Morgunblaðið - 03.05.1989, Side 28

Morgunblaðið - 03.05.1989, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 1989 Þessi sannar SMrTH& NORLAND Nóatúni 4 Sími 28300 Jakarta, Bankok. Reuter. Daily Telegraph. HUN SEN, forsætisráðherra alþýðulýðveldisins Kampútseu, sem stofnað eftir Víetnamar kollvörpuðu ríkisstjórn Rauðu khmeranna árið 1978, lýsti því yfir á mánudag að landið væri ekki lengur alþýðulýðveldi og að heiti þess hefði verið breytt í Kambódíu. Hun Sen boðaði jafhfi'amt til ftjálsra kosninga og sagði að þingið hefði sam- þykkt nýjan þjóðfána og að gerðar yrðu ótilgreindar stjómarskrárbreytingar. Hann sagði að þingið hefði fallist á breytingamar til að greiða fyr- ir samkomulagi við skæruliða, undir sljórn fyrmm konungs landsins, Norodoms Shihano- uks prins, sem ásamt Rauðu khmerunum hafa herjað hafa á leppsljóra Víetnama í Phnom Penh, höfúðborg Kambódíu, í yfir 10 ár. Norodom Sihanouk prins Hun Sen, átti í gær viðræður í Jakarta við Shihanouk prins og Son Sann, leiðtoga tveggja af þremur skæruliðahreyfingum sem beijast gegn kambódísku stjórn- inni. Hun Sen sagði að Shihanouk prins væri reiðubúinn að snúa aft- ur til Kambódíu að því tilskildu að víetnamskt herlið hverfi á braut og ríkisstjómin beiti sér fyrir auknum tilslökunum í friðarátt. Víetnamsstjórn hefur heitið því að brottflutningi víetnamsks herliðs frá Kambódíu verði lokið fyrir septemlok á þessu ári. Hun Sen sagði jafnframt að þeir hefðu verið sammála um nauðsyn þess að efna til alþjóð- legrar ráðstefnu sem gegndi því hlutverki að stofna fjölþjóðlegar eftirlitssveitir til að fylgja friðar- samkomulagi deiluaðila eftir. Þá komust þeir að samkomulagi um að hafna erlendri hernaðaraðstoð þegar víetnamski herinn væri far- inn frá landinu. Heimildamaður innan raða stjórnarandstæðinga sagði að árangur hefði náðst í viðræðunum en að væntanlegt hlutverk Rauðu khmeranna í bráðabirgðaríkis- stjórn, sem hugsanlega yrði mynd- uð, væri helsti þröskuldurinn fyrir samkomulagi. Brezkir skólanemar slakir í landafræði St. Andrews. Frá Gudmundi Heiðarí Frímannssyni, fréttaritara Morgiinbladsins. Fjórðungur 11 ára skólanema í Bretlandi getur ekki sagt til um hvar Sovétríkin eða Bandaríkin eru á landakorti að því er kemur fram i The Sunday Times sl. sunnudag. Ýmsir telja kunn- áttuleysið afleiðingu nýrra kennsluhátta. Blaðið lét gera fyrir sig könnun í skólum á kunnáttu nemenda í landafræði. Þá kom þetta í ljós um risaveldin. Sama hlutfall getur ekki staðsett Frakkland og einn af hveijum sex getur ekki stað- sett Stóra-Bretland. Næstum helmingur getur alls ekki staðsett Kyrrahafíð, sem þekur um þriðjung jarðarinnar og enn færri vita hvar Suður-Afríka eða Ítalía eru. Á fimmtánda ári getur einn af hveijum íjórum ekki fundið Japan eða Suður-Afríku á landakorti og þriðjungur finnur ekki Kyrrahaf- ið. Sheila Lawlor, aðstoðarfram- kvæmdstjóri Center for Policy Studies, sem er einn af hug- myndabönkum íhaldsmanna, hef- ur gagnrýnt kennara fyrir að Ieggja of mikla áherzlu á félags- fræðikenningar á kostnað stað- reynda. Hún segir að búast megi við því að 15 ára börn kunni aðal- atriði landafræði, vita til dæmis hvar lönd EB séu, mannfjölda og einkenni eins og gengið hafi verið að vísu fyrir 20 árum síðan. Fulltrúi Sambands brezkra ferðaskrifstofa segir þessa van- kunnáttu voðalega. Nemendur nýskriðnir úr skóla viti kannski hvað framleitt er á Fiji-eyjum eða hvar kolanámur eru í Norður- Ameríku, en þeir hafi ekki hug- mynd um hvar Róm sé að finna. Angela Rumbold, aðstoðar- menntamálaráðherra, segir að landafræði hafi misst gildi sitt eftir að henni var blandað saman við mannvísindi í námsskrá. Hún segir að nú í vikunni verði sett á laggirnar nefnd, sem á að endur- skipuleggja landafræðikennslu frá grunni og í henni muni sitja .sérfræðingar og menn úr atvinn- ulífinu. Bretland: Bretarí evrópska myntkerfið? St. Andrews. Frá Guðmundi H. Frímanns- syni, fréttaritara Morgunblaðsins. HORFUR eru taldar á því að Bretar muni taka þátt í evrópska myntkerfinu frá og með árinu 1991. Enn er þó ágreiningur í ríkisstjórninni um málið. Ráðherrar í brezku ríkisstjóminni telja horfur á því að Bretar gangi inn í evrópska myntkerfið árið 1991, þegar þeir munu fara með forsetaembættið í EB. Bretar hafa neitað að tengja gengi pundsins gengi annarra evrópugjaldmiðla á þeim forsendum að það þrengdi kosti þeirra við stjórn efnahags- mála. Thatcher hefur verið tengingunni mótfallin, en Lawson, Ijármálaráð- herra, og Howe, utanríkisráðherra, hafa verið henni fylgjandi. De Mita, forsætisráðherra ítala, sagði eftir viðræður við Thatcher sl. föstudag að hann teldi líklegt að Bretar tengdust evrópska myntkerfinu. Brezk yfirvöld hafa áhyggjur af síaukinni efnahagssamvinnu EB. Nú er tekið að ræða í alvöru stofn- un seðlabanka EB og sameiginlegr- ar myntar. Þeirri hugmynd hefur brezka stjórnin vísað algerlega á bug. En hún hefur áhyggjur af því ef aðrar þjóðir innan EB muni taka upp mynt EB og styðja seðlabanka og því muni bandalagið skiptast í tvennt. Talið er því að brezk stjórn- völd vilji taka þátt í evrópska mynt- kerfinu til að geta betur komið í veg fyrir frekari sameiningu en um leið geta sýnt fram á að þeir eru góðir meðlimir EB. Thatcher átti viðræður við hol- lensk stjórnvöld um helgina. Lubb- ers, forsætisráðherra, reyndi að telja hana á að sættast á málamiðl- un um evrópskan seðlabanka. 4 45 cm ► 45 cm breiða vélin er góð lausn! LADY PLUS45 frá Siemens Námsmenn í Kína kreflast viðræðna við stjórnvöld Peking. Reuter. RUMLEGA 60 kínverskir námsmenn fóm í gær á höfúðstöðvar kínverska kommúnistaflokksins í Peking til að krefiast viðræðna við stjórnvöld og hótuðu frekari fiöldamótmælum á morgun yrði ekki gengið að kröfúm þeirra. Námsmennirnir voru fulltrúar nýstofnaðrar námsmannahreyf- ingar, sem skipulagt hefur fjölda- fundi í Peking undanfarnar tvær vikur til að krefjast lýðræðis og frelsis. Þeir afhentu embættis- manni kommúnistaflokksins úr- slitakosti hreyfingarinnar. Hún krefst þes að stjórnvöld viðurkenni hreyfinguna og efni til beinna við- ræðna við hana. Námsmennirnir sögðust gefa stjómvöldum frest til hádegis í dag til að ganga að SIEMENS Eldhúsið þitt er ekki of lítið fyrir upp þvotta véíT kröfum hreyfingarinnar, ella yrði efnt til mótmæla á morgun, en þá verða 70 ár liðin síðan kínver- skir námsmenn efndu til fjölda- funda til að mótmæla íhlutun er- lendra ríkja í landinu. Háttsettir embættismenn hafa síðan á laugardag átt í viðræðum við nokkra námsmenn, aðallega fulltrúa námsmannahreyfinga, sem njóta stuðnings stjórnvalda. I þeim viðræðum hefur einkum ver- ið fjallað um spillingu meðal emb- ættismanna og hafa fjölmiðlar gert þeim góð skil. Talsmenn nýju námsmannahreyfingarinnar hafa hins vegar gert lítið úr viðræðun- um og sagt að með þeim vilji stjórnvöld skapa sundrungu meðal námsmanna. Embættismennimir hafa neitað að ræða við fulltrúa nýju námsmannahreyfingarinnar og segja að hún sé ólögleg. Leiðtogar óháðrar námsmannahreyfingar í Peking hjóla hér til höfúðstöðva kínverska kommúnistaflokk- isins til að krefiast viðræðna við stjórnvöld. Þeir hótuðu frekari fiöldamótmælum á morgun yrði ekki gengið að kröfúm þeirra. Stjómvöld hafa hafnað viðræðum við hreyfinguna og sagt hana ólöglega. Kambódía: Miðar í samkomulagsátt

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.