Morgunblaðið - 03.05.1989, Side 40

Morgunblaðið - 03.05.1989, Side 40
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MAI 1989 40 ___________ Guðmundur Guð- laugsson - Minning Fæddur24. októberl900 Dáinn 23. apríl 1989 Að hryggjast og gleðjast hér um fáa daga, að heilsast og kveðjast það er lífsins saga. Þegar við kveðjum föðurbróður okkar, Guðmund Guðlaugsson, kemur að sjálfsögðu margt í hug- ann. Guðmundur frændi, eins og við kölluðum hann alltaf, var sér- staklega fágaður, glaðlegur og góð- ur maður. Framkoma hans var slík að unun var að því að umgangast hann. Hann var sérstaklega barn- góður og hlýr maður. Hann var okkur systkinunum mjög kær. Ógleymanlegar eru þær stundimar þegar þeir bræðumir, faðir okkar og Guðmundur, tóku saman lagið á góðum stundum, ásamt Inga mági sínum við undirleik Guðmund- ar Jóhannssonar, frænda okkar, þær féllu svo vel saman þessar hljómmiklu tenórraddir að unun var á að hlýða. Við skulum nú líta lítillega yfir lífshlaup Guðmundar frænda okkar. Guðmundur Guðlaugsson fæddist hinn 24. október 1900, á Efri- Branná í Saurbæ í Dalasýslu og var hann næst elstur 7 systkina. Foreldrar hans vora hjónin Sig- urlína Guðmundsdóttir og Guðlaug- ur Guðmundsson, bæði ættuð af Ströndum. Þau komu þaðan vorið 1900 með ársgamlan dreng sem hét Pétur, en hann dó fulltíða mað- ur hér í Reykjavík 1928. Á Efri- Branná fæddust þau Guðmundur sem við hér kveðjum og Magðalena sem fæddist 6. september 1902. Á þessum áram máttu þeir sem ekki áttu jarðir hrekjast fram og tilbaka milli misjafnra ábýla. Foreldrar Guðmundar urðu að þessum sökum að yfirgefa Efri-Brunná og flytjast búférlum. Næstu árin bjuggu þau að Kletti í Geiradal, lítilli jörð á fögrum stað. Þar vegnaði fjölskyld- unni vel þrátt fyrir þröngan húsa- kost. Fjölskyldan stækkaði á þess- um árum og á Kletti fæddust 3 af systkinum Guðmundar, þau Guðrún fædd 23. mars 1904, látin fyrir mörgum áram, Benedikt fæddur 1. desember 1905 og Leó fæddur 27. mars 1909. Eitt barn munu foreldrar Guðmundar hafa misst nýfætt meðan þau bjuggu á Kletti. Ekki fékk fjölskyldan að búa til frambúðar að Kletti, því vorið 1910 urðu þau að taka sig upp með 6 ung börn og fluttu þá á litla dala- jörð sem heitir Bakki í Geiradal. Aftur var bjart framundan. Hinn 5. ágúst 1912 fjölgaði enn í fjöl- skyldunni, en þá fæddist Arnór Aðalsteinn. Móðurinni heilsaðist vel eftir barnsburðinn og hún hafði að orði að aldrei hefði hún náð sér eins og fljótt eftir bamsburð eins og þá. En það er jafnan stutt miili sorg- ar og gleði. Sigurlína móðir þeirra systkina lést hinn 30. nóvember 1912, eftir stutta sjúkralegu. Skyndilega stóð heimilisfaðirinn einn uppi með 7 börn. Margur mað- urinn hafði sjálfsagt látið bugast, eftir að hafa misst konu sína frá svo stóram hópi ungra barna, en hann Guðlaugur á Bakka lét ekki bugast og kom barnahópnum sínum í fóstur hjá skyldum og óskyldum. Öllum systkinunum vegnaði vel hjá fósturforeldram sínum. Sá yngsti í hópnum, Arnór Aðalsteinn, fór í fóstur til nafna síns að Tindum í Geiradal, en Guðmundur sá sem við kveðjum hér í dag fór að Króks- fjarðarnesi og ólst upp hjá hjónun- um Þuríði Runólfsdóttir og Ólafi Eggertssyni hreppstjóra. Ekki naut Guðmundur þó lengi umönnunar Þuríðar, því hún lést 1913. Ólafur í Nesi reyndist Guðmundi vel. Börn Ólafs, Bjarney og Jón litu ávallt á Guðmund sem bróður. Guðmundur var í Króksfjarðamesi fram undir tvítugs aldur og vann þar þau störf er til féllu. í tvo vetur stundaði Guðmundur nám við Héraðsskólann á Núpi í Dýrafirði. Að námi loknu lá leiðin til Reykjavíkur. Vann hann við landbúnaðarstörf bæði á Vífilsstöð- um og á Reykjum í Mosfellssveit. En útþráin hefur lengi blundað í landanum. Kannski hefur bernska Guðmundar komið á hann einhveiju róti, jafnvel þó hann hafí dvalið hjá góðu fólki og honum hafí liðið vel. Upp úr 1920 hélt' Guðmundur út í hinn stóra heim. Eins og svo marg- ur íslendingurinn hélt hann fyrst til Danmerkur. Á Jótlandi dvaldi hann í nokkur ár og vann þar við ýmis landbúnaðarstörf. En hann vildi sjá meira af heiminum. 1926 hélt hann til Bandaríkjanna og bjó um skeið í Chicago, en fluttist síðar suður á bóginn og bjó í mörg ár í Kaliforníu. Lengst af vann hann við sölumennsku hjá tryggingafélagi. Hann frændi okkar átti sér áhuga- mál sem tók hug hans allan. Það var söngurinn. Eins og fyrr hefur komið fram hafði hann mjúka og tæra tenórrödd, sem hljómaði vel allt fram á efri ár. í nokkur ár sótti han söngnám og söng síðan við ýmis tækifæri, bæði í einsöng í óperettum, í kirkjum og í samkór- um. Það er ekki ósennilegt að Guð- mundur hefði náð langt í söngnum hefði hann byijað fyrr í söngnámi. Minningin um sönginn og söngfé- lagana var ávallt ofarlega í huga Guðmundar. Víst er að söngur hans hefur heillað menn og lyft þeim upp frá amstri dagsins, eða eins og seg- ir í ljóði norska skáldsins B. Bjöm- sons (í þýðingu M. Jochumssonar): Söngurinn göfgar, hann lyftir í Ijóma, lýðanna kvíðandi þraut, söngurinn vermir og vorhug og blóma vekur á köldustu braut, söngurinn yngir, við ódáins hljóma aldir hann bindur og stund, hisminu breytir í heilaga dóma, hijóstrinu í skínandi lund. Allnokkrar upptökur átti Guðmund- ur með söng sínum frá Banda- ríkjunum. Plötusafn átti hann stórt og gott. Hann spilaði mikið plötur sér til afþreyingar, enda var hann gjörkunnugur stórverkum gömlu meistaranna. Stundum hefur verið sagt að menn sæki ekki gæfuna eða ham- ingjuna langt út í lönd, en sú kenn- ing afsannaðist alfarið á Guð- mundi, því hann fann sannarlega hamingjuna í Bandaríkjunum. Þar kynntist hann og gjftist yndislegri, fallegri og góðri íslenskri konu, Borghildi Pétursdóttur, prests frá Eydölum. Svona eru atvikin undar- leg, að þau skyldu bæði koma frá gamla landinu og hittast þama í ys og þys hins stóra heims. Þama áttu þau saman mörg góð ár. Þeim Guðmundi og Borghildi var ekki bama auðið. En römm er sú taug sem rekka dregur föðurtúna til. Árið 1966 ákváðu þau að flytjast heim til íslands. Borghildur átti son hér heima frá fyrra hjónabandi, Svein Kjartansson. Þeir Guðmund- ur og Sveinn stjúpsonur hans vora miklir vinir. Guðmundur átti enn- fremur 5 systkini á lífi á Islandi. Hinn 25. júní 1966 komu þau síðan alkomin heim til íslands á nýjan leik, Guðmundur eftir 40 ára dvöl í Bandaríkjunum. Búslóðin var send alla leið frá Kalifemíu. Þau eignuðust heimili hér í Reykjavík, fyrst á Laugateig 12, en síðar á Hringbraut 47. Þau hjónin náðu sameiginlega að skapa sér vinalegt og aðlaðandi heimili, þar sem allt bar vott um einstaka smekkvísi og listrænan huga. Gestrisni þeirra var frábær. Guðmundur réðst til starfa hjá Húsgagnaverslun Guðmundar Guð- mundssonar á Laugavegi 166 og starfaði þar um langt árabil, eða allt fram á níræðisaldur, er hann hætti störfum. Starf sitt rækti hann af einskæram áhuga og samvisku- semi. Guðmundur var góðum gáfum gæddur og vel lesinn og kunni vel að segja frá atvikum og atburðum er á daga hans hafði drifið, jafnt hér heima og erlendis. Hjá okkur systkinum lifir minningin um hinn sanna góða frænda eins og hann bestur getur orðið. Hann var hinn sanni heiðursmaður. Guðmundur var okkur sérlega góður og vinskap- ur hans og alúðlegheit við Guðbjörn bróður okkar gleymast seint. Þávar vinskapur hans og föður okkar, yngsta bróður hans, sérlega mikill. Fyrir nokkrum vikum síðan kom- um við saman systkinin ásamt Guð- mundi frænda og foreldram okkar. Lítill drengur var þá skírður í höfuð- ið á Guðmundi. Þetta var í síðasta skipti sem flest okkar sáu hann. Skömmu síðar lagðist hann inn í sjúkrahús og átti þaðan ekki aftur- kvæmt. Elsku Ebba, góður Guð styrki þig og styðji í sorginni. Addi, Bogga og Bjössi Mig langar að minnast vinar míns Guðmundar Guðlaugssonar sem lést 23. apríl sl. og verður jarð- sunginn frá Neskirkju í dag. Eg kynntist Guðmundi og konu hans Borghildi Pétursdóttur fyrir 25 áram. Var það á íslendinga- skemmtun í Los Angeles þar sem ég var gestkomandi. Hápunktur þeirra skemmtunar var fjöldasöng- ur gestanna, þar sem Guðmundur stóð fremstur og söng við mikla reisn og leiddi sönginn. Var það auðheyrt að þar fór mikill söngmað- ur enda átti ég eftir að kynnast því betur síðar. Guðmundur flutti ungur héðan af landi. Lá leið hans fyrst til Dan- merkur, þar sem hann stundaði bústörf. Ævintýraþrá hans dró hann svo vestur til Bandaríkjanna. Eigi leið á löngu þar til hann hafði fengið atvinnu og m.a. starfaði hann um tíma sem viðgerðarmaður hjá Dictaphone, fyrirtæki í Chicago. Var hann síðan ráðinn sölumaður hjá því fyrirtæki og seldi fyrirtækj- um og stofnunum þessa heims- þekktu hljóðrita. Guðmundi líkaði vel sölustörfm og síðar réðst hann til tryggingafélags þar í borg, sem sölumaður líftrygginga. Fyrirtæki þetta ákvað svo að færa út kvíam- ar og takast á við markaðinn í hinu vaxandi fylki Kalifomíu. Varð það úr að Guðmundur og nokkrir starfs- félagar hans tóku þetta verkefni að sér og flutti hann þá til Los Angeles. Skemmtilegt var að heyra Guð- mund lýsa þessum árum sínum er- lendis, en þau urðu um 50. í Los Angeles fékk hann úthlutað sínu svæði og varð vel ágengt, enda alkunna að Bandaríkjamenn hafa t Hjartkær móðurbróðir okkar, SIGURÐUR GUÐMUNDSSON, Bergþórugötu 16, Reykjavík, lést 11. apríl. Jarðarför hans fór fram í kyrrþey eftir hans ósk. Guðrún Ingimundardóttir. t Eiginmaður minn, HJÁLMAR S. THOMSEN múrari, andaðist á heimili sínu að morgni sunnudags 30. apríl. Fyrir hönd aðstandenda, Margrét Thomsen. t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐJÓN EINARSSON, Kleppsvegi 66, er látinn Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélag (slands. Aðstandendur. t Bróðir minn, GUÐMUNDUR ÓFEIGSSON, Brávallagötu 6, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 5. maí kl. 15.00. Fyrir hönd systkina hins látna, Guðrún Ófeigsdóttir. t Eiginmaöur minn og faðir okkar, BJÖRN ÞÓRARINSSON frá Kílakoti, Framnesvegi 61, lést á lyflækningadeild Landspítalans laugardaginn 29. apríl. Guðrún Ásbjörnsdóttir og börn. Lokað Skrifstofan er lokuð í dag vegna útfarar ÓLAFS ÞORGRÍMSSONAR, hæstaréttarlögmanns. Kjartan Reynir Ólafsson, Háaleitisbraut 68. mikla þörf fyrir tryggingar á öllum sviðum. Ýmsar nýjar söluaðferðir tók Guðmundur upp, t.d. að fylgj- ast með fæðingum í þeim fjölskyld- um sem bjuggu á hans svæði og gáfu þar með möguleika til frekari trygginga. Viðskiptahópurinn stækkaði stöðugt og mér er auð- velt að skilja að fólki hafi verið ánægja að eiga þessi þýðingarmiklu viðskipti við Guðmund. Þrátt fyrir erilsama sölumennsku gaf Guðmundur sér alltaf tíma til þess að stunda söng enda hafði hann afskaplega fallega tenórrödd. Helst vildi hann syngja í kirkjum og gerði það bæði í Chicago og Los Angeles. Það var ekki fyrr en Guðmundur var 57 ára að hann hitti sína ást í lífinu. Nokkru áður hafði flust vest- ur glæsileg kona af íslandi. Fór ekki hjá því í samfélagi íslendinga í Kaliforníu að eftir henni væri tek- ið, enda varð hún hvers manns hugljúfi með sinni léttu og fínlegu framkomu. Þessi kona var Borg- hildur Pétursdóttir og giftu þau sig í Las Vegas á 40 ára afmælisdegi hennar. Það var svo á heimili þeirra sem mér ókunnugri í stórborginni var tekið með kostum og kynjum, af bláókunnugu og óskyldu fólkinu. Fór ekki hjá því að ég tengdist þeim hjónum innilegum vináttu- böndum á skammri dvöl minni vestra. Árið 1966 ákváðu þau að flytjast heim til íslands og settust að á Laugateigi 12 hér í borg. Nú var styttra að heimsækja þau, enda fjölgaði heimsóknum mínum, og enn þaðan, sem og á síðara heimili þeirra við Hringbraut, era margar góðar minningar bundnar. Þótt fullorðinn væri, reyndar að nálgast lögskipaðan hvíldaraldur, vildi Guðmundur ekki hætta að vinna, enda líkamlega og andlega eins og tuttugu árum yngri. Hygg ég að hið góða og innilega samband þeira hjóna hafi valdið því. Réðst hann þá til trésmiðjunnar Víði og seldi þar húsgögn í verslun fyrir- tækisins í nokkur ár. Síðustu árin fékk hann þrisvar sinnum alvarleg heilaáföll, en stóð alltaf upp aftur. Að lokum þoldi hann ekki fjórða áfallið og hefur nú lagt í sína hinstu för. Það var mér, svo mikið yngri manneskju, mikil ánægja að kynn- ast þessum manni af gamla skólan- um. Hinn mikli tónlistarunnandi, einlægi Carúso aðdáandi og hjarta- hlýi maður sem dvalið hafði nær alla sína ævi erlendis hafði jákvæð og góð áhrif á alla sem í kringum hann vora. Var það sérstök án- ægja, að í síðasta skiptið sem við hittumst, við skírn yngsta barns míns í síðasta mánuði, var hann þar aldursforsetinn og eins og sérstakur heiðursgestur sem naut sín vel á góðra vina stund. Hafi hann okkar innilegustu þökk fyrir. Elsku Bebba mín, innilegustu samúðarkveðjur. Elísabet S. Ottósdóttir Þegar hringt var til mín sunnu- daginn 23. apríl og mér sagt að vinur minn Guðmundur Guðlaugs- son væri látinn kom sú fregn mér ekki á óvart. Guðmundur var orðinn háaldraður maður og hafði fengið heilablæðingu þrisvar fyrir nokkr- um áram. Eftir þau áföli náði hann sér þó svo vel að undrum sætti enda var hann gæddur óvenjulegum krafti og vilja til að ná bata. En þegar fjórða áfallið dundi yfir varð maðurinn með ljáinn yfirsterkari. Guðmundur Guðlaugsson fædd- ist 24. október árið 1900 á Efri- Brunná í Dölum. Foreldrar hans vora Guðlaugur Guðmundsson og Sigurlína Guðmundsdóttir er þá bjuggu þar. Þegar Guðmundur var á öðra ári fluttist fjölskyldan að Kletti í Geiradalshreppi. Þar átti Guðmundur heima til tíu ára aldurs að fjölskyldan flutti að Bakka í sömu sveit. Þrátt fyrir harða lífsbaráttu vegnaði fjölskyldunni vel þessi ár og árið 1912 vora börnin orðin sex talsins. Það var því mikið reiðarslag þegar móðir Guðmundar veiktist skyndilega og lézt haustið 1912. Vorið 1913 brá Guðlaugur búi, en vinir og ættingjar tóku böm-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.