Morgunblaðið - 23.04.1989, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.04.1989, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. APRIL 1989 Suzanne Gerleit, bandarískur miðill og andlegur leiðbeinandi ræðir um velmegun og æðri verur eftir Kristínu Marju Baldursdóttur ÁHUGIÍSLENDINGA á andlegum og dulrænum efnum er mikill, og hefur það stundum hvarflað að mönnum að þjóðin sé að flýja hversdagsleikann og kaldan veturinn með þvi að sökkva sér niður í slík málefiii. En eflaust er þessi dulræna þörf í blóðinu á íslendingum og má rekja til forfeðranna sem umgengust álfana í hólnum eins og hveija aðra nágranna. Margir hafa orðið fyrir dulrænni reynslu hér á landi, meðan aðrir hafa hvorki „heyrt né séð“, en sennilega er jafn heimskulegt að afneita annari tilvist og æðri vitund eins og að trúa á slíkt. Bandarískur miðill og andlegur leiðbeinandi, Suzanne Gerleit, var stödd hér á landi í nokkra daga og hélt námskeið sem Qölluðu m.a. um lækningamátt einstaklingsins og meðfædda innri hæfíleika, og einnig var hún með fyrirlestur um velmegun og þá list að búa við nægtir. OKKAR annað en það sem byggist á tómri skyldurækni, því slíkt er alltaf streituvaldandi, þá ríkir lögmálið um velmegun." — Eigum við þá að kasta frá okkur gamla starfinu og fara að gera það sem okkur langaði alltaf til? _ „Ég er nú ekki að segja það, en það er hægt að taka eitt skref í einu í átt að settu marki, fólk þarf líka að öðlast jafnvægi og andlegan styrk þegar stórar breytingar eru framundan. Ef þú trúir á sjálfa þig og finnst þú hafa eitthvað að gefa fólki, þá er þetta slóðin sem þú rekur. Þú átt að trúa á drauma þína og setja síðan kraft í óskir þínar.“ Þegar Suzanne er spurð hvort hún haldi að íslendingar hafi mikinn áhuga á peningum, þá hlær hún og segir að þeir eigi sinn skerf af græðginni. „Ég sé að þeir eru dug- legir að eignast hluti sem þeir halda að fullnægi innri þörfum sínum, en þó eiga þeir í erfiðleikum með greiðslukortin sín! Þetta veldur mik- illi streitu hér. Þó held ég að þetta hafi ekki alltaf verið þannig. Það er mikil viska og sköpunar- máttur sem kemur frá íslandi og landið er uppspretta mikillar orku. Ykkar framtíð er björt. Þið hafið að vísu staðið i ströngu við aðrar þjóðir vegna hvalveiða ykkar, en ef þið lítið á málið í víðara sam- hengi, þá munið þið sjá að jörðin þolir enga rányrkju meir. íslending- ar eiga eftir að finna og hagnýta sér aðrar og meiri auðlindir, sem gera þá að auðugri þjóð. En þær munu ekki einungis koma ykkur að notum heldur öllum heiminum. Efnahagur Bandaríkjanna er hins vegar dauðadæmdur. Alþjóðabank- arnir hafa fjárfest í styijöldum og þótt einhver breyting verði á þá mun hún ekki verða sú sem fólkið kysi.“ Hún ræðir síðan um dvöl sína hér og segir: „Ég hef orðið vör við árangur af starfi mínu og finn að það fólk sem hefur komið núna aftur til mín er í meiri tengslum við æðri veruleika og vitundarstig. Hugsunarháttur þeirra hefur breyst, þau gera sér betur grein fyrir hömlum sínum og einnig fyrir mætti jákvæðrar hugsunar. Sumum hefur tekist að breyta aðstæðum sínum og komist í meira skapandi umhverfi." Bætir svo við: „Ára þeirra er iíka miklu bjartari núna!“ Æðri verur Dulrænir hæfileikar Suzanne komu í ljós fyrir nítján árum. „Ég var mikið veik og læknarnir voru ráðþrota. Eitt kvöldið var ég viss um að sofnaði ég myndi ég aldrei vakna aftur. En það sama kvöid fylltist herbergið ljósgeislum og skært hvítt ljós var yfir höfði mínu sem færðist síðan um allan líkam- ann. Þetta var sem endurfæðing. Ég varð alheilbrigð, og mér skildist að eitthvað annað og meira var fyrir utan vídd okkar.“ Suzanne fæddist í New York fyr- ir rúmum Qörutíu árum og ólst upp ásamt bróður sínum á ósköp venju- legu bandarísku heimili. Foreldr- arnir voru veraldlega sinnaðir og voru ekki alls kostar ánægðir með hugarfar dótturinnar, sem hafði meiri áhuga á dansi, myndlist og músik, en því að tryggja sér gott Þetta er í þriðja sinn sem Suzanne Gerleit kemur til íslands, en hún kom hingað fyrst haustið 1987. í tvö skipti kom hún hingað á eigin veg- um og vina sinna, og eitt skiptið á vegum Þrídrangs. Þau námskeið sem hún hélt núna voru mjög vel sótt þrátt fyrir ófærð og vonskuveður, og einnig voru einkatímar hennar í líflestri fullbókaðir þá daga sem hún dvaldi hér. Suzanne héfur starfað sem mið- ill og andlegur leiðbeinandi í heima- landi sínu í nítján ár og í spjalli við Morgunblaðið sagði hún stuttlega frá starfi sínu og sjálfri sér. Námskeið hennar hafa byggst á því að íeiðbeina fólki að vinna með æðri verum. Þessar verur segir Suzanne vera engla, meistara og náttúruanda. Englamir vaki yfir okkur og verndi, og þegar miklar sviptingar verði meðal þjóða þá séu þeir saman í stórum hópum. Meist- arar hafi áður verið meðal okkar lifenda, en náð fullkomnun og þurfi ekki að endurholdgast. Þeir kenni og leiðbeini mönnum, vinni aldrei gegn vilja okkar, en hjálpi okkur þegar við vinnum að einhveiju já- kvæðu og skapandi. Náttúmandar séu alls staðar, yfir fjöllum og vötn- um og umvefji hveija plöntu og hvem stein. Á námskeiðum sínum núna hefur hún lagt áherslu á lækningamátt og andlegt jafnvægi. „í öllum heim- inum er nú að verða hugarfars- breyting hvað snertir lækningar, og má í raun tala um byltingu. Læknavísindin em komin út í öfgar því hinn sálræni þáttur hefur verið vanræktur. Læknirinn hefur ekki lengur tíma til að spjalla við sjúkl- ing sinn og komast þá ef til vill að rntnm moíncinc Margir sjúkdómar eiga sér and- legar orsakir og ef við skildum það betur þá væm sennilega margir uppskurðir óþarfir, svo ég tali nú ekki um t'íma og peninga sem þjóð- félagið og einstaklingurinn mundi spara sér.“ Vclmegnn Einn fyrirlestur Suzanne fjallaði um listina að búa við velmegun, og vakti hann áhuga margra. Hann fyallaði þó ekki eingöngu um það hvernig græða ætti fé. „Velmegun er ekki bara peningar," segir Suz- anne. „Velmegun er góð heilsa, 'skapandi vinna, vinir og góð fjöl- skyldutengsl. En auðvitað spila pen- ingar hér inn í, því á þeim sést hvemig við höfum varið orku okkar. Skjólstæðingar mínir koma oft til mín og vilja vita hveijir hæfileik- ar þeirra séu. Segja mér að þá hafi langað til að gera þetta og hitt þegar þeir vom böm, en verið ráðið frá því sökum þess hversu ótrygg afkoman gæti orðið. Þessi hugmynd um trygga afkomu og það að „kom- ast af“ er alltof oft ríkjandi og yfir- leitt er hún byggð á ótta en ekki af löngun. Þegar menn hafa komist á það stig að starfa við eitthvað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.