Morgunblaðið - 03.05.1989, Page 47

Morgunblaðið - 03.05.1989, Page 47
MORGUNBIADID MIÐVIKUDAGUR V. MAÍ 1989 Afinæliskveðja: Valgerður Steinunn Friðriksdóttir, 100 ára Valgerður Steinunn Friðriksdótt- ir, frænka mín, fæddist að Hánefs- stöðum í Svarfaðardal 3. maí 1889 og hefur því í dag lagt að baki heila öld. Hún var yngst þriggja Hánefsstaðasystra, sem allar náðu háum aldri og þeirra langlífust. Hinar systurnar voru Anna Frið- rika, fædd 1882 en dáin 5. desem- ber 1980 og Elín fædd 1886 en dáin 30. maí 1982. Einn bróður áttu þær, Jóhann Gunnlaug, en hann dó tæplega þriggja ára. Há- nefsstaðasystkinin voru börn hjón- anna Friðriks Friðrikssonar bónda frá Skáldalæk og konu hans, Guð- rúnar Friðriku Jóhannsdóttur frá Selá á Árskógsströnd. Ævi Valgerðar hefur að mörgu leyti verið slétt og felld, en þó eng- inn dans á rósum fremur en flestra þeirra er heyja þurftu lífsbaráttuna hér á landi í byijun þessarar aldar og sorgir hafa sótt hana heim svo sem aðra þá, er lengi lifa. Þrátt fyrir það ber hún aldurinn vel. Ró- semi, reisn og virðuleiki hafa alla tíð einkennt fas Valgerðar og tímans flaumur hefur aldrei náð að má brott þessa drætti úr persónu- leika hennar, miklu fremur dýpkað þá, skerpt og skýrt. Vel munum við systur, frænkurnar fimm að sunn- an, gestrisni hennar, gjafmildi og góðvild, enda notið þessara eigin- leika Valgerðar oft er við heimsótt- um hana á sólríkum sumardögum í hennar fagra og gróðursæla heimabæ, Akureyri. Við nutum þar með Valgerði og Tótu dóttur henn- ar gróðursins, tijánna, blómanna og rósanna, sem alltaf döfnuðu svo vel hjá Völlu frænku. Þótt stundum drægi ský fyrir sólu var ávallt sól í sinni hjá þeim mæðgum Valgerði og Þóru Franklín. Oft yljuðum við okkur við geisla þessarar sólar, sem í hugum okkar mun skína áfram löngu eftir að komið er sólarlag í Svarfaðardalnum, sveitinni sem Valgerður ann svo mjög. Valgerður giftist Jónasi Franklín Jóhannssyni, sjómanni og verka- manni á Akureyri árið 1913 og lifði með honum í farsælu hjónabandi þar til hann lést, 73 ára að aldri, 4. júlí 1956. Jónas var hæglátur, traustur og afar geðþekkur maður. Þeim varð tveggja barna auðið. Eldri var Jóhann Friðrik Franklín bakarameistari, fæddur 26. júlí 1916 en dáinn 5. október 1978. Hann var kvæntur Maríu Jóhönnu Jóhannesdóttur frá Engimýri í Öxnadal. Yngri var Þóra Rósa Franklín, fædd 7. mars 1919 en dáin 28. desember 1985. Hún gift- ist Ólafi Daníelssyni, klæðskera- meistara frá Hvallátrum á Breiða- firði. Frá börnum þeirra Valgerðar og Jónasar Franklín er kominn fríður hópur barna, barnabarna og barnabarnabarna. Valgerður hefur lengst af fylgst vel með öllu því sem við ber í heima- byggð og lífi þjóðarinnar allrar og aldrei legið á liði sínu þegar þjóð- þrifa- og líknarmál eiga í hlut. Hún tók virkan þátt í starfi Slysavarna- félags íslands og Góðtemplararegl- unnar á Akureyri og er þar heiðurs- félagi með heiðursmerki Reglunnar. 1.167.101 kr. Vinningsröðin 29. apríl: X12-21X-112 - 222 12 réttir = 816.977 kr. 2 voru með 12 rétta-og fær hvor í sinn hlkut kr. 408.488,- 11 réttir = 350.124 kr. 38 voru með 11 rétta-og fær hver í sinn hlut kr. 9.213-. Senn fer að vora við Eyjafjörð og sú tíð nálgast þegar saman renna í miðnætursól, sólarlag og sólar- upprás. Megi ársól nýrrar aldar á æviskeiði þínu, Valgerður frænka, verða eins björt og hlý og sú sól er þar hefur nú skinið í eitt hundr- að ár. Þess óska heilshugar frænk- ur þínar fimm að sunnan um leið og þær senda þér kærar kveðjur á þessum tímamótum. Auður Garðarsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.