Morgunblaðið - 03.05.1989, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 1989
29
Ólíklegt að#Gorbatsjov
nái markmiðum sínum
- segir varnarmálaráðherra Bandaríkjanna
Washington. The Daily Telegraph, Reuter.
RICHARD Cheney, varnarmála-
ráðherra Bandaríkjanna, lýsti
yfir því í sjónvarpsviðtali á
sunnudag að líklegt væri að
Míkhail S. Gorbatsjov tækist ekki
að koma á þeim umbótum sem
hann hefði boðað í Sovétríkjun-
um og að nýr leiðtogi tæki við
völdum sem reyndist Qandsam-
legur Vesturlöndum. Þessi um-
mæli ráðherrans vöktu verulega
athygli og sagði skrifstofusljóri
George Bush Bandaríkjaforseta
að forsetinn væri ekki sama sinn-
is og að ekki væri gengið út frá
þessum forsendum i stefhumótun
Bandaríkjastjórnar á vettvangi
utanríkismála.
í sjónvarpsviðtalinu var Cheney
spurður hvort það væri ekki öldung-
is öruggt að Bandaríkjaþing myndi
neyða ríkisstjórn Bush forseta til
að kalla heim hluta herliðs Banda-
ríiq'amanna í Vestur-Evrópu í því
skyni að draga úr útgjöldum til
vamarmála. Cheney kvaðst telja að
ákvörðun í þessa vem myndi reyn-
ast afdrifarík mistök. Brottflutning-
ur herliðsins myndi augljóslega
veikja Atlantshafsbandalagið og
varnir Bandaríkjanna auk þess sem
engan veginn væri tryggt að stefnu
Gorbatsjovs yrði framfylgt í fram-
tíðinni. Sagðist Cheney efast um
að unnt væri að gjörbreyta efnhags-
kerfi Sovétrílq'anna þar eð fmm-
kvæði einstaklinga hefði nánast
verið upprætt með öllu á þeim 70
ámm sem kommúnistar hefðu verið
við völd í Sovétríkjunum. „Ég tel
að menn verði að gera greinarmun
á viðleitni Gorbatsjovs og möguleik-
um hans til að ná raunvemlegum
árangri á þessu vettvangi," sagði
Cheney og bætti við að hann teldi
að Sovétleiðtoganum myndi tæpast
takast að grjörbreyta hagkerfi Sov-
étríkjanna. „Gerist þetta er líklegt
að nýr maður taki við völdum og
að hann muni reynast mun.fland-
samlegri í afstöðu sinni til Vestur-
landa“.
John Sununu, skrifstofustjóri
Bush Bandaríkjaforseta, var spurð-
ur að því í sjónvarpsviðtali á sunnu-
dag hvort ríkisstjórn forsetans
hygðist gmndvalla stefnu Banda-
ríkjanna í utanríkismálum á þeirri
forsendu að Gorbatsjov myndi ekki
takast ætlunarverk sitt í Sovétríkj-
unum. Sununu sagði forsetann ekki
vera sammála þessu mati vamar-
málaráðherrans en bætti við að
hann teldi það ánægjulega stað-
reynd að embættismenn væm til-
búnir til að láta álit sitt í ljós bæði
í einkasamtölum sem og á opin-
bemm vettvangi. George Bush vék
að stefnu Gorbatsjovs í ræðu er
hann flutti á mánudag og kvaðst
hafa skýrt Sovétleiðtoganum frá
því á fundi í New York í desember
að Bandaríkjamenn vonuðust til
þess að umbótaáformin skiluðu til-
ætluðum árangri.
Richard Cheney, varnarmálaráð-
herra Bandaríkjanna.
Vornámskeið að hefjast!
Enskunámskeið fyrir hressa krakka 6-11 ára:
leikur og nám hálfan daginn: Stuttar ferðir, leikir, myndbandsefni,
sögustund, o.fl.
Rabb-námskeið
fyrir fullorðna (12 klst.)
Enska Franska
Spænska Italska
Þýska
Fyrir þá sem geta bjargað
sérá tungumálinu.
Sumarskólar erlendis
almenn og sérhæfð tungumála-
námskeið fyrir börn og fullorðna.
Allar nánari upplýsingar í síma 10004 og 21655 hjá:
MALASKOLANUM MIMI
✓
Ananaustum 15,101 Reykjavík
"Veiðivörur við allra hæfi
Sértu að hugleiða að bæta við eða en fisléttum efnum eins og t.d. grafiti í
endurnýja veiðibúnað þinn, skaltu veiðihjól. Þetta, ásamt góðri hönnun
kynna þér hið góða úrval Abu Garcia
veiðivara. Það ætti að tryggja að þú
finnir búnað sem hæfir þér.
Abu Garcia hefur í áratugi verið
leiðandi í tækniþróun veiðibúnaðar.
Það kemur meðal annars fram í
aukinni notkun ásérlega sterkum
j9Abu
Garcia
og útfærslu í smæstu atriðum gerir
Abu Garcia að eftirsóttum veiðivör-
um, enda einstaklega öruggar og
þægilegar í notkun.
Hafnarstræti 5, símar 16760 og 14800
ER
BÚIÐ
AÐ
SK0ÐA
BÍLINN
MNN?
Síðasta tala
númersins segir
til um
skoðunarmánuðinn.
Láttu skoða í tíma
- öryggisins vegna!
-—--
BIFREIÐASKOÐUN
ÍSLANDS HF.
Hægt er að panta skoðunartíma,
pöntunarsími í Reykjavík er 672811.
YDDA Y8.12/SÍA