Morgunblaðið - 03.05.1989, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MAI 1989
Háskólamenntaðir hj úkrunarfi-æðingar:
Verkfall boðað hjá
borginni frá 17. maí
FÉLAG háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga sem starfa hjá
Reykjavíkurborg hefur boðað verkfall frá og með 17. maí næstkom-
andi, hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma. Ef til verkfallsins
kemur mun það hafa einhverja skerðingu á starfsemi Borgarspítal-
ans í for með sér, auk þess sem einhver röskun verður á heimahjúkr-
un og ungbamaeftirliti á vegum Heilsuvemdarstöðvarinnar.
Af 33 hjúkrunarfræðingum sem
á kjörskrá eru í Félagi háskóla-
menntaðra hjúkrunarfræðinga hjá
Reykjavíkurborg greiddu samtals
30 atkvæði um verkfallsboðun á
fundi um síðustu helgi, og sam-
þykktu 22 þeirra verkfallsboðun,
en sex voru á móti.
Margrét Bjömsdóttir hjúkrunar-
framkvæmdastjóri á Borgarspítal-
anum sagði að starfsemi á nokkrum
deildum spítalans muni væntanlega
skerðast eitthvað ef til verkfalls
hjúkrunarfræðinganna kemur, en
ennþá væri ekki ljóst að hve miklu
leyti. Hún taldi þó að ekki þyrfti
að loka neinum deildum spítalans
af þeim sökum, en ömgglega yrði
um einhverja fækkun sjúkrarúma
að ræða. Hún sagði jafnframt að
þeim tilmælum hafi þegar verið
beint til félagsmanna að vinna ekki
yfírvinnu, og taldi hún að áhrifa
þess færi sennilega að gæta í þess-
ari viku.
Ef af verkfalli háskólamenntaðra
hjúkrunarfræðinga hjá Reykjavík-
urborg verður mun væntanlega
verða nokkur röskun á starfsemi
bamadeildar Heilsuvemdarstöðvar-
innar og í heimahjúkrun, en fjórir
af tuttugpi hjúkmnarfræðingum
sem starfa við heimahjúkmn á
Heilsuverndarstöðinni em háskóla-
menntaðir.
Frá slysstað á Bláflallavegi. Morgunblaðið/Júlíus
Axel Arnar Þorgilsson.
Banaslys á Bláflallavegi
TÓLF ára drengur lést í um-
ferðarslysi á Bláflallavegi
síðdegis á mánudag.
Siysið varð efst á Bláfjallavegi,
nærri Kristjánsdölum. Fólksbfl
var ekið upp veginn og á móti
jeppa. Þar sem bílamir mættust
em háir snjóraðningar. Jeppinn
fór upp á mðningana, en valt þá
og skall með vinstri hlið á fólks-
bílnum. Hann valt síðan aftur yfír
á hægri hlið. Drengurinn, sem var
farþegiri'framsæti jeppans, kast-
aðist út við veltuna og varð undir
bílnum. Hann lést samstundis.
Drengurinn hét Axel Amar
Þorgilsson, fæddur 2. febrúar
1977. Hann var til heimilis í
Brekkubyggð 20 í Garðabæ.
Frumvarp um breytt ríkisábyrgðargjald:
Gjald innheimt af inn-
lendum skuldbindingum
Möguleg tekjuaukning ríkissjóðs 80 til 100 milljónir króna
RÍKISSTJÓRNIN hefúr lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um
breytingar á greiðslu ríkisábyrgðargjalds. Samkvæmt gildandi lögum
er ríkisábyrgðargjald aðeins greitt vegna erlendra skuldbindinga,
en frumvarpið gerir ráð fyrir því að gjaldið verði einnig greitt af
innlendum skuldbindingum sem njóta ríkisábyrgðar. Gert er ráð
fyrir að gjaldið renni í ríkissjóð og geti aukið tekjur hans um 80 til
100 milUónir á ári, þar af 40 til 50 milljónir króna á þessu ári.
Jóhannes Árna-
son sýslumaður
látinn
JÓHANNES Árnason, sýslumaður
í Snæfellsnes- og Hnappadals-
sýslu, lézt á heimili sínu í
Reykjavík síðastliðinn sunnudag.
Jóhannes var 54 ára að aldri.
Jóhannes Ámason fæddist þann
20. apríl 1935 á Geirseyri við Pat-
reksfjörð. Foreldrar hans vom Stur-
laugur Friðriksson, sölumaður í
Reykjavík og eiginkona hans, Sigríð-
ur Jóhannesdóttir á frá Flatey á
Breiðafírði, síðar búsett á Patreks-
fírði. Jóhannes varð stúdent frá
Menntaskólanum á Akureyri 1956
og lauk embættisprófí í lögfræði frá
Háskóla íslands 1963. Jóhannes var
sveitarstjóri á Patreksfírði frá árinu
1963 til ársloka 1968 og jafnframt
fulltrúi sýslumannsins í Barðastrand-
arsýslu árin 1963 til 1964, en stund-
aði síðan málflutningsstörf og útgerð
samhliða starfí sveitarstjóra. Hann
varð sýslumaður í Barðastrandar-
sýslu 1968 til 1982, en sýslumaður
í Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu
frá 1982 til æviloka.
Jóhannes Ámason lét sig félags-
mál miklu varða. Hann sat í nefndum
ýmissa fyrirtælga og félaga, oft sem
Jóhannes Ámason
formaður. Hann var formaður
Neista, félags ungra sjálfstæðis-
manna í Vestur-Barðastrandarsýslu,
sat í stjórn Sambands ungra sjálf-
stæðismanna, varaformaður um
skeið og var tvívegis formaður sjálf-
stæðisfélagsins Skjaldar á Patreks-
fírði. Þá átti hann um tíma sæti í
flokksráði Sjálfstæðisflokksins og
sat á Alþingi sem varaþingmaður
Vestfjarða.
Eftirlifandi eiginkona Jóhannesar
er Sigrún Siguijónsdóttir, ættuð úr
Reykjavík.
„í þessu fmmvarpi er lagt til að
skuldbindingar umræddra aðila í
formi innlendra verðbréfa myndi
gjaldstofn til ábyrgðargjalds með
sama hætti og skuldbindingar
þeirra gagnvart erlendum aðilum,"
segir meðal annars í athugasemd-
um við fmmvarpið. Þar segir enn-
fremur: „Með þessu móti er stefnt
að því að samræma gjaldtöku vegna
rkisábyrgða, meðal annars í því
skyni að koma í veg fyrir mismun-
un. í þessu sambandi má benda á
að ríkissjóður ber ábyrgð á öllum
skuldum ríkisviðskiptabanka.
Bankamir bjóða verðbréf til sölu á
innlendum lánsfjármarkaði, meðal
annars í samkeppni við ríkisskulda-
bréf og verðbréf lánastofnana, sem
ekki njóta ríkisábyrgðar."
Gjaldskylda samkvæmt fmm-
varpinu nær til ríkisviðskiptabank-
anna tveggja, Landsbankans og
Búnaðarbankans og þeirra fjárfest-
ingarlánasjóða, sem em með ríkis-
ábyrgð, að undanskildum Bygging-
arsjóði ríkisins og Byggingarsjóði
verkamanna. Hér er einkum um að
ræða Byggðastofnun, Fiskveiða-
sjóð, Framkvæmdasjóð, Iðnlána-
sjóð, Iðnþróunarsjóð og Stofnlána-
deild landbúnaðarins.
„Það má auðvitað segja að þeir
bankar og sjóðir, sem hafa ríkis-
ábyrgð, eigi að greiða fyrir hana,“
sagði Halldór Blöndal, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins í Norðurlands-
kjördæmi eystra, í samtali við
Morgunblaðið. „Þá væri eðlilegt að
slík greiðsla rynni í Ríkisábyrgða-
sjóð, þannig að hann gæti staðið
undir þeim ábyrgðum, sem á hann
falla með eiginfé. Þetta er ekki
hugsunin með þessu fmmvarpi,
heldur er ætlunin að peningamir
renni í ríkissjóð og það sem stingur
í augu er að ekkert samræmi er í
skattheimtunni. Þannig á Atvinnu-
tryggingasjóður útflutningsgreina
að vera undanþeginn ábyrgðar-
gjaldinu af því hann er gælusjóður
forsætisráðherra en hins vegar
Byggðasjóður ekki, þótt lánveiting-
ar úr sjóðnum séu algjörlega sam-
bærilegar. Það er auðvitað út í hött
að Framleiðnisjóður landbúnaðarins
eða Ferðamálasjóður greiði slíkt
gjald vegna stöðu sinnar. Loks vil
ég minna á að Stofnlándeild iand-
búnaðarins er þegar skattlögð um
35 milljónir króna í ríkissjóð í gegn-
um afleysingaþjónustu bænda, sem
ríkisábyrgðagjaldið ætti þá að drag-
ast frá. Þetta er bara enn ein skatt-
heimtan í eigin eyðslu núverandi
ríkisstjórnar, en sem betur fer em
einhveijar vomur á einstökum
stjómarþingmönnum," sagði Hall-
dór.
Hefði ríkisábyrgðargjaldið verið
komið á á síðasta ári, hefðu tekjur
ríkissjóðs af því numið 72 milljónum
króna. Mest hefði Fiskveiðasjóður
greitt, 20,4 milljónir. Fram-
kvæmdasjóður íslands hefði greitt
15.2 milljónir, Stofnlánadeild land-
búnaðarins 10,4, Byggðastofnun
9.2 og Iðnlánasjóður 8,3.
París:
Stolin mynd eftir
Erró seld á uppboði
Klippimyndir Errós af forsprökkum frönsku
byltingarinnar sýndar á veggjum þinghússins
STOLIN mynd eftir Erró úr myndaflokknuin „Interieure Americ-
anais“ var seld á uppboði í París fyrir nokkrum dögum. Myndin
sýnir víetnamska hermenn inni á bandarísku heimili. Erró sagði,
í samtali við Morgunblaðið, að sér hefði ekki tekizt að koma í
veg fyrir sölu myndarinnar vegna einhverra formgalla á nauðsyn-
legri skriffinnsku, en maður frá Karakas hefði stolið þessari
mynd og 15 öðrum fyrir meira en einum áratug, Þrátt fyrir tölu-
verða eftirgrennslan væri þetta eina myndin, sem hann hefði
heyrt að komin væri fram í dagsljósið. Þetta væri mjög miður,
þar sem hann ætti engar myndir úr þessum flokki.
Erró sagði að nokkuð hefði
verið um myndir eftir hann á
uppboðum að undanfömu. Á fyrr-
nefndu uppboði hefðu til dæmis
níu myndir eftir hann verið seldar
að meðtalinni þeirri stolnu. Yfír-
leitt væri það talið betra að ekki
væm nema tvær til þijár myndir
eftir sama höfund á uppboði
hveiju sinni til að eiga síður á
hættu að verð yrði lágt. Að vísu
kæmi sér það lítið við hvert verð
fengist fyrir myndir eftir hann á
uppboðum, því hann seldi sínar
myndir fyrst og fremst úr galler-
íum og því væm það aðrir, sem
högnuðust af sölu myndanna á
uppboðum. Erró sagði að verð á
málverkum væri nú hátt og mynd-
imar í þessu tilfelli hefðu þre- til
fjórfaldazt í verði frá því hann
hefði selt þær frá sér. Verðið hefði
verið á bilinu 60.000 til 140.000
frankar, 500.000 til tæplega
1.200.000 krónur.
Erró er einn 6 listamanna af
ýmsu þjóðemi, sem hefur verið
falið að sýna verk sín á veggjum
þinghússins við Concorde-torg í
París í tilefni afmælis frönsku
byltingarinnar. Verkin em sett á
filmu og sýnd sem eins konar
skyggnur á kvöldin. Erró sýnir frá
29. apríl til mafloka Qölmargar
klippimyndir, sem sýna helztu for-
kólfa frönsku byltingarinnar, svo
sem Marat, Danton og Robes-
pierre. Myndimar em skeyttar
saman í heild, sem tekur um 20
mínútur í sýningu og ganga þær
frá 9 á kvöldin til 2 á nóttunni í
einn mánuð, en þá taka verk eftir
annan höfund við. „Þetta kemur
mjög vel út. Á húsinu em 12 súl-
ur í öllum regnbogans litum og
myndunum er varpað upp á vegg-
inn aftan við þær. Þetta em mjög
stórar myndir, 20 metrar háir
prófflar af forsprökkum byltingar-
innar, enda í tengslum við bylting-
arafmælið," sagði Erró í samtali
við Morgunblaðið.