Morgunblaðið - 03.05.1989, Page 31
30
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 1989
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 1989
31
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
HaraldurSveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 900 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 80 kr. eintakið.
Nýir kjara-
samningar
Nú hafa verið gerðir kjara-
samningar á hinum almenna
vinnumarkaði, sem atvinnuvegirn-
ir hafa ekki efni á að gera og
munu ekki leiða til aukins kaup-
máttar heldur aukinnar verðbólgu.
Þetta eru áþekkir samningar þeim,
sem ríkið gerði við BSRB á dögun-
um. Þá sagði Ólafur Ragnar
Grímsson, fjármálaráðherra, að
ríkið hefði gert samninga við sína
starfsmenn, sem væru innan
þeirra marka, sem ríkið hefði efni
á, nú væri komið að atvinnulífinu
að gera samninga, sem samræmd-
ust getu fyrirtækjanna.
Þetta var auðvitað fáránleg
yfiriýsing hjá íjármálaráðherra.
Ríkið getur lagt á skatta til þess
að standa undir sínum útgjöldum,
en atvinnufyrirtækin geta það
ekki. Þrátt fyrir þá augljósu stað-
reynd, að atvinnuvegirnir geta
ekki staðið undir þeim kauphækk-
unum, sem nú hefur verið samið
um, skrifuðu atvinnurekendur
undir. Hvers vegna? Það er spurn-
ing, sem þeir verða að svara.
Til þess að auðvelda atvinnu-
vegunum að standa undir þessum
samningum, hefur ríkisstjórnin
gefið alls konar loforð um lækkun
skatta á fyrirtækjum. Nú lofa þeir
að lækka eða afnema skatta, sem
þeir settu á í haust! Hvað á þessi
hringavitleysa að ganga lengi?
Morgunblaðið fagnar því að sjálf-
sögðu, að ríkisstjórnin lækkar
skatta á fyrirtækjunum, en þessi
hringsnúningur sýnir bezt, að
þessir menn vita ekki sitt ijúkandi
ráð. Ríkisstjórnin hefur jafnframt
gefið verkalýðsfélögunum ýmis
konar loforð til þess að fá þau til
að skrifa undir. Að mati forsætis-
ráðherra kosta þessar aðgerðir
ríkissjóð um einn milljarð króna.
Hvaðan koma þeir peningar? Með
hallarekstri ríkissjóðs, sem ýtir
undir vaxtahækkun á sama tíma
og ríkisstjómin lofar vaxtalækk-
un? Með nýjum sköttum á sama
tíma og ríkisstjómin lofar að
lækka og afnema skatta?
Það er auðvitað augljóst, að
ríkisstjómin hefur gefíð sjávarút-
veginum til kynna, að gengi krón-
unnar muni lækka eitthvað í sum-
ar. Þar með verða teknar aftur
þær kauphækkanir, sem nú hefur
verið samið um við ASI og BSRB.
Þótt sjávarútvegur og fisk-
vinnslufyrirtæki telji sig geta stað-
ið undir þessum samningum með
gengisbreytingum í sumar er Ijóst,
að fyrirtæki í verzlun og þjónustu
eru nú í þeirri stöðu, að þau eiga
erfitt með að velta þessum kaup-
hækkunum út í verðlagið. Staðan
á markaðnum er þannig, að það
er erfiðara en oft áður. Hækkun
á verðlagi getur valdið því, að við-
skipti minnka. Þess vegna getur
vel farið svo, að eina leið þessara
fyrirtækja til þess að standa undir
kauphækkunum sé sú að segja upp
starfsfólki. Þá hafa þessir kjara-
samningar orðið ti! þess, að fólk
missir vinnu. Er einhver skynsemi
í því fyrir verkalýðsfélög og vinnu-
veitendur að gera slíkan samning?
Með samningunum við BSRB
gerði þessi ríkisstjórn meiriháttar
mistök. Þótt hún hafi að vísu haft
litla möguleika á að ná árangri
áður en þeir voru gerðir má segja,
að nú sé fullvíst, að saga hennar
verður sú, að hún hrekst úr einu
vígi í annað. Hún hefur bersýni-
lega engan metnað til þess að
vinna að raunverulegum umbótum
í þjóðarbúskap okkar íslendinga.
Það er hægt að skapa þau skil-
yrði í sjávarútvegi og fiskvinnslu,
að þessi fyrirtæki geti borgað
hærra kaup án þess að í kjölfarið
fylgi gengislækkun og verðbólga.
Það verður gert með því að fækka
skipum og vinnslustöðvum og
auka þannig hagnað í undirstöðu-
atvinnuvegi þjóðarinnar. Það er
líka hægt að auka kaupmátt
launafólks án þess að semja um
kauphækkanir, sem enginn grund-
völlur er fyrir. Það verður gert
með því að lækka margvíslegan
þjónustukostnað með stóraukinni
samkeppni. Með því að stuðla að
verulega aukinni samkeppni inn-
anlands og frá útlöndum er hægt
að knýja fýrirtækin til hagkvæm-
ari reksturs og draga úr sóun og
óhófseyðslu. En rikisstjórnir koma
og fara án þess að nokkur þeirra
hafi metnað til þess að hefja raun-
veruleg átök við þennan grundvall-
arvanda í þjóðarbúi okkar. Þörfín
á nýrri umbótastjórn á við Við-
reisnarstjórnina er orðin brýn.
Þótt nýgerðir kjarasamningar
valdi áhyggjum af augljósum
ástæðum er ástandið ekki síður
alvarlegt á vettvangi þeirra opin-
beru starfsmanna, sem nú hafa
verið í verkfalli á fjórðu viku.
Skólastarf er í rúst og mikill fjöldi
unglinga í fullkominni óvissu um
framtíðina. Mikil truflun er orðin
á viðskiptum vegna þessa verk-
falls. Þetta er að verða einhver
alvarlegasta vinnudeila síðari ára.
Fjármálaráðherra virðist ekki vera
í miklu talsambandi við háskóla-
menntaða starfsmenn ríkisins,
eins og sjá mátti á fundi hans með
kennurum í gær.
Launþegar þurfa ekki á að
halda kauphækkunum, sem leiða
til aukinnar verðbólgu. Launþegar
þurfa á að halda auknum kaup-
mætti. Hann mun ekki aukast með
þeim kjarasamningumn, sem nú
hafa verið gerðir og Olafur Ragn-
ar Grímsson ber mesta ábyrgð á.
VINNUVEITENDUR UNDIRRITA KJARASAMNING VIÐ ALÞÝÐUSAMBAND ÍSLANDS
Aðilar þokkalega ánægðir
með niðurstöðu samninga
Ríkisstjórnin jafti ráðalaus nú og hún hefur verið,
segir Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisfiokksins
„Eftir atvikum og miðað við þá samninga sem búið var að gera held
ég að þetta hafí verið góðir samningar fyrir báða aðila,“ sagði Gunnar
J. Friðriksson, formaður Vinnuveitendasambands íslands í samtali við
Morgunblaðið aðspurður um kjarasamningana við Alþýðusamband Is-
lands sem undirritaðir voru aðfararnótt 1. maí. Ásmundur Stefánsson,
forseti Alþýðusambands íslands, sagði þessa samninga raunhæfa, en
stærsti gallinn við þá væri að ekki væri í þeim tryggingarákvæði þann-
ig að kaupmátturinn á samningstímanum yrði mjög háður því hvemig
stjórnvöld taka á málum.
„Ég vil í því sambandi leggja sér-
staka áherslu á að það tókst að forða
að kæmi til átaka á mjög viðkvæmum
tíma, þ.e.a.s í upphafí ferðamannat-
ímans", sagði Gunnar J. Friðriks-
son. „Það hefði haft mjög alvarlegar
afleiðingar fyrir þá atvinnugrein ef
komið hefði til verkfalla þegar fólk
erlendis er að ákveða sín sumar-
leyfi," sagði Gunnar ennfremur.
Hann sagði að það væri mjög
mikils virði að búið væri að tryggja
vinnufrið út árið fyrir þessar atvinnu-
greinar. Erfiðleikarnir væru nógu
miklir fyrir, þó ekki bættust við
harðvítug átök. Vinnuveitendur
bindu vonir við þá yfírlýsingu ríkiss-
tjónarinnar að atvinnuvegunum yrðu
sköpuð skilyrði til þess að • starfa
eðlilega og skattalækkanimar væru
einnig mikilvægar. Fyrir samkeppni-
siðnaðinn væri mikilvægt að fá
hækkunina á jöfnunargjaldinu og þó
það væri útlátalítið fyrir ríkið að fella
niður lántökugjald af erlendum lán-
um, væri það mat vinnuveitenda að
það væri mikilvægt þar sem það
myndi stuðla að vaxtalækkun til at-
vinnuvegana.
Aðspurður um hvemig atvinnuve-
gimir væra í stakk búnir til þess að
mæta þessu launahækkunum miðað
við aðgerðir ríkisstjórnarinnar, sagði
Gunnar að samningarnir kæmu til
framkvæmda á í áföngum á árinu.
„Við verðum að gera ráð fyrir að
það verði gripið til einhverra ráðstaf-
ana sem gera atvinnuvegunum kleift
að starfa hallalaust. Á það á eftir
að reyna að sjálfsögðu, en ég held
það hljóti að vera skylda allra stjórn-
valda að tryggja að eðlileg efnahags-
starfsemi eigi sér stað og menn lifí
ekki bara á lántökum og halla-
rekstri. Ég held að menn verði að
horfast í augu við að það verða erfið-
leikar fram eftir þessu ári. Það mun
taka nokkurn tíma að snúa þessum
hallarekstri við og það gildir orðið
um flesta atvinnustarfsemi í landinu
að hún er rekin með halla. Maður
hlýtur hins vegar að vona að það
takist að forða alvarlegu atvinnu-
leysi, því það er það versta sem
gæti hent okkur, þó ekki sé ástæða
til þess að tala um það eins og er,“
sagði Gunnar.
Skynsamlegt að gera
Jiessa kjarasamninga
„Eg held að það hafi verið skyn-
samlegt að gera þessa kjarasamn-
inga,“ sagði Ásmundur Stefáns-
son forseti Alþýðusambands ís-
lands um nýgerða kjarasamninga.
„Ég tel að þeir séu raunhæfir og
að það hefði verið óraunsæi að
stefna hér í átök sem hefðu orðið
öllum aðilum dýr. Stærsti gallinn
við samninginn er auðvitað að ekki
skuli vera í honum tryggingará-
kvæði þannig að kaupmátturinn á
samningstímanum verður mjög
háður því hvernig stjórnvöld taka á
málum á þeim tíma.“ Ásmundur
sagði að ríkisstjórnin hafi gefið
mikilvæg loforð til að liðka fyrir
samningum, einkum um atvinnu-
og verðlagsmál.
„Auðvitað hljótum við í hvert
skipti sem við vinnum að samninga-
gerð að meta það hvort við teljum
að átök séu betri kostur en að gera
þann samning sem við getum náð
án átaka" segir Ásmundur. „Það
mat er í mínum huga mjög auðvelt
við þessar aðstæður, ég tel að þau
átök sem við hefðum orðið að ganga
til ef við ekki hefðum gert þessa
samninga hefðu orðið mjög hörð
og þau hefðu orðið öllum aðilum
sem að þeim stóðu mjög dýr og
þess vegna finnst mér skynsam-
legra að velja friðinn en ófriðinn
við þær aðstæður. Auðvitað viljum
við ná meiru heim, en það mál snýst
ekki bara um að hækka krónutölu
kaupsins, það sem hlýtur að vera
okkur meginmálið er að tryggja að
kaupmátturinn verði sem bestur og
þess vegna er ekki síður mikilvægt
að tryggja það að verðlagið rjúki
ekki upp. Áð því leyti er málið
kannski ekki nema hálfnað, þvi það
ræðst af framkvæmdinni á samn-
ingstímabilinu hvemig þeim endan-
um reiðir af.“
Ásmundur sagði að mikilvæg-
ustu loforð ríkissljómarinnar vera
um atvinnumál og verðlagsmál.
„Þar eru auðvitað ákveðin loforð
um verðlagsmál, en hins vegar eru
þar ekki nein loforð um að ríkis-
stjórnin gangi í ábyrgð fyrir verð-
lagsþróuninni til dæmis ef verðlag
færi yfir ákveðin mörk að niður-
greiðslur yrðu þá auknar eða ein-
hveijar aðrar aðgerðir gerðar til
þess að vega það upp ef það gerð-
ist og það er heldur ekki í okkar
samningum við atvinnurekendur
nein tryggingarákvæði um að laun
verði tekin til endurskoðunar ef
verðlag fer yfir ákveðin mörk.
Þarna eru auðvitað fleiri atriði sem
skipta máli, það stærsta er að okk-
ar mati að við fáum loforð um það,
að fjallað verði sérstaklega um at-
vinnumálin á samningstímanum.“
Ásmundur segir mikils vænst af
nefnd þeirri sem á að fjalla um
atvinnumálin, þótt ekki sé vænst
tiltekinna niðurstaðna. „Nefndin er
sett til að fjalla um málið og setja
fram hugmyndir um hvernig eigi
að taka á því þannig að ekki er
fyrirfram gefin niðurstaða af nefnd-
arstörfunum." Hann segir þessa
athugun mikilvæga í ljósi þeirrar
stöðu sem hefur verið að þróast í
mjög langan tíma. „Það er ljóst að
miklar fjárfestingar undangeng-
inna ára hafa ekki nýst sem skyldi
til atvinnuuppbyggingar, það er
ljóst að við búum svo núna við
meira óöryggi en hefur verið um
langt árabil í atvinnumálum og þess
vegna er þetta mál sérstaklega
mikilvægt nú.“
Ásmundur segir að ákvæði í lof-
orðum ríkisstjórnarinnar um réttar-
stöðu starfsfólks við gjaldþrot fyrir-
tækja, þar sem rætt er um að setja
reglur um veitingu atvinnuleyfa til
að girða fyrir misnotkun, séu ann-
ars vegar sett til að tryggja rétt
starfsfólks í þeim tilvikum er fyrir-
Morgunblaðið/Einar Falur
Kjarasamningarnir undirritaðir eftir tæplega tyeggja sólarhringa fundarhöld. Taldir fr'á vinstri Örn Friðriksson og Ragna Bergmann, vara-
forsetar ASÍ, Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, Guðlaugur Þorvaldsson, ríkissáttasemjari, Gunnar J. Friðriksson, formaður VSÍ, og Þórar-
inn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ.
Spáð í stöðuna. Forsvarsmenn ASÍ og VSÍ í þungum þönkum.
tæki verða gjaldþrota, fólk á inni
laun og stofnað er nýtt fyrirtæki á
rústum hins gamla, laust allra mála
hins gjaldþrota fyrirtækis. „Hins
vegar fer mjög í vöxt og hefur farið
í vöxt núna síðustu misserin að
fólk sé í bókstaflegri merkingu ráð-
ið til starfa undir því fororði að það
sé verktakar hjá því fyrirtæki sem
það er að vinna hjá. Það er mál sem
við teljum líka að þurfi að taka
föstum tökum. Fólk áttar sig ekki
alltaf á því að hveiju það gengur,
því að það stendur svo oft uppi
réttindalaust.“
„Hvað kostnað varðar er þessi
samningur eins og við höfum áður
sagt á hærri nótum heldur en skyn-
samlegt er,“ sagði Þórarinn V.
Þórarinsson framkvæmdastjóri
Vinnuveitendasambands íslands.
Hann kvaðst ekki hafa handbærar
Yfírlýsing ríkisstiórnarinnar:
Staða útflutningsatvinnu-
veganna verði viðunandi
Skattlagning lífeyrisiðgjalda könnuð með
tilliti til tvísköttunar meðal annars
I yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar vegna kjarasamninga Alþýðusambands-
ins og vinnuveitenda segir að ríkisstjórnin muni beita sér fyrir að staða
útflutningsgreina verði viðunandi á samningstímanum. Niðurfelling
verðbóta á freðfisk í þrepum fram til áramóta verður bætt frystiiðnað-
inum með einum eða öðrum hætti verði ekki breyting til batnaðar á
ytri skilyrðum greinarinnar á næstunni. Sama gildir um sérstaka niður-
greiðslu söluskatts.
sakttur kemur til framkvæmda.
Skattur á verslunar- og skrifstofu-
húsnæði verður lækkaður úr 2,2% í
1,5%. Ákvæði laga um stimpilgjöld
verða athuguð.
Ríkisstjórnin mun taka skattlagn-
ingu fyrirtækja til endurskoðunar
með tilíiti til samkeppnisstöðu þeirra
gagnvart erlendum keppinautum.
Sérstaklega verður tekið mið af þeim
breytingum sem verða innan Evrópu-
bandalagsins. Ríkisstjórnin mun hafa
samráð við samtök atvinnurekenda
um þessa endurskoðun. Ríkisstjórnin
mun við heildarendurskoðun eigna-
skattsálagningar taka til athugunar
álagningu eignaskatts á atvinnufyr-
irtæki.
Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir
Ákveðið er að fella niður skatt á
erlendar lántökur frá og með 1. júlí
næstkomandi. Þá mun ríkisstjórnin
beita sér fyrir breytingum á lögum
um vöragjald í tengslum við upptöku
á virðisaukaskatti um næstu áramót
með það að markmiði að styrkja
samkeppnishæfni innlendrar fram-
leiðslu. Stefnt er að því að sem fyrst
verði fellt niður vöragjald af öllu
vörum sem framleiddar era hér á
landi í mikilli samkeppni við innflutn-
ing og ekki síðar en 1. september
verði fellt niður vöragjald af fram-
leiðsluvörum húsgagna-, tijávöra- og
málmiðnaðar og aðföngum til þeirra.
Jöfnunargjald af innfluttum vörum
verður hækkað tímabundið úr 3 í 5%
og felldur niður þegar virðisauka-
því að tryggð verði fjármögnun á
uppsöfnuðum vaxta og geymslu-
kostnaði vegna birgða sauðfjára-
furða vegna framleiðslu ársins 1988.
Þá mun ríkisstjómin beita sér fyrir
því að bankakerfið fjármagni með
fullnægjandi hætti með veitingu
rekstrar og afurðalána framleiðslu
sauðfjárafurða samkvæmt bókun
ríkisstjórnar 28. nóvember 1986.
Þá mun ríkisstjómin skipa sér-
staka nefnd skipaða fulltrúum vinnu-
markaðarins til þess að fjalia um
ástand og horfur í atvinnumálum. Á
yfírstandandi þingi mun hún beita
sér fyrir breytingu á lögum þannig
að heimilt sé að lengja tímabil at-
vinnuleysisbóta úr 180 í 260 daga.
Þá lýsir ríkisstjómin því yfir að reynt
verði að spoma eins og frekast er
unnt við verðhækkunum á næstu
misseram. Verðlagning opinberrar
þjónustu miðast við forsendur fjár-
laga 1989 og ríkisstjórnin beitir sér
fyrir aðhaldi að verðákvörðunum ein-
okunar- og markaðsráðandi fyrir-
tækja. 500-600 milljónum króna
verður varið til aukinna niður-
greiðslna á verði landbúnaðarvara,
þannig að þær verði óbreyttar í verði
út árið eða gripið verður til annarra
jafngildra aðgerða og ríkisstjórnin
mun beita sér fyrir sérstakri lækkun
dilkakjöts.
Ennfremur heitir ríkisstjórnin því
að hafa samráð við samtök launa-
fólks um úrbætur í skattamálum og
könnuð verður skattlagning lífeyris-
iðgjalda neð tiliti til tvísköttunar.
Samráð verður haft við samtök
launafólks um undirbúning og fram-
kvæmd virðisaukaskattsins um
næstu áramót, meðal annars um
hugsanleg tvo þrep í skattinum.
Varðandi vaxtamálin mun ríkis-
stjórnin beita sér fyrir áframhaldandi
lækkun raunvaxta á verðtryggðum
lánum og þjónustugjöldum banka
verður veitt aðhald. Þá mun hún
beita sér fyrir sérstöku átaki í félags-
legum íbúðarbyggingum, þannig að
á síðari hluta þessa árs verði hafnar
framkvæmdir við að minnsta kosti
200 nýjar íbúðir í félagslega kerfínu.
Lög um eftirlaun til aldraðra verða
framlengd og bætur almannatrygg-
inga hækkaðar í samræmi við al-
mennar launahækkanir. Þá er einnig
að finna ákvæði um réttarstöðu
starfsmanna við gjaldþrot fyrirtækja,
áframhaldandi uppbyggingu starfs-
menntunar, ahugun á fæðingaror-
lofi, þannig að konur hvar sem þær
eru í starfi njóti jafnréttis varðandi
það og að frumvarp til laga um Fé-
lagsmálaskóla alþýðu verði lögfest á
yfírstandandi þingi.
krónutölur um kostnaðinn, en hann
samsvari 10% til 12% kostnaðar-
auka fyrir atvinnulífið frá uppþafí
til loka samningstímabilsins. „Og
það er meira heldur en er skynsam-
legt. Það kostar óhjákvæmilega
meiri verðbólgu heldur en við mát-
um að þörf væri á.“ Hann segir
þennan kjarasamning vera alfarið
á ábyrgð ríkisvaldsins.
„Við mátum það svo,“ sagði Þór-
arinn, „að það væri skilningur á
því hjá launþegum á almennum
vinnumarkaði, svo sem bæði í fram-
leiðslu og þjónustufyrirtækjunum,
að það væra ekki efni til að sækja
stórar launahækkanir um þessar
mundir og alveg klárlega ekki efni
til að sækja kaupmáttaraukningu.
Þannig að þessi samningur er fram-
kvæmd þeirrar launastefnu sem
ríkisvaldið hafði forgöngu um að
marka og hann er gerður á grund-
velli og á ábyrgð ríkisvaldsins, eins
og yfirlýsingamar sem honum
fylgja bera glöggt með sér.
Við metum það sem jákvæðan
punkt að hafa náð fram nokkrum
breytingum á skattastefnu ríkis-
stjómarinnar að því er varðar lán-
tökuskatt, skatt á verslunar og
skrifstofuhúsnæði og álagningu
vörugjaldsins. I því liggur viður-
kenning á því að breytingin á vöru-
gjaldslögunum hafi verið mistök.“
Þórarinn sagði að lykillinn að
þessum kjarasamningi væri loforð
ríkisstjórnarinnar um að beita sér
fyrir að samkeppnisstaða útflutn-
ingsgreina verði viðunandi á samn-
ingstímanum. „Með þeirri yfirlýs-
ingu gengst ríkisstjórnin í ábyrgð
fyrir þessum þætti, hvernig hún
leysir þau mál verður síðan að koma
í ljós. Tryggingar fyrir því að við
þetta verði staðið eru út af fyrir
sig með ýmsum hætti. Mikilvægast
er augljóslega það að ríkisstjórn
sem kveðst ætla að sitja áfram, hún
kemur ekki til með að gera það án
þess að atvinnulífið gangi. Það er
auðvitað stærsta tryggingin, því að
enginn deilir lengur um það að
staða útflutningsatvinnuveganna er
mjög bágborin og þar hljóta menn
að verða að söðla um.“
Þórarinn var spurður hvort að-
gerðir ríkisstjórnarinnar dygðu til
að vega upp á móti kostnaðarauka
útflutningsgreinanna, eins og fisk-
iðnaðarins. „Ríkisstjórnin gengst í
ábyrgð fyrir þessa samninga,“ sagði
hann.
Hann sagði aðgerðir ríkisstjórn-
arinnar að öðru leyti vinna skammt
upp í kostnaðarauka vegna samn-
inganna. „Það er um nokkur hundr-
uð milljónir að tefla, sem er kannski
frekar táknræn aðgerð um það að
ríkisvaldið sé ekki í stríði við at-
vinnulífið og sýnir viðurkenningu á
því að menn hafa farið offari í
skattaálögum á atvinnureksturinn
fyrr á þessu ári.“
Þórarinn var spurður hvort hann
teldi, í ljósi fyrri yfirlýsinga um að
engin skilyrði væru til launahækk-
ana, að þessir samningar væru þá
ekki annað en ávísun á tilsvarandi
verðbólgu. „Það er alveg ljóst að
árið 1989 verður í takt þessara ára
sem liggja í verðbólguþróun ein-
hvers staðar í kring um 25% til 30%
verðbólgu, það er engin spurning
um það. Við höfum enn einu sinni
tekið ákvörðun um það í þessu þjóð-
félagi að vera með verðbólgu miklu
meiri en í samkeppnislöndunum og
á því þarf að verða breyting, við
getum ekki haldið áfram að lifa
svona, það grefur undan efna-
hagslífinu og möguleikum okkar á
að byggja upp lífskjör hér í landinu.
Árið 1990 verður að vera með öðr-
um hætti, sagði Þórarinn."
Tapið eykst
Víglundur Þorsteinsson, for-
maður Félags íslenskra iðnrekenda,
sagði að málið væri ekki flókið.
Útflutnings- og samkeppnisgreinar
hefðu verið að semja um launa-
breytingar eftir að ríkisstjórnin
hefði markað launastefnuna í samn-
ingum við BSRB. „Þessar greinar
vora í tapi áður en var samið og
það mun aukast við þessa samn-
inga. Við getum ekkert annað gert
en að treysta á yfirlýsingu ríkis-
stjórnarinnar um að hún muni
fryggja að afkoma útflutnings-
greina verði viðunandi á þessu ári.
Að okkar mati getur það ekki þýtt
annað en að greinarnar séu komnar
í plús. Það verður síðan verkefni
ríkisstjórnarinnar að finna leiðir
sem duga til þess,“ sagði Víglundur.
Uppgjöf stjórnarinnar
Þorsteinn Pálsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, sagði að í
sjálfu sér væri ekki mikið um þessa
kjarasamninga að segja. Það hefði
alltaf verið stefnan á almennum
vinnumarkaði að greiða sambæri-
legar launahækkanir og ríkið hefði
ákveðið að greiða opinberum starfs-
mönnum.
„Tvennt vekur þó athygli. í fyrsta
lagi viðurkenning ríkisstjórnarinnar
á að hún fór offari í skattamálunum
í vetur og að gagnrýni stjórnarand-
stöðunar var á rökum reist hvað
þær snerti. f öðru lagi kemur enn
í ljós að ríkisstjórnin hefur engar
úrlausnir til að bæta rekstrarstöðu
útflutningsatvinnuvegana. Menn
væntu þeirra fyrst eftir að ríkis-
stjórnin tók við og forsætisráðherra
mætti á neyðarfundi Sölumiðstöðv-
arinnar að gripið yrði til ráðstaf-
ana, en það gerðist ekki. Þá væntu
menn aðgerða í febrúar en þær
breyttu engu. Það er augljóst að
ríkisstjómin er jafn ráðalaus nú og
hún hefur verið. Þannig verður
halli frystingarinnar tvöfalt meiri í
haust en hann var síðastliðið haust
verði ekkert að gert. Forsætisráð-
herra staðfesti þessa uppgjöf ríkis-
stjórnarinnar á Alþingi í dag (í
gær). Loðnar yfirlýsingar um geng-
issig til að mæta vaxandi verðbólgu
breyta ekki fyrirliggjandi stað-
reyndum í þessu dæmi. • Þetta er
kjarni málsins að ríkisstjórnin
kemst ekki að neinni niðurstöðu um
hvemig á að rétta við halla útflutn-
ingsframleiðslunnar. Við munum
því hjakka í sama farinu að þessu
leyti og í vaxandi verðbólgu," sagði
Þorsteinn.
Varnarsamning-ar
Björn Þórhallsson, formaður
Landssambands íslenskra verslun-
armanna, sagði að sér fyndist þess-
ir samningar eftir atvikum eðlilegir
miðað við þjóðfélagsástand og þær
fyrirmyndir sem væru fyrir hendi
um samninga nú. „Það er ekki ver-
ið að sækja betri stöðu, heldur er
leitast við að veija þá stöðu sem
við höfum. Þetta þróast fram til
áramótana og það sem mestu ræður
um hvetju þetta skilar er hvemig
gengur í þjóðfélaginu í heild. Það
eru engar tryggingar í þessum
samningi og við yonum bara að
ríkisstjórninni takist að stilla svo
til að atvinnurekstur geti gengið
og verði fær um að greiða kaup,“
sagði Björn. Hann sagði að ekki
hefði verið um annað að ræða í
stöðunni og verkafólk ætti að geta
verið sátt við niðurstöðuna.
Pétur Sigurðsson, forseti Al-
þýðusambands Vestfjarða, sagði að
Alþýðusambandinu hefði borið
gæfu til þess að halda samstöð-
unni, sem lagt hefði verið upp með,
þrátt fyrir skiptar skoðanir á stund-
um á þessu tímabili sem samning-
arnir hefðu staðið yfir. „Að mínu
viti hefur okkur tekist að skipta
þessu nokkuð réttlátlega niður,
þannig að þau eftirköst þurfa ekki
að vera eftir þessa samninga að
menn séu að öfundast út í hvem
annan. Það er mikill áfangi hjá
Alþýðusambandsfélögunum miðað
við reynslu undanfarinna ára,“
sagði Pétur.
Hann sagði að það væri ekki á
vísan að róa hvað þær forsendur
snerti sem þessi samningur væri
gerður út frá. Það gæti brugðið til
beggja vona hvað þær varðaði. Ef
ytri aðstæður bötnuðu og verðlagi
og vöxtum yrði haldið í skefíum
væri von til þess að samningurinn
héldi. Aðglatriðið væri að stjórnvöld
gripu ekki til einhverra skyndiráð-
stafana, sem röskuðu forsendunum.
Gengisfelling á næstu vikum yrði
reiðarslag fyrir þá sem voru að
semja. Það væri teflt á tæpasta vað
og mætti ekki mikið út af bregða
hvað varðaði forsendur samnings-
ins. Hins vegar hefði þörfin verið
brín hjá fólki að fá lagfæringu á
laununum.
„Þessir samningar breyta engu
um að það þarf að færa meira af
peningum frá þjóðfélaginu í heild
yfír til fiskvinnslunar. Það vantar
tvo milljarða þangað í viðbót," sagði
Pétur.
Arnar Sigurmundsson, formað-
ur Samtaka fiskvinnslustöðva,
sagði að samtökin hefðu marglýst
því yfír fyrir þessa samninga að
fyrirtækin væru ekki í aðstöðu til
þess að taka á sig kostnaðarauka.
Forsvarmenn samtakana hefðu átt
mörg og mikil samtök við ráðamenn
og fund með fímm ráðherrum á
sunnudag, „þar sem okkur voru
gefnar nægar tryggingar fyrir því
að fiskvinnslan gæti borið þessar
kostnaðarhækkanir sem af kjara-
samningunum stafa út samningst-
ímann. Og fiskvinnslan fékk einnig
tryggingar fyrir því að telcjutapið
við lækkun á 5% verðjöfnunargjald-
inu í áföngum og sérstökum sölu-
skatti yrði mætt á annan hátt og
því treystum við okkur til þess að
skrifa undir kjarasamning," sagði
Arnar.
Hann sagði að til viðbótar þessu
væra í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar
ákvæði um að útflutningsgreinar-
anr, þ.e.a.s. fiskvinnslan yrði ekki
rekin undir núllinu á samningstí-
manum. Þetta væri mikilsvert. Þó
byggt yrði á útreikningum Þjóð-
hagsstofnunar, sem miðaði yfirleitt
við 6% ávöxtun stofnfjár. Vinnu-
veitendur væru ekki alltaf sáttir við
útreikninga Þjóðhagsstofnunar, en
engu að síður fælist í þessu mikil
trygging.
„Okkur fannst aldrei koma til
greina að skilja fiskvinnslufólk eftir
með óbreytta launataxta á sama
tíma og ríkið og þá væntanlega
almenni markaðurinn hefði samið
upp á 10% launahækkun. Eftir
fundina með ríkisstjómina er ég
alveg þokkalega sáttur um þessa
niðurstöðu og sjálfsagt mun þetta
skýrast betur á næstunni," sagði
Amar.
Hann sagði að samningamir
þýddu strax um 1,5% útgjaldauka
fyrir vinnsluna, en þegar þeir væru
að fullu komnir fram væri útgjald-
aukinn um 3%. Laun sérhæfðs fisk-
vinnslumanns á fimm ára taxta
hækkuðu um 10,8% á samningstí-
manum. Fyiir væri tap, sem þeir
mætu á 2-3% að meðaltali,_en Þjóð-
hagsstofnun á tæpt 1%. Á síðasta
ári og raunar þessu líka hefði fryst-
ingin alltaf verið undir núllinu. Að
vísu væri bæði verið að tala um
frystingu og söltun saman, en kall-
aði engu að síður á að um leið og
til tekjuskerðingar kæmi vegna
lækkunar á verðbótunum þyrftu að
koma tekjur á móti annars staðar.
Þó ekki væri alveg komið að þessu
væri þetta sú trygging sem þeir
hefðu verið að sækjast eftir. Þeir
hefðu ekki sóttst eftir óbreyttum
verðbótum, þar sem þær væru
bráðabirgðafyrirbæri. Annað sem
einnig skipti máli væru niðurfelling
á 6% lántökuskatti.