Morgunblaðið - 23.04.1989, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.04.1989, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. APRÍL 1989 —i—rrr“7—m—rrm—r/-rn—■. irr'rrfi— !' ,l‘l" 11 1,1 — ^|§l® ■II . . j iii í Ouarzazate var verið að æfa fyrir hátíðahöldin, flugfélagsins. Þar kostar nóttin í eins manns herbergi rösklega 10 þúsund krónur. Þegar ég kom inn í herbergið mitt rak mig í roga- stans. Herbergið var sem sé fullt af mér, það var alveg sama hvert ég sneri mér — ég var alls staðar í þessu speglageri. Mér var óskiljan- legt hvernig hægt er að afbera þetta lengur en eina nótt. Hópurinn hélt á braut áleiðis til Danmerkur dag- inn eftir og ég flutti mig í snatri á venjulegt og heimilislegt hótel, Idou Anfa. Þar kostar næturgistingin um 1.400 krónur. Næstu daga arkaði ég um Casa- blanca og sannfærðist um að Ingrid væri þar hvergi og að Casablanca er svona ósköp venjuleg milijóna- borg. Þar vantar sjarma og sér- kenni sem er að finna í Rabat og Marrakesh, að ekki sé nú minnst á Fes. Ég reyndi einnig að hafa upp á herra Abdelkader E1 Jaj hjá ut- anríkisráðuneytinu, því að hann átti að útvega mér leyfi til að kom- ast suður til Layyonne, fyrrum höf- uðborgar Vestur-Sahara. En því miður, herra E1 Jaj var í Marrakesh að halda upp á dagana með kóngin- um. Ég tók strætó til Mohammedia, sem er miðja vegu milli Casablanca og Rabat, lítill og vinalegur bær. Þar slæddisí ég inn á ferðaskrif- stofu að spyijast fyrir um ferðir til Layyoune. Og forstjórinn, herra Mamouni, kom á vettvang og það var ekki að sökum að spyija, nokkr- ir vinir ætluðu að koma í kvöldmat til hans og konunnar, mætti hann biðja mig að gera sér þá ánægju að koma líka. Það hvarflaði ekki að mér að afþakka slíkt boð og um kvöldið fór ég í herlega kúskus- veislu heima hjá herra Mamouni og fallegri konu hans Fatimu og krökkunum þeirra, Rhizlane, Dalíla og Anis. Veislan hafði verið ákveð- in daginn áður og auk mín og gest- Minnismerki Múhammeðs fimmta í Rabat. Velkomin til Casablanca. gjafanna voru þrenn hjón til við- bótar. Það virtist ekki vera annað en mjög svo eðlilegt og sjálfsagt talið að bláókunnugum íslendingi væri boðið í þennan gleðskap. Herra Mamoni gerði það ekki endasleppt við mig. Daginn eftir tókst honum að hafa upp á herra Abdelkader E1 Jaj og þá upplýstist að utanríkisráðuneytið hafði verið að leita að mér í þijá daga, því að það átti að bjóða mér til Marrakesh að vera viðstödd hátíðahöldin sem áður voru nefnd. En íslenski blaða- maðurinn var alltaf nýfarinn af þeim stað þegar ráðuneytið hafði samband, ég skildi að vísu alltaf eftir heimilisföng en einhverra hluta vegna komust þau aldrei til skila. Herra E1 Jaj hafði haft samband við speglahótelið Hyatt Regency því að hann taldi sig vita að RAM- hópurinn kæmi þangað. Á því heim- ili kannaðist enginn við mig og loks gafst herra E1 Jaj upp á þessum týnda blaðamanni, og ákvað að reyna að slappa af og taka þátt í gleðinni yfir stjórnunarafmæli Hassans. Það var fastmælum bundið að E1 Jaj útvegaði leyfi fyrir mig að fara til eyðimerkurborgarinnar Layyoune, eins og ég hafði beðið um. Hann sendi með sér elskulegan starfsmann upplýsingaráðuneytis- ins, Said Raji, og ég held að við höfum verið þau einu óbreyttu í vélinni suður eftir; farþegarnir voru hermenn á leið til varðstöðvanna. Þó á að heita að vopnahlé sé og jafnvel kosningar í undirbúningi. Þó virðist enginn vita hveijir eigi að fá að kjósa á því landsvæði sem áður var Vestur-Sahara en tilheyrir nú, með réttu eða röngu Marokkó. Það hvíldi ákveðinn óraunveruleiki yfir Layyoune og öllu þar. En það væri efni í annað vers. Undirleikarar við marókkanska þjóðdansa. töpuðu. Eftir nokkra umhugsun keypti ég mér spilapeninga fyrir tíu dirhama, sem er svona um hundrað- kall og dreifði þeim á fjóra afmælis- daga barna minna, svona upp á grín og til að afsanna að ég væri óheppin í ástum. En það fór á ann- an veg. Ég ætlaði ekki að trúa mínum eigin augum, þegar stjórn- andinn sópaði til mín spilapeninga- fúlgu. Ég hafði unnið! A töluna 20, afmælisdag yngri dóttur minnar. Sjö hundruð og fimmtíu dirhams sem er rösklega 7 þúsund krónur. Eftir nokkurt sálarstríð ákvað ég að leysa út féð, sýna skapfestu og skynsemi og halda í heiðri þeim vísdómsorðum að hætta beri hveij- um leik þegar hæst fram fer. Ák- vaðað nota peningana til að kaupa mér teppi í Fes. Marrakesh er falleg borg, en dálítið hamsleysi í fólkinu. Á Tryllta torginu er alltaf líf í tuskunum, en þar er fátt gert nema fyrir borgun slöngutemjarar leika listir sínar, krakkar seldu smádót, skrúðbúnir bjöllukallar hristu sig svo að klingdi hátt og snjallt. Sums staðar var verið að segja sögur og þó að sögu- maðurinn flytti að vísu mál sitt á arabísku, heimtaði hann peninga af útlendingum sem komu nærri. Ef maður mundaði myndavélina var óðar kominn umboðsmaður á vett- vang og krafðist þess að maður reiddi fram fé. Sumir ferðafélaga minna höfðu engan húmor fýrir þessu og bölvuðu Marokkönunum í sand og ösku. Mér fannst þetta allt hið spaugi- legasta og sama máli gegndi um Ivönu dansfélaga minn frá Brasilíu sem var i hópnum ásamt dönskum eiginmanni sínum Hans, sem vinnur hjá SAS. Ivana greip til þess snjall- ræðis að dreifa athygli rukkaranna með því að stíga brasilíska dansa í kringum þá, rétti síðan út höndina og sagði á sams konar ensku og í svipuðum tón: I dance — you give me dirhams. Á meðan tókum við Hans ótrufluð myndir og við skemmtum okkur öldungis konung- lega. Og það sem meira var, torg- fólkið er svo vant að allir eigi að borga alls staðar að Ivana vann sér inn nokkra dirhama með dönsum sínum. Síðasta daginn erum við komin til Casablanca og okkur er ætlað að gista á Hyatt Regency. í boði „UPP Á GÓLV/y IComin er út ný skífa meó færeysku hljómsveitinni Viking band, sem slegió hefur í gegn hérlendis. Á skífunni er að finna hressilega íslenska slagara með færeyskum textum. Fyrst um sinn fáanleg á geisladisk og kassettu - hljómplatan kemur eftir 14 daga. Dreifing: Fæst í hljómplötuverslunum um land allt. S' K' h F‘A* N Borgartúni 24. Sími 29544.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.