Morgunblaðið - 03.05.1989, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 1989
25
Isafiörður:
Áformum sóknameftidar
um nýja kirkju hafhað
ísafirði.
ÍSFIRÐINGAR breyttu afstöðu sinni til staðsetningar og gerðar nýrrar
sóknarkirkju þegar þeir felldu ársgamla samþykkt aðalsafnaðarfundar
með 869 atkvæðum gegn 290 í almennri atkvæðagreiðslu sl. laugardag.
Akvörðunin, sem var hafnað, var
tekin á aðalsafnaðarfundi í apríl og
maí í fyrra, en þar var ákveðið í
atkvæðagreiðslu að falla frá end-
urnýjun gömlu kirkjunnar, sem
brann í júlí 1987. Jafnframt fór fram
atkvæðagreiðsla um staðarval og var
meirihlutinn fylgjandi því að reisa
nýja kirkju á uppfyllingu neðan við
nýja sjúkrahúsið.
Að sögn Gunnlaugs Jónassonar,
formanns sóknarnefndar, hefur söfn-
Aðalfimdur Alli-
ance Francaise
Aðalfundur Alliance Francaise
verður haldinn í dag miðvikudag kl.
20.30. Fundurinn fer fram á Franska
bókasafninu, Vesturgötu 2.
uðurinn nú tekið afdráttarlaust aðra
stefnu og væntir hann þess að sam-
komulag takist um aðra lausn. Hann
telur þrjá valkosti helst koma til
greina. í fyrsta lagi að gera upp
gömlu kirkjuna og ef til vill stækka
hana eitthvað. í öðru lagi að lagfæra
hana til bráðabirgða og nota þar til
ný verður reist, en að endurbyggja
þá gömlu Eyrarkirkjuna í sinni uppr-
unalegu mynd og nota hana sem
minjakirkju. í þriðja lagi að byggja
nýja kirkju á gömlu lóðinni og nýta
þá jafnframt lóð við Sólgötu, sem
sóknarnefndin á. Hann taldi þó að
það hefði ýmsa erfiðleika í för með
sér þar sem fara þyrfti yfir sjö graf-
staði á milli núverandi kirlq'u og
Sólgötulóðarinnar. Hann taldi þann
möguleika samt sem áður færan, en
sagðist leggjast eindregið gegn því
að kirkjan yrði breikkuð vegna föida
leiða, sem þá þyrfti að fjarlægja.
Gunnlaugur sagðist telja að besta
kostinum við kirkjubyggingu hefði
verið hafnað. Við því væri hinsvegar
ekkert að segja. Menn yrðu einfald-
lega að sætta sig við næstbesta kost-
inn. Aðalatriðið væri að samstaða
næðist um nýja ákvörðun. Hann
sagðist mjög ánægður með mikla
þátttöku í atkvæðagreiðslunni og
vonaðist til að sjá sem flesta á fram-
haldsaðalsafnaðarfundinum, sem
fara á fram í kapellu ísafjarðarsafn-
aðar í Menntaskóla ísafjarðar næst-
komandi sunnudag klukkan 16.00. Á
þeim fundi verða kosnir þrír af fimm
aðalmönnum í safnaðarstjórn og
væntanlega tekin ákvörðun um
hvaða leið á að fara til lausnar þeim
vanda, sem söfnuðurinn á nú við að
búa, en kapellan er á sal Menntaskól-
ans á ísafirði þar sem jafnframt fara
fram leiksýningar, tónleikar og sam-
komur menntaskólanema.
Úlfar.
Rosemary Kajioka flautuleikari og Katarína Óladóttir fiðluleikari.
Tvennir tónleikar
Tónlistarskólans
Tónlistarskólinn í Reykjavík
heldur tvenna tónleika í Norræna
húsnu nú í vikunni. Fyrri tónleik-
arnir eru í dag miðvikudaginn 3.
maí og þeir seinni fimmtudaginn
4. maí og eru báðir tónleikarnir
einleikarapróf nemenda frá skól-
anum.
Á tónleikunum í dag leikur Rose-
mary Kajioka, flautuleikari verk eft-
ir J.S. Bach, G. Fauré, F. Poullenc,
E. Bozza og F. Martin. Við píanóið
er Krystyna Cortes. Rosemary hefur
stundað nám við Tónlistarskólann frá
1986 og notið leiðsagnar Bernharðs
Wilkinsonar, flautuleikara. Tónleik-
arnir á miðvikudag hefjast klukkan
20.30.
Á tónleikunum á fimmtudagleikur
Katarína Óladóttir, fiðluleikari verk
eftir L.v. Beethoven, J.S. Bach, B.
Bartók, H. Wieniawsky og frumflyt-
ur verk eftir Eyþór Arnalds. Cather-
ine Williams leikur með á píanó.
Katarína hefur stundað nám við Tón-
listarskólann frá 1982 og hefur
Guðný Guðmundsdóttir, konsert-
meistari, verið kennari hennar. Tón-
leikarnir á fimmtudag hefjast klukk-
an 17. Aðgangur að tónleikunum er
ókeypis og allir eru velkomnir.
Honda 89
Civic
Shuttle 4WD
116 hestöfl
Morgunblaðið/Bjaíni Eiríksson
Nokkrir ráðstefiiugesta hlýða á erindi.
Fundað um íslenskar fornbókmenntir:
„Ráðstefhan gekk sann-
arlega vonum framar“
— segir Gísli Sigurðsson
„RÁÐSTEFNAN gekk sannarlega
vonum framar og einn úr okkar
hópi, Ornólfur Thorsson, stóð upp
í lok hennar og lýsti yfir að án-
ægja þátttakenda og áhugi væri
Vélageymsla
brann í Bol-
ungarvík
Bolungarvík.
ELDUR kom upp í vélageymslu
Karls S. Þórðarsonar í Bolung-
arvík aðfaranótt mánudags. í hús-
inu, sem er um 100 fermetra
járnklætt stálgrindarhús, voru
meðal annars geymd ýmis tæki,
varahlutir og verkfæri. Auk þess
var þarna inni vélskófla, sem var
ótryggð.
Mikið tjón varð á húsinu og því
sem inni var. Slökkvilið Bolungarvík-
ur var kallað út klukkan 6.00 og var
húsið þá alelda. Það tók slökkviliðið
um einn og hálfan tíma að ráða nið-
urlögum eldsins. Mildi var að gas-
hylki, sem geymd voru í húsinu,
sprungu ekki, en slökkviliðsmönnum
tókst að forða þeim.
Eins og áður sagði varð Karl S.
Þórðarson fyrir umtalsverðu tjóni í
brunanum, en hann rekur verktaka-
fyrirtæki í Bolungarvík. Eldsupptök
eru ókunn.
Gunnar
beinlínis krafa um að svona ráð-
stefna yrði haldin á hveiju ári hér
eftir,“ sagði Gísli Sigurðsson, sem
ásamt Örnólfi og Gunnari Harðar-
syni stóð að ráðstefnu um íslen-
skar fornbókmenntir um síðustu
helgi. Alls skráðu 120 manns sig
á ráðstefhuna.
Gísli sagði ennfremur, að 18 fyrir-
lesarar hefðu rætt vítt og breitt um
bókmenntaarfinn, en einkum hefði
verið rætt um fornaldarsögur, ridd-
arasögur og dróttkvæði. „Það sem
gerði þetta svolítið öðruvísi hjá okkur
var, að fjallað var um þessar bók-
menntir út frá bókmenntalegum for-
sendum. Þannig fengum við menn
eins og Halldór Guðmundsson, Áma
Siguijónsson og Guðmund Andra
Thorsson, til þess að ræða þessar
bókmenntir frá sjónarhóli nútíma-
bókmennta," sagði Gísli.
Fyrir helgina var haft eftir ráð-
stefnumönnum, að hún væri að ein-
hveiju leyti hugsuð sem svar við
frumkvæði erlendra fræðimanna í
athugunum og rannsóknum á
íslenskum fornbókmenntum. Um
þetta sagði Gísli:
„Við fengum miklu betri kynningu
en við áttum von á og það var gam-
an að fá upp nýja hreyfingu og nýj-
ar hugmyndir. íslendingar hafa
lengst af verið í grunnrannsóknum,
enda höfum við handritin okkar, en
erlendir fræðimenn hafa getað tekið
íslenska texta og lesið allt mögulegt
úr þeim, mannfræðiheimildir, bók-
menntatexta og fleira. Við höfum
ekki verið með í þeirri umræðu,
ráðstefnan um helgina sýndi svo
ekki verður um villst, að þetta er að
breytast. Hér er líka fólk, nýlega
komið frá námi, sem er farið að vinna
á þessum sömu línum.“
Skákmót í Munchen:
Margeir í
þriðja sæti
MARGEIR Pétursson stórmeistari
teflir nú á opnu alþjóðlegu skák-
móti í Mttnchen í Þýskalandi. Að
fjórum umferðum loknum hefiir
Margeir 2,5 vinning og er í þriðja
sæti. í fyrsta sæti er Hollending-
urinn Piket með 3,5 vinninga.
Margeir byijaði vel á mótinu og
vann tvær fyrstu skákir sínar, þá
fyrstu gegn Cebalo frá Júgóslavíu og
aðra gegn Zuger frá Sviss.
í þriðju umferð gerði Margeir jafn-
tefli við Lars Bo Hansen frá Dan-
mörku en í fjórðu umferð kom slysa-
legt tap gegn Schlosser frá Þýskalandi.
Verð f rá 1030 þúsund,
miðað við staðgreiðslu á gengi 1. ap. 1989
GREIÐSLUSKILMÁLAR
FYRIRALLA.
H)
VATNAGÖRÐUM 24, RVÍK., SÍMI 689900
■
Tölvusumarskólt
Sumamámskeiö fyrir böm og ungllnga 11-16 ára í elsta Macintoshtölvuskóla
landsins. Einstakt tækifærl til aö fá á 3. vikna námskeiW þjálfun í öllum
grunnatrlöum tölvunotkunar f starfi og leik.
Börn og unglingar hafa gaman af tölvum, þvf tölvur efla sköpunargleði, heilbrigöa og rökrétta hugsun.
Oftar en ekki hafa böm og unglingar ekki tækifæri til að nálgast þá þekkingu sem þarf til að nota tölvur.
Til aö koma til móts kröfur þeirra höfum við komið á fót námskeiöi sem sniðiö er að þörfum þeirra.
Dagskrá:
• Ritvinnsla og vélritun
• Tölvuteiknun og myndgerð
• Almenn tölvufræði og umgengni viö tölvur
• Leikjaforrit
• Gagnagrunnar og töflureiknar
• Tölvusamskipti og gagnabankar
• Heimsókn I tölvufyrirtæki
Við bjóöum upp á 67 kennslustunda hagnýtt nám með úrvalskennurum. í hverjum hóp eru 10
nemendur. Hægt er að velja um hóp kl. 9-12 eða kl. 13-16. Námsgögn og hressing á námskeiöi
innifalin I verði. Kennt er á Macintosh tölvur.
Námskeiö byrja 5. júní, 26. júní og 14. ágúst.
!■ verkfræðiþjánustan
Tðlvuskófi HaHdórs Kristjónssonar
Skráning og allar frekari upplýsingar I
sfma 688090 eða á Grerisásvegi 16
Kreditkortaþjónusta