Morgunblaðið - 23.04.1989, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.04.1989, Blaðsíða 18
- » i • ii ‘ S-f-IMSSi esei Jisc MOrgunblaði 3. APRÍL 1989; 19 fMtrgmiiM&Mí Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ÁgústlngiJónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 900 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 80 kr. eintakið. „Þeim er alveg sama um okkur“ Fyrir nokkrum dögum tók fréttamaður ríkissjónvarps- ins unglinga tali og spurði um afstöðu þeirra til verkfalls kenn- ara. Unglingsstúlka, sem varð fyrir svörum, sagði, að kennarar nytu ekki lengur nokkurrar samúðar hjá nemendum. Þegar fréttamaðurinn spurði hvers vegna svo væri komið svaraði stúlkan: „Af því að þeim er al- veg sama um okkur.“ Það fór ekkert á milli mála, að þetta j svar kom beint frá hjartanu. Nú hefur verkfall kennara haft þær afleiðingar, að ekki verða samræmd próf í grunn- skólum á þessu vori. Hins vegar hafa skólarnir heimild mennta- málaráðherra til þess að leggja þessi próf fyrir nemendur, sem verkefni. Jafnframt liggur fyrir, að nemendur fái aðgang að framhaldsskólum, þótt þeir taki ekki hin formlegu samræmdu próf. Kennarar hafa ítrekað efnt til verkfalla á þessum árstíma. Morgunblaðið hefur ítrekað var- að kennara við þessu og bent þeim á, að afleiðingarnar fyrir nemendur gætu verið með þeim hætti, að ekki væri viðunandi. Það er staðreynd, að verkföll á þessum árstíma hafa orðið til þess, að nemendur hafa flosnað upp frá námi. Sumir þeirra hafa leitað út á vinnumarkaðinn, þótt áreiðanlega sé erfiðara að fá vinnu nú en oft áður. Aðrir hafa ekki náð þeim árangri í prófum, sem þeir ella hefðu getað búizt við. Námsárangur getur skipt sköpum um möguleika nemenda til framhaldsnáms. Þrátt fyrir ítrekaðar aðvaranir og ábend- ingar úr mörgum áttum hafa kennarar haft þær að engu. Þeir standa nú frammi fyrir svari ungu stúlkunnar, sem vitn- að var til hér að framan: „Þeim er alveg sama um okkur.“ Lausn kjaradeilu þeirra opin- beru starfsmanna, sem nú eru í verkfalli er ekki í augsýn. Þeir hafa ekki metið vígstöðu sína rétt. Samningar þeir, sem Ólafur Ragnar Grímsson, fjármálaráð- herra, gerði við BSRB eru frá- leitir við núverandi aðstæður. Atvinnulífið hefur enga mögu- leika á að standa undir þeim samningum. Sú afstaða ráð- herrans, að ríkiskerfið sé heimur út af fyrir sig, sem geti lagt skatta á landslýð og samið um kaup og kjör við starfsmenn sína án tillits til stöðu atvinnulífsins, er ekki umræðu verð og raunar ögrun við atvinnulífið, bæði at- vinnurekendur og launþega. Þeir ríkisstarfsmenn, sem nú eru í verkfalli hljóta að gera sér grein fyrir því, að það er með öllu útilokað, að þeir nái fram kauphækkunum umfram BSRB- -samningana. Áframhaldandi verkfall í því skyni er fásinna. Fyrir skattgreiðendur, sem greiða laun opinberra starfs- manna, er það mikið umhugsun- arefni, að þeir starfshópar skuli með þessum hætti ganga fram fyrir skjöldu og krefjast launa- hækkana, þegar við stöndum frammi fyrir mesta samdrætti í efnahags- og atvinnulífi okkar í tvo áratugi. Með þessu er ekki sagt, að opinberir starfsmenn séu vel haldnir af sínum launum. Því fer fjarri. Kjaraskerðingin, sem gengið hefur yfir undanfarna mánuði, er orðin þungbær fyrir fólk. En Iaunahækkanir við nú- verandi aðstæður kalla yfir okk- ur nýjar gengisfellingar. Það verður að bæta kjör fólks með öðrum hætti. Morgunblaðið hef- ur að undanförnu bent á þá leið að knýja niður vöruverð í landinu með stóraukinni sam- keppni, m.a. með auknu fijáls- ræði í innflutningi á matvöru. ÞÓRBERGUR • hefði getað tekið undir þessi orð Sókratesar í Faídón og gert þau að sínum, Þegar sál og líkami koma saman, ætlar náttúran líkamanum að vera þræll og þegn, en sálinni að vera hús- bóndi og herra. Og hvort þeirra virðist þér að þessu leyti bera svip hins guðlega og hvort hins dauð- lega? Virðíst þér ekki, að hið guð- Iega hljóti eftir eðli sínu að vera húsbóndi og herra, en hið dauðlega þræll og þegn? ... Og þið virðizt halda, að ég sé minni spádómsgáfu gæddur en svanur. Þegar svanir finna, að þeim er dauðinn vís, syngja þeir fleiri og fegurri söngva en nokkru sinni fyrr, því þeir fagna því að hverfa til guðsins, sem þeir þjóna. En svo óttast menn dauð- ann, að þeir Ijúga á svanina og segja þá syngja kveðjusönginn af hryggð og harmi yfir dauða sínum. í KRÍTÓN HEFUR • Sókrates jafnvel sömu af- stöðu til almenningsálits og Þór- bergur; að það sé einskis virði og engum manni leiðarvísir í lífemi sínu eða þegar hann tekur afstöðu í opinberum málum. Almennings- álitið í Þýzkalandi á dögum nazista segir allt sem segja þarf. Enginn ætti að sækja fyrirmyndir um rétt- læti né aðrar dyggðir í almennings- álit. Þó hættir stjórnmálamönnum í lýðræðisríkjum einatt til að eltast við það. En sterkir forystumenn fella það að hugmyndum sínum — án þess endilega að nota billegustu aðferðir einræðisseggja. SÓKRATES SEGIR í • málsvörn sinni að hann sé settur á Aþenu einsog broddfluga á stóran og kyngóðan hest sem er í latara lagi og þarf því eitthvað til að pipra sig upp. Þór- bergur sá sjálfan sig nákvæmlega í þessu sama hlutverki og hann berst ekki fyrir öðru en hugtökum einsog sannleikur og réttlæti, einsog Sigurður Nordal segir að Sókrates hafi gert. Á SAMA HÁTT OG • Þórbergur kaus ekki annað umhverfi en Reykjavík, þannig undi Sókrates hvergi betur hag sínum en í Aþenu, Hvetjum getur þóknast borg, nema honum þóknist lög hennar? spyr Sókrates þegar hann færir rök að því í Krítón hvers vegna hann vill ekki flýja eftir dauðadóm- inn. Og sjálfur bendir hann á að hann hafi hvorki kosið Krít né Spörtu fyrir löggjöf þeirra, þótt hann hafi ávallt hrósað þeim þegar svo bar undir. Á sama hátt kaus Þórbergur I ekki annað réttlæti fremur en það sem hann taldi sig geta unað við í umhverfi sínu. En það temur enginn broddflugu. (!) SÓKRATES TALAÐI UM • að hann ræki aðra í vörð- urnar. Samt voru þeir Þórbergur ekki þrætubókarmenn, heldur iðk- uðu þeir sanna rökmálslist, með ívafi af háði. SÓKRATESHAFÐIENGA • minnimáttarkennd, ekki frekar en Þórbergur. Hann benti réttinum á að Appolló hefði að- spurður í Delfí talið hann fíjálsast- an, réttlátastan og hyggnastan allra manna, en efast þó sjálfur um það í umsögn Platóns en ekki í frásögn Xenófóns sem Stone telur að geti verið upprunalegri. Sókrates veit að hann veit ekkert — en aðrir vissu ekki að þeir vissu minna en ekkert! Það var guðlast að vefengja App- olló svo að Sókrates getur vel notað þetta sem háð, eða eironeia, eitt- hvað sem hann meinti ekki. Þór- bergur dulbjó einnig sitt viðkvæma egó ísmeygilegu háði og harla óvenjulegu skopi; eða misvísandi veruleika. Líklega hefði hann getað tekið undir með Játmundi í Lé kon- ungi, Mikið dýrindis fífl er þessi veröld! Og hirðfíflið gegnir því mik- ilvæga hlutverki að láta „skopið deyfa hans hjartakvöl", svo að maður vitni nú einu sinni í brýnt og hljómfagurt tungutak Helga Hálfdanarsonar. Þessi afstaða var mönnum einsog Þórbergi, Tómasi og Páli Isólfssyni í blóð borin. Þess vegna ekki sízt sóttist ég ungur eftir félagsskap þeirra. Skopið var Steini aftur á móti sjálfsvörn. Það var einnig iær- dómsríkt. HVER VEIT NEMA • Sókrates hafi verið inn- blásinn guðlegum anda, hann gefur það jafnvel í skyn sjálfur; talar um sagnaranda sinn. Snilld hans hefur borið lífi hans vitni í meir en tvö þúsund ár og þrátt fyrir meðvitað yfirlæti á hann ekkert sameiginlegt með þeim framtóningum samtím- ans sem sífellt grobba af engu í fjölmiðlum og hjúpa, sig drýldinni auðmýkt; hafa „spenavolga samúð“ með öllu og engu; tíðarandinn upp- málaður. Slík plastumgjörð um háv- aðasamt egó er gagnsæ og afhjúp- andi. Hún afhjúpar ekki sízt ófrum- legar tízkustellingar, yfirborðslega eftiröpun og þessa kröfuhörðu sjálfsþörf fyrir athygli. En slík at- hygli er svikaglenna. Það vissi Þór- bergur, ekki sízt. Enginn nærist á henni til Iengdar. Það vita allir sem þekkja takmörk sín. En þeir eru víst fæstir í sviðsljósinu. M. (meira næsta sunnudag) HELGI spjall REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 22. apríl vernig er þjóðernis: orku okkar komið? í hvað fer hún, að mestu? Hugsjónir um framtíðina sem rætur eiga í arfi okkar og veganesti? Eða eitt- hvað annað? Mest af orku okkar nú um stundir fer í efnahagsstagl sem endurtekið er ár eftir ár án þess neinum, hvorki stjórnmálamönnum né forystumönnum hagsmunaaðila, detti nokkuð nýtt í hug til að koma okkur upp úr sjálfheldunni. Þá fer óheyrileg orka í umræður um hvalamál, þótt ekki verði skor- ið úr um framtíð okkar og þjóðerni á þeim vettvangi, heldur í tengslum við framkvæmd- ir á varðveizlu og nýtingu fískistofnanna, jafnframt því sem mikið af orkunni ætti að fara í að varðveita þjóðartáknið sjálft, tung- una, sem nú á undir högg að sækja og gæti vel orðið undir í samkeppni við enskuna. En það er ekki allt á öðrum endanum útaf henni; lítið gert henni til styrktar og stuðn- ings / raun þótt mikið sé talað. Ekkert sem minnir á þjóðþrifabaráttu þeirra sem rann- sökuðu flámælið fyrr á öldinni undir forystu dr. Björns Guðfinnssonar — og útrýmdu því. En kannski að tekið verði til hendi nú og reynt að hefja víðtækt leiðbeinandi starf, byggt á nýjustu rannsóknum fræðimanna og heldur hvimleiðri reynslu af fjölmiðlum. í Helgispjalli hér á opnunni hefur verið talað um Aþeninga og andlegt atgervi þeirra; smáþjóð með stórmenningu einsog við höfum tekið í arf. Reynt að hugsa okkur inn í sam- félag þeirra og umhverfi og það smitandi andrúm sem einkenndi aþenska menningu; einnig reynt að benda á sitthvað sem forðast ber í fari Aþeninga og annað til eftir- breytni; veikleika þeirra og höfuðprýði. Grísku ríkin ræktuðu heiður sinn og stolt; héldu aldrei útsölu eða uppboð á menningu sinni né útþynntu hana eða seldu við neinu verði og áttu þeir þó oft undir högg að sækja. Viðmiðun þeirra var ekki hentistefna galgopans heldur föst og ákveðin ályktun af mikilvægri kröfu til sjálfs sín. Þess vegna héldu Grikkir hlut sínum; ekki vegna fjöl- mennis eða í krafti yfirburðar í hernaði held- ur vegna andlegs atgervis sem skákaði ná- grannaríkjum. Grísku ríkin voru svo til fyrirmyndar að Hume getur fullyrt réttilega í riti sínu um Rannsókn á skilningsgáfunni að vart finnist í allri sögu fornþjóðanna nokkur einustu dæmi um það ofríki og skort á umburðar- lyndi sem þjakar síðari tíma svo mjög, ef undan er skilin útlegð Prótagórasar sem var einn helzti leiðtogi sófista og dauðadómurinn yfir Sókratesi. Um þetta allt má ekki sízt fræðast í einhverri merkustu ritröð sem út hefur komið á íslandi undir ritstjórn Þor- steins Gylfasonar háskólakennara, Lærdóms- ritum Bókmenntafélagsins; einkar vönduðum og greinargóðum í íslenzkum búningi fræði- manna. Þjóðernis- táin OKKUR HÆTTIR til að hlaupa upptil handa og fóta af minnsta tilefni. Faulkner sagði að íslenzka þjóðernistáin væri stór og auðvelt að stíga á hana; gaf jafnframt í skyn að á henni væri sársaukafullt líkþorn sem bezt væri að koma ekki nálægt. Margir hafa lent á þessari tá. Og hvalveiðitáin hefur reynzt miklu viðkvæmari en búazt hefði mátt við þar sem hér hefur aldrei búið þjóð sem hefur átt neitt undir hvalveiðum; né selveiðum. Ástæðulaust að draga upp mynd af okkur einsog við séum skinnklæddir eskimóar á endalausri auðn íshellunnar þar sem annað hvort bíður okkar, hvalir, selir — eða heim- skautadauði. í fornum ritum er talað um hvali en þá einkum að rætt sé um hvalreka’ þ.e. sjálfdauð dýr sem rekið hefur á land' einsog hvert annað gagn eða búsílag. Og þá er ekki að sökum að spyrja, illdeilur á næstu grösum einsog í Hávarðar sögu ísfirðings. Það er eiginlega afrek út af fyrir sig að okkur skuli hafa tekizt að gefa af okkur þá mynd að við séum fyrst og síðast heldur frum- stæð og villt náttúrubörn sem draga nánast fram lífið í auðnum norðurslóða með hvala- drápi og selveiðum. Það sem helzt hann var- ast vann/ varð þó að koma yfir hann. Og allt eru þetta sjálfskaparvíti. Við ákváðum það góða sem við viljum, en lentum í and- stöðu við ágæt fyrirheit; stóðumst semsagt ekki freistingar. Héldum brösulega á hvala- málinu gagnvart almenningsáliti og umheimi og stóðum uppi með það að annars heldur sakleysislegar og að sumú leyti lærdómsríkar vísindaveiðar nutu aldrei neins trausts; upp- skárum trúnaðarbrest. Að því kom að sir Peter Scott taldi að íslenzka fálkaorðan væri ávísun á óheilindi en áður hafði hann verið unnandi íslands og áhugamaður um velferð þess. í stað þess að fara að einsog gömlu veiði- hundarnir í dæmisögu Humes og koma okk- ur þannig fyrir á héraveiðunum að héraræfill- inn hlypi í flasið á okkur, þá tókum við að okkur hlutverk ungu veiðihundanna sem elta hérann með góli og gelti og fá hvorki hrós né klapp fyrir hlutdeild sína í þessari dægra- dvöl yfirstéttar og iðjuleysingja. Samt var ásetningur okkar góður og erfiðið átti að ganga í augun á spariklæddum veiðimönnum. En þeir gáfu skít í hérann — og okkur. Og nú trúa því fáir að við berum hagsmuni neins fyrir bijósti — allra sízt vísindamenn. Höfum uppskorið það eitt að fjöldi manna um allan heim þakkar guði fyrir að náttúran skyldi ekki trúa okkur fyrir fílunum sem eftir eru í Afríku fyrst stórhveli hafa verið lögð að jöfnu við alísvín handa dönskum bjói’vömb- um. Fílar og stórhveli eru stærstu dýr jarðar og eitt er víst: að sá sem leggur alisvína- rækt að jöfnu við veiðar á stærstu spendýrum jarðar verður fyrir óþægindum; umhverfis- verndarmenn tortryggja slíkan málflutning. Hann er ekki leiðin til vinsælda eins og á stendur, enda er nú farið að tala um okkur sem japanska hvalveiðinýlendu ogjafna óvin- sældum okkar á heimsmarkaði við heimtu- frekju Japana. Hitt væri sönnu nær að líkja svínarækt við þorskveiðar eða einhveija þá lífsbjörg aðra sem við eigum allt undir og enginn fær nokkurn tíma að skipta sér af innan íslenzkr- ar fiskveiðilögsögu, hvernig sem allt veltist. Okkur er treystandi fyrir umhverfi okkar. Við höfum heitið því að stunda ekki ofveiði í hafinu umhverfis ísland eða menga það einsog norðursjávarþjóðirnar hafa gert, jafn- vel grænfriðungar hafa viðurkennt það og er þeim þó gjarnara að súpa hveljur í einæði sínu en hlusta á rök. Vonandi taka þeir nú sjávarútvegsráðherra á orðinu og virða vísindaveiðarnar í sumar á þeim forsendum að þeim verði svo hætt og vísindamenn fylg- ist með hvalastofninum með öðrum og geð- felldari hætti en hvalveiðum. Að vísu eigum við sem veiðiþjóð erfitt með að hugsa okkur hafið í kringum ísland sem fiskabúr handa gæludýrum, svo augljóst sem það er að við eigum allt undir veiðum, en við eigum einnig mikið undir því að útlendingar hugsi vel til okkar, virði arf okkar og sjálfstæðisviðleitni — og vilji kaupa afurðir okkar. Það er óhyggi- legt að bjóða umhverfi sínu birginn að óþörfu. Það er ekki verri hugmynd en hvað annað að efna til sætsýningaferða fyrir útlendinga á hvalaslóðir og afla einhverra vasapeninga með þeim hætti. Við höfum hvort eð er ekk- ert uppúr þessu sem stendur. Mönnum þykir ógleymanlegt að skoða fíla og nashyrninga í Afríku og kannski hvalasaf- arí gæti orðið einhver tekjulind; a.m.k. vina- legri landkynning en við höfum þurft að horfa uppá undanfarið. Nú þegar hvalavillur eru í algleymingi er hollt að minnast þess að íslendingar þoldu jafnvel ekki Jón Sigurðsson forseta þegar hann gekk gegn almenningsálitinu og vildi lækna fjárkláðann einsog danska stjórnin. Hann var umsvifalaust talinn einhvers konar landráðamaður og kallaður kláðakóngurinn því íslendingar eru ósparir á uppnefnin, hvort sem þeir hafa viljað skera niður kláðafé eða hamla gegn símskeytum sem gætu drepið beljur á beit einsog haldið var fram í símamál- inu sællar minningar. Það hefði verið skynsamlegra fyrir okkur íslendinga „að taka fullt tillit til athuga- semda vísindamanna í vísindanefnd Alþjóða- hvalveiðiráðsins við framkvæmd áætlunar- innar“, segir Wolfgang von Geldern, sjávarút- vegsráðherra Vestur-Þýzkalands, en enginn útlendingur virðist hafa skilið málstað okkar íslendinga jafn vel og hann, né talað máli okkar af jafn röggsamlegum sannfæringar- krafti í ráðherranefnd Evrópubandalagsins sem semur um tolla fyrir fisktegundir á hveiju ári. Þar hefur hann verið okkur betri en enginn og átt verulegan þátt í að auka verðmæti íslenzks fisks í Evrópubandalag- slöndum, enda þurfa þau á honum að halda. Hagsmunirnir eru gagnkvæmir. Verkaskipt- ing er ekki síður mikilvæg í alþjóðaviðskipt- um en í þjóðfélaginu sjálfu. Þetta vita þýzk- ir stjórnmálamenn, enda raunsæir. Ráðherr- ann veit líka að íslenzk fiskimið standa út- lendingum ekki til boða, hvorki Evrópubanda- laginu né öðrum. Ráðherrann hefur bent á að íslendingum bar ekki að lögum skylda til að taka fullt tillit til athugasemda vísinda- manna í vísindanefnd Alþjóðahvalveiðiráðsins „en staða þeirra væri þá sterkari í barátt- unni sem nú er háð gegn hvalveiðum þeirra“. Þessi orð mættum við íhuga — og þótt fyrr hefði verið. „Óamerísku" nefndinni í Aþenu tókst að- eins einu sinni að sverta orðstír Aþeninga; það var þegar dauðadómurinn yfir Sókratesi var kveðinn upp. Heimspekingurinn var dæmdur á svipuðum forsendum og þjóðremb- ingar grípa venjulega til. Oftast er það frem- ur heiðarlegt fólk sem lendir í svona gaura- gangi. Aþeningar hefðu vísast kunnað grein- armun á traustabresti og tvískinnungi og aldrei hefði þeim dottið í hug að líkja drápi á stórhveli í dýrafóður við svínaslátrun til manneldis. Þeir hefðu, ef heiður þeirra og orðstír hefði legið við, jafnað stórhveladrápi við fílaveiðar, ef þeir hefðu þá þekkt til þessa risaspendýrs Afríku. En þeir hefðu vísast fylgzt vísindalega með fílum og stórhveli. Ekki með hugarfari slátrarans heldur vísinda- mannsins sem býr yfir nægri þekkingu til að rannsaka náttúruna án þess að eyða henni. Faulkner og Island VIÐ MINNTUMST á Faulkner. Hann er einn þeirra andans manna samtímans sem eftirminnileg- astur hefur verið og heimsókn hans til Is- lands ógleymanleg þeim sem hittu hann. Hann talaði tæpitungulaust og full ástæða til að huga að athugasemdum hans. í ummæl- um hans um íslenzka þjóðarvitund var bæði aðdáun og áminning. Hann skildi okkur, með fyrirvara; vissi augsýnilega að afstaða okkar til útlendinga var mótuð af tortryggni ný- lenduþjóðar gagnvart herraþjóð. í Félaga orð er grein um heimsókn skálds- ins hingað og þar segir m.a. — ef einhveijum þykir ástæða til að rifja það upp um leið og við lítum í eigin barm: „Þegar við spurðum Faúlkner, hvaða hug- myndir hann hefði gert sér um ísland áður en hann kom til landsins, svaraði hann: „Þeir sem hafa komið hingað hafa sagt mér, að þið metið mikils bókmenntir og listir. Þótt ég sé ekki bókmenntamaður, líkar mér það vel. Þið eigið rótgróna og merkilega menn- ingu. Mér leikur forvitni á að vita, hvort hugmyndir annarra falla saman við mínar eigin skoðanir, þegar ég hef dvalizt hér um stund.“ Áður en hann fór, tíu dögum síðar eða svo, sagði hann: „Ég veit ekki, hvort ég á eftir að koma aftur til íslands. Aldrei er hægt að segja, hvað maður ætlar að gera. En mig langar að koma hingað aftur á öðrum tíma, Jiegar landið stendur í blóma, í júní eða júlí. Eg hef séð ísland í ýmsu gervi: frost og rigningar hafa skipzt á. Maður verður að vera hér lengi til að sjá öll tilbrigðin í landinu. Það þarf þjálfað auga til að greina þau. Þið sem hafið alizt upp með landinu eruð á grænni grein. Við hin þurfum að venjast íslenzkri náttúru til að læra að meta hana.“ _ Um fólkið sagði hann áður en hann fór: „íslendingar eru heldur þjóðernislegir í sér, ef ég mætti orða það svo. Þjóðernisstolt þeirra er á mjög háu stigi. Ef ég ætti í rifr- ildi við íslending væri engin hætta á ferðum, þótt ég segði honum að fara til ljandans. Það mundi engin áhrif hafa. En ef ég segði honum að fara til fjandans vegna þess að hann væri íslendingur, yrði ég að vera við öllu búinn. Jafnvel handalögmálum. Islend- ingar umgangast útlendinga eins og útlend- ingar umgangast þá! Og þeir bera ekki ein- ungis mikla virðingu fyrir bókmenntum, held- ur einnig þeim sem skrifa þær. Ég ímynda mér að Islendingar gætu fyrirgefið góðum rithöfundi hvað sem væri.“ Þegar Faulkner var nýkominn til landsins, sagði hann: „Ég held að þið íslendingar eig- ið mjög sérstæða menningu eins og flestar eyþjóðir t.d. Japanir og Englendingar. Sjórinn hefur haft sín áhrif. Þær eyþjóðir, sem ég hef heimsótt, eiga það allar sammerkt að þær eru mjög stoltar af menningu sinni. Á Filipseyjum eru bókmenntamenn jafnvel að velta því fyrir sér, hvort þeir eiga heldur að rita á ensku eða taka upp gamla mállýzku sem fáir skilja. Ég gæti ímyndað mér, að bókmenntamað- ur á Islandi sé meira virði en bókmenntamað- ur í Bandaríkjunum. Hann er virtur af því að hann er bókmenntamaður. Sennilega eru nánari kynni milli bókmenntamanna hér en heima.“ Þegar ég spurði Faulkner, hvort hann héldi, að við hefðum ekki öðlazt nægilega reynslu sem fijáls og fullvalda þjóð, glotti hann: „Það er einmitt það,“ sagði hann. „Þið þurfið lengri tíma til að átta ykkur á hlutunum. Meiri reynslu. Þið eruð dálítið fljót- ir á ykkur stundum, eruð of viðkvæmir fyrir því að aðrir sýni ykkur ekki þá virðingu sem ykkur ber. Af þeim sökum er auðvelt að stíga ofan á tána á íslendingi, án þess að vita að hún var þar fyrir. Við Bandaríkjamenn erum ekki alltaf nógu varkárir. Okkur hættir til „að stíga ofan á tána“ á öðrum þjóðum, en það er ekki af illvilja gert, heldur klaufa- skap. Við erum ekki nógu varkárir." Þegar Faulkner kom til landsins var hann spurður, hvort hann hefði lesið eitthvað af íslendinga sögum. Hann svaraði: „Því miður verð ég að viðurkenna menntunarleysi mitt. Ég hef haft lítil kynni af sögunum og fornís- lenzkum bókmenntum yfirleitt, en ætla að reyna að kynnast _þeim eftir föngum, þegar ég hef verið hér. Áhugi á bókmenntum vex, þegar maður veit hvar þær gerast, þekkir umhverfi þeirra og sögustaði.“ Ég spurði hvort hann áliti að höfundar ættu að taka þjóðfélagslega afstöðu í rit- verki, predika ákveðinn boðskap, þjóðfélags- stefnu. „Nei,“ svaraði hann ákveðið, „ritverk með „þjóðfélagslegum tilgangi" eru áróður. Bókmenntir eiga að Jrjalla um manninn, bar- áttu hans, hugrekki. Maðurinn á í baráttu við sjálfan sig og meðbræður sína. Hann vill vera hugrakkur, en er í vafa um að hann geti það — þar til erfiðleikarnir steðja að og hann á ekki um annað að velja en sýna hvað í honum býr.“ Vegna ummæla Faulkners um þjóðernis- stolt Islendinga, spurði ég hvað hann segði um að erlendur her væri í svo litlu landi sem Islandi. Hann tottaði pípuna sína, en það var enginn eldur í henni. Þá kveikti hann í og sagði: „Erlendur her í litlu landi er auðvitað alltaf „erfitt vandarnál" eins og sagt er. Við lifum á erfiðum tímum. Allar kynslóðir hafa lifað á erfiðum tímum. En það er ekki aðeins ykkar vandamál, að hér skuli vera banda- rískur her, heldur einnig okkar. Ég skil vel, að þið séuð varkárir í samskiptum og um- gengni við varnarliðið og ekki alltof hrifnir af að hafa erlendan her í landi ykkar. En það var hvorki okkar né ykkar sök, að bandarískt herlið varð að koma hingað. Ég get ekki séð, að við Bandaríkjamenn eigum sök á kalda stríðinu. Við ásælumst engin landsvæði, krefjumst þess ekki að nein þjóð taki upp okkar þjóðskipulag. Bandarískur her á íslandi og annars staðar er ekki orsök kalda stríðsins, heldur afleiðing. Og svo er eitt: bandarískt herlið er hér á landi ekki á vegum Bandaríkjanna, heldur Atlantshafs- bandalagsins. Allir vita að hann er hér til öryggis, en ekki árása. Með öðrum orðum: til varnar ef með þyrfti. Þið megið ekki held- ur gleyma því að bandarísku hermennirnir eru ungir menn fjarri ættjörð sinni. Þeir hafa svo sem engan sérstakan áhuga á að þurfa að vera hér íjarri ættingum sínum. Þetta er ekki einfalt mál. Það er slæmt fyrir ykkur að þurfa að hafa okkur, og bezt væri að þið þyrftuð ekki á okkur að halda. Hætt- urnar sem að steðja eru margar. Er ekki betra að hafa bandarískan her til varnar frelsi og lýðræði, ef einhver ásælist land ykkar, en hafa það opið og varnarlaust; bjóða okkur hingað í nafni sjálfsákvörðunar og frelsis, og losa Rússa við þær freistingar að senda kannski rússneskan her hingað í nafni einræðis og ofbeldis, eins og á sér stað víða í Evrópu, t.a.m. Eystrasaltslöndunum sem þeir hafa innlimað í Sovétríkin." Ástæða var nú til að spyija skáldið, hvort hann teldi ekki að ástándið í alþjóðamálum hefði skánað eitthvað. Hann svaraði: „Víst hefur það batnað. En ég er þess fullviss að lýðræðisþjóðirnar slaka ekki á landvörnum sínum. Þær þora það ekki, það væri of hættu- legt. Það er styrkleiki þeirra sem hefur mik- ið breytt ástandinu í alþjóðamálum til hins betra og bætt samskiptin við kommúnistarík- in. Lýðræðisþjóðirnar vita hve mikil hætta er því samfara að slaka á vörnum og varð- stöðu. Um þessar mundir er mikið rætt um það, að Rússar hafi farið frá Porkala — en hvað fóru þeir langt? Og þeir eru enn í allri Austur-Evrópu, eða er ekki svo? Ég hef að vísu ekki hlustað á fréttir síðan ég kom hing- að — hafa þeir kannski kallað heri sína heim úr öðrum löndum?““ Þessi síðustu ummæli eru töluð inní það andrúm sem Khrústsjov reyndi að skapa í Sovétríkjunum eftir stalinismann og vert að íhuga þau nú þegar slökunarstefna Gorb- atsjovs er alls ráðandi og einskonar fram- hald af „friðsamlegri sambúð". Engum datt þá í hug að draga úr viðbúnaði lýðræðisríkja án gagnkvæmra aðgerða og ekki er heldur ástæða til þess nú, þótt Gorbatsjov hafi sýnt góðan vilja i verki. Enginn veit hvort honum vegnar betur en Khrústsjov — eða hvort hann hrökklast frá einsog hann. Haukarnir í Moskvu eru á hverju strái. „Porkala" er ekki endilega takmarkið. Pólveijar og Ung- veijar virðast t.a.m. eiga sér stærri drauma. Fílar og stór- hveli eru stærstu dýr jarðar og eitt er víst: að sá sem leggur alisvína- rækt að jöfinu við veiðar á stærstu spendýrum jarðar verður fyrir óþægindum; um- hverfisverndar- menn tortryggja slíkan málflutn- ing.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.