Morgunblaðið - 03.05.1989, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 1989
33
Yfir 160 milljónir fyrir
þriggja stunda útsendingu
*
Island númer 20 á þátttakendaskránni
Ziirich. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunbladsins.
Þátttakendur í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva eru
mættir til leiks í Lausanne i Sviss. Keppnin verður haldin í hátí-
ðasal Palais de Beaulieu, funda- og konserthöll borgarinnar, laug-
ardagskvöldið 6. mai n.k., klukkan 19 til 22 að íslenskum tíma.
Æfingar og upptökur á „póstkortum", sem verða sýnd fyrir hvert
lag, standa alla vikuna en lokaæfing verður haldin á föstudaginn
og keppnisdaginn sjálfan. ísland er númer 20 á þátttakendaskrá
svo Daníel A. Haraldsson flytur lagið „Það sem enginn sér“ eft-
ir Valgeir Guðjónsson þriðji síðastur í keppninni.
Svisslendingar hafa lagt hart
að sér við undirbúning keppninn-
ar. Hún kostar þá um 5 milljónir
sv. franka (yfir 160 milljónir ísl.
kr.). Stuðningsfyrirtæki keppn-
innar, eins óg til dæmis SONY,
Kodak og Jacobs Suchard, bera
hluta kostnaðarins en svissneska
sjónvarpið bróður partinn.
Fjögurhundruð fermetra
svið
Sviðinu, sem listamennirnir
koma fram á, er skipt í þrennt
og nær yfir um 400 fermetra
svæði. Mikill ljósaleikur, speglar
og hreyfanlegir veggir eiga að
lífga upp á bakgrunn söngva-
ranna og kynnanna tveggja. 55
manna hljómsveit, sem Benoit
Kaufman stjórnar, leikur undir.
650 hljómlistamenn í Sviss sóttust
eftir sæti í hljómsveitinni. 110
þeirra var boðið að leika fyrir
Kaufman og hann valdi helming
þeirra til liðs við sig. Keppendum
er heimilt að mæta með sinn eig-
inn stjómanda. Finnar hafa gert
það síðan þeir hófu þátttöku og
mun Ossi Runne nú stjóma hljóm-
sveit í Evrópukeppninni í 24. sinn.
Kaufman er Frakki, fæddur í
París árið 1946. Hann hóf tónlist-
arnám 8 ára gamall og byijaði
að semja sex ámm seinna. Hann
hefur unnið náið með mörgum
frönskum stjörnum og lög eftir
hann hafa komist á franska vin-
sældalistann. Hann hefur samið
tónlist fyrir balett, kvikmyndir,
leikhús og sjónvarp og hann rak
tvö upptökuver í París til skamms
tíma. Charles Hernu, varnarmála-
ráðherra Frakka, fól honum að
semja tónlist fyrir sjónvarpsþætti
um franska herinn og hátíðlegt
herlag árið 1983. 350 manna
hljómsveit fmmflutti bæði verkin
sama ár. Kaufman hefur síðan
starfað í Lausanne.
F egnrðardrottning' kynnir
keppnina ásamt
íþróttafréttamanni
Kynnarnir tveir em velkunnir
í frönskumælandi hlutanum í
Sviss. Lolita Morena er fædd á
Ítalíu haustið 1960 en fluttist
þriggja ára gömul til Sviss. Hún
lagði stund á sögu og tungu Forn-
Egypta og tungumál eftir stúd-
entspróf. Hún talar frönsku,
ítölsku, spönsku, þýsku og ensku
reiprennandi. Hún var fegurðar-
drottning Sviss 1982 og fjórða í
„Miss World“ og „Miss Universe".
Hún var kjörin ljósmyndafyrir-
sæta heims („Miss Photogenic
Universe") árið eftir og hefur
síðan aðallega starfað sem fyrir-
sæta en einnig verið kynnir í
ýmsum sjónvarpsþáttum, gefið út
plötu í París og ferðast um og
komið fram með spánska söngvar-
anum Julio Iglesias.
Ferill Jacques Deschenaux er
ekki eins litskrúðugur. Hann er
44 og hefur verið íþróttafrétta-
maður hjá sjónvarpinu síðan
1973. Hann vakti athygli 1972
er hann skrifaði ævisögu vinar
síns, svissneska kappakstur-
skappans Jó Siffert, sem lést í
Bretlandi 1971.
„Lallað“ í lok fyrstu
keppninnar
22 þjóðir taka þátt í Söngva-
keppninni að þessu sinni. Palais
de Beaulieu tekur 2.000 manns í
sæti en keppninni verður sjón-
varpað beint til um 30 ríkja. Búist
er við að 400 til 600 milljónir
horfi á hana.
Þetta er í þriðja skiptið sem
Svisslendingar halda Söngva-
keppni evrópskra sjónvarps-
stöðva. Þeir riðu á vaðið árið 1956
en þá tóku sjö þjóðir þátt í keppn-
inni og henni var sjónvarpað beint
til tíu ríkja og útvarpað til sjö.
Svissneska lagið „Refrains“, sem
söngkonan Lys Assia flutti, vann.
Sigurinn tók svo á hana að hún
gleymdi alveg textanum þegar
hún átti að syngja lagið aftur og
hún „lallaði" bara sigurlagið við
undirleik hljómsveitarinnar í lok
útsendingarinnar. Kanadíska
söngkonan Celine Dion vann
keppnina fyrir Svisslendinga í
fyrra.
Unnið að stoftiun Lands-
Framkvæmdastjórinn Jónas Halldórsson. Morgunbiaðið/Júiíus
„Hef starfrækt út-
sölumarkaði í tíu ár“
segir Jónas Halldórsson
Útsölumarkaður er á annarri
hæð JL-hússins um þessar mund-
ir. „Þetta er starfrækt á sömu
nótum og markaðurinn í Kola-
portinu og fólk fær sama góða
verðið og þar. Munurinn er ein-
faldlega sá, að ég er búinn að
Umferðarslys
Fimm ára telpa
varð fyrir bíl
FIMM ára telpa slasaðist
mikið þegar hún varð fyrir
bíl á Hringbraut í Hafnar-
firði sl. fóstudag. Hún er nú
á batavegi.
Telpan var á reiðhjóli og fór
fyrir bíl, sem ekið var eftir
Hringbraut. Hún skall framan
á bílnum og var flutt á slysa-
deild. Þar kom í ljós að hún var
höfuðkúpubrotin og lá hún á
gjörgæsludeild þar til á mánu-
dag. Hún er nú á batavegi.
starfrækja svona markaði í tíu
ár og það er eins og núna fyrst
sé dijúgur hluti þjóðarinnar að
vakna upp við það að það er
ekkert niðurlægjandi eða athug-
unarvert við að versla hagkvæmt
og ódýrt,“ sagði Jónas Halldórs-
son framkvæmdasljóri Útsölu-
markaðarins í samtali við Morg-
unblaðið.
„Hjá mér fást til dæmis góð vöru-
merki fyrir brot af því verði sem
varningurinn myndi kosta út úr
búð. Þetta er gott mál fyrir heildsal-
ana sem geta komið birgðum í verð
og þetta er enn betra mál fyrir við-
skiptavinina sem gera góð kaup,“
sagði Jónas.
Jónas sagði ennfremur, að þessi
söluaðferð væri við lýði út um allan
heim og sjálfur hefði hann fyrst séð
slíkt í Bandaríkjunum fyrir tíu
árum. „Þá varð þetta að hugsjón
hjá mér og hef ég starfrækt slíka
markaði síðan.
íslendingar hafa verið seinteknir
með svona verslunarháttum, en
þetta er allt að koma og öldin orðin
önnur,“ bætti Jónas við.
sambands aldraðra
í LOK apríl var haldin í Reykjavík ráðstefiia á vegum Félags eldri
borgara til undirbúnings að stofnun Landssambands aldraðra.
Aformað er að halda stofnfund sambandsins á Akureyri þann 19.
júní og var kosin fimm manna nefiid á ráðsteftiunni til að annast
allan undirbúing.
I frétt frá Félagi eldri borgara
um þetta mál segir m.a. að sam-
bandinu sé ætlað að vinna að hags-
munamálum aldraðra og koma fram
fyrir hönd aðildarfélaganna gagn-
vart alþingi, ríkisstjórn og öðrum
sem hafa með málefni aldraðra að
gera fyrir landið í heild. Að öðru
leiti munu félögin starfa sjálfstætt.
Rétt til aðildar hafa félög fólks sem
er 60 ára eða eldra. Landssamband-
ið á að stuðla að samvinnu þessara
félaga og vinna að stofnun nýrra í
þeim héruðum sem þau hafa ekki
verið stofnuð.
Landsfund Landssambands aldr-
aðra á að halda annað hvert ár og
fer hann með æðsta vald í málefn-
um félagsins. A landsfundi sitja 2
fulltrúar frá hveiju aðildarfélagi en
félög með yfir 500 félagsmenn fá
viðbótarfulltrúa.
í fréttinni segir ennfremur að
margt þarfnist nú lagfæringar
varðandi málefni aldraðra. Má þar
nefna sem dæmi að enginn getur
lifað af núverandi ellilífeyri og
tekjutryggingu. Húsnæðismál eru
mikið vandamál en æskilegt sé að
fólk geti lifað eðlilegu og sjálfstæðu
lífí í eigin húsnæði sem lengst. í
niðurlagi fréttarinnar segir svo:
„Það er því tímabært að sameina
þau félög sem vinna að málefnum
aldraðra í eitt stórt samband sem
auðveldar baráttu fyrir hinum ýmsu
nauðsynjamálum sem sameiginleg
eru öllum burt séð frá búsetu.“
Verslunarhús þrotabús Verslunar Sigurðar Pálmasonar var slegið
Olís á 7,3 milljónir 26. apríl sl.
Hvammstangi;
Olís slegið
verslunarhús
Hvammstanga.
ANNAÐ og síðara uppboð á fast-
eignum Verslunar Sigurðar
Pálmasonar hf. á Hvammstanga
fór fram miðvikudaginn 26.
apríl. Lögmaður Olís átti hæsta
boð í 600 fermetra verslunarhús
þrotabúsins, 7,3 milljónir króna.
Sölu á slátur- og frystihúsi var
frestað til 10. mai.
Sýslumaður Húnvetninga stjóm-
aði uppboðinu, sem fór fram í húsa-
kynnum þrotabúsins að viðstöddum
lögmönnum helstu veðhafa auk
bústjóra.
Lögmenn Olís, Sparisjóðs
V-Húnvetninga og Verslunarlána-
sjóðs buðu í verslunarhúsið sem
stendur við Höfðabraut. Að sögn
fjármálastjóra Olís, Ríkharðs Ottós
Ríkharðssonar, var OIís með þess-
um kaupum að leitast við að tryggja
hagsmuni sína. Lét hann að því
liggja að Olís hygðist leigja hús-
næðið til rekstrar, en Vöruhús
Hvammstanga hf. hefur leigt hús-
næðið af bústjóra þrotabúsins.
Við uppboð á slátur- og frystihús-
inu kom fram beiðni frá ríkissjóði
um frestun, sem uppboðshaldari tók
til greina. Þá hafði Sparisjóður'
V-Húnvetninga boðið hæst, 3,5
milljónir króna. Var ákveðið að
þriðja og síðasta uppboð á eigninni
yrði 10. maí. - Fréttaritari
Fiskverð á uppboðsmörkuðum 2. maf.
FISKMARKAÐUR hf. í Hafnaríirði
Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar-
verð verð verð (lestir) verð (kr.)
Þorskur 50,00 34,00 46,71 24,873 1.141.758
Þorskur(ósL) 43,50 39,00 41,19 4,509 165.725
Þorsk(smár) 15,00 15,00 15,00 0,118 1.763
Ýsa 60,00 25,00 45,75 3,398 151.326
Ýsa(ósl.) 95,00 35,00 35,03 0,018 613
Karfi 30,00 24,00 29,49 4,723 139.260
Ufsi 22,00 19,00 20,19 25,067 506.156
Steinbítur 25,00 15,00 20,88 5,164 107.541
Steinbítur(ósL) 15,00 15,00 15,00 0,146 2.188
Langa 25,00 15,00 24,75 1,975 48.872
Lúða 285,00 145,00 241,68 1,163 280.951
Grálúða 38,00 35,50 36,72 121,050 6.647.512
Keila 10,00 10,00 . 10,00 2,871 281710
Skata 40,00 40,00 40,00 0,032 1.280
Skötuselur 125,00 100,00 115,14 0,109 12.050
Skötubörð 126,00 126,00 126,00 0,031 3.706
Hrogn 118,00 118,00 118,00 59,50 7.021
Samtals 36,40 255,220 7.289.148
I dag verða meöal annars seld 23 tonn af þorski og 2,5 tonn
af steinbít úr Núpi ÞH, 2,5 tonn af steinbít frá Hraðfrystihúsi
Ólafsvíkur og óákveðið magn af blönduðum afle i úr ýmsum
bátum.
FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík
Þorskur 48,00 26,00 44,16 18,271 806.757
Þorsk(ósl.l.bL) 40,00 30,00 36,53 1,665 60.474
Þorsk(smár) 30,00 21,00 26,96 0,228 6.147
Ýsa 69,00 37,00 52,58 2,357 123.936
Steinbítur 15,00 15,00 15,00 0,083 1.245
Skarkoli 42,00 42,00 42,00 0,019 798
Hrogn 65,00 65,00 65,00 0,020 1.300
Blandað 12,00 12,00 12,00 0,46 552
Samtals 44,13 22,689 1.001.209
Selt var úr faera- og netabátum. i dag verður selt úr Freyju RE
og bátum.
FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf.
Þorskur(ósL) 44,50 30,00 42,82 19,349 828.600
Ýsa 47,00 13,00 37,13 45,064 1.673.426
Ufsi 27,00 15,00 25,80 11,778 303.818
Karfi 29,00 28,00 28,34 9,773 276.922
Lúöa 225,00 160,00 200.00 0,323 64.685
Skarkoli 46,00 37,00 44,71 2,420 108.207
Keila 9,00 9,00 9,00 0,400 3.600
Lax 225,00 225,00 225,00 0,096 21.600
Samtals 36,78 89,326 3.285.822
Selt var aðallega úr Þuríði Halldórsdóttur GK, Sigurði Þorleifs-
syni GK og Voninni KE. í dag verða meðal annars seld 13 tonn
af ufsa, 5 tonn af karfa, 3 tonn af ýsu, 2,5 tonn af steinbít og
hlýra og 4 stórlúður úr Gnúpi GK, 1,5 tonn af skarkola frá Mið-
nesi hf. og 15 tonn, aðallega af þorski, ýsu, keilu og löngu úr
Eldeviar-Boða GK.