Morgunblaðið - 26.04.1989, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 26.04.1989, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIRUDAGUR 26. APRÍL' 1989 17 lundi, Múlalundi og annarri starf- semi sem til heilla horfir fyrir skjól- stæðinga sambandsins, þeirra sjúku, sem á leið sinni til bættrar heilsu og þreks þurfa á að haida. Saga SIBS og starfssaga Odds eru svo nátengdar að ekki má segja þær hvora í sínu lagi þannig að mark sé á takandi. Við stofnun SÍBS í október 1938 er Oddur á fundinum sem læknanemi í hópi starfsfólks og samtímis í hópi berklasjúklinga vegna þess að þá er hann einnig berklasjúklingur. Frá Vífilsstöðum heldur Oddur til framhaldsnáms í sínum fræðum, en strax við heimkomuna verður hann á ný virkur í samtökum berklasjúklinga og velst tii stjórnar- starfa 1940 hefur hann setið nær óslitið í sambandsstjórn, stjórn Reykjalundar og nú í forsæti stjórn- ar SIBS. Við stofnun Öryrkjabandalags íslands var Oddur kjörinn fyrsti fulltrúi SÍBS í stjórn þess og lengst af hefur hann verið þar sem formað- ur bandalagsins og formaður hús- stjórnar og er nú heiðursforseti Öryrkjabandlagsins enda má með sanni segja að glæsilegu bygging- arnar við Hátún séu á kraftaverka- skrá Odds ekki síður en afreksverk hans við byggingu Reykjalundar á sínum tíma, sem hann hafði forystu fyrir af mannviti sínu hagsýni og kjarki til framkvæmdanna, því bæði þessi stórvirki hefðu ekki komist upp ef allt þetta hefði ekki komið til því ekki voru peningar þá fyrir hendi eins og sagt er nú að sé aflið til hlutanna. Oddur afsannaði þá reglu rækilega með fordæmi sínu, eins og dæmin sanna. Ekki er ætlan mín með þessum fáu orðum að fara yfir afrekaskrá Odds Ólafssonar formanns SÍBS af tilefni áttræðisafmælis hans í dag (til þess þyrfti a.m.k. 300 bls. bók eins og afmælisbók SÍBS varð) heldur aðeins að flytja honum inni- legustu hamingjuöskir á þessum merku tímamótum og þakka honum og konu hans, Ragnheiði Jóhannes- dóttur, samfylgdina undanfarna áratugi því að ekki getum við hjón- in hugsað okkur betri ferðafélaga eða ljúfari vini við ótal tækifæri bæði innan lands og utan. í tilefni dagsins hafa þau hjónin Oddur og Ragnheiður opið hús í Hlégarði í Mosfellsbæ milli kl. 17.00 og 19.00 í dag. Kjartan Guðnason, formaður stjórnar Reykjalundar. Sauðárkrókur: Rætt um varaflug- völl á fundi með samgönguráðherra Sauðárkróki. BÆJARSTJÓRN Sauðárkróks átti fiind með samg*öngnmálaráðherra Steingrími J. Sigfússyni sunnudaginn 16. apríl sl. Var aðalumræðu- efiii þessa fúndar varaflugvallarmálið, en Snorri B. Sigurðsson bæjar- stjóri hefúr fengið frá skrifstofú Flugmálasfjóra framreiknaðan til núvirðis kostnað þann sem varð við gerð flugvallar við Sauðárkrók á sínum tíma. Fram kemur í umræddri skýrslu Flugmálastjórnar að fært til núvirð- is kostaði gerð flugvallar við Sauð- árkrók 94,4 milljónir og tekið er fram að miðað sé við allar fram- kvæmdir nema ljósabúnað og önnur tæki og aétti því að vera inni í þess- um tölum kostnaður við malbik það sem er á báðum brautarendum og hlaði auk öryggissvæða og girð- inga. Talið var, þegar flugvöllurinn var gerður, að um ódýrasta flugvöll væri að ræða sem byggður hefði verið hérlendis. Líta heimamenn svo á að sömu aðstæður séu enn fyrir hendi og því sé óraunhæft að miða kostnaðaráætlanir við sömu for- sendur og til dæmis á Egilsstöðum. Taldi samgöngumálaráðherra fráleitt að á nokkurn hátt væri ver- ið að reikna Sauðárkrók út úr myndinni varðandi byggingu nýs varaflugvallar, og bauðst til þess að koma á fundi með höfundum skýrslunnar frægu, þar sem úttekt er gerð á því hvar líklegast er að nýr varaflugvöllur yrði staðsettur, og bæjarstjórn Sauðárkróks. Mættu þá báðir aðilar heyra rök hins og ef til vill yrði þá eytt misskilningi um gerð skýrslunnar, ef einhver væri. - BB ER BÚIB AÐ SK0ÐA BÍLINIil Þtm? Síðasta tala númersins segir til um skoðunarmánuðinn, / KOSTIR ENGEL KÆLIKISTUNNAR: einföld í notkun til ímörgum stœrðum, frá 10 L-77 L hœgt aðfá 12, 24 V DC og220 V AC eyðir mjög lítilli orku ýmis aukabúnaður fáanlegur ný tegund af kœlipressu leysir gasið afhólmi hœgt að breyta ífrystikistu með því að snúa einum takka. - fylgin þér í: ■ BÁTINN ■ BÍLINN ■ ÚTILEGUNA ■ SUMARBÚSTAÐINN ■ FJALLAFERÐINA ■ SP0RTVEIÐINA Nýju ENGEL kæli- og frystikisturnar eru kærkomin nýjung fyrir alla þá sem eru á far- aldsfæti og þurfa að nesta sig. ENGEL kælikisturnar eru ótrúlega fyrirferð- arlitlar, eyða litlu rafmagni og henta því mjög vel t.d. í bíla, báta og sumarbústaði. Það eina sem þú þarft að gera er að stinga kistunni í samband við rafkerfið, t.d. sígarettukveikjar- ann í bílnum. IX Hátsknlhf. Ármúla 26, símar: 91 -31500 - 36700 Láttu skoða í tíma - öryggisins vegna! BIFREIÐASKOÐUN ÍSLANDS HF. Hægt er að panta skoðunartíma, pöntunarsími í Reykjavík er 672811.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.