Morgunblaðið - 03.05.1989, Qupperneq 4
4
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 1989
Borgarráð:
Ákvörðun bæj arstj órnar-
innar í Kópavogi marklaus
Forsenda eðlilegra samskipta að staðið sé við samninga
BORGARRAÐ samþykkti samhljóða á fundi sínum í gær, bókun
þess efnis að það teldi ályktun bæjarstjórnar KópaVogs marklausa,
er varðar riftun samnings milli sveitarfélaganna um breytingu á
mörkum kaupstaðanna og hann úr gildi fallinn. Átelur borgarráð
harðlega hvernig að þessu máli hefur verið staðið að hálfu bæjar-
yfirvalda Kópavogs. Jafnframt að það sé forsenda fyrir eðlilegum
samskiptum við Kópavogskaupstað að bæjarstjórn virði gerða samn-
inga.
I bókun Davíðs Oddssonar borg-
arstjóra, sem samþykkt var með
þremur samhljóða atkvæðum en
Siguijón Pétursson (Alþb.) og Sig-
rún Magnúsdóttir (Frams.) sátu
hjá, segir að borgarráð telji rétt að
fram fari hlutlaus úttekt á vægi
Fossvogsbrautar í umferðarkerfi
höfuðborgarsvæðisins og á um-
hverfislegum áhrifum verði hún
lögð. Meðan ekki hafi verið tekin
endanleg afstaða til brautarinnar
verði engar ráðstafanir gerðar, sem
útiloki hana um alla framtíð, jafn-
vel þótt hún verði lögð neðanjarðar
að verulegu leyti. „Slíkar ráðstafan-
ir geta reynst afdrifaríkari en svo
að veijandi sé að ráðast í þær án
undangenginnar faglegrar athug-
unar.“
í bókun Siguijóns Péturssonar
segir meðal annars, að borgarmála-
ráð Alþýðubandalagsins hafi ítrek-
að samþykkt að ekki eigi að leggja
hraðbraut um Fossvogsdal og
Hlíðarfót. Þrátt fyrir það sé full
ástæða til að mótmæla einhliða
uppsögn samningsins, sem gerður
er af tveimur eða fleiri aðilum og
verður að vera jafn bindandi fyrir
alla, þó einhveijir telji að forsendur
hafi breyst. „Það verður hins vegar
að fordæma það að borgarstjórinn
í Reykjavík skuli, án umboðs frá
borgarráði, neita að endurnýja
samning við Kópavogsbæ um sorp-
losun. Samningi, sem er alls óskyld-
ur deiluefninu.“
Elín G. Ólafsdóttir, (Kvl.) segir
í bókun sinni að það sé óeðlilegt
og jafnframt óæskilegt að sam-
skipti sveitarfélaganna sé stefnt í
voða með einhliða yfirlýsingum að-
ila, án nokkurrar umfjöllunar í
borgarráði eða borgarstjórn
Reykjavíkur.
I bókun Sigrúnar Magnúsdóttur,
sem er efníslega samhljóða ályktun
borgarmálaráðs Framsóknarflokks-
ins frá síðustu helgi, átelur hún
harðlega framkomu borgarstjóra í
deilunni og fordæmir þær yfirlýs-
ingar sem hann hefur látið frá sér
Hæstiréttur:
Stjórnarformaðurinn greiði þrotabúi
Hafskips tæpar 2,9 millj. auk vaxta
HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær dóm skiptaréttar og dæmdi Ragnar
Kjartansson, fyrrverandi stjórnarformann Hafskips, til að greiða
þrotabúi fyrirtækisins tæplega 2,9 milljónir króna, auk vaxta frá
1. janúar 1982. Ragnar krafðist þess að kröfiim þrotabúsins á hend-
ur honum væri skuldajafhað við þær kröfiir sem hann gerði á hend-
ur þrotabúinu. Hæstiréttur féllst hins vegar aðeins á kröfiir búsins
á hendur Ragnari.
Þrotabúið krafðist endurgreiðslu
bifreiðakaupaláns, úttekta af
hlaupareikningum Hafskips og of-
tekinna viðbótarlauna. Ragnar
krafðist þess á móti að fá greidd
laun, sem hann taldi sig eiga inni
hjá fyrirtækinu. Fyrir Hæstarétti
benti hann á, að lagðar væru saman
úttektir hans og Björgólfs Guð-
mundssonar, fyrrverandi forstjóra
Kópavogur:
Almennur borgara-
fiindur um Fossvogsdal
TALSMENN stjórnmálaflokk-
anna í bæjarstjórn Kópavogs
ásamt Samtökum um verndun
Fossvogsdals, hafa ákveðið að
efiia til almenns baráttufúndar
um verndun dalsins, í íþróttahúsi
Snælandsskóla næstkomandi
laugardag 6. maí, kl. 14.
„Þetta verður baráttufundur
Fossvogsvina og er fyrst og fremst
haldinn til upplýsingar og kynning-
ar á málinu,“ sagði Kristján Guð-
mundsson bæjarstjóri. Á fundinum
verður meðal annars fjallað um
nugsanlega mengun og umhverfis-
ihrif í dalnum vegna lagningu
nrautarinnar auk þess, sem sjónar-
mið bæjarstjórnarinnar verða
<ynnt.
Hafskips, og þeim samanlögðu út-
tektum skipt í tvennt, án þess að
tilraun væri gerð til að leiða í ljós
raunverulegar úttektir Ragnars.
Málsástæða þessi var hins vegar
talin of seint fram komin.
í málinu kom m.a. fram, að
Ragnar gerði samninga við Hafskip
um viðbótarlaun, sem nema skyldu
ákveðnum hundraðshluta af rekstr-
arafkomu félagsins frá 1977. Hann
byggði mál sitt á því, að hagnaður
hefði orðið af rekstri Hafskips árið
1984 samkvæmt ársreikningi fé-
lagsins það ár og ætti að reikna
viðbótarlaun af bættri rekstraraf-
komu félagsins það ár miðað við
árið 1977. I dómi Hæstaréttar seg-
ir, að þann 6. desember 1985 hafi
bú Hafskips verið tekið til gjald-
þrotaskipta. Ragnar hafi ekki leitt
í ljós, að hagnaður hafi orðið af
rekstri hlutafélagsins árið 1984 og
beri því að hafna kröfu hans um
viðbótarlaun fyrir það ár.
Kröfum Ragnars var öllum hafn-
að, en fallist á réttmæti krafna
þrotabúsins. Ragnar var því dæmd-
ur til að greiða þrotabúinu
2.849.153 krónur auk vaxta frá 1.
janúar 1982 og 250 þúsund krónur
í málskostnað fyrir Hæstarétti.
Dóminn kváðu upp hæstaréttar-
dómararnir Guðmundur Jónsson,
Guðrún Erlendsdóttir og Hrafn
Bragason, Amljótur Björnsson,
settur hæstaréttardómari, og Sig-
urður Líndal, prófessor.
fara án samráðs við borgarráð.
„Framsóknarflokkurinn er ein-
dreigið á móti lagningu Fossvogs-
brautar og hefur bent á, að með
því að fjölga akreinum á Miklu-
braut og nýta betur umferðaræðar
eins og Elliðavog og Sætún sé Foss-
vogsbrautin óþörf.“ Flutt hafi verið
tillaga í borgarstjórn um að dalur-
inn verði útivistarsvæði en hinsveg-
ar verði það að teljast ámælisverð
vinnubrögð af bæjarstjórn Kopa-
vogs að segja upp einhliða og fyrir-
varalaust samningi þeim sem í gildi
hefur verið milli sveitarfélaganna
án þess að láta á það reyna hvort
ekki gæti náðst samkomulag um
skynsamlega nýtingu dalsins.
Loks lagði Davíð Oddsson borg-
arstjóri fram sérstaka bókun, þar
sem fram kemur að Reykjavíkur-
borg hafi jafnan sýnt Kópavogi vin-
semd og veitt margvíslega þjónustu
en samstarfsvilji Kópavogs hafi á
hinn bógin verið lítill í fjölmörgum
efnum. „Framferði þeirra að und-
anförnu er þó sýnu verst, og reynd-
ar óþekkt í samskiptum einstakl-
inga, hvað þá á milli sveitarfélaga.
Við því hlýtur Reykjavíkurborg að
bregðast. Borgin mun að sjálf-
sögðu, hér eftir sem hingað til, virða
alla samninga, sem hún hefur gert
við sveitarfélagið en mun ekki leng-
ur leggja lyklq'u á leið sína til að
sýna því vinsemd sem það vill hafa
með að gera og metur einskis. Bók-
anir fulltrúa minnihlutaflokkanna
sýna glöggt að þeim er meira í mun
að koma höggi á mig sem borgar-
stjóra en gæta hagsmuna
Reykjavíkur og Reykvíkinga, þegar
að þeim er vegið. Það hefur sann-
ast áður og sannast enn.“
Morgunblaðið/Matthías
Maður slasast
þegar krana-
bóma bognar
Miðaldra maður slasaðist alvar-
lega og var fluttur með sjúkra-
flugi til Reykjavíkur síðastliðinn
mánudag. Slysið varð þegar
kranabóma bognaði er verið var
að flytja til krana svo að hægt
væri að skipa upp toghlerum um
borð í Sigluvík en hleramir áttu
að fara samdægurs suður til við-
gerðar.
Tvær nauðg-
anir kærðar
TVÆR nauðganir voru kærðar
til RLR um helgina. Annar hinna
kærðu var handtekinn en ekki
hefúr náðst til hins.
Maður bauð tveimur konum far
fyrir utan skemmtistað við Ármúla.
Þegar önnur hafði sest inn í bíl
hans ók hann á brott og kom fram
vilja sínum við hana en ýtti henni
síðan út úr bílnum. Lögreglan hefur
ekki náð til mannsins.
Þá kærði kona mann fyrir að
hafa nauðgað sér í íbúð í Breið-
holti á föstudag. Sá var látinn laus
eftir yfirheyrslur.
Níu piltar veiktust
eftir neyslu lyfla
NÍU piltar á aldrinum 14-15 ára veiktust mikið aðfaranótt mánu-
dags eftir að hafa tekið inn asmalyf. Þrír þeirra voru lagðir á
gjörgæsludeild Borgarspítala, fimm inn á almennar deildir, en
einn fékk að fara heim að lokinni skoðun. Piltamir era nú allir
útskrifaðir.
Einn piltanna kom á Borg-
arspítalann á mánudagsmorgun,
mikið veikur. Hann sagði frá því
að fleiri hefðu tekið inn lyfið Teo-
fyllamin, til að komast í vímu.
Lyf þetta er ætlað asmasjúkling-
um og venjulegur skammtur af
því er ein tafla tvisvar á dag. Pilt-
amir höfðu hins vegar tekið inn
allt frá fjómm og upp í tuttugu
töflur hver. Eftir að piltamir
höfðu tekið inn lyfið veiktust þeir
allir, fengu uppköst og kviðverki.
Sveinbjörn Brandsson, læknir á
Borgarspítala, sagði að leitað
hefði verið til Rannsóknarlögreglu
ríkisins til að hafa upp á hinum
piltunum, svo hægt væri að koma
þeim undir læknishendur. Hann
sagði að sér skildist að einn
drengjanna hefði fengið lyfið við
ofnæmissjúkdómi. „Of stór
skammtur af lyfinu veldur hjart-
sláttartmflunum og krampa, sem
mjög erfitt er að eiga við,“ sagði
Sveinbjörn. „Hins vegar kemst
fólk ekki í neina vímu af því að
gleypa þessar töflur. Það sorglega
við þetta er að það er tiltölulega
stutt síðan unglingsstúlka lést
vegna þess að hún tók inn of stór-
an skammt af þessum töflum."
ÓlafiirHaukur Ólafs-
son læknir látinn
VEÐURYFIRLIT A HADEGI I GÆR
ÞETTA kort er byggt á veðurlýsingu gærdagsins, sent frá Englandi
í gegn um gervihnött og tekið af veðurkortarita hjá Radíómiðun,
Grandagarði Reykjavík. Vegna verkfalls Félags íslenzkra náttúm-
fræðinga em ekki gerðar veðurspár hjá Veðurstofu íslands og verða
lesendur Morgunblaðsins því sjálfir að spá í veðrið, eins og þeim er
lagið.
ÓLAFUR Haukur Ólafsson,
læknir, lézt á sjúkrastolhun í
Reykjavík þann 29. apríl síðast-
liðinn. Haukur var þá 59 ára að
aldri.
Ólafur fæddist í Reykjavík 19.
febrúar 1980 og vpm foreldrar
hans Ólafur Haukur Ólafsson, stór-
kaupmaður, og eiginkona hans,
Súsanna Lilly Bjarnadóttir. Ólafur
varð stúdent frá Menntaskólanum
[ Reykjavík 1949 og læknaprófi
lauk hann frá Háskóla íslands
1957. Framhaldsnám stundaði
hann síðan á sjúkrahúsum í Svíþjóð
og starfaði bæði þar og hér heima.
Ólafur starfaði einnig um tíma sem
læknir í Saudi-Arabíu.
Almennt leyfi til lækninga öðlað-
ist Ólafur í desember 1962, en hann
var námskandidat á sjúkrahúsum í
Reykjavík 1957 og 1958. Héraðs-
læknir var hann um hríð á Flateyri
og síðar á Eskifirði. Að loknu námi
og starfi í Svíþjóð starfaði þann við
rannsóknastofu Háskóla íslands í
meinafræði. Síðar starfaði hann við
geðdeild og handlæknisdeild Borg-
arspítalans, en réðst þá til starfa í
Svíþjóð að nýju til ársins 1974.
Þaðan lá leiðin til Whittaker Corp.
í Saudi-Arabíu, þar sem hann starf-
aði sem sérfræðingur í fæðingar-
og kvensjúkdómum.
Ólafur Haukur var öryrki frá því
í ágúst 1976. Eiginkona Ólafs er
Ólafur Haukur Ólafsson
Ásdís Kristjánsdóttir, Benedikts-
sonar verkstjóra úr Reykjavík og
eiginkonu hans Láru Stefánsdóttur.
Ólafur Haukur og Ásdís eignuðust
fímm börn og em þau öll uppkomin.