta. það hentar
jafnt fyrir geislaprentara sem setn-
ingavélar. Greint verður frá ólíkum
ritsniðum og umhverfum og með
hvaða hætti notandi getur breytt
þeim. Leturgerðir og stærðfræðisetn-
ing verða kynnt ítarlega.
Leiðbeinandi: Jörgen Pind, deildar-
stjóri Orðabókar Háskólans.
Tími og verð: 22.-25. maí kl. 8.30-
12.30. Verð 9.500,- kr.
nii-iyiiiii
Lýsing: Þessi kynning er ætluð þeim
sem hafa nokkra reynslu af tölvu-
vinnslu og forritun. Kynnt verður sér-
staða unix-stýrikerfisins, samskipta-
möguleikar og nokkur notendaforrit.
Umsjón: Maríus Ólafsson, tölvunar-
fræðingur.
Tími og verð: 29.-31. maí kl. 8.30-
12.30. Verð 8.500,- kr.
Spss (tölfræðivinnsla fyrir PC-tölvur)
Lýsing: Spss er tölfræðiforrit sem
hentar vel til alhliða tölfræðilegrar
úrvinnslu. Það keyrir jafnt á PC-vélum
sem stærri vélum. Farið verður yfir
helstu atriði Spss/PC+ fyrir PC-vélar
og úrvinnslumöguleikar þess kynntir.
Tími og verð: 15.-18. maí kl. 8.30-
12.30. verð 9.000,- kr.
ProlBB- Rökfraeöi og rökforrltin
Lýsing: Turbo-Prolog er sérhæft for-
ritunarmál til rökforritunar. Kennd
verða undirstöðuatriði í rökfræði og
rökforritun.
Tími og verð: 22.-25. maí kl. 13.00-
17.00. Verð 9.500,- kr.
„LelksliórlniT (fyrlr PC-fölvir)
Lýsing: Kynning á norsku forriti,
„Regisspren" sem er notað til að búa
til ævintýraleiki. Áhugavert fyrir kenn-
ara á grunn- og framhaldsskólastigi,
einkum íslensku- og tölvufræðikenn-
ara. Engin forritunarkunnátta nauð-
synleg.
Leiðbeinandi: Hildigunnur Halldórs-
dóttir, framhaldsskólakennari.
Tími og verð: 2. júní kl. 8.30-17.00.
Verð 6.000,- kr.
Samskiptl. Póstar og láóslelnar
Lýsing: í vaxandi mæli nota menn
tölvupóst til að skiptast á skilaboðum
innan skólans eða milli samstarfsaðila
innanlands eða erlendis. Þátttaka í
alþjóðlegum samvinnuverkefnum fer
vaxandi og þá er tölvupóstur alveg
ómissandi. Einnig fer notkun ráð-
stefnukerfa vaxandi, en þau gera
mönnum kleift að fylgjast náið með
þróun einstakra málaflokka sem þeir
hafa áhuga á. Kynnt verða póst- og
ráðstefnukerfi á tölvum Reiknistofn-
unar sem gera mönnum mögulegt að
ná þessum markmiðum.
Leiðbeinandi: Bergþór Skúlason,
tölvunarfræðingur.
Tími og verð: 22.-23. maí kl. 13.00-
17.00. Verð 6.000,- kr.
MACINTOSH-NáMSKEIB
Word (Macintosb)
Lýsing: Farið verður yfir grunnatriði
ritvinnslu og allar helstu valmyndir
Word. Kennd er notkun forritsins ogi
farið yfir uppsetningu skjala.
Tími og verð: 15.-18. maí kl. 8.30-
12.30. Verð 8.500,- kr.
Eicel - Töllirellnir og viöskiptagralík (Maclntosk)
Lýsing: Fyrir þá sem þurfa á öflugu
hjálpartæki að halda við hvers kyns
úrvinnslu talna, tilboðsgerð og alls
kyns útreikninga og áætlanagerð.
Kennt er að búa til eigin, dagsetning-
ar- og talnaumbrot, gerð ramma og
val leturgerða, gerð línu- og súlurita
auk kökumynda og margt fleira.
Tími og verð: 22.-25. maí kl. 8.30-
12.30. Verð 8.500,- kr.
Skráning fer fram á aðalskrifstofu Háskólans í síma 694306, en nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Endur-
menntunarnefndar í símum 694923, 694924 og 694925.