Morgunblaðið - 03.05.1989, Blaðsíða 50
50
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 1989
Minning:
Ólafúr Þorgrímsson
hæstaréttarlögmaður
í dag er kvaddur elsti starfandi
lögmaður þessa lands, Ólafur
Þorgrímsson hæstaréttarlögmaður.
Hann var sonur sæmdarhjónanna
Ingibjargar Kristjánsdóttur og
Þorgríms Jónssonar, síðasta bónda
í Laugamesi. Mér eru þau hjónin
og böm þeirra minnisstæð frá
bamsaldri. Ingibjörg var bamabam
Vigfúsar Thorarensen sýslumanns
og meðal annarra bamabama Vig-
fúsar vom bræðumir Eiríkur Ein-
arsson alþingismaður og Gestur á
Hæli, sem var á sinni tíð þjóðkunn-
ur athafnamaður og spaugari, en
þeir voru báðir skáldmæltir. Gestur
á Hæli var góðvinur foreldra minna.
í föðurætt, var Fjalla-Eyvindur
bróðir langafa Þorbjargar ömmu
Ólafs Þorgrímssonar, en Jón E.
Ragnarsson hæstaréttarlögmaður
var afkomandi Fjalta-Eyvindar.
Fóm þeir frændur hvoragur dult
með þessa ættfærslu og var það
m.a. sameiginlegt með þeim hve
hjartahlýir, spaugsamir og hugljúfir
þeir vom. Mikil eftirsjá var að Jóni
E. Ragnarssyni, þegar hann dó
langt um aldur fram.
Fólkið í Laugamesi var næstu
nágrannar okkar við Sundin blá.
Talsverð samskipti vom á milli
heimilanna. Það var all sérstakt að
koma á Laugarnesheimilið. Þar vár
tónlist jafnan í hávegum höfð og
skemmtilegt að koma þangað. Tón-
list var megin hugðarefni Ólafs
Þorgrímssonar og hann fékkst við
tónsmíðar. Tónlistarlíf höfuðborg-
arinnar stendur í þakkarskuld við
störf hans í þess þágu og áhuga
hans, en aðrir mér færari geta
tíundað það.
Stundum bar Ólaf Þorgrímsson
á góma milli vinnumanna á Klepps-
búinu og þá var oft sagt með tals-
verðum þunga: „Ólafur verður
sýslumaður," sem þá var í augum
múgamanns eitt það æðsta, sem
hægt var að komast í mannvirðing-
um.
Ólafur Þorgrímsson sóttist hins
vegar ekki eftir þeim frama, en
gerði aðra hlið lögfræðinnar að
ævistarfi, lögmennsku. Hann var
farsæll lögmaður, sem vildi hvers
manns vandræði leysa og mikill
mannasættir, en um leið harður og
fylginn sér.
Það hefur atvikast svo, að í fjög-
ur skipti hef ég hyllt Ólaf Þorgríms-
son, en það var, þegar hann varð
sjötugur, hálf áttræður, áttræður
og hálf níræður.
í fyrstu ræðu minni lét hégóma-
skapurinn í sjálfum mér, mig sletta
á frönsku orðum Rousseau: „Le
masque tombe, l’homme rest et le
héros s’evanouit." Gríman fellur,
maðurinn blífur og hetjan hverfur.“
Hér mum heimspekingurinn hafa
átt við dauðann, en ég færði þetta
upp á lögmennskuna. Þannig að
þegar gríma lögmannsins fellur,
kemur maðurinn í ljós og afrekin
hverfa. Aðalatnðið er að vera mað-
ur og það var Ólafur Þorgrímsson,
góður maður og jákvæður.
Stöku sinnum heyrðist að Ólafur
Þorgrímsson tæki háan „saler“, þ.e.
lögmannsþóknun, það kann að hafa
átt sér stað, en þess er að gæta
að góður verkmaður er verður launa
sinna.
Fyrir kemur að við lögmenn verð-
um varir við þann hugsunarhátt,
að okkur beri engin þóknun fyrir
unnin störf, þetta sé engin vinna.
Þetta er landlæg hugsunarvilla,
sem ekki á við í nútíma þjóðfélagi.
Kostnaður af málaferlum getur
stundum orðið það mikill að lítið
af kröfunni komi í hlut kröfuhaf-
ans. Því er hið fomkveðna oft rétt:
„Betri er mögur sátt, en feitur dóm-
ur.“
Ólafur Þorgrímsson var jafnan
glaður og reifur, hress til hinstu
stundar og lá aðeins einu sinni á
sjúkrahúsi, en það var nú, er hann
á 87. ári barði nestið.
Ólafur Þorgrímsson var góður
heimilisfaðir. Rómuð var nærgætni
hans og umhyggja við eiginkonu
sína, Ásdísi Pétursdóttur í langvar-
andi sjúkdómi hennar. Hún er farin
á undan honum. Þau eignuðust tvö
börn. Þau em Kjartan Reynir
hæstaréttarlögmaður, sem er giftur
Kristínu Sigurðardóttur og eiga þau
tvö böm og Ernu Guðrúnu, sem er
ekkja eftir Einar Jónsson prentara
og þau eignuðust þrjú börn.
Með þessum orðum skal Ólafur
Þorgrímsson hæstaréttarlögmaður
hylltur og vandamönnum hans vott-
uð samúð, en einnig gleði yfir að
hafa notið samvista við hann heilsu-
góðan og hressan um svo iangan
aldur, sem raun varð á.
Gunnlaugur Þórðarson
Mig langar að kveðja ástkæran
vin, afa minn, Ólaf Þorgrímsson
með nokkmm orðum.
Svo langt sem ég man aftur hef-
ur afi leikið eitt aðalhlutverkið í lífi
mínu. Ég hef notið daglegra sam-
skipta við hann alla tíð, utan nokk-
urra mánaða er ég dvaldi erlendis
og fékk þá hlýjar og góðar kveðjur
frá honum oft og reglulega í formi
sendibréfa.
Ég hef ætíð verið stolt, já jafn-
vel montin, af afa mínum, sem var
stórbrotinn maður að mínu mati.
Hann var hæfíleikaríkur, greindur
og vel gerður. Afi var alla tíð ung-
legur og vel á sig kominn og hafði
ekki grátt hár á höfði, þótt hann
væri kominn á níræðisaldur, enda
var hann ólatur að iðka líkams-
rækt. Síðustu tuttugu árin stundaði
hann gufuböð og gerði æfingar
mjög reglulega og hafði tröllatrú á
gagnsemi þeirrar iðkunar.
Afi Ólafur var fastur fyrir og
fylginn sér og gat verið ótrúlega
þrár ef því var að skipta, en þeir
eiginleikar komu sér án efa vel í
löngu og vandasömu starfi lög-
mannsins Ólafs Þorgrímssonar.
Hann fæddist árið 1902, sonur
hjónanna Þorgríms Jónssonar og
Ingibjargar Kristjánsdóttur. Afi var
næst elstur sjö systkina en nú lifa
eftir tveir bræður, þeir Ragnar og
Gestur. Niðjar systkinanna frá
Laugamesi em orðnir myndarlegur
hópur og er frændrækni flestum
afkomendanna í blóð borin.
Afmælisdagar urðu aðal sam-
komudagar fjölskyidunnar og 18.
október ár hvert var eins og afi
ætti stórafmæli því margar vom
frænkumar og frændurnir sem létu
sjá sig.
Það var greinilega bjart yfir
æskuminningum afa og hann var
hreykinn af uppmna sínum enda
var hann vel undirbúinn til að tak-
ast á við lífið er hann yfirgaf æsku-
heimili sitt í Laugarnesi.
Árin liðu og óteljandi vom ævin-
týrin sem afa auðnaðist að eiga
hlutdeild í. Miklu var hmndið í
framkvæmd þegar afí var upp á
sitt besta, félög og fyrirtæki stofnuð
og það sem var honum svo mikils
virði, þátttaka hans í uppbyggingu
tónlistarlífs á íslandi. Hann hugsaði
stórt og gerði stóra hluti.
Hugurinn leitar til baka. Á Víði-
mel 63, stóð heimili afa og ömmu
Öddu. Það var notalegt að alast upp
við þá miklu hlýju og gagnkvæmu
virðingu sem ætíð ríkti á milli þeirra
hjóna.
Amma var litríkur persónuleiki
með stórt hjarta og átti óendanlega
mikið til að gefa öðmm.
Sagt er að erfiðleikar þroski
menn. Veikindi ömmu í gegnum
tíðina hafa eflaust verið sú reynsla
sem var þungbæmst fyrir afa en
jafnframt þroskað hann og gert
hann að betri rr.anni.
Það hefur verið lærdómsríkt að
fylgjast með hvernig afí brást við
þeim erfiðleikum sem á vegi hans
urðu. Hann hafði þroska til að taka
mótlæti á þann veg að maður dáð-
ist að sálarþreki hans. Hann hafði
ótrúlegt jafnaðargeð og jákvæða
lund.
Síðasta áratuginn hafa tengslin
milli fjölskyldu minnar og afa verið
náin. Við Sigmundur emm þakklát
fyrir allar samvemstundirnar og
hamingjusöm yfir að bömin okkar
skyldu fá hans notið svo lengi.
Unaðslegar stundir við Álftavatnið
bjarta gleymast aldrei.
Hildur Einarsdóttir
Ég fell að fótum þínum
og faðma lífsins tré.
Með innri augum minum
ég undur mikil sé.
Þú stýrir vorsins veldi
og vemdar hveija rós.
Frá þinum ástareldi
fá allir heimar ljós.
(Davíð Stefánsson.)
I hvert skipti sem líf kviknar,
vitum við að það á eftir að deyja.
Sumir deyja ungir, aðrir deyja
gamlir, sumir deyja hamingjusamir,
aðrir deyja óhamingjusamir.
í dag er til moldar borinn sá
gæfumaður Ólafur Þorgrímsson,
hæstaréttarlögmaður. Undirrituð
kynntist Ólafi þegar hún var 17
ára. Þá hóf hún störf á málflutn-
ingsskrifstofu Ólafs og Kjartans
Reynis, sonar hans. Það er ómetan-
leg lífsreynsla fyrir 17 ára ungling
að hafa starfað með Ólafi og kynnst
honum. Þrátt fyrir annríki og erfíð
mál þá hélt Ólafur alltaf sínu góða
skapi. Hann vildi allt fyrir skrif-
stofustúlkuna sína gera og hafa
hana ánægða á vinnustaðnum. Til
að mynda spurði hann oft hvemig
„krúttið" hans hefði það í dag eða
hvað hana langaði í gott að borða?
Með okkur Olafí skapaðist óslitin
vinátta. Árið sem ég starfaði hjá
honum og Kjartani Reyni var mjög
svo þroskandi og lærdómsríkt fyrir
mig. Nokkur ár liðu og aftur var
þráðurinn tekinn upp á ný þegar
ég og Hildur, dótturdóttir Ólafs,
urðum nánar vinkonur þegar við
stunduðum nám saman við Kenn-
araháskóla íslands. Síðan hef ég
haft fréttir af Ólafí nær svo dag-
lega og hitti hann oft á góðum
stundum í faðmi fjölskyldunnar. Þá
kynntist ég hinni hliðinni á Ólafí
og ekki var hún síðri því hann dáði
og dýrkaði afa og langafabörn sín
og þau hann.
Hann hafði alltaf nóg fyrir stafni
hvort sem það var á lögfræðistof-
unni eða sælureitnum við Álftavatn.
En nú er löngum oghamingjuríkum
starfsdegi lokið. í huga mínum
geymi ég mynd af góðum sam-
ferðamanni. Þökk sé Ólafí fyrir við-
kynninguna.
Ingibjörg Ósk Jónsdóttir
Ólafur Þorgrímsson hafði lifað
langan dag þegar hann kvaddi
þennan heim að morgni 26. apríl
sl. á 87. aldursári. Hann var fædd-
ur í Reykjavík 18. október 1902 en
alinn upp í Laugamesi með foreldr-
um sínum sem þar bjuggu, Þorgrími
Jónssyni og Ingibjörgu Þóm Kristj-
ánsdóttur. Ingibjörg var dótturdótt-
ir Vigfúsar sýslumanns Thorarens-
ens, og er í þeim ættum mikið list-
fengi sem kunnugt er.
Olafur lauk lögfræðiprófi 1928,
25 ára gamall, og stofnaði samsum-
ars lögfræðiskrifstofu í félagi við
annan ungan lögfræðing. Eftir það
starfaði hann við málflutningsstörf
fram á síðustu mánuði, að undan-
teknum ámnum 1934—38 er hann
var framkvæmdastjóri Strætis-
vagna Reykjavíkur. Hann hafði ver-
ið einn af stofnendum þess fyrir-
tækis 1931 og formaður þess frá
stofnun. Frá 1938 rak hann eigin
málflutningsskrifstofu, síðustu 22
árin ásamt syni sínum, Kjartani
Reyni hrl.
Ólafur átti hlut að margvíslegum
fyrirtækjum og var í fyrirsvari fyr-
ir flest þeirra. Þótt hann hefði þann-
ig jafnan mörg jám í eldinum fór
hann sér að engu óðslega og gaf
sér oft góðan tíma til að ræða um
hugðarefni sín og sinna þeim, en
þau vom aðallega tengd tónlist.
Hann var í skólanefnd og síðar
skólaráði Tónlistarskólans á þeim
ámm þegar mest kvað að honum,
en þá réðst félagið í flutning margra
stórvirkja með þátttöku kórsins og
sjlljómsveitar Reykjavíkur sem einn-
ig var á vegum Tónlistarfélagsins.
Síðast en ekki síst fékkst Olafur
lengi við tónsmíðar í tómstundum
sínum og var afrekstur þeirrar iðju
gefinn út í myndarlegu nótnahefti
á 85 ára afmæli hans 1987. Hann
aflaði sér á yngri ámm undirstöðu-
þekkingar í tónfræði og hljómfræði
og hafði það umfram mjög marga
aðra tómstundatónsmiði. Auk þess
bjó hann yfír ljóðrænni gáfu sem
ef til vill var arfur frá Thorarensen-
um í ættir fram, og til em eftir
hann nokkur lög þar sem þessir
kostir njóta sín vel, enda hafa þau
náð allmikilli útbreiðslu og vinsæld-
um. Má þar nefna „Ó, fögur er vor
fóstuijörð“ (Jón Thoroddsen), „Þú
bláfjallageimur" (Steingrímur
Thorsteinsson), „Ég elska yður, þér
íslands fjöll“ (Steingr. Thorsteins-
son), „Ef sofnað ég get ekki“ (Davíð
Stefánsson), „Reykjavík" (Guðm.
Guðmundsson) o.fl.
Ólafur Þorgrímsson var góður
vinur vina sinna, og fýrir ungan
mann sem var að koma undir sig
fótunum af litlum efnum hér í höf-
uðborginni fyrir meira en 40 ámm
var betra en ekki að eiga hann að
vini. Hann var ráðhollur og hjálp-
fús, óspar á tíma til viðræðna og
átti þátt í að leysa margan vand-
ann. Við Siguijóna Jakobsdóttir
yngri, frænka hans í ættir fram,
kveðjum Ólaf Þorgrímsson með
virðingu og þökk og sendum börn-
um hans og öðmm vandamönnum
einlægar samúðarkveðjur.
Jón Þórarinsson
Það er erfítt að hugsa sér tilver-
una án manns með þá eiginleika
sem afí Ólafur bjó yfir.
Hann var minn besti vinur þrátt
fýrir 50 ára aldursmun sem maður
skynjaði í raun aldrei því hann var
alla tíð unglingur í anda.
Það var sama um hvað málin
snemst, alltaf var hægt að leita
ráða hjá afa. Hann hafði skilning
á öllum hlutum, alltaf jákvæður og
leit á björtu hliðamar. Ég man ekki
eftir að hafa nokkurn tíma séð afa
skipta skapi enda leitun að manni
með slíkt jafnaðargeð.
Þar em orðnar margar unaðs-
stundimar sem fjölskyldan hefur
átt saman í sumarbústaðnum við
Álftavatn, sem afí kallaði gjaman
höll sumarlandsins. Þar dvaldi hann
löngum og átti sínar bestu stundir.
Hann var mikill náttúmunnandi
og var skógræktin eitt af hans
helstu hugðarefnum eins og glöggt
má sjá á uppvexti skógarins við
Álftavatn.
Aldrei leið honum betur en þegar
hann hafði öll bama- og barna-
bamabömin kringum sig og lét
hann þá lætin og hamaganginn sem
oft vill fylgja stómm bamahóp, sér
sem vind um eyra þjóta.
Að sitja í kvöldkyrrðinni og njóta
fegurðarinnar við Álftavatn, hlusta
á afa spila á píanóið eða relqa ætt-
ir manna langt aftur og rifja upp
gömlu dagana, em stundir sem
hafa gefið mér mikið.
Fyrir allt þetta og miklu meira
vil ég, Ásdís og dætur okkar þakka.
Kristján Ingi Einarsson
Löngum var ég læknir minn,
lögfræðingur, prestur,
smiður, kóngur, kennarinn,
kerra, plógur, hestur.
í æsku hélt ég að þessi vísa hefði
verið ort um Ólaf Þorgrímsson.
Sennilega af því hún taldi upp hin
og þessi starfsheiti sem heimfæra
mátti upp á Ólaf og þar af var eitt
alveg óyggjandi: kóngur. Ólafur var
kóngur. Og ríki hans hét Álftavatn,
landflæmi sem hann hafði eignast
í árdaga og reisti þar eitt af fýrstu
sumarhúsum i skóginum við vatnið.
Smátt og smátt reis þar lítið hverfí
af sumarhúsum fólks sem var Ólafí
skylt og tengt og myndaði svolitla
hirð kring um kóng sinn og leiðtoga.
Þetta var frekar notaleg veröld.
Ilmur úr skógi, sveimur af fuglum,
himinn og vatn sem spegluðu sig í
hvort öðm — og samskipti manna
sem vom laus úr viðjum veggja,
gólfteppis og ljósakrónu. Og sá sem
óneitanlega setti hinn notalega blæ
var Ólafur. Honum var gefín sú
gáfa að glæsa allt sem hann kom
nálægt: árabátur varð lystisnekkja,
jarðhýsi fýrir matvæli varð kaup-
félag, vatnsdæla varð vatnsveita
og girðingarræskni var dubbað upp
í landamæri. Þessi fágæti hæfíleiki
hans að lyfta öllu sem hann kom
nálægt var sérstaklega áberandi í
samskiptum hans við annað fólk. í
stað þess að hreykja sér, þá hreykti
hann öðmm, bjó þá út með eigin-
leika og hæfileika sem kannski var
ekki alltaf innistæða fyrir en var
engu að síður notalegt að njóta.
Ég nefni bara sem dæmi að ein-
hvem tímann lenti ég í því að gefa
út bók eftir sjálfan mig og upp frá
því titlaði Ólafur mig aldrei annað
en forleggjara, jafnvel forstjóra.
í bænum var veldi hans ekki
minna þar sem hann leið um á
amerískum lúxusdreka og átti þús-
und sæta kvikmyndahús sem hann
af miklu örlæti lánaði vinum sínum
hvenær sem þeim þóknaðist að fara
á bíó. Og einu sinni átti hann alla
strætisvagna Reykjavikur, en þótti
viðkunnanlegra að borgin hefði yfir
þeim að ráða. Það var ekki furða
þótt margur krakkinn sem komst í
tæri við Ólaf konung, drægi þá
ályktun að eitt skipti máli og það
væri að verða lögfræðingur og það
fljótt. En við nánari skoðun kom í
ljós að ekki bjuggu allir lögfræðing-
ar yfir töfmm Olafs, því miður. Og
það var bara lítið brot af Ólafí sem
var lögfræðingur, hann var líka
skáld — í orðum bæði og tónum
og þó allra helst í dáðum.
Fáa menn var skemmtilegra að
fá í heimsókn. Á heimili foreldra
minna var hljóðfæri sem húkti helst
til aðgerðalaust inni í stofu og eng-
inn kunni að leika á það fyrr en
Ólafur og Adda mættu í kvöld-
kaffi. Þá var óbrigðult að Ólafur
settist við píanóið og tónar
streymdu um stofuna og hann spil-
aði baki brotnu þar til kökur vom
bomar á borð og kaffí rauk úr boll-
um og Adda byijaði sitt gáskaspil
með menn og málefni en Ólafur
bryddaði gulli allt sem bar á góma.
Nú er Álftavatnshópurinn óðum
að hverfa. Fáar vikur em síðan við
kvöddum Bjössa, annan ljúfling úr
Álftavatnsskógi og ekki er ár síðan
við nutum síðast samvjgta við Ólaf
í jarðarför móður minnar og virtist
þá lítið fararsnið á tign hans og
töfram, þrátt fyrir 86 ára aldur.
Og Ölafur sem var samnefnari
þessa hóps setur einnig mark sitt
á kveðjustundina, hið ljúfa lag hans:
„Ef sofnað ég get ekki“ hljómar
að lokum yfir kistum þeirra, leikið
á selló.
Nú þegar hann sjálfur er kvadd-
ur skal honum þakkað fyrir hvað
hann gerði veröldina háa til lofts
og víða til veggja, tígulega og töfr-
um slungna. Og síðast en ekki síst:
fyrir skemmtunina.
Pétur Gunnarsson
Þá em þau bæði látin, merkis-
hjónin, sagði kunnugur við mig er
við ræddum um lát Ólafs. Og em
það orð að sönnu, þau vom merkis-
hjón, sem settu svip á bæinn, bæði
fædd og uppalin í Reykjavík.
Þegar ég var drengur, var reynd-
ar fímm ára þegar þau Adda og
Ólafur giftust, þá kallaði ég Ólaf
ætíð frænda, sem var auðvitað mis-
skilningur, því það var Adda sem
var frænka mín, en mér hefur senni-
lega þótt fínt að eiga Iögfræðing
að frænda, mann sem átti mikið
af bókum og gekk um í fínum föt-
um.
En allt um það, Ólafur gerði
enga athugasemd við þetta, og