Morgunblaðið - 23.04.1989, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 23.04.1989, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. APRIL 1989 13 starf með miklum tekjumöguleik- um. Suzanne lét undan þrýstingi þeirra, fór í verslunarskóla og stundaði störf á því sviði um tíma. Hún gifti sig og eignaðist tvö börn, en skildi síðar við mann sinn og giftist núverandi manni sínum Carl Gerleit, og búa þau nú í Colorado ásamt börnum Suzanne af fyrra hjónabandi. Suzanne og Carl hafa lengi kennt dans við háskólann í Louisville og eru nú með hæstlaun- uðu danskennurum þar í borg. „Líkamshreyfing er mér nauðsyn- leg til að endurnýja orkuna og halda mér í jarðsambandi, ef svo má segja." En daglegt starf hennar felst í námskeiðum, fyrirlestrum og einkatímum í líflestri og heilun. Á námskeiðum sínum hefur hún leiðbeint fólki í að vinna með æðri verum og ég spyr hana hvernig svona venjuleg manneskja beri sig að í því sambandi. Hún segir að þetta sé ekkert nýtt í veraldarsögunni, bænin hafi alltaf verið til staðar. „Þú talar til þeirra eins og þú talaðir til Guðs sem barn. En þegar þú vilt að þeir hjálpi þér til að ná markmiðum þínum, þá er betra að vera með þau markmið ljós og skýr, ef til vill skrifa þau niður. Það eru nefnilega margir sem vilja eitt í dag og ann- að á morgun og verurnar verða alveg ruglaðar! Og það er einnig betra að vera viss um hvað það er sem þú vilt, því margir biðja um eitthvað sem þeir vilja í rauninni ekki, og fá það! En menn skyldu aldrei ákalla leiðbeinendur sínar þegar þeir eru æstir eða hræddir. Þeir verða að vera í jafnvægi og vera rólegir þeg- ar þeir taka við skilaboðum. Skila- boðin geta birst á margan hátt, t.d fáum við oft skilaboð í draumum, einhver hringir í okkur, eða' þá að við hittum ákveðið fólk á ákveðnum tíma og höldum það hafi verið hrein tilviljun. En hlutirnir gerast ekki alltaf af tilviljun þótt menn haldi það.“ — En ef það gengur nú ekkert hjá fólki að vinna með sínum ver- um, hvað er þá að? „Óttinn við breytingar. Því fylgir visst öryggi að lifa lífinu eins og maður hefur alltaf gert. Hugur manns ög hjarta þráir ef til vill breytingu, en það er eitthvað í per- sónuleikanum sem veitir mótstöðu og má oft rekja það til uppeldis og trúarskoðana. Sumum finnst þeir eiga skilið refsingu, þeir eigi ekki skilið að vera glaðir og heilbrigðir. Þetta er ekki spurning um að taka skynsamlega afstöðu til ein- hvers, heldur opna hjarta sitt. Ósk og löngun er fyrsta skrefið til sköp- unar, og trúin, — þú verður að trúa á það sem þú ert að gera. Margir Þessi hugmyndum trygga afkomu er byggð á ótta en ekki af löngun, segir Suzanne Gerleit. Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmsson eiga erfitt með taka við kærleikan- um og þeirri orku sem fylgir hon- um, því þeir hafa aldrei elskað sjálfa sig. En allir hafa sinn tíma, hlutirnir gerast ekki endilega í febrúar eða mars þótt viðkomandi óski þess, hans tími kemur.“ Fyrri líf — Þú hvetur fólk til að vinna með æðri verum.en ég hef jafnframt heyrt að þú varir við vissum hætt- um. Hveijar eru þær? „Þegar menn „opnast“ inn á þessi svið þá verða þeir móttækileg- ir fyrir öllum áhrifum, bæði slæm- um og góðum. Þeir verða sjálfir að læra að velja og hafna milli góðs og ills, læra að vinna með þeim sem höfða til þeirra betri manns. Við verðum að treysta okkar eigin til- finningum, þeim sem gefa okkur ást og frið. Það er til látið fólk, sem hefur ekki getað slitið sig frá þessari jarð- vist og mundi vilja nota okkur í eigin þágu, koma áformum sínum fram í gegnum okkur. Stjórna okk- ur, ef við leyfðum.“ Þegar Suzanne tekur fólk í einka- tíma í líflestri, getur fólk komið með spurningar varðandi líf sitt, hæfileika sína og framtíð og einnig spurt um fyrri líf. En höfum við einhverja vissu fyrir fyrra lífi og er einhver ávinningur af því fyrir fólk að vita hvað það var og gerði? Og er ekki hægt að segja okkur hvað sem er, því ekki erum við þess umkomin að vita hvað er satt og rétt? „Ég segi ekki fólki hvað það var í fyrra lífi nema það óski þess. Og það má mín vegna kasta þeim upp- lýsingum frá sér,“ segir hún. „En ávinningurinn er sá, að ég sé oft hæfileika sem enn blundar í þeim frá fyrra lífi og einnig sé ég sambönd og tengsl þeirra við núver- andi ástvini sem hafa verið með þeim í fyrri tilvistum, en oft hefur þessum samböndum ekki verið full- lokið og því þarf að vinna úr þeim. Við höfum oft sterkar tilfinningar til ákveðins aðila úr fjölskyldunni, því samband okkar hefur verið sterkt og náið í fyrra lífi. Við þurf- um að læra að elska hvert annað frá öllum hliðum og tökum því allt- af að okkur hin ýmsu hlutverk, er- um ýmist faðir, móðir, sonur eða dóttir." Suzanne hefur nú séð landið okk- ar í sínum versta ham, og einnig komið auga á þá streitu sem fylgir okkur. Ég spyr hana hvort við Is- lendingar séum ekki bara að flýja þessi ósköp með því að sökkva okk- ur niður í dulræn málefni? — „Nei, það held ég ekki. Hins vegar hafíð þið verið undir miklu álagi undanfarin ár sem leiðir til þess að fólk óskar nú eftir meira jafnvægi í líf sitt og leitar eftir því með því að skoða sinn innri mann. Það þýðir ekki það að fólk sé að gefast upp á raunveruleikanum. Þið hafíð lengi haft áhuga fyrir andleg- um og dulrænum efnum þetta er arfur frá forfeðrum ykkar sem voru í náinni snertingu við frumefnin og hin sterku náttúruöfl. Það er mjög ríkt í ykkur að sækjast eftir frelsi í öllum myndum og upphaflega komuð þið til landsins í þeim til- gangi." — Hvernig manneskja er Suz- anne Gerleit? spyr ég. „Full af gáska og leik,“ svarar hún um hæl, „en það vill b'ara eng- inn leika við mig!“ Og hlær svo hátt. Svo veltir hún aðeins vöngum. „Já hvernig er Suzanne, svona dagsdaglega meinarðu? Þegar ég er ekki að vinna þá er ég oftast úti í náttúrunni, fer út með hundana mína, ég er mikið með dýrum. Nú svo les ég mikið, mála og spila á píanó. Ég lifi mjög kyrrlátu lífí.“ HRESSINGARDVÖL Hvernig væri að reyna eitthvað nýtt og koma í hressing- ardvöl á Reykhólum í Barðarstrandarsýslu í sumar á tímabilinu: 6/6-14/6 16/6-23/6 27/6-5/7 7/7-14/7 25/7-4/8 Við bjóðum upp á macrobiotiskt fæði, líkamsæfingar, nudd og margt, margt fleira. Upplýsingar í símum 32553 og 651137 og eftir 1. maí hjá Gullu í síma 35060. Þuríður Hermannsdóttir, Sigrún Ó. Olsen. IVECO DAILY 4x4 Turbo: Tilbúinn j íf jal la- og iöj iaferði rr íat • AN kostnaðarsamra breytineall er eins og siiiðinn fyrir ísienskar aðstæður og hentar öllum þeim sem þurfa öflugustu gerð af al- drifsbíl. i > » * _..«nuda9 ^ » sunnudaQ tbSwda9!i En«t .emo'JJwJO • Léttbyggð 4 strokka turbodieselvél, 100 hestöfl DIN, tog 23 kg/ra við aðeins 2000 snúninga. • 5 gíra kassi, hlutföll: 1. gír 1:6.194, milli- kassi 1:2.74, öxlar 1:5.22, heildarniður- gírun ílægstagírþví 1:88. Enginnaldrifs- bíll kemst nálægt þessu!! (Landcruiser = 1:35). • Handstýrð driflæsing í afturöxli, hand- stýrð driflæsing í framöxul fáanleg. • Heildarþyngd aðeins 2.340 kg. IVECO Daily fæst í mörgum mis- munandi útgáfum, tilbúinn til innréttingar fyrir allt að 12 sæti eða svefnpláss, með eða án há- þekiu úr trefjagleri með 188 cm lofthæð. Smiðsbúð 2, Garðabæ, S. 65-65-80. IVECO Sjón er sögu ríkari, komið og skoð- ið þennan afburðabíl á sýningunni hjá okkur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.