Morgunblaðið - 03.05.1989, Síða 56

Morgunblaðið - 03.05.1989, Síða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 1989 Við rýmum til fyrir nýjum vörum og bjóðum góðan afslátt af góðu verði. Ath: Stendur aðeins til 13. maí. Verið velkomin. Vid erum i „Nútíðu Faxafeni 14, sími 680755 HUSGOGN Sérmerkjum ölglös Sérmerkjum ölglös með skemmtilegum teikningum eða eftir ykkartillögum! V * V Höfðabakki 9 Reykjavík s. 685411 Sambandsúlfurinn Reykjavíkurmær skrifar: Sambandsúlfurinn er að gleypa Reykjavík, góðir hálsar og virðast ekki vera neinar hömlur á því hvað þeir geta og gera. Það er ekki ýtt við þeim, það virðast allir viija vera með þeim í ósómanum.' Ég kalla það ósóma á meðan þeir ekki standa fyrir dreifbýlinu, sem það var nú aðallega stofnað fyrir. Enda er það margur sveitamaðurinn sem hefur farið flatt í SÍS. Hvar er nú dugnaðurinn í okkur Reykvíkingum? Eg leyfi mér að benda þeim mönnum á, sem eitt- hvað hafa að segja í þessu þjóð- félagi: „Maður líttu þér nær, Það liggur í götunni steinn." Sambands- úlfurinn er að gleypa þéttbýlið. Ef þið lesið blöðin þá virðist annað hvert orð finnast í einhverri grein og alltaf á uppleið. Sýnishorn: Það er komið í samkrull við Brunabót, Álafoss, Saumastofuna Sólin, ís- lenska aðalverktaka og ekki má gleyma aðalútflutningsvörunni okk- ar, sjávarafurðunum. Erykkur ekki farið að undra hvaðan peningarnir koma og hvað þeir geta gert mikið án þess að gera hreint fyrir sínum dyrum við kaupfélögin eða fólk dreifbýlisins. Ég spyr ykkur hátt- virtir ráðamenn þessarar þjóðar: Hvað haldið þið að verði langt í að þeir verði allsráðandi í þessari borg? Hvaða dauðyfli erum við að verða Reykvíkingar? Spyr sá sem ekki veit. En stjórnmálamenn þessarar þjóðar: „Varið ykkur á úlfinum. Hann gæti gleypt ykkur.“ Síðan vii ég beina orðum mínum til háttvirts utanríkisráðherra sér- staklega. „Vertu ekki svona um- komulaus milli þessara tveggja flokka sem eru með þér í ráðum. Þú ert vel gefinn maður. Settu fót- inn milli stafs og hurðar áður en það er of seint. Og burt með sam- starfið með þessum tveimur flokk- um, þá bjargar þú æru þinni og þjóð um leið.“ Fyrirmyndar útstilling Kentruck Vandaðir lyftarar á lægsta verðinu ÁRVÍK ÁRMÚLI 1-REVKJÁVlK-SlMI 687222 -TELEFAX 687296 Fróóleikur og skemmtun fyrir háa sem lága! |HiOy0íiímhfehíiííj> Til Velvakanda. Mig langar til að minnast á það sem vel er gert og koma þakklæti til þeirra sem vel gera. Ég átti leið um Langholtsveginn um páskana og leit þar í glugga nokkurra versl- ana, þ.á m. raftækjaverslunar sem er á horni Langholtsvegar og Snekkjuvogs. Það verð ég að segja að verslunareigandinn á hrós skilið Ungmenna- félagar hreinsa landið Til Velvakanda. Ungmennafélögin sýna lofsvert framtak með því að beita sér fyrir hreinsunarherferð um allt iand í næsta mánuði. Að undanteknum uppblæstrinum og gróðurleysinu er ruslið og sóðaskapurinn eflaust mesta umhverfisvandamál íslands. Úr því ætti að bæta og vonandi verður þetta árlegt framtak hjá þeim. Með hreinsuninni eru félögin að skapa sér verðugan vettvang, sem hefur mikið hagnýtt og uppeld- islegt gildi. í þessu skyni mætti öll þjóðin gerast ungmennafélagar um eina helgi ár hvert. fyrir sérstaklega snyrtilega útstill- ingu og greinilegar verðmerkingar. Það mættu margir verslunareigend- ur taka sér þennan glugga til fyrir- myndar. Ef ekki er opið getur fólk samt séð hvað varan kostar og því komið seinna og verslað. Sem sagt: Til fyrirmyndar. Gunnar Halldórsson Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 10 og 12, mánu- daga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskiptingar, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fyigja öllu efni til þáttarins, þó að höfundur óski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. Borgarbúi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.