Morgunblaðið - 03.05.1989, Qupperneq 26
26
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 1989
Skammdræg kjarnorkuvopn í Evrópu:
Kohl kveðst reiðubúinn
að slaka á kröfiim sínum
Róm. Reuter.
HELMUT Kohl, kanslari Vestur-
Þýskalands, kvaðst í gær vera
tilbúinn til að slaka á þeirri kröfu
ríkisstjórnar sinnar að hafiiar
verði viðræður milli aðildarríkja
Atlantshafsbandalagsins (NATO)
og Varsjárbandalagsins um
fækkun skammdrægra kjarn-
orkuvopna í Evrópu. Sagðist
ka'nslarinn vongóður um að unnt
yrði að miðla málum í deilu vest-
ur-þýsku ríkisstjórnarinnar og
ríkisstjórna Bandaríkjanna og
Bretlands fyrir fund leiðtoga
NATO-ríkja , sem hefst í Brussel
þann 29. þessa mánaðar.
Kohl greindi ekki frá því í hveiju
slík málamiðlun kynni að felast en
hann kvað stjórnvöld í Vestur-
Þýskalandi vilja tengja viðræður um
fækkun skammdrægra kjarnorku-
vopna við viðræður aðildarríkja
NATO og Varsjárbandalagsins um
niðurskurð hefðbundins vígbúnaðar
sem fram fara í Vínarborg. „Þessi
tvö mál eru augljóslega nátengd og
ég sé ekkert því til fyrirstöðu að
viðræður' um skammdræg vopn
verði settar í samhengi við árangur
í viðræðum um hefðbundinn her-
afla,“ sagði Kohl. Kanslarinn ræddi
í gær við Chiriaco de Mita, forsætis-
ráðherra Ítalíu, og sagði sá síðar-
nefndi að fundi þeirra loknum að
hann teldi auðveldlega unnt að
leysa deilu þessa.
Talsmenn Bandaríkjastjómar og
Margaret Thatcher, forsætisráð-
herra Bretlands, hafa hafnað því
að teknar verði upp viðræður um
frekari fækkun kjarnorkuvopna í
Evrópu og vísað til yfirburða Sovét-
manna á sviði hefðbundins herafla
og efnavopna. Kohl og Thatcher
ræddust við í þrjár klukkustundir á
sunnudag og ítrekuðu þau bæði
fyrri yfirlýsingar sínar á sameigin-
legum blaðamannafundi sem boðað
var til er fundi þeirra lauk.
England:
Skaut á allt kvikt
Daily Telegraph.
MAÐUR vopnaður tvíhleyptri haglabyssu gekk berserksgang í sjávar-
þorpinu Whitley Bay í norðausturhluta Englands á sunnudag og
myrti einn mann og særði fjórtán, þar af þrjá lífshættulega. Sjónar-
vottar sögðu að maðurinn hefði líkt eftir kvikmyndapersónunni
Rambó — verið klæddur svörtum leðurfatnaði og haft rýting bund-
inn við læri sér.
Fimmtán mínútum eftir að skot-
æði rann á manninn, sem er 22 ára
að aldri, handsamaði lögreglan
hann. Nágrannar ódæðismannsins,
Roberts' Sartins sem býr í Whitley
Bay, sögðu að rekja mætti harm-
leikinn til eija milli hans og konu
á heimili hans.
Maðurinn sem féll í valinn var
fertugur fjölskyldumaður á leið
heim til sín frá kirkju.
„Hann skaut á allt kvikt alveg
eins og Michael Ryan í Hunger-
ford,“ sagði einn sjónarvotta. Skot-
æði rann á Michael Ryan í smábæ
á Suður-Englandi í ágúst 1987 og
varð hann 16 manns að bana áður
en hann stytti sér aldur.
Reuter
Andres Rodriquez, forseti Paraguay, og eiginkona hans, Nelida,
brosa til stuðningsmanna sinna eftir að hafa greitt atkvæði í forseta-
kosningimum á mánudag.
Paraguay:
Rodriquez lýsir yfir sigri
í forsetakosningunum
Asuncion. Reuter.
ANDRES Rodriquez, fyrrum hershöfðingi og núverandi forseti
Paraguay, hefiir lýst yfir sigri í forsetakosningum sem fram fóru
i landinu á mánudag. Forsetinn hvatti landslýð til að virða úrslit
kosninganna en mjög bar á ásökunum um kosningasvik.
Er helmingur atkvæða hafði
verið talinn á mánudag í fyrstu
fijálsu kosningunum í þijá áratugi
hafði Rodriquez hlotið 74% þeirra.
Helsti andstæðingur hans Domingo
Laino, frambjóðandi PRLA-flokks-
ins, hafði hlotið 21% atkvæða. Auk
forseta voru jafnframt kjörnir 108
fulltrúar til setu á þingi.
Rodriquez tók við forsetaemb-
ættinu í febrúarmánuði er hann
kom Alfredo Stroessner, sem ríkt
hafði í 34 ár í Paraguay í skjóli
hervalds, frá völdum með aðstoð
undirsáta sinna innan hersins.
Fáeinum klukkustundum eftir að
kjörstaðir vou opnaðir tóku fulltrúar
stjórnarflokksins, Colorado-flokks-
ins, og stjórnarandstæðingar að
bera fram ásakanir um skipulögð
kosningasvik. Fullyrt var að listar
með nöfnum kjósenda hefðu verið
falsaðir og að kjörgögnum hefði
verið stolið. Fulltrúar stjórnarand-
stöðunnar sögðu að verið væri að
rannsaka hvort ásakanir þessar
ættu við rök að styðjast og að hugs-
anlegt væri að þess yrði krafist að
kosningarnar yrðu lýstar ólöglegar.
1. MAÍ, BARÁTTUDAGUR VERKALYÐSINS
Hjáróma fagn-
aðaróp flöldans
Móskvu. Daily Telegraph.
ÞEIM sem fylgdust með 1. maí-skrúðgöngunni á Rauða torginu
að þessu sinni duldist ekki að æ fleiri Sovétborgarar telja slíkar
hefðir úreltar, jafhvel heimskulegar og alveg örugglega skringi-
legar. Hátíðahöldin voru eitt sinn til heiðurs sigri verkalýðsins
og einingu flokksins og þjóðarinnar. En núna minna dagblöð og
umbótasinnar í flokknum í sífellu á að byltingin megnar enn
ekki eftir 71 ár að brauðfæða börnin sín.
Hinn mikli fjöldi eftirlitsmanna,
eða lögreglu í ýmsum búningi og
hinna svokölluðu drúsinikki (sem
gæti útlagst: hjálplegir vinir) á
Rauða torginu var taugaóstyrkarí
en vengjulega. Æ fleiri Sovét-
menn hafa tekið upp þann sið að
efna fyrirvaralaust til mótmæla
og hrópa slagorð sem ekki eru í
samræmi við það sem flokkurinn
skipar fyrir um. í Armeníu efndu
tugir þúsunda manna til mót-
mælafunda og kröfðust þess að
pólitískir fangar yrðu látnir laus-
ir. Yfírvöld í Armeníu og Georgíu
höfðu aflýst hátíðahöldum til að
minnast 25.000 fómarlamba jarð-
skjálftans í Armeníu í desember
og þeirra sem féllu fyrir taugag-
asi lögreglu í Tíflis 9. apríl.
Einhver gæti haldið því fram
að slík hátíðahöld skipti ekki svo
miklu máli. En í Sovétríkjunum
em hefðir mikilvægar og trúin á
Marx í stað Guðstrúarinnar er
meira en formsatriði. Að baki
umbyltingu Gorbatsjovs býr kerfi
sem byggir á hugmyndafræði sem
á að leiða til himnaríkis á jörðu
með hjálp perestrojku.
Hátíðahöldin 1. maí á Rauða
torginu eru enn sem fyrr tilkomu-
mikil. Brosandi mannfjöldinn sem
líður fram hjá veggjum Kremlar
og dómkirkju heilags Basils er
áhrifamikill. Að vísu kemst
óbreyttur áhorfandi ekki nær
skrúðgöngunni en sem nemur 800
metmm því fjórfaldur hringur lög-
reglu hefur verið sleginn um
Rauða torgið þannig. Þátttakend-
ur þurfa nefnilega sérstakan
miða, sem þeir fá á vinnustað
sínum. Hver stofnun og verk-
smiðja verður að koma út lág-
marksfjölda miða og er þeim
umbunað sem taka þátt fyrir hönd
vinnustaðar síns.
Goðsögnin um einingu flokks
og þjóðar er horfín ekki síst eftir
að 90% Moskvubúa greiddu at-
kvæði gegn frambjóðanda flokks-
ins í kosningum til fulltrúaþings-
ins. Þessa varð vart i umfjöllun
sovéska sjónvarpsins um 1. maí-
hátíðahöldin. í fyrra mátti sjá
góða og gegna kommúnista í
Bandaríkjunum og víðar lofsyngja
framfarir í Sovétríkjunum. Núna
var komið annað hljóð í strokkinn.
Rætt var við ítalskan blaðamann
á Rauða torginu sem kvartaði
sáran yfir því að aðgangur frétta-
ritara erlendis frá að Armeníu og
Georgíu er háður geðþótta stjóm-
valda. Vestur-Þjóðveiji nokkur
minnti áhorfendur á að fyrir 20
árum hefði Khrústsjov boðað til-
komu hins sanna kommmúnisma
og að Bandaríkin yrðu möluð á
tæknisviðinu á næstu 20 árum.
Nýkjörinn þingmaður á fulltrúa-
þinginu varaði við því að flokks-
klíkan reyndi að ná kverkataki á
Æðsta ráðinu sem kosið verður
innan skamms.
Jafnveþ Lenín er ekki lengur
heilagur. í sjónvarpinu var gefið
til kynna að flytja þyrfti jarðne-
skar leifar hans úr grafhýsinu án
þess þó að gefin væri skýring á
nauðsyn slíkrar ráðstöfunar.
Ábyrgð Leníns á kerfínu sem
leiddi Stalín til valda er smám
saman að koma fram í dagsljósið.
Hátíðahöldin 1. maí em til heið-
urs trúarbrögðum og spámanni
sem ekki mátti hrófla við fyrr en
nú nýverið. í ræðu Gorbatsjovs
kom nafn Leníns ekki sjaldnar en
40 sinnum fyrir. En nú þegar
flokkurinn klofnar æ skýrar í tvær
fylkingar koma brestir í hug-
myndafræðina og fagnaðaróp
fjöldans verða hjáróma.
Lögregla í Varsjá flýr undan þátttakendum í kröfugöngu á vegnm Samstöðu.
Mestu óeirðir í Vest-
ur-Berlín um árabil
Hátíðarbragur með minna móti í kommúnistaríkjum
Vestur-Berlín, Varsjá, Peking, Prag, Ankara. Keuter.
Hátíðahöldin á baráttudegi verkalýðsins, 1. maí, voru með nokk-
uð öðrum blæ í kommúnistaríkjum en áður. Opinská umræða í
Sovétríkjunum og víða annars staðar austantjalds veldur því að
lofgjörð um kommúnismann, eins og hátíðahöldin 1. maí hafa
einkennst af, verður hjáróma. Til mikilla óeirða kom í Tékkósló-
vakíu og Póllandi. Vinstrisinnar í Vestur-Berlín efhdu til mestu
uppþota í borginni í áraraðir með þeim afleiðingum að gera
þurfti að sárum á fjórða hundrað lögreglumanna. í Tyrklandi
voru einnig mestu óeirðir á þessum degi um árabil og er lög-
regla sökuð um að skjóta á mótmælendur.
Að sögn lögreglu í Vestur-
Berlín yfirgáfu um það bil 2.000
grímuklæddir mótmælendur 1.
maí skrúðgöngu í Kreuzberg-
hverfi og réðust á lögreglu með
fyrrgreindum afleiðingum. Óeirð-
irnar stóðu langt fram á nótt og
voru rúður víða brotnar og kveikt
í verslunum.
Það vakti helst athygli á 1.
maí í Kína að á Torgi hins him-
neska friðar í Peking voru í fyrsta
skipti í 30 ár ekki myndir af
Marx, Engels, Lenín og Stalín við
hlið mynda af Mao Tse-tung og
Sun Yat-sen, fyrrum leiðtogum
Kína. Yfirvöld gáfu þá skýringu
að í flestum löndum væri einung-
is minnst þjóðhetja við slík tæki-
færi.
Lögregla í Prag tók harkalega
á fólki sem fór út fyrir ramma
hinna hefðbundnu hátíðahalda
með því að krefjast umbóta.
Fréttaritari breska útvarpsins
BBC var handtekinn og barinn í
andlitið er til hans sást vera að
taka upp á band handtöku
frammámanns í mannréttinda-
samtökunum Charta 77.
Pólska lögreglan leysti upp
mótmælafund í Gdansk 1. maí en
á sama tíma gengu 100.000 félag-
ar í Samstöðu fylktu liði í mið-
borg Varsjár án afskipta yfir-
valda.
Leiðtogar stjórnarandstöðunn-
ar í Tyrklandi og margir frétta-
menn saka stjórnvöld um að hafa
'valdið miklum róstum á 1. maí,
þeim mestu um árabil, með því
að banna kröfugöngur. Fyrirskip-
uð hefur verið opinber rannsókn
á óeirðunum en í þeim var einn
skotinn til bana og 35 slösuðust.