Morgunblaðið - 23.04.1989, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAOm ATVII\IWA/»mtt^«ÍAMmiaUit’á;milL.i&t
ATVIN N tMAUGL ÝSINGAR
LANDSPITALINN
Skrifstofumaður
óskast í eldhús Landspítalans til frambúðar.
Vinnutími er frá kl. 13.00 til 18.00.
Umsóknarfrestur er til 28. apríl nk.
Upplýsingar gefur Olga Gunnardóttir, yfir-
matarfræðingur, í síma 601542.
Reykjavík, 23. apríl 1989.
RÍKISSPÍTALAR
FTNÐGJOF OG FAÐNINGAR
Ert þú að leita að
starfi?
Við leitum nú að fólki í eftirtalin störf:
- Afgreiðslustarf í sérverslun með fatnað.
Vinnutími 9.00-18.30.
- Afgreiðslustarf í fataverslun í Kringl-
unni. Vinnutími eftir hádegi.
- Símavörslu á vernduðum vinnustað.
Vinnutími fyrir hádegi.
Ábendi, Engjateigi 9, sími 689099.
Opiðfrákl. 9.00-15.00.
Ritarastarf
Stórt fyrirtæki á sviði flutninga, með aðsetur
í Reykjavík, óskar eftir að ráða góðan ritara
til starfa.
Starfið felur í sér m.a. vélritun, skjalavörslu,
telexviðskipti, auk annarra skrifstofustarfa.
Leitað er að duglegum einstaklingi, sem
getur unnið sjálfstætt og sem getur svarað
fyrir yfirmenn í fjarveru þeirra. Gott vald á
ensku og norðurlandamáli nauðsynleg.
Kunnátta í þýsku æskileg. Bókasafnsfræð-
ingur með skrifstofukunnáttu kæmi til greina.
Þeir, sem áhuga hafa, sendi umsóknir með
sem ítarlegustu upplýsingum um menntun
og fyrri störf, til auglýsingadeildar Mbl. eigi
síðar en 28. þessa mánaðar, merktar: „Flutn-
ingar - 7041“.
ÚTFLUTNINGS
OG MARKAÐSSKÓLI ÍSOVNDS
Skólastjórastarf
Útflutnings- og markaðsskóli íslands, óskar
að ráða í starf skólastjóra. Starfið felst í
skipulagningu og rekstri skólans, kennslu og
ráðgjöf við fyrirtæki.
Viðkomandi þarf að geta hafið störf 1. júní
nk. Krafist er háskólamenntunar í viðskipta-
og markaðsfræðum ásamt þekkingu og
reynslu í útflutningi.
Umsóknir ásamt greinargóðum upplýsingum
um nám og fyrri störf berist framkvæmda-
stjóra, Stjórnunarfélags íslands, Ánanaust-
um 15, 101 Reykjavík.
Nánari upplýsingar ef óskað er veitir fram-
kvæmdastjóri Stjórnunarfélagsins í síma
91-621066.
fHeilsuverndar-
stöð Reykjavíkur
Barónsstíg 47
Heilsuverndarstöð Reykjavíkur óskar eftir að
ráða starfsfólk til afleysinga sem hér segir:
Við heimahjúkrun
hjúkrunarfræðinga á kvöld- og næturvaktir.
Um er að ræða hlutastörf.
Sjúkraliða - vaktavinna.
Við barnadeild - hjúkrunarfræðinga.
Við mæðradeild - Ijósmæður.
Einnig vantar móttökuritara á hinar ýmsu
deildir.
Upplýsingar um ofangreind störf gefur hjúkr-
unarforstjóri í síma 22400.
Umsóknum skal skila til skrifstofu Heilsu-
verndarstöðvar Reykjavíkur, á eyðublöðum
sem þar fást, fyrir kl. 16.00, þriðjudaginn 2.
maí nk.
LANDSPITALINN
Aðstoðarmatráðs-
maður
óskast í borðstofu Landspítalans. Um fullt
vaktavinnustarf er að ræða, staðan er laus
nú þegar og er til frambúðar. Umsóknarfrest-
ur er til 28. apríl nk.
Upplýsingar gefur Guðlaug Jónsdóttir, for-
stöðumaður, borðstofu í síma 601547.
Mötuneyti
Veitingasala
Vegna mikillar eftirspurnar vantar starfs-
menn hjá eftirfarandi aðilum:
Framleiðslufyrirtæki í Reykjavík. Umsjón
með mötuneyti allan daginn. Aðallega er
framreitt létt fæði.
Félagasamtökum á Reykjavíkursvæðinu.
Ráðskona til annast umsjón með rekstri veit-
ingasölu í sumart Um þægileg vaktaskipti
er að ræða.
Ennfremur óskum við eftir umsækjendum á
skrá sem vilja taka að sér afleysingastörf í
mötuneytum á komandi sumri.
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar
á skrifstofunni frá kl. 9-15.
Afleysmga- og ráðningaþ/ónusta
Lidsauki hf. W
Skólavorðustíg la - 101 Reykjavik - Simi 621355
Staða
lögreglumanns
Laus er til umsóknar staða lögreglumanns
við embætti undirritaðs, með aðsetri á Rauf-
arhöfn.
Umsóknarfrestur er til 10. maí nk. Staðan
veitist frá 1. júní 1989.
Allar upplýsingar gefa Þröstur Brynjólfsson,
yfirlögregluþjónn og Daníel Guðjónsson,
varðstjóri, í síma 96-41630.
Sýslumaður Þingeyjarsýslu,
bæjarfógeti Húsavíkur,
Halldór Kristinsson.
SVÆÐISSTJpRN SUÐURLANDS -m málefni (ailaðra
^ EYRAVEGI37 - 800 SELFOSS - SÍMAR 99-1839 & 99-1922
Þroskaþjálfar
Sjúkraþjálfar
Iðjuþjálfar
Þroskaþjálfa - sjúkraþjálfa - iðjuþjálfa eða
aðra með sambærilega menntun vantar til
að veita forstöðu nýrri dagvistun fyrir fatlaða
á Selfossi, sem á að taka til starfa á kom-
andi sumri.
Einnig vantar sérmenntað starfsfólk eða
fólk með starfsreynslu til starfa á sambýli
og vernduðum vinnustað. Þessi staðir hafa
náið samstarf innbyrðis og við væntanlega
dagvistun.
Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu
Svæðisstjórnar Suðurlands, Eyrarvegi 37,
Selfossi, sími 98-21839.
RÍKISSPÍTALAR
Sjúkraliðar
óskast á Barnaspítala Hringsins. Um er að
ræða sumarafleysingar og fastar stöður á al-
mennar legudeildir.
Upplýsingar gefur Hertha W. Jónsdóttir, hjúkr-
unarframkvæmdastjóri í síma 91-601033.
Fóstrur
óskast á dagheimilið Stubbasel við Kópa-
vogsbraut 19. Um er að ræða 100% starf,
ráðningartími er frá 1. júní nk.
Upplýsingar gefur Katrín Einarsdóttir, for-
stöðumaður í síma 44024.
Reykjavík, 23. april 1989.
Reykjavík, 23. apríl 1989.
RÍKISSPÍTALAR
Útflutningur
- sjávarafurðir
Traust fyrirtæki í borginni sem m.a. selur
sjávarafurðir til útlanda vill ráða starfsmann
sem fyrst til að annast samskipti við kaup-
endur erlendis og framleiðendur hér á landi.
Menntun og reynsla er tengist fiskiðnaði
og útflutningsstörfum er nauðsynleg.
Hér er um sjálfstætt starf að ræða sem
krefst góðrar tungumálakunnáttu, sérstak-
lega ensku og nokkurra ferðalaga innanlands
sem utan.
Góð laun í boði fyrir réttan starfsmann.
Umsóknir er tilgreini aldur, menntun ásamt
starfsreynslu sendist skrifstofu okkar fyrir
27. apríl nk.
Gijdnt Tqnsson
RÁÐCJÖF & RÁÐN I NCARÞIÓN USTA
TJARNARGÖTU 14,101 REYKJAVÍK.SÍMI 62 13 22
Tónlistarskóli Mið-
neshrepps
Staða skólastjóra við Tónlistarskóla Miðnes-
hrepps er laus til umsóknar.
Umsóknarfrestur er til 29. apríl 1989.
Umsóknir sendist til skrifstofu Miðnes-
hrepps, Tjarnargötu 4, 245 Sandgerði.
Upplýsingar veitir Ásgeir Beinteinsson for-
maður skólastjórnar, í símum 92-37610 og
92-37439 frá kl. 13-16 alla virka daga.
Skólastjórn.