Morgunblaðið - 10.05.1989, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. MAÍ 1989
Minning:
*
Jóhannes Arna-
son9 sýslumaður
Fæddur 20. apríl 1935 Jóhannes víða við í atvinnu- og fé-
Dáinn 30. apríl 1989 lagsmálum. Hann var formaður í
Hinn 17. júní árið 1956 settu 47
ungmenni upp hvítu kollana á Sal
Menntaskólans á Akureyri og,
gengu út í bjartan en eilítið svalan
sumardaginn. Við vorum að kveðja
skólann okkar, kveðja ágæta læri-
feður og kveðja hvert annað. Að
baki voru gleðirík ár í frábærum
skóla og góðum félagsskap og
framundan var lífið og nokkru meiri
alvara.
Þrír úr þessum hópi eru nú látn-
ir. Jóhannes Ámason lést hinn 30.
apríl sl.
Jóhannes Ámason Sturlaugsson
fæddist 20. apríl 1935 á Geirseyri.
Foreldrar hans vom Sturlaugur
Friðriksson, sölumaður í Reykjavík,
og Anna Sigríður Jóhannesdóttir,
sem lengi bjó í Flatey á Breiðafírði
en síðar á Patreksfírði.
Jóhannes lauk landsprófí frá hér-
aðsskólanum'a Núpi í Dýrafírði
vorið 1952 og settist síðan um
haustið í 3. bekk Menntaskólans á
Akureyri ásamt nokkmm skólafé-
lögum sínum frá Núpi. Stúdents-
prófí lauk hann úr máladeild MA
árið 1956 eins og áður segir. Leiðin
lá síðan í Háskóla íslands þar sem
hann lauk prófí í lögfræði hinn 27.
maí 1963.
Á námsámm sínum starfaði Jó-
hannes m.a. sem ritari Qárveitinga-
nefndar Alþingis á þingum
1959—60, auglýsingastjóri dag-
blaðsins Vísis frá maí 1961 til árs-
loka sama ár og erindreki Sjálf-
stæðisflokksins frá maí til október
1958. Að loknu prófí í lögfræði var
Jóhannes ráðinn sveitarstjóri í Pat-
rekshreppi frá 1. júní 1963 til 31.
desember 1968; jafnframt var hann
fulltrúi sýslumannsins í Barða-
strandasýslu frá 1. ágúst 1963 til
30. apríl 1964, en eftir það rak
hann lögfræðiskrifstofu á Patreks-
fírði með sveitarstjómarstarfínu
þar til hann var skipaður sýslumað-
ur í Barðastrandarsýslu 15. nóvem-
ber 1968. Jóhannes tók síðan við
embætti sýslumanns í Snæfellsnes-
og Hnappadalssýslu 15. ágúst 1982
og gegndi því til æviloka.
Utan embættisstarfa sinna kom
Neista, félagi ungra sjálfstæðis-
manna í Vestur-Barðastrandarsýslu
1957—1959, í stjóm Sambands
ungra sjálfstæðismanna 1957—
1961, varaformaður 1959—1961,
formaður í sjálfstæðisfélaginu
Skildi á Patreksfírði 1964—67 og
aftur 1973—1976, varaþingmaður
á Alþingi fyrir VestQarðakjördæmi
apríl—maí og okt.—des. 1975,
jan.—febr. 1977 og febr.—mars
1987. Hann sat í flokksráði Sjálf-
stæðisflokksins 1974—1980.
Jóhannes sat i Reykhólanefnd
1964—1969, var stjómarformaður
útgerðarfélagsins Vesturrastar hf.
á Patreksfírði 1964—1969, formað-
ur atvinnumálanefndar Vestfjarða
1969—1970, í stjóm Viðlagatrygg-
ingar frá 1975 og í stjóm hlutafé-
lags um rekstur Hótels Flókalundar
frá 1972. Hann var stjómarformað-
ur Flóabátsins Baldurs hf. um ára-
bil.
Ekki fer á milli mála að Jóhann-
es Ámason var mætur og dugmik-
ill sýslumaður, sem naut sín vel í
fjölbreyttu starfi. Hann vildi veg
landsbyggðarinnar sem mestan og
barðist gegn aukinni miðstýringu
og skertum völdum héraðanna.
Stjóm sýslumálefna lék honum í
hendi og hann kunni illa sumum
þeim breytingum sem nú er verið
að gera á héraðsstjóminni og taldi
þær skaða landsbyggðina. Hann
vildi efla landsbyggðina með því að
taka upp þriðja stjómsýslustigið og
barðist fyrir þeirri skoðun sinni í
ræðu og riti.
Eftirlifandi eiginkona Jóhannes-
ar Ámasonar er Sigrún Siguijóns-
dóttir, en þau gengu í hjónaband
20. maí 1961. Böm þeirra eru: Ólaf-
ur Þór, f. 16. september 1961, BA
í uppeldisfræðum, Anna Berglind,
f. 13. febrúar 1965, er stundar nám
í fatahönnun í París, Siguijón, f.
23. júní 1966, verkfræðinemi við
Háskóla íslands, og Elín, f. 29.
okt. 1971, nemi við Menntaskólann
á Akureyri.
Við bekkjarsystkini Jóhannesar
Árnasonar úr Menntaskólanum á
SPENNANDI NAMSKEIÐ
um einstæða náttúruleqa tækni
Dr. Anna Edström, lífefnafræöingur frá Bretlandi, heldur á næstu
mánuðum námskeið í aromatheraphy, sem er sérstakt þrýsti-
punktanudd með náttúrulegum olíum. Einnig verða kenndar ýmsar
aðrar aðferðir við punktanudd.
Fyrsta námskeiðið var haldiö í lok síðasta mánaðar og vakti óskipta
athygli og áhuga þeirra, sem þátt tóku.
Enn eru fáein pláss laus á fiamhaldsnámskeið, sem haldið verður
eina helgi í mánuði allt til áramóta.
Tryggift ykkur þátttöku strax og fáið frekari upplýsingar hjá
Ambrósíu hf., Faxafeni 10, Reykjavfk, sími (91) 680 630.
Akureyri vottum eiginkonu hans og
ættingjum okkar innilegustu samúð
og biðjum algóðan Guð að styrkja
þau í sorg þeirra.
MA-stúdentar 1956
Sunnudagurinn 30. apríl, bjartur
og fagur vordagur. Ekki óraði mig
fýrir því, er ég gekk áleiðis að heim-
ili Jóhannesar mágs míns og Sig-
rúnar systur minnar, að þessi dagur
ætti eftir að verða svo örlagaríkur.
Að elskulegur mágur minn yrði lið-
ið lík að kveldi. Allt í einu skynja
ég hversu nátengdur þessi mágur
minn raunverulega var mér. Er það
ekki oftast þannig, að við göngum
í gegnum Iífíð hugsunarlaust.
Manneskjumar, sem við um-
göngumst mest og eru okkur svo
kærar, eru svo sjálfsagðar, að við
gætum ekki að því, að einn góðan
veðurdag eru þær ekki hér lengur.
Og þá er orðið of seint að láta þær
fínna hversu vænt okkur þótti um
þær.
Og minningamar streyma að,
það rifjast upp er ég fyrst kom á
heimili þeirra hjóna, systur minnar
og Jóhannesar, aðeins 11 ára göm-
ul. Þau gift fyrir stuttu og fyrsta
bamið nýfætt. Það er ekki sjálfgef-
ið að ung nýgift hjón kæri sig um
svona aukagemsa á heimili sitt. En
komin var ég og alla tíð síðan hef-
ur þeirra heimili verið mitt heimili,
þó að auðvitað flygi fuglinn burt,
þegar unglingsárin vom að baki.
En þó að fuglinn flygi var hann
velkominn til baka. Eg hef ekki
tölu á því, hve oft ég hef dvalið á
heimili þeirra hjóna um lengri eða
skemmri tíma og ætíð svo innilega
velkomin. Og ekki nóg með að ég
dveldi þar ein heldur var dóttir
mín, Heiðrún, sjálfsagður meðlimur
fjölskyldunnar eftir að hún fæddist.
Oft í gegnum tíðina hef ég hugs-
að um fólkið hans Jóhannesar.
Sigríði, móður hans, Ellu móður-
systur og öll systkinin. Hvílíkt sam-
safn af góðu fólki. Mér hefur orðið
hugsað til þess, hve samstaðan hef-
ur verið mikil innan Qölskyldunnar,
hvað þau hafa borið mikla um-
hyggju hvert fyrir öðm og fyrir
mökum, bömum og vandamönnum
hvers annars. Ég sjálf hef ekki síst
fundið fyrir allri þeirri umhyggju
og elskusemi, sem þau hafa átt svo
gott með að miðla öðmm af.
Jóhannes og Sigrún eignuðust 4
böm, sem hafa verið foreldmm
sínum til ánægju og sóma, þau em
talin upp hér í aldursröð; Ólafur
Þór f. 1961, útskrifaður úr félags-
vísindadeild Háskóla íslands í febr-
úar sl., Anna Berglind f. 1965, nemi
í fatahönnun í París, Siguijón f.
1966, nemi í verkfræði í Háskóla
íslands, sambýliskona, Guðný Þ.
Kristmannsdóttir, nemi í Myndlista-
og Handíðaskóla íslands, og yngst
Elín f. 1971, nemi í Menntaskólan-
um á Akureyri.
Jóhannes var mikill fjölskyldu-
maður og studdi við bakið á bömum
sínum með ráðum og dáð. Er sökn-
uður þeirra mikill er þau nú kveðja
kæran föður sinn.
Ég kveð Jóhannes með miklum
söknuði. Raunvemlega er mér orða
vant en við Heiðrún þökkum fyrir
allt það sem hann, börnin hans og
mín kæra systir hafa fyrir okkur
gert. Ef það er sannieikur að mað-
urinn uppskeri eins og hann sáir,
þá er það mín trú að allur sá góð-
vilji, sem Jóhannes hefur sýnt mér
og Heiðrúnu og aldrei verður full-
þakkaður, verði reiknaður honum
til tekna á öðm tilvemsviði.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinimir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síð’sta blund,
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
> Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem)
Elsku Sigrún systir, ÓIi, Anna,
Siguijón og Ella. Fyrir ykkur em
þetta erfíðir tímar. Við hér á Sól-
vallagötu 36 vottum ykkur okkar
innilegustu samúðarkveðjur og biðj-
um guð að vera með ykkur í þess-
ari miklu raun.
Arnheiður E. Siguijónsdóttir
Þrátt fyrir að við emm daglega
minnt á fallvaltleik lífsins, ætlaði
ég seint að trúa því að Jóhannes
væri látinn, að skiptum okkar hér
- á jörð væri lokið. Svo snöggt var
þetta. Daginn áður höfðum við
rætt saman og hugað til frekari
samskipta næstu daga og það var
svo margt sem við áttum órætt.
En svona er þetta. Hallgrímur Pét-
ursson minnir okkur á í sínum
ódauðlega sálmi að á snöggu auga-
bragði, afskorið verður fljótt, og
lífíð sjálft minnir svo oft á að næsta
degi er erfítt að treysta. En mæt
er sú minning sem ég á um Johann-
es og fjölskyldu hans og sú stund
sem hann lætur eftir í huga mínum
er fögur og skír. Ég hafði þekkt
hann áður en hann gerðist sýslu-
maður okkar 1982 og því hlakkað
til samskiptanna. Við höfðum hist
á ýmsum vettvangi, svo sem stjóm-
málanna, Lionshreyfíngarinnar o.fl.
Skipst þar á skoðunum, staðið sam-
an að góðum hugðarefnum og lið-
sinni hans mátti alveg treysta.
Strax eftir komu hans hingað efld-
ust kynnin og vináttan. Hann var
þannig að eftir var tekið. Ég hitti
hann alltaf kátan og hugsterkan í
viðfangsefnum hins daglega lífs. Á
málum tók hann þannig að ég held
að ekki hafí verið annað hægt en
una við það. í sýslunefnd einnig.
Þar krufði hann hvert mál til mergj-
ar og reyndi að fínna æ hinar bestu
úrlausnir og það hafa mér sagt
þeir sem með honum voru á þeim
vettvangi að réttlætið og sanngimin
hafí haldist í hendur. í dómarastarf-
inu var sama að segja og ég minn-
ist sérstaklega síðustu mánaðanna
þegar mikil umsvif vora í sölu eigna
og verðmæta og hann þurfti vera-
lega að taka á og leysa erfíð mál
þeirra sem höfðu orðið á vegi erfíð-
leika og vandræða. Kannski var
hann þá einna sterkastur. Leið-
beinandi var hann góður, það fengu
ég og fleiri að reyna. Því er mikil
eftirsjá hér í Stykkishólmi, þar sem
hann hafði unnið svo margt til góðs.
Ekki var fum eða vonleýsi í neinum
gerðum og bros á vör fylgdi honum
hvar sem hann kom. Ég má heldur
ekki gleyma hans ágæta heimili.
Þar var lífsgæfa hans mest. Kona
hans fylgdi honum vel eftir og
bamalán áttu þau mikið. Það fór
ekki á milli mála, enda varði hann
þann garð vel og hlúði að. Uppsker-
an er því mikil. Nú þegar ég rita
þessi kveðju- og þakkarorð verður
ekki komist hjá því að söknuðurinn
er mikill. Hann verður ekki bættur
nema með minningu um góðan
dreng og þökk til guðs sem gaf
hann vinum sínum og ættgarði.
Guðsblessun fylgi honum á nýjum
áfanga. Megi guð blessa eftirlifandi
ástvini hans. Þeim sendum við hjón-
in innilegar samúðar kveðjur. Bless-
uð veri minningin um góðan sam-
ferðamann.
Árni Helgason
Hún var óvænt og sár, _sú fregn
er tjáði andlát Jóhannesar Árnason-
ar, en hann varð bráðkvaddur að
kvöldi 30. apríl, staddur í Reykjavík.
Með honum er genginn drengur
góður, traustur vinur og vammlaus
embættismaður. Jóhannes var og
einn þeirra manna sem skildi vanda
landsbyggðar, vann henni allt og
þorði að selja fram einarðar og vel
grandaðar hugmyndir, um hvemig
best yrði snúist til vamar og aukin
sjálfstjóm og hagsæld í héraðum
landsins.
Jóhannes var fastheldinn á grón-
ar venjur, traustar og gamlar stofn-
anir. Skoðanir okkar féllu mjög
saman um flest er laut að héraðs-
málum og stjómsýslu á landsbyggð-
inni.
Við voram sammála um að sú
atlaga sem gerð hefur verið að
embættum sýslumanna í hinum
dreifðu byggðum íslands og er að
flestu leyti vanhugsuð og til þess
gerð að hnekkja stöðum sýslu-
manna, mun í raun fyrst og fremst
bitna á landsbyggðarfólki og er því
alvarlegt' byggðaröskunarmál. í
þessum málum öllum talaði Jóhann-
es af reynslu og henni óvenju mik-
illi þar sem hann hafði bæði starfað
sem sveitarstjómarmaður um langt
árabil svo og í ýmsum stofnunum
og nefndum og að endingu einnig
sem sýslumaður í liðlega tvo ára-
tugi.
Jóhannes trúði einlægt á það já-
kvæða í hveijum einstaklingi og
hann var laus við að meta menn
út frá pólitísku sjónarhomi, þó
vissulega hefði hann mjög einarðar
skoðanir í landsmálum og skipaði
sér ávallt undir merki Sjálfstaeðis-
flokksins.
í samræmi við víðsýni og trú á
vilja forsvarsmanna þjóðarinnar tii
góðra verka og skynsamlegra
lausna, ritaði Jóhannes nýverið
prýðisgóða álitsgerð um fyrirhug-
aðar breytingar til aðskilnaðar
stjómsýslu og dómsvalds í héraði.
Inntak hennar var að í þessum
málum bæri að gæta sín, gera nauð-
synlegar breytingar þó þannig að
þær yrðu til bóta fyrir fólkið í
landinu, sliguðu ekki ríkissjóð íjár-
hagslega, enda yrði áfram byggt á
því sem vel hefði reynst.
Nú er leiðir skiljast er margs að
minnast. Leiðir okkar Jóhannesar
lágu fyrst saman á haustdögum
1952 er við settumst í 3ja bekk
MA. Jóhannes kom frá Núpi, þar
sem hinn virti skólastjóri séra Éirik-
ur J. Eiríksson hafði mótað hann
og marga aðra fríska menn er þetta
haust settust í MA.
Ég kom líka úr heimavistarskóla
frá Eiðum eftir handleiðslu þess
ágæta manns Þórarins skólastjóra
Þórarinssonar. Ég fann mikinn
samhljóm með þessum piltum.
Þeim sem þá settust í MA var
skipað saman í eina bekkjardeild
B-bekk. Hinir sem fyrir vora sátu
áfram saman í A-bekk. Þetta var
afar ólíkt fólk, a.m.k. svona framan
af enda A-bekkur einkum saman-
settur af vel uppöldum stúlkuböm-
um. B-bekkingar bjuggu flestir í
heimavistum í því gamla góða
skólahúsi frá 1906, fegurst húsa á
íslandi og kynngimagnað. Lingeðja
kennarar áttu ekki sjö dagana sæla
við kennslu í 3ja bekk B veturinn
1952—1953. Gríðarleg hugkvæmni
var í ýmsum þessara um tveggja
tuga hraustra og óbældra stráka,
til að fínna uppá hrellingum handa
lærifeðram. Þau vináttubönd sem
menn knýtast á menntaskólaáram
í heimavist, slitna aldrei.
Jóhannes Árnason var góður fé-
lagi á heimavist. Hann var strax
þá prúður í framgöngu, glettinn,
en gaman hans var ávallt græsku-
laust, hann vildi enga meiða. Hins
vegar lét hann ekki eggja sig lengi
til að fara í eina bröndótta, og
reyndist rammur að afli, enda
margverðlaunaður íþróttamaður og
fylginn sér.
Nú þegar ég handleik Carminu
stúdenta 1956 frá MA, og lít á
karíkatúrteikningu Páls læknis Þór-
hallssonar af Jóhannesi, er sem ég
hverfi 33 ár aftur í tímann. Róleg
og glettin rödd Jóhannesar mælir,
um leið og hann hampar tóbakspon-
tunni „viltu í nefið gæskan" og
sessunautur hans, prúð stúlka
framan úr Eyjafirði, svarar að
bragði „svei“.
Þann 17. júní 1956, gengu 48
stúdentar út í sumarið á Akureyri.