Morgunblaðið - 03.05.1989, Page 51

Morgunblaðið - 03.05.1989, Page 51
fannst, að ég held, bara vænt um að ég kallaði hann frænda. Það var svo fyrir mörgum árum að Ólafur hringir í mig og segir að nú sé þetta allt orðið löglegt með að ég kalli hann frænda því hann hafi fundið út að við séum báðir af Finnsætt komnir og megum báðir vel við una. Því nefni ég þetta að það lýsir vel Ólafi, sífellt að grúska í ættfræði, sem var ásamt mörgu öðru mikið áhugamál hjá honum. Það er ekki langt síðan að ég sat hjá Ólafi á hans vinalegu skrifstofu og hann fræddi mig um ýmislegt frá fyrri dögum úr fjölskyldum okk- ar. Bar þar margt á góma sem ég vissi lítið eða ekki um og kom þá ættfræðiþekking hans mér til góða. Ég hafði orð á því að ég væri að tefja hann frá störfum, en hann aftur á móti sagði að þetta spjall okkar væri sér hvíld og tilbreyting, að geta setið á lögmannsstofunni sinni og rætt svo óskyld mál sem þessi. Eg fór margs vísari frá hon- um í það skiptið, sem oft áður. Sameiginlegt með okkur Ólafi voru tónlistarmálin, þó af ólíkum toga spunnið, við ræddum þau, þar sem leiðir okkar lágu saman. Margar eru þær ánægjustundir, sem Ólafur hefur átt með píanóinu sínu góða við að semja lög við góða texta og oft hefur það tekist vel og mörg af lögum Ólafs hafa hljóm- að á öldum ljósvakans í eyrum ís- lendinga og eiga sum þeirra fastan sess í lagasafni okkar, eins og til að mynda „Ó fögur er vor fóstur- jörð“, við texta Jóns Thoroddsen. Sameiginlegt með fjölskyldum okkar var hinn náni vinskapur milli móður minnar Edithar og Öddu. Um það mætti skrifa mörg orð, en nægir að minnast, að nokkuð þóttu heimilin keimlík af innanstokks- munum, enda ekki að furða, hús- gögnin smíðuð og bólstruð af sömu mönnum úr fjölskyldu minni í Dan- mörku. Ólafur hafði áhuga á ýmsum málum, ofarlega á lista var hugur hans til gróðurverndar ekki síst ttjárækt og ber landið við Álftavatn þess glöggt vitni. Þar hafa Ólafur og Adda átt sér skjól í faðmi náttúr- unnar, ásamt börnum, barnabörn- um og mörgum öðrum sem til þekkja af reynd. Með þakklæti, kveð ég vin minn og frænda Ólaf, um leið og ég minn- ist Öddu konu hans, sem var honum svo kær. Blessuð sé minning þeirra. Trausti Thorberg Með Ólafi Þorgrímssyni föður- bróður mínum er horfinn enn einn af þeim mönnum sem skópu Reykjavík. Einn af frumkvöðlunum sem fæddust í sveitaþorpinu við Sundin og skiluðu okkur borginni okkar eins og við þekkjum hana nú undir lok tuttugustu aldarinnar. Ólafur fæddist í Bergstaðastræti þijú árið 1902. Foreldrar hans voru Ingibjörg Þóra Kristjánsdóttir og Þorgrímur Jónsson frá Skipholti i Hreppum, hreppstjóra Ingimundar- sonar og Þorbjargar Jónsdóttur Grímssonar stúdents, en hann var bróðursonur Fjalla-Eyvindar frá Hlíð í Hreppum. Ólafur hafði sér- stakt dálæti á þessari ættfærslu, og skyldleika sínum við Eyvind. En hann var ekki síður stoltur af ættum móður sinnar, ömmu Ingibjargar, eins og við barnabörnin kölluðum hana. „Þar koma allar helstu höfð- ingjaættir landsins saman,“ sagði Ólafur við mig þegar við vorum eitt sinn sem oftar komnir á kaf í ættfræðina. Hún var dóttir Krist- jáns Kúld, sem var bóndi á Forsæti í Landeyjum og síðar sjómaður, og Guðrúnar Thorarensen. Kristján var sonur Þorsteins Kúld kaup- manns í Reykjavík og Vigdísar Steindórsdóttur Waage í Hafnar- firði, en Guðrún dóttir Vigfúsar Thorarensen sýslumanns á Borðeyri og Ragnheiðar Pálsdóttur Melsted amtmanns. Þar koma saman ættir Thorarensen bræðranna, sona Þór- arins á Grund í Eyjafirði, því Vifús var sonur Sigurðar, sonar Gísla Thorarensens prófasts í Ocjda, en Guðrún dóttir Vigfúsar Thoraren- sens sýslumanns á Hlíðarenda, bróður Gísla. Ekki nóg með það. Tengdamóðir Vigfúsar, kona Páls Melsted, var Anna Sigríður, dóttir MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 1989 51 þriðja bróðurins, Stefáns stiftamt- manns Thorarensens á Möðruvöll- um í Hörgárdal og konu hans Ragn- heiðar Vigfúsdóttur Scheving. Kona Vigfúsar á Hlíðarenda var Steinunn dóttir Bjarna Pálssonar landlæknis og Rannveigar Skúladóttur fógeta. Ekki voru ættmenni Kristjáns ómerkari. „Þar hefurðu þijá bisk- upa, frændi,“ sagði Ólafur, þegar hann var kominn á flug í ættfræð- inni. Þorsteinn Kúld var sonur séra Jóns á Auðkúlu, sá Jón sonur Jóns Teitssonar biskups á Hólum og Margrétar Finnsdóttur biskups í Skálholti, og bróðir hennar var Hannes Finnsson Skálholtsbiskup. Og það átti fýrir fjölskyldunni að liggja að setjast að á því biskups- setri, sem fáir tengja líklega lengur við biskupsdóm. Þorgrímur byijaði á því að fullnuma sig í söðlasmíði eftir að þau hjón fluttu til Reykjavíkur, en árið 1908 varð hann yfirsmiður hjá Milljónafélag- inu í Viðey, og þar eyddu elstu synir þeirra tveir, Kristján og Ólaf- ur, æskuárunum. Árið 1914 flutti fjölskyldan aftur í land, og ári síðar var jörðin í Laugarnesi auglýst laus til ábúðar. Þá hafði barnahópurinn stækkað, og í hann bæst Ragnar, Pétur, Þorbjörg og Sigríður. Yngsta barnið, Gestur, fæddist fimm árum síðar. Laugarnesið hafði þá verið í eigu bæjarins í um 35 ár, en saga þessarar jarðar, þar sem nú er samnefnt hverfi í Reykjavík, er löng og merkileg. Fyrst er hennar getið í Njálu, þegar Hallgerður langbrók, og Glúmur Óleifsson settust þar að á tíundu öld, og næstu aldirnar var hún, ásamt Engey, í eigu helstu höfðingjaætta landsins. Það var svo árið 1826, sem Steingrímur Jónsson biskup og Valgerður Jónsdóttir kona hans settust að í Laugarnesi, en hún hafði erft jörðina eftir fyrri eiginmann sinn, Hannes Finnsson Skálholtsbiskup, frænda Kristjáns Kúld, afa Ólafs. Steingrímur lét reisa Laugarnesstofu úti á tangan- um, en húsin reyndist illa byggt og var ætíð lekt og til mikilla vand- ræða. Biskupssetur var lagt niður í Laugarnesi í tíð Helga Thordar- sens biskups, árið 1856. Þorgrímur og Ingibjörg höfðu aðeins heimatúnið í Laugamesi á leigu, og húsin. En áður fyrr náði jörðin frá Kirkjusandi, yfir í Foss- yog, inn að_ Bústöðum, Laugarási og Kleppi. Á Laugarnesbóndanum lengi sú kvöð að gæta hesta heima- manna i Reykjavík og aðkomu- manna og halda þeim til beitar. Þetta var í mörg ár verkefni bræðr- anna Péturs og Ólafs, en seinna hófu þeir verslun í kjallara Viðvíkur við Laugarnesveg og nefndu fyrir- tækið Þorgrím Jónsson & Co. Fáein- um ámm síðar reistu þeir verslunar- hús á horni Laugamesvegar og Sundlaugavegar. Ragnar bróðir þeirra tók seinna við því og rak verslunina í mörg ár ásamt konu sinni, Margréti Helgadóttur. Þarna var rekin verslun til skamms tíma. En þeir bræður Pétur og Ólafur snem sér að öðm. Ólafur var reynd- ar byijaður að lesa lög við Háskól- ann þegar hér var komið sögu, en árið 1931 stofnuðu þeir Strætis- vagna Reykjavíkur og reistu fyrstu bækistöðvar þeirra þar sem nú em gatnamót Rauðarárstígs og Njáls- götu. Pétur var framkvæmdastjóri fyrirtækisins, en hann féll frá fyrir aldur fram fáeinum ámm síðar. Ólafur, sem hafði opnað lögfræði- stofu árið 1928, tók við starfinu og gegndi því í nokkur ár, en sneri sér að því búnu að lögmennskunni aftur. Eftir að Ólafur og meðeig- endur hans í Strætisvögnum Reykjavíkur seldu bænum fyrirtæk- ið árið 1943 stofnuðu hann og Kristján bróðir hans, ásamt fleirum, Austurbæjarbíó. Þeir reistu bíóið skammt þar frá sem aðalstöðvar Strætó höfðu risið rúmum áratug fyrr, og það var opnað árið 1947. Hann stundaði lögmennskuna í 60 ár og hætti ekki að reka mál fyrir Hæstarétti fyrr en um átt- rætt. Það gerði hann að eigin sögn til að eiga ekki áhættu að andstæð- ingurinn neri honum því um nasir, að hann væri farinn að kalka. En það var ekki að finna að minnið og hugsunin væra farin að gefa sig. Það var einmitt fyrir rúmum sex ámm, að ég leitaði til frænda míns, þegar ég ætlaði að kaupa hús. „Þetta er einfalt, frændi,“ sagði hann. Svo sagði hann nákvæmlega hvemig ætti að standa að kaupun- um. Fékk sér síðan í nefið og sagð- ist vera að þjálfa hugann. Á kvöld- in legði hann á minnið blaðsiðu- númerið í bókinni sem hann væri að lesa og lokaði henni síðan. Þjálf- unin væri síðan í því fólgin að muna næsta kvöld hvar hann var staddur. Og það tókst alltaf. Hann hafði alla tíð brennandi áhuga á „faginu“, eins og hann sagði alltaf. Hann fór til vinnu sinnar á stofunni hvern dag þar til skömmu fyrir síðustu jól, orðinn 86 ára gamall og búinn að stunda lögmennskuna í sex áratugi. Ég þekkti Ólaf frænda minn ekki mikið. Kynni okkar hófust ekki að marki fyrr en eftir að hann hjálp- aði okkur hjónunum við húsakaup- in. í mínum huga var hann „ríki frændinn“, grósserinn og lögfræð- ingurinn í ættinni, sem ók um á stómm amerískum drossíum. En ég minnist með ánægju fjölskyldu- boðanna, þar sem þessi stóra fjöl- skylda kom saman. Þau vom flest minnir mig á Hofteignum hjá Ragn- ari og Möggu, stundum heima hjá foreldmm mínum á Laugarásvegin- um, eða hjá Sigríði systur þeirra á •Laugamýrablettinum, gegnt gamla Laugarnesbænum. Þarna vom Ólafur og Adda og börn þeirra og síðan tengdabörn fastir gestir, og þau buðu líka Ijölskyldunni oft heim á Víðimel 63 á æskuámm mínum. Það var mikilvægt í augum Ólafs að rækta samskipti ættarinnar, Laugamesættarinnar, viðhalda fjöl- skyldutengslunum, enda var það í anda brennandi ættfræðiáhuga. Hann kvæntist Ásdísi Ingiríði Pét- ursdóttur árið 1932, en hún lést fyrir tveimur árum. Þau áttu tvö börn, Kjartan Reyni og Ernu. Reyn- ir lærði líka lög, og gerðist meðeig- andi föður síns í lögfræðistofunni að loknu prófi. Þeir unnu hlið við hlið í faginu í 22 ár, og tengdadótt- irin, Kristín Sigurðardóttir, var stoð þeirra og stytta á stofunni síðustu árin. Það var svo á síðustu stundu að ég settist við fótskör gamla manns- ins, sem mér fannst raunar aldrei vera gamall, og hann sagði mér frá ámnum á Bergstaðastrætinu og Laugaveginum, í Viðey og Laugar- nesi, og hann rakti ekki aðeins ættir okkar, heldur ættfærði flesta þá, sem hann nefndi til sögunnar. Ættfræðin var honum í blóð borin, og hann hélt því fram, að hún hefði heilmikið að segja í starfinu. Ef maður þekkti ættir fólks vissi mað- ur heilmikið um manneskjurnar, hvað mætti treysta þeim, og hvað mætti byggja á því sem þær segðu. Hin hliðin á lögfræðingnum var tónlistarmaðurinn Ólafur Þorgríms- son. Hann var einn af þeim tólf sem stofnuðu Tónlistarfélagið árið 1932, postulunum, sem svo vom nefndir. En þá sögu verða aðrir að rekja, sem em mér fróðari um hana. Það eitt veit ég, að hann samdi tónlist í frístundum sínum, mörg gullfalleg lög, og lék á hljóðfærið sitt heima í stofu fyrir sig og fjölskylduna. 0g tónlistin sem hann samdi og lék var tónlist aldamótamannanna, hann hafði ekki smekk fyrir það tónaflóð sem nú flæðir yfir þjóðina. Ólafi hafði ekki orðið misdægurt síðan 1918, þegar hann varð að láta í minni pokann og leggjast inn á sjúkrahús um miðjan janúar. Þar heimsótti ég hann skömmu fyrir páska og sagði honum frá ýmsu sem ég hafði safnað saman um Laug- arnesið að fornu og nýju. „Það þarf að fræða ættina um söguna,“ sagði hann við mig einhverntímann í fyrra. Á dánarbeðnum bað hann mig að sýna sér eitthvað af þessum plöggum, sem ég hafði sagt sér frá. Ég kom aftur. Þá var hann sofandi, en vaknaði þegar ég kom inn í sjúkrastofuna, horfði á mig og sagði: „Ég er ekki vel fyrir kall- aður núna. Við skulum hóa okkur saman." Hann fékk sitt kall áður en hann gat hóað í mig. En ég ætla að standa við mitt; fræða ætt- ina, og aðra þá sem á vilja hlýða, um sögu Laugarnessins frá tíma Hallgerðar langbrókar til vorra daga. Þorgrímur Gestsson Nú tekur þeim mjög að fækka, sem í fomstunni stóðu fyrir eflingu tónlistarlífs á íslandi, upp úr 1930 og næstu áratugina þar á eftir. Hugsanlega vita fáir i dag hve saga tónleikahalds, tónlistarfræðslu eða hljómsveitarstarfs er í raun stutt. Varla lengri en nemur einum mannsaldri. í dag er til moldar borinn Ólafur Þorgrímsson, hæstaréttarlögmaður og formaður Tónlistarfélags Reykjavíkur, en hann var einn af stofnendum þess. Félagið tók formlega til starfa haustið 1932. Nokkmm ámm áður, 1925, var Hljómsveit Reykjavíkur komið á fót. Stjómandi hennar var Sigfús Einarsson, tónskáld, auk þess stjómuðu henni dr. Páll Isólfs- son, tónskáld og Jóhannes Velden. Alþingishátíðarnefndin 1930 fór þess á leit við hljómsveitina, að hún aðstoðaði við hátíðarhöldin. Hljóm- sveitin féllst á að gera það endur- gjaldslaust með því skilyrði að ráð- inn yrði fastur stjórnandi við hljóm- sveitina og erlendur kennari í eitt ár. Dr. Franz Mixa var ráðinn hing- að til lands í þessu skyni. Hljóm- sveitin annaðist alla hljómlist á Al- þingishátíðinni. Að Alþingishátíð- inni lokinni gengust þeir dr. Páll ísólfsson og dr. Franz Mixa fyrir að stofna tónlistarskóla sem síðan var rekinn af Hljómsveit Reykjavík- ur næstu tvö árin. Dr. Páll varð skólastjóri og dr. Franz Mixa kenn- ari í tónfræði og píanóleik. Tilgang- ur skólastarfsins var að ala upp hljóðfæraleikara fyrir hljómsveit- ina, en brátt reyndist óhjákvæmi- legt að hasla skólanum víðari völl. Þá reyndist hljómsveitinni ekki unnt að standa undir þeim skólarekstri og bundust þá samtökum 12 ungir áhugamenn, flestir úr hljómsveit- inn, en aðrir utan hennar, og stofn- uðu Tónlistarfélag Reykjavíkur. Þessir ungu menn vom: Ragnar Jónsson í Smára, Ólafur Þorgríms- son, hrl., Haukur Gröndal, for- stjóri, Bjöm Jónsson, kaupmaður, Tómas Álbertsson, prentari, Óskar Jónsson, prentsmiðjustjóri, Þórar- inn Björnsson, póstfulltrúi, Hálfdán Eiríksson, kaupmaður, Stefán Kristinsson, fulltrúi, Kristján Sig- urðsson, póstfulltrúi, Sigurður Markan, söngvari og Helgi Láms- son, forstjóri. Þetta félag tók nú að sér rekstur skólans og Hljómsveitar Reykjavík- ur, og stóð undir starfsemi hennar meðan hún starfaði undir því nafni, eða þar til Sinfóníuhljómsveitin var stofnuð. Skólann, sem hlaut nafnið Tónlistarskólinn í Reykjavík, hefur félagið rekið allt fram á síðustu ár, en hlutur Reykjavíkurborgar og ríkissjóðs hefur smám saman aukist þannig að þörfin á beinum fjár- hagsstuðningi félagsins við rekstur- inn sjálfan hefur minnkað með ár- unum. Fljótlega eftir stofnun Tón- listarfélagsins tók það að stánda fyrir margvíslegu hljómleikahaldi, sem orðið hefur fastur þáttur í tón- listarlífi þjóðarinnar. Forystu fyrir félaginu hafði Ragnar Jónsson í Smára, sem kunn- ugt er, en að baki honum stóðu aðrir stofnendur félagsins, og í ákaflega góðri samvinnu byggðu þeir félagið upp og treystu stoðir þess eftir því sem árin liðu. Framar- lega í þeim hópi stóð Ólafur Þor- grímsson, hrl., alla tíð. Hann var sjálfur mikill unnandi góðrar hljóm- listar og eftir hann liggja fjölmörg falleg sönglög. Hann var. stofnandi Sambands íslenskra karlakóra 1929 og sa.t um skeið í stjórn þess. Þá var Ólafur formaður Tónlistarfé- lagskórsins, sem á ámnum áður starfaði um langt skeið og stóð fyrir mörgum stómm kómppfærsl- um undir stjórn dr. Victors Urbanc- ic. Ólafur átti sæti í stjórn Tónlistar- félagsins frá upphafi og síðustu árin sem formaður. Nú að leiðarlok- um flytur félagið honum alúðar- þakkir. fyrir öll þau mikilsverðu störf sem hann vann í þágu þess á löngum starfsferli. Fjölskyldu hans sendir félagið dýpstu samúðar- kveðjur. Tónlistarfélag Reykjavíkur Ólafur Þorgrímsson, hrl., lést á Landspítalanum 26. apríl sl. á 87. aldursári. Ólafur átti að baki óvenju langa og farsæla starfsævi, en á síðasta ári vora liðin 60 ár frá því hann hóf málflutningsstörf. Ólafur starfaði m.a. sem lög- fræðilegur ráðgjafi náttúmlækn- ingasamtakanna og heilsuhælis NLFÍ um áratuga skeið. Þar kynnt- umst við Ólafi vel, mannkostamanni sem á fáa sína líka. Ólafur vann að málum náttúmlækningahreyf- ingarinnar af framúrskarandi ósér- hlífni og samviskusemi og þáði lítil laun fyrir. Á brautryðjendaámm Náttúm- lækningafélagsins þegar fjárskort- ur og barátta um daggjöld til handa heilsuhæli félagsins settu svip sinn á félagsstörfin reyndist liðfylgi Ólafs ómetanlegt. Iðulega komu upp flókin og erfið félagsleg mál jafnframt þeim lögfræðilegu úr- lausnarefnum sem fyrir lágu. Ólaf- ur leysti mál þessi jafnan af lipurð og þannig að sérhver mátti vel við una, en fyrst og fremst hafði Ólaf- ur þó hagsmuni félagsins í fyrir- rúmi. Þá var þjónuáta af hálfu Ólafs ekki eingöngu veitt á venjulegum starfstíma lögfræðiskrifstofu hans, heldur einnig margoft utan þess tíma, jafnvel um helgar. Undraðist maður oft á tíðum greiðvikni Ólafs og dugnað. Fjölhæfar gáfur og listhneigð Ólafs ásamt eðlislægri gamansemi gerðu það að verkum að unun var að deila við hann geði. Öll viðkynn- ing og samstarf við Ólaf vom ein- staklega ánægjuleg. Hin margþættu félagslegu störf er Ólafur gegndi um ævina bám glöggan vitnisburð um frábæra hæfileika hans til að laða menn til farsæls félagslegs samstarfs. Ólaf- ur var fyrir þeirri þungbæm lífsreynslu að búa við langvarandi erfið veikindi eiginkonu sinnar. Umhyggja hans og umönnun í veik- indum hennar var með eindæmum og sýndi það öðm betur hveijum mannkostum hann var búinn. Við fráfall Ólafs em við sérstaklega þakklát fyrir að hafa fengið að njóta reynslu hans og starfshæfni í eftir- minnilegu samstarfi. Kjartani Reyni, Kristínu og öðr- um aðstandendum sendum við okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. Friðgeir Ingimundarson, fv. forstjóri Náttúrulækn- ingafélags íslands, Jón Gunnar Hannesson, fV. laeknir Heilsuhælis NLFÍ í Hveragerði. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal- stræti 6, Reykjavík og á skrif- stofu blaðsins í Hafharstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki era tekin til birtingar fmmort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta tilvitnanir í ljóð eftir þekkt skáld, og skal þá höfundar get- ið. Kransar, krossar W ogkistuskreytingar. w Sendum um allt land. GLÆSIBLÓMIÐ GLÆSIBÆ, Álfhcimum 74. sími 84200

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.