Morgunblaðið - 03.05.1989, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 1989
7
Vorhreingerningar hjá borginni
Starfsmenn gatnamálastjóra eru önnum kafiiir þessa dagana við
hreinsun á gangstéttum og götum borgarinnar eins og sjá má á
þessari mynd, sem tekin var á Njarðargötunni um helgina þegar
tankbíll ók þar um og spúlaði götuna.
Á launum hjá bænum
í vinnu hjá ráðuneytinu:
Ósk um launagreiðsl-
ur dregin til baka
Felagsmálaráðuneytið hefiir dregið til baka ósk um að Kópavogsbær
greiði laun félagsmálastjóra bæjarins í fimm daga á meðan hann vinn-
ur að gerð frumvarps um félagsþjónustu sveitarfélaga. Að sögn Berg-
lindar Asgeirsdóttur, ráðuneytisstjóra, dró ráðuneytið ósk sína til baka
vegna þeirra undirtekta, sem hún fékk í bæjarráði Kópavogs fyrr, sem
frábað sér slík tilmæli í framtíðinni.
Berglind sagði að ríkið greiddi
ákveðna þóknun eða sérfræðikostnað
fyrir þau nefndarstörf, sem unnin
væru á vegum ráðuneytanna. Jafn-
framt tíðkaðist það að utanaðkom-
andi starfskraftar ynnu slík störf
utan hefðbundins vinnutíma. Hins-
vegar, f þessu tiltekna máli, hefði sú
vinna sem fara þurfti fram, þótt það
umfangsmikil áð ákveðið var að
kanna undirtektir Kópavogsbæjar
gagnvart því að fá starfsmanninn
lánaðan án þess að laun hans hjá
Kópavogsbæ yrðu skert. „Þarna var
um ósk að ræða sem sveitarfélagið
tók síðan afstöðu til og ef henni er
synjað þá verður ráðuneytið sjálft
að leita leiða til þess að greiða sem
svarar til fimm daga vinnu. Það á
hinsvegar eftir að koma í ljós hvort
viðkomandi starfsmaður tekur sér frí
í vinnu eða vinnur verkið utan síns
vinnutíma," sagði Berglind.
Menntamálaráðherra:
Ekki samstaða um
aukna skattheimtu
SVAVAR Gestsson, mennta-
málaráðherra segir að ekki sé
samstaða á Alþingi um að ganga
legra í skattheimtu, en þegar
hafi verið gert. Því sé skattþoli
fólks náð, eins og hann komst
að orði í útvarpsviðtaii á Rás 2
fyrir skömmu.
„Þó að það sé ljóst að ýmsir eigi
fjármuni í þessu þjóðfélagi, sem
væri hægt að sækja með viðbótars-
köttum, þá er ekki samstaða um
það hér í þinginu að ganga lengra
í skattheimtu, en þegar hefur verið
gert,“ sagði Svavar í samtali við
Morgunblaðið.
Svavar sagði að af þeim ástæð-
um, að ekki væri hægt að ná sam-
stöðu á Alþingi um aukna skatt-
heimtu, hefði verið ákveðið á Al-
þingi, við afgreiðslu fjárlaga, að
það yrði að koma til sparnaður hjá
ríkinu, fremur en aukin skatt-
heimta. Því hafi hann notað þau
orð að skattþoli fólks væri náð.
Björn Þórarinsson
íKílakoti látinn
Björn Þórarinsson í Kílakoti
er látinn, 84 ára að aldri.
Björn fæddist þann 30. mars
1905 í Kílakoti í Kelduhverfi, Norð-
ur-Þingeyjarsýslu, sonur hjónanna
Ingveldar Björnsdóttur og Þórarins
Sveinssonar, bónda og hreppstjóra.
Hann lauk prófi frá gagnfræða-
skóla Akureyrar 1924 og var skóla-
stjóri barnaskólans í Keldunes-
hreppi 1924-1932. Björn var bóndi
í Kílakoti frá 1932 til 1966, en
skrifstofumaður í skattstofunni í
Reykjavík frá 1966. Hann gegndi
fjölda trúnaðarstarfa í sinni heima-
sveit, var meðal annars formaður
sóknamefndar og í stjórnum Ung-
mennafélags Keldhverfinga,
íþróttasambands Norður-Þingey-
inga og Ungmennasambands Norð-
ur-Þingeyinga. Þá sat hann á þingi
sem varaþingmaður Norðurlands
eystra um tíma árin 1962 og 1963.
Björn Þórarinsson
Björn lætur eftir sig eiginkonu,
Guðrúnu Ásbjörnsdóttur, og þijú
börn.
Umboðsmaður Alþingis:
Ráðuneyti draga úr hófi að
veita umbeðnar upplýsingar
GAUKUR Jörundsson, umboðs-
maður Alþingis, segir í skýrslu
um störf embættis umboðs-
manns Alþingis á síðasta ári,
sem lögð hefúr verið fyrir Al-
þingi, að í nokkrum tilvikum
hafi dregist úr hófi að ráðu-
neyti hafi orðið við tilmælum
hans um greinargerð og upplýs-
ingár, og í fæstum þeirra tilvika
hafi þau staðfest móttöku erind-
is hans eða gert grein fyrir töf-
um á svörum. Gaukur hefúr af
þessu tilefni ritað forsætisráð-
herra bréf og óskað upplýsinga
um hvort ráðuneyti fylgi ekki
einhverjum starfsreglum um
svör við erindum, sérstaklega
þegar afgreiðsla dregst lengur
en ástæða er til að vænta.
í skýrslunni segir Gaukur Jör-
undsson að hann telji óhjákvæmi-
legt að vekja athygli Alþingis á
ofangreindum atriðum þar sem
forsenda laga um umboðsmann
Alþingis sé að hann sé virtur svars
og tillit sé tekið til álita hans. Ef
sú forsenda bregðist telur hann
að það hljóti að koma í hlut Al-
þingis að taka á ný afstöðu til
þess með hvaða hætti skuli unnið
að endurbótum á stjórnsýslu hér
á landi.
Gaukur segir að endanlegt vald
umboðsmanns Alþingis sé fyrst
og fremst fólgið í því að hann
getur krafið stjórnvöld um upplýs-
ingar og skýringar á ákvörðunum
þeirra og framkomu, en hvorki
stjórnvöld né sá sem kvörtun hefur
borið fram sé bundin af áliti og
niðurstöðu umboðsmanns að lög-
um. Hins vegar komi það skýrt
fram af greinargerð með frum-
varpi til laga um umboðsmann
Alþingis að þau séu reist á þeirri
forsendu að stjórnvöld hljóti yfir-
leitt að fara að áliti umboðs-
manns. Hann segir jafnframt að
starf umboðsmanns Alþingis sé
enn í mótun og engan veginn sé
fullreynt hvernig brugðist verði
við því af stjórnvöldum, en hann
leggur áherslu á að starf umboðs-
manns ætti oft að geta orðið
stuðningur við endurbætur sem
stjórnvöld vinna eða stefna að.
LSD-smyglið:
Maðurinn laus
eftir játningu
MAÐURINN sem setið hefúr í
gæsluvarðhaldi grunaður um
innflutning á LSD hingað til
lands, hefúr verið látinn laus.
Hann hefur játað að hafa smygl-
að þúsund skömtum af efninu til
alndsins. Lögreglan lagði hald á um
700 skammta.
Metsölublai) ú hverjum degi!
Dansstúdio Sóleyjar '89 8. maí
/ -<# / j / c, / 8. ma 1 í. JAZZBALLETT - BALLETT - MODERN - JAZZ FUNK 4 viknó námskeió þar sem þú mætir 3 x í viku. Þetta verður skemmtilegt en erfitt námskeió. Jamaie Graves frá New York og Bryndís Einars- dóttir kenna. Innritun hafin í simum 687701 og 687801.
8. ma .. '4. í i I TEYGJUR OG ÞREK Skemmtilegir og hressir tímar fyrir alla sem vilja vera í gáóu formi fyrir sumarió. Gáóar teygjur og styrkj- andi æfingar fyrir maga, rass og læri. Innritun hafin í símum 687701 og 687801.
8. maí SUMAR TRÍÓ JÁ HVAÐ ER NÚ MÐ??? Þaó eru teygjur og þrek - þrekhringur og úti-skokk sem vió blöndum saman og gerum fjörugt og skemmti- legt. Tilvalið fyrir vinnufélaga eóa kunningjahópa til að taka sig saman og byrja sumarið meó „stæl“. Innritun hafin í símum 687701 og 687801.
^ /\ ^ MICHAEL JACKSON DANSAR Meiriháttar 4 vikna námskeið fyrir stráka og stelpur á aldrinum 7-9 ára og 10-12 ára. Innritun hafin í símum 687701 og 687801. 77T -g*' I s ó il e y j ^ © ^ 687701 Engjateigur 1 • 105 Reykjavik 687801