Morgunblaðið - 23.04.1989, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.04.1989, Blaðsíða 1
88 SIÐUR B/C 91. tbl. 77. árg. SUNNUDAGUR 23. APRÍL 1989 Prentsmiðja Morgunblaðsins Smástirni rakst næstum á Jörð New York. Reuter. LITLU munaði að smástimi rækist á jörðina í síðasta mánuði, að því er seg- ir í dagblaðinu New York Times á fimmtudag. Stjarnfræðingar sögðu að smástirnið, sem er 800 metrar í þver- mál, hefði farið fi-am hjá jörðinni í 800.000 km fjarlægð, en smástirni hafa aldrei komist svo nálægt jörðinni í 50 ár. Dagblaðið hafði það eftir Bevan French, hjá Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, að rækist slíkt smá- stirai á jörðina myndaðist 8-16 km breiður gígur, hátt í 1,6 km djúpur. Hann sagði jafnframt að áreksturinn myndi jafiigilda sprengimætti 20.000 megatonna vetnissprengju. Japan; Herferð hafin gegn hávaða Tókíó. Daily Telegraph. Borgaryfirvöld í Tókíó reyna nú að stemma stigu við hávaða í borginni og hvetja borgarbúa til þess að lækka róminn og kaupa hljóðlátari þvottavél- ar. í nýlegri skoðanakönnun kom fram að þrír af hverjum fimm borgarbúum kvarta undan hávaðasömum nágrönn- um, ótæpilegum píanóleik, hávaða í gæludýrum og þvottavélaglamri síðla um nætur. „Píanó-morðin“ svonefhdu eru Tókió-búum enn í fersku minni en fyrir fimmtán árum myrti japanskur karlmaður nágrannakonu sína og tvö börn hennar með köldu blóði. Hann hafði lengi kvartað sáran undan píanó- leik barnanna. Bandaríkin; Billy Graham til Bádapest Bandaríski predik- arinn Biliy Graham mun flytja Ungveijum fagnaðarboðskapinn á Alþýðuleikvanginum í Búdapest, sem tekur 75.000 manns í sæti, 29. júlí næstkomandi. Þetta verður íjórða heimsókn Grahams til Ungveijalands en hann hefúr aldrei predikað utandyra í Austur-Evrópu. Morgunblaðið/þorkeli NEISTAFLUG I SLIPPNUM Kínversk stjórnvöld hafiia viðræðum um lýðræðisumbætur; Mótmæhmi skotið á fi'est til að afstýra blóðbaði Peking. Reuter. UM 50.000 kínverskir námsmenn yfirgáfú í gær Torg hins himneska friðar í Pek- ing eftir útför fyrrum leiðtoga Kommúnistaflokks Kína, Hus Yaobangs, sem náms- mennirair líta á sem tákn fyrir kröfúr þeirra um umbætur í lýðræðisátt. Leiðtogar námsmannanna hvöttu þá til þess að hætta mótmælunum tímabundið til að afstýra blóðbaði eftir að sfjórnvöld höfðu hafiiað viðræðum um kröfúr þeirra. Fjórir námsmenn fengu að fara inn í Al- þýðuhöllina, þar sem útför Hus fór fram að viðstöddum langflestum leiðtogum lands- ins. Embættismenn höfnuðu hins vegar beiðni þeirra um að fá að afhenda Li Peng, forsætis- ráðherra landsins, kröfur þeirra um lýðræðis- umbætur og endurreisn Hus. „Við neyðumet til þess að biðja námsmenn- ina um að halda heim til að afstýra blóð- baði,“ sagði einn leiðtoga námsmannanna, fulltrúi Stjórnmála- og lagaháskólans í Pek- ing. „Á morgun höfum við samband við alla háskólana og boðum verkfall í skólum um allt land til að halda mótmælunum áfram. Segja má að við höfum beðið ósigur. Við höfum ekki fengið kröfum okkar framgengt,“ bætti námsmaðurinn við. Aðrir námsmenn sögðu að hætta hefði verið á átökum hefðu mótmælin haldið áfram. 2.000 manna öryggissveit stóð á verði fyr- ir utan Alþýðuhöllina meðan útförin fór fram. Eftirmaður Hus í embætti flokksleiðtoga, Zhao Ziyang, fór lofsamlegum orðum um Hu í ræðu sinni við útförina, en minntist hins vegar ekkert á afsögn hans, en harðlínumenn innan flokksins hröktu hann frá völdum í janúar árið 1987. Fréttastofan Nýja Kína skýrði frá því að um milljón manns, eða einn tíundi af íbúum Peking-borgar, hefði verið á götum borgarinnar til að fylgjast með því er kista Hus var borin frá Alþýðuhöllinni til Grafreits byltingarhetjanna. Ortegá til tíu Evrópulanda Managua. Reuter. DANIEL Ortega, forseti Nicaragua, fer um þessa helgi í heimsókn til tíu Evrópulanda, að sögn Manuels Espinoza, upplýsingamálaráðherra Nicaragua. För forsetans, sem stendur í tvær vik- ur, er heitið til Frakklands, Belgíu, Spánar, Grikklands, Ítalíu, Vestur-Þýska- lands, Bretlands, írlands, Noregs og Svíþjóðar. Ortega mun eiga viðræður við Mitter- rand Frakklandsforseta, Felipe Gonzalez, forsætisráðherra Spánar, og Helmut Kohl, kanslara Vestur-Þýskalands. Að sögn bre- skra stjórnarerindreka í Managua mun Ortega hitta Margaret Thatcher, forsætis- ráðherra Bretlands, í fyrsta sinn. ÞJÓÐAR- LÍF OKKAR ER ARFURINN£:=: r r " • EN6IN TILVILJUN SUR OG Ý=- SVZANNE STÖKKUR GERLEIT 10 i 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.