Morgunblaðið - 23.04.1989, Page 25

Morgunblaðið - 23.04.1989, Page 25
# I fc bii. #’ ft >1 MORGUNBLAÐIÐ ATVIIMNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 23. APRIL 1989 25 ATVIN NUAUGIÝSINGAR Verzlunarskóli íslands Kennarastöður í eftirtöldum námsgreinum eru lausar til umsóknar við Verzlunarskóla íslands næsta vetur: íslensku. Þýsku. Stærðfræði (stærðfræðideild). Verslunarrétti. Bókfærslu og hagfræði. Tölvufræði. Líf-, efna- og eðlisfræði. Umsóknir skulu vera skriflegar og berast skólastjóra eigi síðar en 20. maí nk. Verzlunarskóli íslands. Félagsstarf aldraðra, Norðurbrún 1 Starfsmann vantar til að aðstoða við böðun og fleira. Upplýsingar á staðnum og í símum 686960 og 83790. Félagsmálastofnun Reykjávíkurborgar. ORKUBÚ VESTFJARÐA Vélstjóri Orkubú Vestfjarða óskar að ráða vélstjóra með full réttindi til starfa í Bolungarvík. Nánari upplýsingar gefur Jón E. Guðfinnsson í símum 94-3211 og 94-7242 eftir kl. 19. Sölumenn Gullið tækifæri Við viljum ráða sölumenn til þess að bjóða ný og eldri ritverk í Reykjavík og úti á landi. Um er að ræða mjög seljanlega vöru, háa söluprósentu og því mikla tekjumöguleika. Ef þú vilt þéna vel, ert kappsamur og ábyggi- legur, þá hafðu samband við sölustjóra okk- ar næstu daga milli kl. 10.00-12.00. Við kennum þér réttu tökin þótt þig skorti reynsluna. ÖRN OG ÖRLYGUR Síðumúla 11, sími 8 39 99. Framtíðarstörf Óskum eftir að ráða sem fyrst gott fólk til eftirtalinna framtíðarstarfa: ★ Vaktstjóra. Kröfur um góðan járniðnaðar- mann, vanan stjórnun. ★ Matreiðslumann í sumar á gott sumar- hótel úti á landi. ★ Afgreiðslumann í byggingavöruverslun. ★ Góðan mann til framleiðslustarfa hjá góðu fyrirtæki í plastiðnaði. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni. Skrifstofan er opin virka daga frá kl. 9-12 og 13-15. simsNómsm # Uppmæling Félag byggingariðnaðarmanna í Hafnarfirði auglýsir eftir starfskrafti til að annast um upptekt og útreikning á ákvæðisvinnu bygg- ingarmanna. Um er að ræða fullt starf og þarf viðkomandi að hafa bifreið til umráða. Æskilegt er að viðkomandi hafi þekkingu á ákvæðisvinnu og góða reiknikunnáttu. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknir er tilgreini aldur og menntun skal leggja in á skrifstofu félags byggingar- iðnaðarmanna, Austurgötu 8, Hafnarfirði, eigi síðar en 5. maí nk. Æskulýðs- og íþróttafulltrúi Laust er til umsóknar starf æskulýðs- og íþróttafulltrúa hjá Borgarnesbæ. í starfinu felst umsjón með æskulýðs- íþrótta- og tómstundamálum. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf berist skrifstofu Borgarnes- bæjar á Borgarbraut 11, fyrir 15. maí nk. Allar nánari upplýsingar veitir undirritaður í síma 93-71224 Bæjarstjórinn í Borgarnesi Bifreiðasmiðir Óskum að ráða vana réttingamenn. Við bjóð- um góða vinnuaðstöðu í björtu, snyrtilegu og velbúnu verkstæði sem er að hefja starf- semi í Kópavogi. Við leitum að duglegum mönnum sem mæta vel og ganga snyrtilega um og eru líklegir til að efla góðan starfs- anda á vinnustað. Upplýsingar í síma 44250. Varmi, bílasprautun og réttingar, Auðbrekku 14, Kópavogi. Breiðholt Starfskraftur óskast eftir hádegi til léttra starfa og til að sjá um kaffistofu. Vinnustaðurinn er reyklaus. Upplýsingar sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 30. apríl merktar: „A - 8669“. Gríptu tækifærið! Loksins erum við komnir til íslands - og nú vantar okkur góða sölumenn. Reynsla er æskileg en ekkert skilyrði. Við bjóðum sölumönnum okkar upp á nám- skeið. Við erum fyrirtæki í örum vexti og ef þú: - vilt komast áfram - ert 25 til 40 ára - ert jákvæð(ur), úrræðagóð(ur) og drífandi - vilt geta skammtað þér laun eftir afköstum - getur ráðið tíma þínum sjálf(ur) - hefur bíl og síma - og hreint sakavottorð hringdu þá í síma 53494 og fáðu nánari upplýsingar! Kirbyí Reykjavík. Dagheimilið Marbakki - fóstrur Hafið þið áhuga á að vinna skapandi starf með börnum og fullorðnum? Dagheimilið Marbakki óskar eftir fóstrum til að vinna í anda „Reggio Emilia". Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 641112. Félagsmálastofnun Kópavogs. Er að leggja drög að framtíðarstarfi! Húsmóðir í námi með marga ára starfs- reynslu í alm. skrifstofustörfum óskar eftir vinnu fram að næstu áramótum eða eftir nánara samkomulagi. Býr yfir ákveðni og fjöl- hæfni í starfi. Tilboð leggist inn á auglýsingadeild Mbl. merkt: „F - 8486“ fyrir 29. apríl. Atvinnumiðlun námsmanna Atvinnumiðlun hefur hafið sína árlegu starf- semi. Úrval hæfra starfskrafta er í boði, bæði hvað varðar menntun og reynslu. Atvinnumiðlunin er opin frá kl. 9-18 virka daga í húsnæði Félagsstofnunar stúdenta, símar 621080 og 621081. Laus staða Staða lögreglumanns í lögregluliði Ólafs- fjarðar er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 5. maí nk. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu lögreglustjóra á Ólafsvegi 1, Ólafsfirði. Laun eru samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Lögreglustjórinn á Ólafsfirði, 18. apríl 1989. Afgreiðslustarf Sérverslun í Kringlunni óskar eftir starfs- krafti strax. Æskilegur aldur 30-45 ára. Vinnutími kl. 13.00-19.00. Handskrifuð umsókn sendist auglýsingadeild Mbl. merkt: „Framtíðarstarf - 8111“ ásamt upplýsingum um aldur og fyrri störf, fyrir 27. apríl nk. Framkvæmdastjóri Nú þegar er laus til umsóknar staða fram- kvæmdastjóra Héraðssambandsins Skarp- héðins. Um heila stöðu er að ræða. Æskilegt er að umsækjandi hafi starfað að íþrótta- eða ungmennafélagsmálum. Umsóknum skal skila til Þjónustumiðstöðvar HSK, Engjavegi 44, 800 Selfossi, sími 21189, fyrir 1. maí 1989. Starfsfólk óskast Starfsfólk vantar að Þörungaverksmiðjunni á Reykhólum Upplýsingar gefur verkstjóri Valdimar Jóns- son í síma 93-47740 og á kvöldin í síma 93-47797. Þörungaverksmiðjan hf., Reykhólum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.