Morgunblaðið - 26.04.1989, Síða 14

Morgunblaðið - 26.04.1989, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 1989 Geislað grænmeti en ekki geislavirkt eftir dr. Björn Sigurbjörnsson Bemhard Jóhannesson, garð- yrkjumaður í Borgarfirði ritar grein í Morgunblaðið 21. mars s.l., m.a. um nauðsyn þess að herða eftirlit með eiturefnainnihaldi og geisla- magni innflutts grænmetis. Því miður gætir í þessari annars ágætu grein misskilnings hvað varðar geislun grænmetis til að auka geymsluþol þess. Sannleikurinn er sá að grænmeti (og önnur matvæli) sem geislað er með gamma geislum, röntgengeisl- um eða rafeindum til þess að auka geymsluþol, verður alls ekki geisla- virkt fremur en þeir sem láta taka af sér röntgenmynd verða geisla- virkir. Geislun grænmetis i þessum til- gangi á því ekkert skylt við kjam- orkuslysið í Chemobyl. Þá féll til jarðar geislavirkt efni sem gerði grænmeti og önnur matvæli á við- komandi svæðum geislavirk. Geisla- virk matvæli em hættuleg, enda var neysla matvæla með of miklu geislamagni bönnuð frá þessum svæðum. Það er enginn vandi að mæla geislavirkni í matvælum en á hinn bóginn er ekki hægt að ganga úr skugga um, hvort matvæli hafi verið í geislameðferð, því að hún skilur ekki eftir sig neinar breyting- ar sem unnt er að mæla nema hvað geisluð matvæli geymast mun leng- ur óskemmd. Geislun matvæla með allt að 10 kGy er algjörlega skaðlaus neytend- um. Þetta er niðurstaða staðla- skrámefndar Sameinuðu þjóðanna og byggð á áratugalöngum rann- sóknum á áhrifum geislunar á mat- væli. Staðlaskrámefndin (Codex Alimentarius Commission), sem FAO (Alþjóða landbúnaðar- og matvælastofnunin) og WHO (Al- þjóðaheilbrigðisstofnunin) standa að, er skipuð fulltrúum 135 ríkja, þ. á m. íslands. Codex ijallar um alla staðla viðkomandi framleiðslu, meðferð og geymslu matvæla, „Sannleikurínn er sá að grænmeti (og önnur matvæli) sem geislað er með gamma geislum, röntgengeislum eða rafeindum til þess að auka geymsluþol, verð- ur alls ekki geislavirkt fremur en þeir sem láta taka af sér röntgen- mynd verða geislavirk- ir.“ þ. á m. innihald eiturefna og merk- ingu matvæla í milliríkjaviðskipt- um. íslandsnefnd Codex sér um þessi mál fyrir okkar hönd og gæti leiðbeint um eftirlit með þessum málum sem Bernhard æskir eftir. Geislun matvæla er enn sem komið er lítið útbreidd og varla Dr. Björn Sigurbjömsson notuð við útflutt matvæli nema við gerilsneyðingu krydds. Það er helst farið að nota þessa aðferð í Suður- Afríku, Frakklandi og Belgíu og að einhveiju leyti í Hollandi og Ung- veijalandi. Þessi aðferð verður þó brátt tekin í notkun í Bandaríkjun- um við geislun ávaxta og verið er að reisa geislunarstöðvar t.d. í Thai- landi, Malasíu, Bangladesh, Fíla- beinsströndinni og Kína. Hins vegar er vaxandi áhugi á geislun matvæla vegna þess hve hægt er að geyma geisluð matvæli (grænmeti, ávexti og fisk) lengi fersk og ófrosin. Sömuleiðis er hægt að útiloka salmonella sýkingu, td. í kjúklingum sem pakkað er fyrir geislun. Það væri mikill fengur fyrir ís- lendinga að geta aukið geymsluþol á ferskum fiski um 2 vikur með léttri geislun, þegar milliríkjaversl- un með geislaðan fisk verður leyfð. Því miður er töluverð tortryggni hjá almenningi gagnvart geisluðum matvælum. Þetta orsakast af þess- um algenga misskilningi, sem kem- ur fram hjá Bernhard að geisluð matvæli séu geislavirk og að geislun upp að því marki sem Codex Ali- mentarius-nefndin leyfir sé skaðleg neytendum. Það er ekki hægt að auka geymsluþol allra matvæla með geislun, td. ekki mjólk og mjólkur- vara, en flestar aðrar algengustu matvælategundir geymast mun lengur óskemmdar og eru hollari eftir hæfilega geislameðferð. Og við það má spara sér notkun geymslu- efna sem oft eru skaðleg heilsu manna. Vínarborg 26. marz Höfúndur er forstjóri sameigin- legrar deildar FA O og Alþjóða- kjarnorkustofnunarinnar og for- maður FAO-neihdar sem {jallar um geisla virk matvæli. Píanótónleikar Athugasemd vegna kirkj ugarðsins í Viðey Tónlist Jón Ásgeirsson Fjórðu píanótónleikar EPTA voru haldnir í íslensku óperunni sl. mánudag en á þeim lék Selma Guð- mundsdóttir verk eftir Jón Leifs, Pál Isólfsson, Khatsjatúijan, Janac- ek, Liszt og Chopin. Tónleikarnir hófust á Torrek op. 1 nr. 2 eftir Jón Leifs, sérkennilegu en fallegu verki, er Selma lék mjög vel, þó hún drægi nokkuð úr forn- eskjulegri hörku þess. Þijú píanólög eftir Pál ísólfsson eru leikandi létt- ar tónsmíðar, sem vel má skerpa með óhaminni kátínu, auk þess að þar er einnig að hafa ljóðræna við- kvæmni, sem Selma vann oft fal- lega úr. eftir Janacek, er samin í minningu verkamanns, sem lést í pólitískum átökum. Verkið er í tveim þáttum en sá þriðji hefur með einhveijum hætti glatast, enda liðu nær tveir áratugir áður en sónatan fékkst gefin út. Þetta verk þarf að leika með þeirri ógn og tilfinninga- spennu, sem einkenndi frelsisátök aldamótaáranna í Evrópu og setti m.a. mark á starf manna eins og Smetana og Janaceks. Þrátt fyrir að margt væri músíkalskt vel gert hjá Selmu og skýrt mótað, vantaði þá ógn og sorg sem verkið er þrung- ið. Eftir hlé var það rómantíkin, Waldesrauschen eftir Liszt og b- moll sónatan eftir Chopin. Selma Guðmundsdóttir er ágætur píanó- leikari og leikur mjög músíkalskt og af töluverðri kunnáttu en í tveim- eftir Aðalstein Steindórsson Vegna blaðaskrifa að undanfömu um kirkjugarðinn í Viðey vil ég und- irritaður umsjónarmaður kirkjugarða þjóðkirkjunnar taka fram eftirfar- andi: Þegar uppbygging hófst í Viðey, þótti við hæfi að kirkjugarðurinn þar fengi eðlilega lagfæringu í samræmi við viðreisn annarra mannvirkja. Á þessum forsendum leitaði Viðeyjar- nefnd til mín sem og henni bar, og samráð var haft um hvað gera þurfti. Einnig var leitað álits annarra sér- fróðra manna. Mér var falið að auglýsa væntan- legar framkvæmdir og það var gert (dagsett augl.) þann 12. apríl 1988, samkv. núgildandi lögum um kirkju- garða, en þar segir m.a. að átta vik- ur Iíði þar til framkvæmdir hefjist. Auglýsing birtist þris.-ar sinnum í útvarpi (rás 1) næst á eftir dánartil- kynningum að kvöldi (þijá daga) og birtist þrisvar sinnum í Lögbirtingar- blaði. Einnig tók Morgunblaðið þetta upp í dagbók sína 24. apríl en þann dálk hygg ég að flestir lesendur blaðsins líti yfir daglega. í auglýsing- unum er m.a. tekið fram að fylla ætti grasflötinn og slétta hann, m.a. til að ná fram réttum vatnshalla, einnig að þjappa hann vegna þess að ýmsir legstaðir höfðu sigið og söfnuðu til sín vatni. Þá var ákveðið að fjarlægja sprungnar og hallandi legstaðagirðingar, og girða garðinn að nýju. Hér er aðeins um að ræða yfirborð garðsins. Engri gröf var raskað og full gát höfð við minnis- merki. _________ Áður en þetta var gert, var garður- inn að sjálfsögðu mældur nákvæm- lega, kortlagður, öll leiði og minnis- merki staðsett og skráð. Var það gert til þess að hægt væri að ganga frá öllu eins aftur. Hvað aðferðina við framkvæmdina varðar, er það viðtekin venja að til þess séu notuð vélknúin tæki. Má þar benda á,' að í kirkjugörðum vitt um land er slíkum tækjum beitt, einnig við grafartöku hvar sem hægt er að koma því við. Hljóta þau þá óhjákvæmilega að aka yfir eldri graf- ir eða hluta þeirra. Hefur það tíðkast án þess að fundið væri að enda gætt þess að fara að með fullri gát. í Viðey var framkvæmdin sjálf í höndum byggingarstjóra undir stjóm Viðeyjamefndar. Til nánari upplýsingar á erindi þessu vil ég segja frá eftirfarandi: í byijun starfs míns óskaði sóknar- nefnd ein eftir sléttun á garði til þess að hún gæti hirt hann sómasam- lega og fólk kæmist leiðar sinnar um garðflötinn og einnig til hreinsunar á áragömlu illgresi. Að venjulegum undirbúningi loknum vegna fyrir- hugaðra framkvæmda veltum við því fyrir okkur hvort það væru helgi- spjöll að nota dráttarvél til verksins. Við leituðum álits prófastsins á staðnum, þjóðþekkts klerks og menn- ingarfrömuðar. Svar hans við okkur var: Þegar farið er inn í garðinn til góðs, til að fegra hann og bæta, sé ég enga ástæðu til annars en nota vél, enda sé henni beitt af varfæmi. Þannig, telur undirritaður að staðið hafi ver- ið að verkum í Viðey. Höfundur er umsjónarmaður kirkjugarðaþjóðkirkjimnar. Samtök fyrir þá sem hættir eru að reykja Að tilhlutan Krabbameinsfé- lags Reykjavíkur verður haldinn undirbúningsfundur að stofnun samtakanna SA (smokers anony- mus) fimmtudaginn 27. apríl. Samtökin munu starfa í anda AA-hreyfingarinnar með það að markmiði að styðja fólk í þeirri við- leitni að halda sig frá tóbaki eftir að það hættir að reykja. Undirbúningsfundurinn verður haldinn í húsakynnum Krabba- meinsfélagsins í Skógarhlíð 8 í Reykjavík og hefst kl. 20.00. I fundarlok verður sýnd myndin „Dauðinn í vestri" (Death in the West) sem verið hefur mikill þyrnir i augum tóbaksframleiðenda .um árabil. Allir sem em að kljást við þenn- an vanda era velkomnir og þeir sem verið hafa á námskeiðum félagsins era sérstaklega hvattir til að láta sjá sig og taka með sér gesti. (Fréttatilkynning) Símar3S408og 83033 AUSTURBÆR Sjafnargata - Fjölnisvegur Tokkatan eftir Khatsjatúijan var á köflum nokkuð dauf en fallega leikin. í því verki má leika með hraðann nokkuð óhóflega, því tón- hugmyndir verksins era í raun að- eins leikbrellur, sem þá fyrst verða spennandi, sem hraðinn verður æsi- legri. Sónatan „Fyrsti október 1905“, ur síðustu verkunum vantaði þ punktinn yfir i-ið. Það var sérkenn legt hversu hljóðfærið svaraði mis jafnlega, þegar notaður var vinsti pedallinn. Tónninn varð stundur undarlega flár og jafnvel glami andi, einkum ef laglínan var leiki skýrar en undirraddimar. LEIÐRETTING ÞAU MISTÖK urðu við birtingu greinar Friðriks Sophussonar í blaðinu í gær, að tafla ásamt texta, sem átti að birtast sérstak- lega með greininni, var birt sem hluti hennar. Morgunblaðið birtir þessa töflu á ný ásamt texta. Þingmaðurinn er beðinn velvirðingar á þessum mistökum. Hreinn hagnaður í sjávarútvegi sem hlutfall af tekjum (m.v. 6% ávöxtum stofnijár). Grunndæmi Dæmi 1 Dæmi 2 Dæmi3 Með verðbót. Án verðbóta Án verðbóta Án verðbóta á freðfiski á freðfiski á freðfiski á freðfiski % % % % Veiðar og vinnsla -3 -34 -TO -10 Veiðar -4K -414 -54 -7 Vinnsla -44 -34 -5 -7 Frysting -2 -7 -34 -34 Söitun 2 134 -1 Grunndæmið sýnir afkomuna með verðbótum á freðfísk og sér- stakri tímabundinni endurgreiðslu uppsafnaðs söluskatts. Dæmi 1 sýnir afkomuna án þessara greiðslna. í dæmum 2 og 3 er lagt mat á afkomu botnfískveiða og vinnslu miðað við að almennar launabreyt- ingar verði hliðstæðar og í kjarasamningi BSRB og ríkisins. í þessum dæmum er því reiknað með að laun í fiskvinnslu hækki hlutfallslega eins og í kjarasamningi BSRB og ríkisins. I dæmi 2 er reiknað með 4% hækkun launa. Þetta dæmi gæti því sýnt áætlaða afkomu grein- anna í júní mánuði næstkomandi eftir að fyrstu áhrif kjarasamning- anna hafa komið fram. í dæmi 3 er hins vegar reiknað með 914% hækkun launa, eða eins og áætlað er að BSRB laun hækki á samn- ingstímanum til loka nóvember. Dæmið sýnir því í reynd áætlaða afkomu greinanna í lok samningstíma BSRB að öllu öðra óbreyttu en launum og tengdum liðum. (Þjóðhagsstofnun 14. apríl 1989)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.