Morgunblaðið - 03.05.1989, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 03.05.1989, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3, MAÍ 1989 17 Gera náttúruft’æðingar gagn? eftirStefán Aðalsteinsson 354 náttúruíræðingar hjá ríkinu í apríl 1989 voru 354 náttúru- fræðingar í starfi hjá 14 ríkisstofn- unum. Flestir náttúrufræðingar starfa hjá Rannsóknastofnun land- búnaðarins (45). Landspítalanum (44), Hafrannsóknastofnun (42), Orkustofnun (41) og Veðurstofu íslands (25). Náttúrufræðingar fóru í verkfall 6. apríl og störf þeirra liggja niðri á meðan. Skyldi ekki sumum verða á að spyrja: Af hveiju eru náttúru- fræðingar í verkfalli? Hvaða gagn er að störfum þeirra? Sömu laun og á al- mennum markaði Ástæðan fyrir verkfallinu er deila um kaup og kjör við ríkið. Meginkrafa náttúrufræðinga eins og annarra félaga Bandalags háskólamanna í ríkisþjónustu, BHMR, er að fá sambærileg launa- kjör hjá ríkinu við það sem greitt er fyrir sambærileg störf á almenn- um vinnumarkaði. Náttúrufræðingar kalla þetta sanngimiskröfu. Náttúrufræðingur á fijálsum markaði skilar niðurstöðum sínum til eins aðila — fyrirtækisins sem hann vinnur hjá. Náttúmfræðingur hjá ríkinu skilar afrakstri vinnu sinnar til alls þjóðfélagsins. Á að refsa hon- um fýrir það? Fiskur úr sjó Störfín sem náttúrufræðingar vinna em margháttuð. Þeir vinna til dæmis að flóknum rannsóknum á lífríkinu í sjónum. Framtíð fískveiða okkar byggist á því að hafa sem allra besta þekk- ingu á Hfínu í hafinu á öllum stig- um, allt frá plöntu- og dýrasvifí upp í stórfíska og hvali. Náttúmfræðingar okkar afla í starfí sínu þekkingar á því hvemig lífíð sveiflast í sjónum og hvemig einn lifír af öðmm. Þeirri þekkingu er beitt til að móta fískveiðiráð- gjöf. Á henni byggist vemdun og nýting lífríkisins í sjónum til fram- tíðar. Gróður aflandi Þjóðin sækir mikinn auð í gróð- urþekju landsins. Þar fáum við sumarbeit og vetrarfóður fyrir nautgripi, hross og sauðfé. Við höfum ræktað landið, ræst fram mýrar, skipt um gróður, innleitt áburðargjöf og breytt náttúrlegu vistkerfi á margan hátt. Sumar breytingarnar stofna villtu dýralífi í hættu. Öðmm fylgir hætta á mengun í ám, vötnum og grann- vatni. Náttúmfræðingar rannsaka bú- skaparhætti og leiðbeina um nýt- ingu landsins til búskapar og ýmissa annarra nota. Götótt gróðurþekja Gróðurþekja landsins er götótt eins og allir mega sjá. Víða er hún í alvarlegri hættu. Gróðurþekjunni og vistkerfi landsins í heild má hvergi ofbjóða. Náttúrafræðinga afla þekkingar á orsökum landskemmda. Þeir leita virkra leiða til að græða sárin. Allir velviljaðir íslendingar standa að baki þeim í viðleitninni til að stemma stigu við frekari land- skemmdum. Náttúmfræðingar hafa for- göngu um skógræktarstarf í landinu. Virlqanir, byggingar, vegagerð Náttúmfræðingar vinna gmnd- vallarstörf við undirbúning allra virkjana, bygginga og vegagerðar í landinu. Þeir kanna jarðlög við stíflugerð og virkjun fallvatna. Þeir leggja á ráðin um gerð jarð- gangna vegna virkjana og vega- gerðar. Þeir era kvaddir til við efnisval í stíflugerð, vegi og bygg- ingar. Nýi tíminn — fískeldi Ævintýramennska er Islending- um í blóð borin. Nýjasta ævintýrið er fiskeldi í fersku vatni og í sjó. Sumir fískeldismenn framleiða gönguseiði í eigin ár til að auka í þeim stangveiði. Aðrir sleppa seið- um í hafbeit. Sumir ala seiðin til slátmnar f sjókeijum á landi. Enn aðrir ala þau í kvíum úti í sjó. Það er sama hvaða leið menn velja í fískeldinu. Alltaf er þörf á þekkingu náttúrafræðinga. Ráð- ERTU AÐ HUGSA UMKÁPU? þá liggur leiöin tilokkar gjöf getur fjallað um val á klak- fiski, eldi á seiðum, rannsóknir á sjúkdómum, og kýnbætur á fiski, mengun frá fiskeldi eða erfðam- engun í laxfískum og varnir gegn henni. Fleiri dæmi Náttúrafræðingar leita uppi erfðagalla í fólki og fylgja þeim eftir í fjölskyldum. Þeir greina erfðagalla á fósturstigi og leggja þar með gmnn að erfðaráðgjöf. Þeir vinna að bamsfaðemisrann- sóknum. Margir náttúmfræðingar vinna við eyðnirannsóknir. Náttúmfræðingar rannsaka ör- verar og ensím og beita erfða- tækni til að nýta þessar rannsókn- ir í verðmætasköpun í fiskvinnslu. Þeir rannsaka gerlamagn í mat- vælum til að fyrirbyggja að skemmd vara fara á markað. Náttúrafræðingar rannsaka alla þætti lifandi og dauðrar náttúra í „Islendingar byggja af- komu sína í ríkum mæli á beinni náttúrunýt- ingu. Náttúrufræðing- ar gegna þess vegna lykilhlutverki í undir- stöðugreinum þjóðlífs- ins. Hefur þjóðin efiii á að vanmeta störf þeirra?“ landinu. Þeir hafa mikil ítök í Náttúraverndarráði og leiðbeina þar með stjómvöldum um öll mál sem snerta náttúra lands og sjávar. Auk alls sem að framan er talið sinna náttúrafræðingar rannsókn- um á lofthjúpnum yfír okkur og gera hinar ómissandi veðurspár fyrir allan landslýð. Stefán Aðalsteinsson Við lifúm af náttúrunni Islendingar byggja afkomu sína í ríkum mæli á beinni náttúranýt- ingu. Náttúrafræðingar gegna þess vegna lykilhlutverki í undir- stöðugreinum þjóðlífsins. Hefur þjóðin efni á að vanmeta störf þeirra? Höfundur er búfj&rfræðingur. I ÞESSU HUSI cqnÞ TÉÉálhU íí * J ■m Húsgagna4iöllin REYKJAVIK

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.