Morgunblaðið - 23.04.1989, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 23.04.1989, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. APRIL 1989 Eiflimanrraaff Það skal aldrei verða að ég opni fyrir inn- flutning slíkra vara - segir landbúnaðarráðherra um innflutning kjúklinga og svínakjöts „ÞAÐ SKAL aldrei verða að ég opni fyrir innflutning slíkra vara,“ sagði Steingrímur J. Sigfiísson landbúnaðarráðherra, þegar hann var spurður hvort hann gæti stutt innflutning svína- kjöts og kjúklinga í takmörkuðu magni til að fá verðsamanburð við innlenda framleiðslu. Hann kvaðst ekki geta gengið gegn lögum sem banna slíkan innflutning af heilbrigðisástæðum, auk þess sem hann kvaðst vera mótfallinn slíkri tilraun af öðrum ástæðum. Aðrir forystumenn stjórnmálaflokkanna sem rætt var við voru einnig mótfallnir slíkri tilraun, eða töldu hana ekki þjóna neinum tilgangi. Lög frá 1928 um varnir gegn gin- og klaufaveiki banna innflutning ósoðins eða lítt saltaðs kjöts og þar að auki eru í gildi lög frá 1985, svokölluð „Framleiðsluráðs- lög,“ sem heimila ekki innflutning búvara nema framleiðslu verði ekki annað innanlands að mati Framleiðsluráðs land- búnaðarins. „Nei,“ sagði Steingrímur J. Sig- fússon landbúnaðarráðherra. „Fyrir það fyrsta er ég algjörlega andvígur því. í öðru lagi held ég að enginn raunhæfur samanburð- ur fáist með slíkum æfingum. Það er hægt að fá miklu raunhæfari samanburð með öðrum hætti en þeim að heimila mönnum að taka inn eitthvert magn innflutnings þar sem menn geta kannski setið um sérstök tilboð eins og vitað er að bjóðast þegar menn reyna að komast inn á nýjan markað. Líka verður að taka með inn í myndina opinberan stuðning, niðurgreiðsl- ur, ef fást á einhver raunhæfur samanburður. Þá er þess að gæta að neyslan, hvað þessar vörur varðar, er að miklu leyti í formi ferskra vara, og slíkur innflutning- ur kjöts er einfaldlega bannaður af öðrum lögum, þannig að það skal aldrei verða að ég opni fyrir innflutning slíkra vara,“ sagði landbúnaðarráðherra. „Ég held að menn eigi ekki að gera slíka tilraun, nema þeir viti hvar hún endar og ef menn eru reiðubúnir að taka ábyrgð á því að hér leggist niður svínarækt og kjúklingarækt, því að þannig hygg ég að mundi nú fara,“ sagði Steingrímur Hermannsson forsæt- isráðherra. „Það er hægt að fá svona vörur gífurlega mikið niður- greiddar í Evrópu. Eg er sem sagt mótfallinn því að gera tilraun með þetta. Við yrðum þá að marka okkur þá stefnu að við ætlum að treysta á aðra í svínakjöti og kjúkl- ingum og ekkert að vera að tvínóna við það, en, ég er á móti því.“ Jón Sigurðsson viðskiptaráð- herra sagði þetta mál hafa verið rætt lengi. „En þeirri stefnu hefur nú lengst af verið fylgt að landið væri sjálfu sér nógt um kjötfram- leiðslu, en það þarf auðvitað stöð- ugt að vera að endurskoða mörkin á milli innflutnings og innlendrar Selfoss: Brotist inn í íþróttahúsið Selfossi. BROTIST var inn í íþróttahúsið á Selfossi aðfaranótt sumar- dagsins fyrsta og stolið um 30-40 þúsund krónum. Þjófurinn braut rúðu til að kom- ast inn og virtist vel kunnugur aðstæðum því hann leitaði uppi lykil að hitakompu þar sem pen- ingakassar íþróttadeilda ung- mennafélagsins voru geymdir. Ur þeim hirti hann peningana sem voru æfingagjöld íþróttafólksins sem æfir í húsinu. — Sig. Jons. framleiðslu." Jón kvaðst ekki þekkja til að slík endurskoðun færi nú fram hvað þessar vörur varðar. „Þessa hluti þarf jafnan að skoða og hugsa að nýju frá því sjónarmiði hvað gagnist almenn- ingi best.“ Hann kvaðst ekki viss um að raunhæft væri að fá saman- burð á verði með einhveijum inn- flutningi í takmörkuðum mæli. „Þetta þarf að skoða mjög vand- lega. Sérstaklega er hætta á sjúk- dómum varðandi kjúklinga- og svínaafurðir mikil og í því efni vil ég fara mjög varlega," sagði Jón Sigurðsson. „Ég tel að framleiðendur, neyt- endur og auðvitað stjórnvöld eigi að vinna að því að lækka verð á matvælum og að það sé mjög brýnt verkefni að menn skoði möguleika á því að ná niður kostnaði, bæði við framleiðslu, vinnslu og svo dreifingu," sagði Þorsteinn Páls- son formaður Sjálfstæðisflokksins. „Þetta er auðvitað það stóra verk- efni sem menn standa frammi fyr- ir i þessu efni.“ Hann sagði inn- flutning i takmörkuðu magni engu breyta í þessu efni og lækkaði ekki framleiðslukostnaðinn. „Ég held að menn eigi að horfa á hið raunverulega verkefni og tel að það sé mjög brýnt.“ „Ég get ekki svarað þessu, við höfum ekki rætt þetta í okkar hópi,“ sagði Kristín Halldórsdóttir, Kvennalista. „Ég hef nú ekki sér- fræðilega þekkingu á því hvort þessi viðbára sem aðallega er not- uð sem ástæða fyrir því að ekki sé leyfður innflutningur á kjöti, hvort hún er sú rétta, en ég mundi að minnsta kosti vilja skoða það mjög vel út frá heilbrigðissjónar- miði.“ FÉLAG VIÐSKIPTAFRÆÐINGA OG HAGFRÆÐINGA Aóalfundur Aðalfundur Félags viðskiptafræðinga og hagfræð- inga verður haldinn fimmtudaginn 27. apríl kl. 16.00. Fundarstaður: Hótel Holt, Þingholti. Dagskrá: 1, Erindi. Christian Roth, forstjóri íslenska Álfélagsins hf. flytur erindi: „First impression of being a general manager in lceland". 2. Venjuleg aðalfundarstörf. Mætið stundvíslega. Stjórn FVH. II lofftkælinaum tennisvölíur og tvær sundlaugar á Costa del SoÍ! Las Palomas - glæsilegur gististaðúr í Sol hótelkeðjunni. Verð frá 35.500,-* Á mánudag byrjum við að selja ífyrstu íbúðirnar á þessum frábæra gististað á alveg einstöku verði. *Verð miðað við hjón með tvö börn ítværvikuríjúní. HJÁ VERÖLD FÆRÐU MEIRA FYRIR PENINGANA - Ó-JÁ! FERflAMIflSIÖfllN AUSTURSTRÆTI17, II hœö. SÍMI622200 VíGNA SOLU HIDA OG ENDURNYJUNAR ARSMIDA OG FIOKKSMWA [R AÐALUMBODW .. TJARNARGOIU W 0PH>ÍDB6FRÁKL13mi7. HAPPDRÆTTIDVALARHEIMIUS ALDRAÐRA SJÓMANNA Eflum studning við aldraða. Miði á mann fyrirhvern aldraðan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.