Morgunblaðið - 26.04.1989, Síða 31

Morgunblaðið - 26.04.1989, Síða 31
31 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 1989 Matur er mannsíns meg’in kaupandans, venjulega landleið- eftirHákon Jóhannesson Inngangnr A síðustu árum hefur matvæla- iðnaðurinn á íslandi farið í gegnum miklar breytingar. í harðri sam- keppni við innfluttar matvörur hafa matvælaframleiðendur þurft að framleiða samkeppnishæfar vörur hvað gæðin áhrærir. Framleiðendur ýmissa matvælaflokka sem ekkert eða lítið er flutt inn af svo sem mjólkur- og brauðvara hafa einnig verið fljótir að tileinka sér vinnu- brögð starfsbræðra í nágrannalönd- unum, eins og berlega má sjá á því aukna úrvali sem nú er á boðstólum. Breytingar í kjötiðnaði Fjölbreyttari kjötframleiðsla hef- ur breytt neysluvenjum neytenda sem ávallt verða kröfuharðari. Framleiðendur keppast við að hafa sem fjölbreyttastar og sem bestar vörur á boðstólum fyrir viðskipta- vini sína. Megin kjöttegundimar á markaðinum í dag em nautakjöt (kýrkjöt), lambakjöt (kindakjöt), folaldakjöt, svínakjöt og kjúklinga- kjöt. Nokkur umræða hefur verið undanfarnar vikur um gæðamál í kjötiðnaði, þeirri grein hans sem snýr að nauta- og lambakjöti. Um- ræðan hefur verið nokkuð einhliða og er viðeigandi að fjalla frekar um þennan málaflokk á breiðari granni. ) Framleiðsluferlið Framleiðsluferli nauta- og lambakjöts má skipta í nokkur skref: 1) Ræktunin byrjar í haganum og er þar lagður grunnur að eldi gripsins. 2) Slátran fer (venjulega) fram í sérstökum sláturhúsum sem era í dag dreifð nokkuð jafnt um landið. Að slátran lokinni er kjötið geymt í kæli- eða frysti- - geymslu hússins séu þær til staðar þar til að flutningi kemur. 3) Kjötið er síðan flutt til afurða- stöðvar eða beint til kjötvinnslu is. 4) í kjötvinnslunni fer fram úrbein- ing kjötsins, snyrting og pökkun hinna ýmsu vöðva auk fram- leiðslu á ýmsum unnum kjötvör- um. 5) Vörurnar era síðan fluttar til kaupenda, ýmist til matvöru- verslana, veitingastaða eða mötuneyta. í sumum tilfellum er kjötvinnslan í versluninni sjálfri eða mötuneytinu. Af þessu má sjá að áður en neyt- andinn ber augum tilbúna vöru hefur hún þurft að fara í gegnum margar hendur, átt marga við- komustaði og ferðast um langa vegu (vegna staðsetningar slátur- húsa). Ræktun nauta- og lamba- kjöts á sér langa hefð hér á landi ólíkt t.d. svína- og kjúklingaræktun. Sláturhús vora snemma byggð í helstu byggðakjörnum og vora um 120 árið 1950 en fór að fækka upg úr því og vora 50 talsins 1985. í lok þessa árs verða þau 34. Forsendur góðra framleiðsluhátta Það hlýtur að vera allra hagur að framleiðendur skili af sér fýrsta flokks vöram. En hverjar era for- sendur þess að það sé mögulegt? Þar þurfa margir að leggja hönd á plóginn. 1) Framkvæmd ræktunar og öll aðstaða sé sem best verður á kosið. 2) Slátrun fari fram í sláturhúsum sem hlotið hafa löggildingu til þess. 3) Kjöt úr sláturhúsinu sé flutt í kældum flutningabílum til kjöt- vinnslu (afurðastöðvar). Frosið kjöt sé flutt á samsvarandi hátt við frystihitastig. 4) Vinnsla lqötsins fari fram í kjöt- vinnslu sem hefur nauðsynlega aðstöðu til slíkrar vinnslu, m.a. skulu kjötvinnslusalir vera hita- stigstempraðir. Nægilegt kæli- rými skal vera fyrir kjöt og til- búnar kjötvörar, sérkæli skal hafa fyrir soðna kjötvöra. Fram- leiðsla á hráum vöram skal fara fram í öðru rými en framleiðsla á soðnum vöram. 5) Dreifingu kjötvara úr kjöt- vinnslu til kaupenda skal fram- kvæma í kældum flutningabíl- um. Vörum skal strax koma fyrir inni á kælum hjá kaupanda. í öllum tilvikum skal viðhafa gott hreinlæti og innra eftirlit. Eins og sjá má á þessari upptalningu er mikilvægt að kælikeðjan rofni hvergi og má auðveldlega leiða líkur að því að ef hún aðeins rofnar á einum stað getur það verið nóg til þess að eyðileggja framleiðsluna. Aðstöðuleysi og röng vinnubrögð starfsmanna geta einnig eyðilagt annars gott hráefni. Framleiðsluhættir í dag En hvernig er ástand þessara mála í raun? 1) Nautakjöt er ræktað jafnt yfir árið og sama gildir um slátran- ina gagnstætt því sem það var fyrir nokkram áram er slátranin var bundin við nokkrar vikur. Þá var algengast að kjötið væri flutt frosið úr sláturhúsi til kaupenda, en nú er algengast að kaupendur fái kjötið ferskt. 2) Aðeins 16 af 38 sláturhúsum sem starfrækt era núna hafa tilskylda aðstöðu til þess að slátra. Það þýðir að 22 sláturhús era starfrækt á undanþágum vegna ófullnægjandi aðstæðna. Þau hafa því ekki löggildingu til þess. 3) Nokkur sláturhús eiga kælda flutningabíla og er kjötið flutt uppihangandi frá sláturhúsi til afurðastöðvar kjötvinnslu eða annars kaupanda. Algengasti flutningsmátinn er sá að flytja kjötið í almennum flutningabíl- um án allrar kælingar, liggjandi á gólfinu og í sumum tilfellum innan um alls óskylda vöra. 4) Mörg kjötvinnslufýrirtæki hafa góðar vinnsluaðstæður þar sem aðstaðan er sniðin að starfsem- inni. Onnur starfa við miður bágar aðstæður þar sem húsa- kostur er orðinn of lítill og ófull- nægjandi vegna þess að sífellt er verið að fjölga framleiðsluteg- undum til þess að mæta kröfum neytenda. 5) Nokkur kjötvinnslufyrirtæki dreifa vörum sínum í kældum flutningabílum til kaupenda sinna. Meginþorri framleiðenda notast við ókælda flutningabíla. Af þessu má sjá að víða er pott- ur brotinn í framleiðslurásinni. Því hlýtur maður að spyrja sig: Eru úrbætur væntanlegar? Hvað er framundan í þessum málum? Úrbætur Eftirfarandi úrbætur þyrftu að koma til: 1) Líta þarf á framleiðslurásina sem eina heild sem margir mis- munandi aðilar vinna sameigin- lega að. Það krefst aukinnar samvinnu þeirra á milli og myndi leiða til þess að hver og einn fengi aukinn skilning á þeim kröfum sem gerðar era til hans. 2) Þau 22 sláturhús sem enn era rekin á undanþágum geri um- svifalaust þær breytingar sem á vantar til þess að fá löggildingu til starfans. Gera þarf sömu kröfur til allra þeirra sem vinna að framleiðsluferlinu. Heima- slátran verði stöðvuð. 3) Gerðar verði þær kröfur að kjöt sé flutt í kældum flutningsein- ingum (landleið eða sjóleið) frá sláturhúsi til kaupanda. 4) Gerðar séu auknar kröfur til framleiðenda á kjötvöram sem m.a. feli í sér kælitempran vinnslusala, hrá vara og soðin vara sé framleidd í aðskildum rýmum, eins skal hafa aðskilda kæla fyrir hrávöra og soðna vöra. 5) Öll dreifing á tilbúnum kjötvör- um fari fram í kældum bílum. Sama gildi um flutning og dreif- ingu á öðram matvælategundum sem flokkast undir kælivörar. 6) Ófaglært starfsfólk fái fræðslu áður en það hefur störf í mat- vælaiðju. Hákon Jóhannesson 7) Hinn almenni neytandi fái fræðslu um rétta meðhöndlun matvara frá því að hann tekur við henni þar til að hann neytir hennar. Lokaorð En hveiju myndu áðumefndar úrbætur koma til leiðar? Fram- leiðsluvöramar næðu betri gæðum sem myndi leiða til aukinnar neyslu hjá hinum almenna neytanda. Geymsluþol kjötvara i kæli sem er takmarkað við 3—25 daga mætti auka veralega í sumum tegundum. Sem dæmi má nefna að hér er kjöt- hakk venjulega með 3ja daga geymsluþol í verslunarkæli. Erlend- is þar sem samfelld framleiðslurás er unnin, næst á sömu vöra 14 daga geymsluþoi í k.æli miðað við loftskiptar pakkningar. Bætt vinnubrögð skila heilnæm- ari vöra sem mun síður veldur matareitranum/sýkingum. Rýmun myndi minnka verulega sem yki arðsemi á öllum stigum. Höfúndur cr lögfiltur matvæla- fræðingurbjá Matvælatækni, rannsóknarstofu. MEÐAL ANNARRA ORÐA Hugverk og verslunarvara eftirNjörð P. Njarðvík Bók er hugverk sem hefur breyst í grip sem er borinn fram sem versl- unarvara. Þetta er einkennileg þver- sögn sem bókmenntasköpun verður að búa við, og geldur hennar í raun átakanlega. Og grundvöllur þessarar þversagnar er afstaða samtímans til verðmæta. Svo er að sjá sem mönn- um gangi illa að koma auga á önnur verðmæti en þau sem felast í hlut sem metinn er á verðgildi peninga. Þess vegna snúast bókaútgáfa og bókakaup fyrst og fremst um versl- unarvöru. En bókmenntasköpun og bókmenntalestur verða ekki metin til fjár. í þessu tvennu felst líf bók- menntanna, og það á reyndar ekkert skylt við þá hávaðasömu kaupsýslu sem kennd er við jólabókaflóð. Bókamenntasköpun í alvöru Sá sem fæst við bókmenntasköpun í alvöru hefur ekki í huga verslunar- gildi þess sem hann skrifar. Hann skrifar af þörf fyrir að tjá lífsskynjun sína, innlifun og Shugun, og sendir svo árangurinn frá sér í heirri trú að hann hafi eitthvað að miðla öðr- um. Viðtakandinn er meðskapandi. Lesandinn kveikir líf verksins á ný og fullvinnur sköpun þess með skynj- un sinni, innlifun og íhugun. Þannig eru bókmenntir og öll list eins konar orðsending frá skynjun til skynjunar. Verslunarþátturinn er í raun einung- is spurning um dreifíngu. Bókaút- gáfan og bókaverslunin eru þannig brú á milli höfundar og viðtakanda. Jónas Hallgrímsson orti hvorki til auðæfa né veraldargengis — og allra síst til að spegla sig í glýju fjöl- miðla. Ljóð hans verða ekki metin til fjár. Þó hygg ég að þau hafí ver- ið íslensku þjóðinni meira virði en margt það sem nú er hampað helst til kumpánlega. Treystir sér kannski einhver til að verðleggja Ijóð Jónas- ar? Hvers virði eru Hávamál, Njáls saga eða Passíusálmarnir? Því verður seint svarað. Aftur á móti er hægt að verðleggja bókina sem geymir ljóð Jónasar. Það er enginn vandi að reikna út kostnað við pappír, prent- un, bókband, dreifingu o.s.frv. En þá verða menn líka að gera sér ljóst að einungis er verið að verðleggja umbúðir ljóðanna. Listin sjálf verður aldrei metin til fjármuna. Að semja verslunarvöru Hins vegar eru svo til bækur sem eru beinlínis búnar til sem verslunar- vara. Þá gildir að finna einhveija manneskju sem uppfyllir þau tvö skilyrði að geta egnt fyrir persónu- forvitni og vera órög við að upphefja sjálfa sig. Það virðist aukaatriði hvort hún hefur nokkuð það gert, sem sé í frásögur færandi. Svo þarf að finna aðra manneskju (helst fjöl- miðlung) til að skrásetja sjálfs- ánægjuna. Bækurnar eru gefnar út skömmu fyrir jól og kynntar og aug- lýstar með miklu brambolti og fyrir- gangi. Hér kemur til sögunnar sú einkennilega árátta íslenskra fjöl- miðla að fjalla um ómerkileg fyrir- bæri eins og um stórviðburði sé að ræða. Og árangurinn lætur ekki á sér standa — menn keppast við að „Jónas Hallgrímsson orti hvorki til auðæfa né veraldargengis — og allra síst til að spegla sig í glýju fjölmiðla. Ljóð hans verða ekki metin til flár. Þó hygg ég að þau hafi verið íslensku þjóðinni meira virði en margt það sem nú er hampað helst til kumpánlega.“ kaupa þessar bækur ár eftir ár. Þá birtist aftur einkennileg þversögn. Þessar stórkostlega vinsælu bækur steingleymast um leið og jólabókáka- uptíðin er á enda, og varla nokkurn tíma framar á þær minnst. Aftur á móti geta sölulítil skáldverk átt sér langt líf fyrir höndum. Sannast hér enn sá fomi latneski málsháttur: habent sua fata libelli eða; kennir margs á kvers ævinni — eins og Eirikur Magnússon sneri honum á íslensku. Kostir og gallar Þessar sjálfsupphafningarbækur eru að einu leyti góðar. Þær færa útgefendum hagnað sem auðveldar þeim að gefa út aðrar torseldari bækur og merkilegri. Hér stingur enn ein þversögn upp kollinum. Að það skuli þurfa að gefa út ómerkileg- ar bækur svo að hægt sé að gefa út merkilegar bækur. Valdimar Jó- hannsson bókaútgefandi sagði ein- hveiju sinni að stundum væri engu líkara en bækur seldust í öfugu hlut- falli við gæði þeirra. Og mætti það verða bókaþjóðinni nokkurt um- hugsunarefni. En að öðra leyti era þessar vél- rænu sölubækur afleitar. Og ef til vill er mesti ókostur þeirra sá að þær koma óorði á þá gömlu og grónu bókmenntagrein ævisöguna, sem er eðlisskyld skáldsögunni og geymir marga perlu. Nægir að minna á höf- unda á borð við Þórberg, Hagalín, Theodór Friðriksson og Tryggva Emilsson. Annar ókostur er \itanlega sá að þær draga athygli frá raun- verulegum skáldskap, og það hlýtur að valda hugsandi mönnum áhyggj- um. Sá þriðji er svo að þessar bækur stuðla sennilega að því að stytta sölutíma bóka. Nú er svo komið að meginhluti bókasölunnar hefur þjappast á síðustu viku fyrir jól. Og það nær vitanlega engri átt. Tvíeðli bókarinnar í þessum hugleiðingum um tvieðli bókarinnar sem hugverks og verslun- arvöru örlar á enn einni þversögn. Og hún er sú að skáldið sem skapar hugverkið er ofurselt lögmálum verslunarvörunnar í tvennum skiln- ingi. Annars vegar ráða þau lögmál því hvernig verki skáldsins er komið á framfæri og hins vegar stjórna þau einnig fjárhagsafkomu þess. í þess- ari þversögn felst réttlæting þess að skáld séu styrkt til ritstarfa af opin- bera fé. Það er í raun viðurkenning á því að listsköpunin sjálf (hugverk- ið) sé þjóðinni mikils virði óháð sölu- gildi bókarinnar (verslunarvörann- ar). Hitt er svo annað mál að stuðn- ingur hins opinbera við listsköpun á íslandi er svo sáralítill að hann getur varla talist til annars en málamynda — og er ekki á nokkum hátt sam- bærilegur hlutfallslega við það sem tíðkast í nágrannalöndum okkar. Því þarf að sjálfsögðu að breyta. En um leið þurfa útgefendur og fjölmiðlar að breyta afstöðö sinni til hins eigin- lega skáldskapar. Mig granar að sú hugsun læðist að sumum útgefend- um að varla sé ástæða til að leggja mikla áherslu á kynningu skáld- verka, þar sem þau seljist hvort eð er aldrei mikið. Og ef útgefandinn trúir því ekki að hann geti selt þann skáldskap sem hann gefur út, hver ætti þá að trúa þvi? Oflugustu fjöl- miðlarnir geta gegnt mikilsverðu hlutverki. Mér er í fersku minni lítið atvik frá árinu 1987. Ég hafði þýtt úrval úr ljóðum fírmlandssænska skáldsins Bo Carpelans, sem er að allra áliti eitt ágætasta ljóðskáld samtímans á Norðuröndum. Af þessu tilefni greiddi finnska ríkið ferð hans til íslands. Ég fór þá til fréttastjóra íslenska sjónvarpsins, afhenti honum eintak af bókinni og mæltist til þess að tekið yrði stutt viðtal við Carpel- an. Fréttastjórinn þáði bókina, en sagði svo: Hvemig getur slíkur mað- ur verið fréttaefni? Mér varð orðfall. Því miður er þessi hunsun ekkert einsdæmi. Vonandi hefur núverandi fréttastjóri betri skilning á gildi skáldskapar. Vonandi vaknar aukinn skilningur á því að skapandi hugsun í listum, vísindum og fræðum er afl- vaki þjóðarinnar. Ekki sjálfsupphafn- ing hégómleikans. Höfundur er rithöfundur og dós- ent í íslenskum bókmenntum við Háskóla íslands.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.